Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 33
beggja megín Svartahafs í styrjöldinni 1828—1829, tek- ið af þeim nokkuð af Armeníu, losað um skattlönd þeirra norðanmegin Balkanfjalla og neytt þá til, að leyfa sjer frjálsar ferðir um Svartahaf, og þar á ofan bættist, að Mehmet Ali, ofjarl Tyrkja á Egyptalandi, neytti allra bragða, til að losast undan þeim. Vildi nú soldán berja dálítið í brestina og koma betra skipu- lagi á hermálaefni ríkisins, og semja þau að sniði þjóð- anna í Vestur-Evrópu. Tók hann því ýmsa herfor- ingja frá Vesturlöndum í þjónustu sína og var Moltke hinn helzti þeirra. Komst hann brátt í mikla kær- leika hjá soldáni, enda studdi hann soldán með ráði og dáð. Um þær mundir tókst soldán ferð á hendur um Búlgaríu, og var Moltke þá í för með honum. Jafn- frarnt því, að koma betri reglu á her Tyrkja stóð hann íyrir víggirðingum kastalaborganna Bustschuk, Silístria, Varna og Schumla norðan undir Balkanfjöllum og byggingu^ virkja þeirra, er gjörð voru við Dardanella- sund. Árið 1838 fór hann til Litlu-Asíu og Armeníu og fór þá um ýmsa staði þar eystra, er engmn maður úr norðvesturhluta Evrópu hafði stígið fæti á. |>á tók hann og þátt í leiðangri þeim, er Tyrkir gjörðu á hend- ur Kúrdum 1839. Vildi nú soldán launa Mehmet Ali Egyptajarli lambið grá, er hann hafði orðið að láta Sýrland laust við hann 1832 og sagði houum því stríð á hendur vorið 1839 og var Moltke með hersveitum þeim, er sendar voru suður á Sýrland, til að taka það úr höndum Ala jarls. En ekki var til fagnaðar að flýta sjer fyrir Tyrki. Herforingi þeirra Hafis pascha, hermálaráðherra soldáns, vildi ekki þekkjast ráð þau, ®r Moltke gaf honum og beið því algjörðan ósigur gegu Ibrahim syni Egyptajarls í orustunni við Nisib á Sýrlandi 24. júní s. á. Pám dögum síðar dó Mah- ttiud 2. Tyrkjasoldán og tók Moltke sig þá upp úr Tyrkjalöndum og hjelt aptur til þýzkalands, og settist að í Berlín á ný. Enginn efi er á því, að vegur Moltkes hefir þótt Vaxa af framkvæmdum hans eystra, því eptir að hann Var kominn til Prússlands á ný, var hann hafinn ár af ári til hærri hertignar. Arið 1846 var hann gjörður aðstoðarmaður (adjutant) Hinriks prins af Prússlandi, °g fór með honum til Bómaborgar, en sneri heim til (27)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.