Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 28

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 28
Einu sinni var konungur í Arabíu sem hét Sumar. Hann átti sjösyni og sjödætur. Fjöldi smjaðrara var við hirðina. Daglega var konunginum sagt að hann væri hamingju- samasti maður í heimi. Einkum heyrði hann oft að hann gæti verið hamingjusamur að eiga svo mörg börn sem bæði væru heilbrigð og fögur. En langt úti í eyðimörkinni bjó spámaður. Hann hét Enok. Hann las úr stjörnunum eins og opinni bók. Dag nokkurn varð konungurinn leiður á öllu smjaðrinu og hrósinu. Hann bað þjóna sína að söðla úlfalda og hélt svo til spámannsins út í eyðimörkina. — Enok, sagði konungurinn. Ég veit að þú ert spek- ingur sem elskar sannleikann. Þýddu fyrir mig draum sem mig dreymdi í nótt. Sjö beinvaxin sedrustré og sjö fagrir döðlupálmar stóðu í kringum tjaldið mitt. Þegar nálgaðist hita hádegisins, ætlaði ég að setjast í skugg- ann af greinum þeirra. En þá sá ég að það sátu sex drekar í sex af sedrustrjánum og aðrir sex í pálmatrjánum. Og allir vildu þeir ráðast á mig. Aðeins sjöunda sedrus- tréð og sjöunda pálmatréð vildu skýla mér fyrir sólinni af einlægni. — Herra konungur. Þetta sem þú segir undrar mig ekki. Ég hef fyrir löngu séð það í stjörnunum. Eins og drekar og ormar munu sex af sonum þínum og sex af dætrum þínum sækjast eftir lífi þínu. En sjöundi sonurinn og sjöunda dótturin munu alltaf reynast þér trú. — Heiðarlegi spámaður, svaraði konungurinn. Þetta er ekki góður spádómur. En ég vil fara eftir orðum þínum og leggja þrautir fyrir þörn mín. Þá mun það koma fram hvernig þau eru innrætt. — Herra konungur. Þaó skaltu gera en farðu hyggi- lega að því. — Auðvitað, sagði konungurinn. Því að eftir allt smjaðrið og hrósið hélt hann að hann væri mjög vitur. Svo fór hann aftur heim í höllina. Daginn eftir lét hann kalla alla syni sína og dæíur fyrir sig og sagði: — í gær þegar ég reið í gegnum eyðimörkina týndi ég hring Salómons konungs. Hann er mér dýrmætari en allt annað og gefur mér vald yfir illum öndum. Sá sem finnur hringinn fær konungsríkið að launum. Samstundis fóru sex elstu prinsarnir og sex elstu prinsessurnar út í eyðimörkina í von um að hljóta kon- ungdóminn. En yngsti sonurinn, sem hét Mirsa, og yngsta dóttirin, sem hét Mirjam, urðu eftir í tjaldinu. — Hvers vegna sitið þið hér í stað þess að leita að mínum dýrmæta hring sem hefur týnst? — Við viljum gjarnan þjóna föður okkar án þess að heimta laun fyrir. Þess vegna bíðum við þangað til syst- kini okkar koma aftur, svo að við verðum ekki til þess að taka konungdæmið af þeim ef við skyldum finna hringinn fyrst. — Lötu börn. Kóngurinn var fýlulegur og í slæmu skapi. — Ég sé að þið elskið mig ekki eins mikið og hin börnin mín. Þess vegna fáið þið heldur ekki að leita eftir hringnum. Undir kvöld komu hin tólf konungsbörn þreytt heim. Þá hló kóngurinn og sagði: — Þetta var aðeins dálítil þraut. En hver af prinsunum fékk gyllt sverð og allar prinsess- urnar fengu hring með glitrandi gimsteinum. Aðeins Mirsa og Mirjam fengu engar gjafir. Nóttina á eftir dreymdi kónginn sama draum. Þess vegna ákvað hann að leggja fyrir börn sín nýja þraut: — Kæru börn. Konungurinn í Persíu er á leið hingað til að herja á mig með mikinn her. Ég mun ekki geta varist honum. Á morgun getur svo fariö að hann hernemi allt landið. Þá munuð þið öll verða seld sem þrælar og megið krjúpa á jörðinni fyrir hinum mikla herkonungi. Þess vegna gef ég ykkur öllum hverju og einu einn úlfalda með vistum svo að þið sem enn eruð ung getið bjargað lífi ykkar. Ég er gamall. Mig getið þið skilið hér eftir þó að ég verði óvinunum að bráð. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.