Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 64
200 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hellnum og Stapa og dálítið á Reyðarfirði. Lambaklukka er komin í garða á Reyðarfirði. I Ólafsvík hefur blóðkollur lagt uudir sig talsverðan hluta kirkjugarðsins. í vegjaðri, spöl innan við Ófafsvík vex silfurhnappur (Achillea ptarmica), hinn gróskulegasti, og gæsajurt (A?ilhemis arvensis). Gæsajurtin sést einnig víða í Reykja- vík og grennd. Virðist hafa kornið með grasfræi. Sást einnig á Laugar- vatni og víðar. Akurfax (Bromus arvensis) í Ólafsvík. Geitakál (Aegopodium podagrarta) í garði að Heiðarvegi 2, Reyðarfirði. I Reykjavík hefur grísafífill (Sonchus arvensis) vaxið í nokkur ár of- an við umferðarmiðstöðina, innan um þistil, njóla og húspunt. I sumar var grísafífillinn 80—120 cm á hæð og bar talsvert á hinum gulu körfum hans. Hvítur mjólkursafi er í stöngli. Vætudúnurt (Epilobium adenocaulon) breiðist út í görðum í Reykjavík. Lang- stórvaxnasta dúnurt hér á landi, um hálfur metri á hæð eða meira. Blóm lítil ljósrauð. Talsvert bar á akurkáli og útlendri baldursbrá í nýrækt víða um landið. Á Hellnum er belti af umfeðmungi ofan við malarkambinn og á mýraflæðum ögn ofar vex vætusef og skriðstör (Carex Mackenziei). Hérafífill (Lampsana communis) sást hér og hvar í Reykjavík og Hafnarfirði. Hefur auðsjáanlega borist með út- lendu grasfræi. Akursjóður (Thlaspi arvense) í Vopnafjarðarkaup- stað og hjá Einarsstöðum í Vopnafirði. Völudepla (Veronica cham- aedrys) á Einarsstöðum (Lára Einarsdóttir).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.