Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 1
JdEgreiðsla | JbaBtarstræti 8. ArgangTirinii lttwtar 5 kr. Gjedddagi 1. júlí Púrtbox 697. Elsta og basta frjettablað landsins Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson ritstjórar Sími 500. Vikublað Morgunblaðsins. 53. árg., 56. tbl. — Þriðjudaginn 2. október 1928. Isafoldarprentsmiðja h.f. Frá liiHJsMiálafauiJwmm á SuðnrlanJi. í síðasta blaði Isafoldar var gefið alment yfirlit yfir fundi þá, sem miðst.jórn íb.aldsr’Lckksins hafði til stofnað á Suðurlandi nú í haust; þar var einnig nokkuð ítarlega sagt frá erindi sósíalista á fundi þessa. Hjer verður nokkuð gerla sagt frá umræðunum á fund- unum með' því að gefa stutt yfir- lit yfir frumræður þeirra manna, sem þar áttust við. Síðar verða einstök mál athuguð nánar. Jón Þorláksson gerði fyrst grein fyrir stofnun íhaldsflokksins og þeim tveim höfuðatriðum, er hann þá tók á stefnuskrá sína, viðreisn fjárhagsins og eflingu atvinnuveg- anna. Hið fyrra hefði tekist að inna af hendi árin 1924—1925 með þungum sköttum, sem flokkurinn hefði talið sjer skylt að ljetta að nokkru þegar á árinu 1926. — Óhreifðir voru þá látnir skattar og tollar, sem gefa í ríkissjóð um 12 milj. kr. í meðalári, og nægir til allra útgjalda með fjárlögum eins og þeim, er sett voru á þingi 1927 fyrir árið 1928, með áætl- uðum gjöldum 10.4 milj. kr. Að nokkur tekjuhalli varð árið 1927 stafaði af því, að flokkurinn hafði ekki bolmagn til að ráða af greiðslu fjárlaganna það ár, og voru útgjöldin þá 11.1 mi'lj. kr., eða 700 þús. kr. hærri en stjórnin hafði lagt til. Síðara höfuð'atriði stefnuskrár sinnar hefði flokkurinn getað byrj- að að framkvæma að nokkru síðari árin sem hann fór með stjórn. Á því sviði teldi flokkurinn höfuð verkefni nútímans og næstu fram tíðar í innanlandsmálum vera við reisn eða endursköpun landbún aðarins, að koma honum í sam kepnisfært nýtískuhorf. Til úr- lausnar á svo margþættu verkefni þyrfti margra aðgerða, þar á með al lánsfje og samgöngur. Hinu fyr nefnda hefði Ihaldsflokkurinn sint með löggjöfinni um Ræktunarsjóð- inn, sem gerir honum kleift að lána til ræktunar í landinu alt að 18 milj. kr., þar af þegar búið að lána á 3. milj. kr. Byrjun til bústofnslána væri þegar gerð, frv. um atvinnurekstrarlán hefði verið' næsti liðurinn, en Framsfl. tekið því frv. mjög kuldalega. — Loks væru lögin um byggingar og landnámssjóð frá síðasta þingi, sem ákváðu að leggja úr ríkissjóði fyrst um sinn 200 þús. kr. árlega til þess að veita ívilnun á láns- kjörum húsabyggingalána til sveita. Framlagið ákveðið samkv. tillögu er einn þm. úr miðstjórn ílialdsfl. (J. Ól.) fyrst bar fram, frv. undirbúið af milliþinganefnd, en dómsmálaráðherra (J- J.) sköt- ið inn í það einni grein, sem á að kúga að nokkru eignarrjettinn að jörðunum af þeim bændum, sem nota lán úr sjóðnum. Hjer væri stefnumunur milli íhaldsfl. og J- J., því að J. J. virtist vilja nota núverandi öngþveiti bændastjett- arinnar til þess að ná af henni fornum rjettindum svo sem í end- urgjaldsskyni fyrir stuðning rík- isins landbúnaðinum til handa, en íhaldsfl. vildi leggja fram fje til þessa staðnings kvaðalaust, uns markinu, endurreisn landbúnaðar- ins væri náð. Samgöngubætur teldi Ihaldsfl. vera annan hyrningarsteininn und- ir þessari endurreisn. Þar hefði á síðustu árum verið háð snörp bar- átta