Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 19

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 19
19 óþekktar; lííið varð margbrotnara og heimtaði meiri og víðari þekkingu, en áður var. Yrnsar nýjar vísinda- legar uppgötvanir voru gjörðar, rit og fróðleikur hinna gömlu þjóða komu aptur fram í dagsljósið, svo hið and- lega iíf meðal hinna lærðu manna varð meira. pekk- ingin á náttúrunni jókst, en efasemi kom upp lijá mörgum um margar kenningar kirkjunnar, og loksins pegar Lútlier kom, var mörguin þeirra kastað með öllu. Siðahótin kom og með henni sú kenning, að sjerhver maður án tillits til stöðu og ætternis, sjálfur yrði að hugsa, vilja og starfa að sinni andlegu velferð, og að liann liefði fulla ábyrgð fyrir verkum sínum. Með þessari kenningu fjekk einstaklingurinn andlegt frelsi, en hugsunarfrelsi og sjálfsábyrgð voru eigi einhlýtar út af fyrir sig, með þeiin þyrfti að koma þekking. Biflí- an, sem við siðabótina var lögð til grundvallar fyrir breytni og trú einstaklingsins var gerð aðgengileg fyrir almenning, en til þess að not gæti orðið að lienni, urðu menn að kunna að lesa. A rústuni klaustranna komu upp latínuskólar fyrir presta og aðalsmannabörn, al- þýðuskólar, eins og þeir eru nú, voru eigi nefndir á nafn. Prestarnir fengu meiri menntun, en áður hafði verið, reyndar var mest lögð áherzla á latínu og guð- fræði, en lítið skeytt um aðrar fræðigreinir, en þótt eigi væri kennt moira en þetta, þá voru þó prestarnir gerðir liæfir til að prjedika guðsorð. Margar bækur voru prent- aðar fyrir almenning, helzt guðsorðabækur og kennslu- bækur í trúarbrögðmn, en lítið af öðrum bókum. Lúther var sá, sem ruddi braut í þessu sem öðru, hann ritaði sinn katekismus, er síðan hefur í lútlierskum löndum verið hafður fyrir kennslubók bæði á skólum og lieim- ilum, en þá voru fáir alþýðumanna lesandi og skeyttu ekki um að læra neitt, fyrir því voru prestarnir látnir 2*

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.