Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 62
sjávarstöðubreytingum. Sú þekking er mikilvæg í hagrænu sambandi, varð- andi hafnamannvirki, siglingar og alls- konar nýtingu strandarinnar og strandlægra svæða. Þessi þekking er ekki síður mikilvæg í fræðilegu sam- bandi. Hún gefur margvíslegar upp- lýsingar um eðli jarðskorpunnar, ástand hennar og undirlag það sem hún flýtur á. Hún getur einnig gefið upplýsingar varðandi breytingar á massabúskap sjávar, bæði af völdum almennra veðurfarsbreytinga og gróð- urhúsaáhrifanna, þar með teljast bráðnun jökla og hitaþensla sjávar. Það skiptir í raun miklu máli, að ekki verði langur dráttur á því að þessar mælingar verði skipulagðar og þeim komið í framkvæmd, því gagna af þessum toga þarf að afla um langan tíma áður en þau verða verulega nýti- leg, þar sem þetta eru víðast hvar mjög hægfara ferli. HEIMILDIR Fjarhitun h.f. 983. Landbrot og flóðahætta á Reykjanesi. Hafnamálastofnun ríkis- ins. 186 bls. Fjarhitun h.f. 984. Landbrots- og flóða- varnir við Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshofn og Selvog. Hafnamála- stofnun ríkisins. 161 bls. Jón Benjamínsson 1988. Jarðhiti í sjó og flæðarmáli við ísland. Náttúrufrœðing- urinn, 58. 153-169. Jón Jónsson 1985, „Ef byggir þú vinur“. Sveitastjórnarmál 45. 84-86. Sjómælingar Islands. Gögn um mælingar á sjávarstöðunni í Reykjavíkurhöfn 1957-1982. 1. mynd. Sjávarstaðan í Reykjavíkurhöfn frá 1957 til 1982. Við lok mælingatímans stend- ur meðalsjávarborð um 9 cm hærra en við upphaf hans. Landið hefur, með öðrum orð- um sagt, sigið eða sjórinn risið um tæpa 9 cm á 25 árum. Changes in mean sea-level in Reykjavík harbour between 1957 and 1982 in meters. 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.