Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 Mynd 2. Búrfell og Búrfellsgj.í séð úr lofti frá suðvestri. Misgengið, sem gengur gegnum gíginn, sést mjög greinilega. — Fig. 2. The crater Búrfell and the lava channel Búrfellsgjá. A fault goes straight through the volcano. Aerial view from .S'IF. — (Ljósm. Jón Jónsson). En þær sem nær féllu gosstróknum voru linar af hita. I>ær klesst- ust saman í fallinu lag ofan á lag í mun samfelldari og traustari hraunsteypu, sem þó er öll smáholótt. Það köllum við klepra og eru þeir meginuppistaðan í eldvarpinu. Að innanverðu eru gíg- veggirnir brynjaðir hraunkleprum. Þeir eru nokkuð lagskiptir og hallar klepralögunum bratt niður í gíginn. Á norðurbarmi gígsins skagar kleprabrynjan upp úr hinni lausari gosmöl í utanverðri gígbrekkunni og myndar hvassa egg, sem er hátindur Búrfells. Þetta sýnir, að nokkuð hefur rofizt ofan af og utan úr Búrfelli, væntan- lega af völdum storma og jarðskriðs, síðan það Idóðst upp. En einnig hefur mjög hrunið úr kleprabryn junni niður í gíginn, og er þar nú stórgrýtisurð í botni. Auðvelt er að ganga þangað niður á þeim tveimur stöðum, þar sem gígbarmurinn er lægstur, að sunnan og vestan, en illkleift annars staðar. Norðan Búrfells liggja berar, jökulrákaðar grágrýtisklappir því

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.