Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 30
Stærstu blóm heims finnast í regn- skógum Suðaustur-Asíu. Þau tilheyra sníkjujurtum af ættkvíslinni Rafflesia. Þessar sníkjujurtir lifa á nokkrum teg- undum klifurplantna sem allar eru af ættkvíslinni Tetrastigma en hún er skyld vínviðarættkvíslinni. Rafflesia hefur einstætt vaxtarform. Plantan skiptist ekki í rætur, stöngul eða blöð, heldur myndar greinótta þræði sem kvíslast um vefi hýsilplöntunnar og minnir helst á svepp. Ekkert sést af plöntunni fyrr en kemur að blómgun en þá gerir hún líka rækilega vart við sig. Blómin springa út um börk hýsil- plöntunnar. Blóm Rafflesia arnoldii vega allt að 7 kg og geta náð 1 m í þvermál. Blóm R. hasseltti eru nokk- uð minni, að meðaltali 30-40 cm í þvermál (Keng 1983). Ekki er nóg með að blómin séu auðsjáanleg vegna stærðarinnar heldur leggur einnig af þeim svo megna ýldulykt að finna má þau úr talsverðri fjarlægð. Ýldulyktin dregur að flugur sem halda að þar sé komið hræ. I blóminu er hins vegar enga fæðu að fá og gefast flugurnar upp eftir nokkra leit, en sjá í leiðinni um frævun fyrir plöntuna. Furðulítið er vitað um líffræði þessara sérkenni- legu plantna. Þær eru sérbýla, þ.e.a.s. með sérstakar karl- og kvenplöntur. Eins og algengt er með sníkjuplöntur, einkum þær sem spíra ekki fyrr en þær hafa náð sambandi við hýsil- plöntu, eru fræin agnarsmá. Líklega þurfa þau að berast inn í hýsilplönt- una um skemmdan börk til þess að spíra, e.t.v. með stórum spendýrum, t.d. fílum, tapírum eða nashyrningum sem trampa niður greinar (sjá IUCN Plant Red Data Book 1978) eða skemma trjábolinn. Fræmyndun virð- ist annars vera stopul og fá aldin hafa fundist. Mikil hjátrú hvílir á blóminu og er það talið hafa ýmsan töfra- og lækningamátt. Það er því mjög eftir- sótt og er nú svo komið að það finnst aðeins á örfáum stöðum á Súmötru og er á lista yfir blómplöntur í alvarlegri útrýmingarhættu (IUCN Plant Red Data Book 1978). Plöntuefni Frá ómunatíð hefur maðurinn vitað að í plöntum er að finna alls kyns efni. Sumar tegundir eru ilmsterkar og bragðgóðar, aðrar bragðvondar eða jafnvel eitraðar, enn aðrar hafa veru- leg áhrif á taugakerfið, nokkrar valda ofskynjunum og með enn öðrum má lækna sjúkdóma. Þessi efni hefur maðurinn nýtt sem krydd (t.d. pipar og sinnep), sem eiturlyf (kókaín, óp- íum og meskalín), til lækninga (ster- oidar, kortisón, ýmis hjartalyf og krabbameinslyf), sér til hressingar (te, kaffi, kakó) eða í sælgæti (lakkrís, piparmynta) og loks til að koma óæskilegum einstaklingum fyrir katt- arnef (stryknín, akonitín, belladonna og örvaroddseitrið kurare). Þessi efni virðast flestöll ekki gegna neinu nauð- synlegu hlutverki í plöntunni og ganga þau undir samheitinu annars stigs plöntuefni. Með tilraunum hefur hins vegar verið sýnt að mörg þessara efna fæla afræningja frá. Á síðustu tveimur áratugum hefur komið æ betur í ljós hvílíkan gífurlegan fjölda efna er um að ræða. Nú hafa verið einangruð yfir 30.000 svona aukaefni úr plöntum (sjá t.d. Harbourne 1982). Efnafræðilega séð er um mjög mis- leitan hóp efna að ræða. Margir efna- flokkarnir eru dreifðir meira og minna í flestum ættum blómplantna en nokkrir eru bundnir við eina eða fáar ættir. Tekið skal fram að þessi efni eru ekki bundin við blómplöntur, þau eru t.d. einnig mjög útbreidd og fjöl- breytt í burknum en hagnýt efni eru næstum öll úr blómplöntum. Hvergi eru plöntuefnin algengari, fleiri né 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.