Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Blaðsíða 16
12 _____ NÝT'T KIRK.TUBIAÐ. gubs ríkis rneðal heiðinna ])jóða. Hvernig víkur ]>ví við? Hversvegna hlýtur hinn vantrúaði heimur að hneykslast á sliku ? Þessu er ofur íljótsvarað. Hinn vantrúaði heimur hneykslast á Jesú Kristi, ])ess vegna hlýtur hann og að hneykslast á trúboðsstarfinu. Því hvað er trúboðsstarfið? Það er starfið að því að útbreiða nafn Jesú Krists á meðal allra þjóða jarðarinnar og um leið ríki hans og veldi. Þess vegna er það aldrei nema eðli- legt, þótt heimurinn Iineykslist á slíku starfi. Þetta ættum vér kristnir menn jafnan að hafa oss í huga fest, er vér sjáum eða heyrum vantrúaða menn kasta steini á það verk, sem trúboðarnir ej-u að vinna meðal heiðingj- anna, gjöra gys að því, tortryggja það og lítilsvirða á alla vegu. Oss getur að vísu tekið það sárt, en furða oss á því skulum vér ekki; hitt væri miklu furðulegi-a, ef heimurinn léti þella starf afskiftalaust. Því að trúboðsstarfið meðal heiðinna þjóða er hinn öflugasti vottur um líf og fjör og kraft kristnu trúarinnar; en þessa óskar hinn vantrúaði heim- ur sízt af öllu að sjá vott. Alt, sem ber vott um, að Krist- ur hafi enn óskert vald yfir huga og hjörtum mannanna, - - alt, sem ber vott um vaxandi útbreiðslu Krists i-íkis, hlýtur að vera vantrúnni ógeðfelt, svo afar gagnstætt sem það er öllum hennar óskum og eftirþrá. En hve ófullkominn sem skilningur hins vantrúaða heims er á sambandi — kærleiks- og hlýðnissambandi — Krists og lærisveina lians, þá hlýtur hann þó að sjá og skilja, að öll trúboðsstarfsemi á rót sína að rekja til lifandi persónulegi’ar kristinnar trúar. Því að vitnisbui’ður sögunnar er þessi: Hinir dauðu tírnar í sögu kirkjunnar eru jafnframt þeir tímar, sem menn liafa hirt minst um að reka trúboð meðal heiðingja. Og hvenær sem dofnað hefir yfir trúarlífinu inn- an kirkjunnar, hefir líka þegar dofnað yfir trúboðsáhuga kirkjunnar. Og á hinn bóginn; Hvenær og hvar sem lifnar yfir trúarlífinu innan kirkj- unnar, þá lifnar einnig áhuginn á triiboðinu meðal heiðingja. Kærleiki Krists knýr til hlýðni við hoðoi-ð hans.- Kærleiki til Ki-ists er óhugsanlegur án kærleika til málefnis Krists, -— en það var einmitt málefnið, áhugaefnið mikla, sem Kristur lifði og dó fyrir, að allir menn mætlu öðlast þekkingu á sann-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.