milli íhaldsfl. og Framsóknar- fl. Ihaldsmenn teldu að aðaláhersl- una bæri að svo stöddu að leggja á samgöngubætur á landi (bíl- veg'i, brýr, síma), en Framsóknar- fl. liefði fylgt fr'am og nú fengið' heimild til að byggja nýtt strand- ferðaskip. Ræðumaður benti á að árleg framlög til byggingar nýrra akvega næmi nú aðeins rúmlega 200 þús. kr. árl., og væri þó unnið meira að vegabótum nú en áður, en strandferðaskip mundi kosta 600 til 800 þús. kr., og árlegan rekstrarhalla þar á ofan, yfir 200 þús. kr. samkv. reynslunni um Esju,. Teldi Ihaldsfl. rjettara að láta þetta bíða, en verja fjenu heldur til vegabóta, og bæta á kostnaðarminni hátt úr samgöngu- þörfum þeirra fáu landshluta, sem eigi fá notið vegagerðanna. Þessi stefnumunur liefði m. a. komið á- takanlega fram í fjárlagafrv. stjórnarinnar á síðasta þingi, þar sem skornar voru niður fjárveit- ingar til verklegra framkvæmda, einkanlega samgöngubóta á landi, um % hluta fulla, en jafnframt farið fram á lieimildir til að byggja strandferðaskip, auk ýmsra annara gjalda, sem fremur þyldu bið en vegabæturnar. Fyrir liarðfylgi íhaldsm., einkum þeirra P. Ottesens og J. Sigurðssonar, liefði fengist lagfæring á fjárlög unum að því er þetta snertir, en stjórnarflokkarnir beitt meirihluta valdi sínu til að hækka álögur á landsmönnum um 1 milj. kr., ekki til þess að standast venjuleg út gjöld fjárlaganna til verklegra framkvæmda, heldur til þess stjórnin hefði fje milli handa til 'framkvæmda og fjárbrúkunar utan fjárlaga. íhaldsfl. mundi einnig á komandi árum beita sjer sem fast- ast fyrir þeirri stefnu í samgöngu- málum, að bæta samgöngurnar á landi. Jónas Jónsson dómsmálaráð herra talaði um fjárhagshrunið á stríðsárunum og eftir þau; vildi hann kenna Jóni heitnum Magnús ssyni og Magnúsi Cruðmundssyni uin fjárhagshrunið.Hann taldi upp lántökur ríkissjóðs og banka, einn- ig töp banka er hann taldi að orð- ið hefði á sjávarútveginum. Taldi hann veðdeildarlán og önnur slík lán, sem ríkið hvorki hefir áliættu af eða á að greiða, til ríkisskulda. Þá vildi hann halda því fram, að Framsóknarflokkurinn væri stjetta flokkur bænda og hann einn bæri hag bændanna fyrir brjósti. Ekki mintist hann á sósíalistaríkið, sem hann hefir verið að reyna að skapa hjer. Jón Baldvinsson talaði aðallega um mannúðarmálin, taldi að Al- þýðuflokkurinn einn vildi sinna beim málnm. Jón íorðaðist að nefna stefnumál sósíalista. erðum síðasta þings i sjálfstæðis- málinu. Síjórnin heiði lofað fögm, en minii.v orðið úr efndura. Hann sýndi cg fram á með ýmsum dæm- um, að Danir hefð'u sýnt deyfð auglýsa fulIvoMi vort, sem þeim þó bar skylda til. Þá kom S. E. ennfremur inn á danska gull- ið til sósíalista hjer; vítti hann harðlega athæfi alþýðuforsprakk- anna í þessu máli og hvatti þjóð- ina til þess að vera vel á verði gagnvart þeim útlendingum, sem vildu seilast hjer til valda. Ólafur Thors svaraði ræðu dóms málaráðherrans. Sýndi hann fram á livernig skuldirnar liefðu safnast fyrir rás viðburðanna hjá íslend- ingum eins og öðrum þjóðum, vegna ölduróts ófriðarins. Jafn- framt benti hann á, að ef kenna eigi þeim ráðherrum, er með völd- in fóru, um skuldasöfnunina, lenti það fyrst og fremst á Framsókn, sem lagði til fjármálaráðherra þeg- ar skuldasöfnunin varð mest. — Hann benti ennfremur á, að það væri að vísu rjett að nokkuð’ fje hefði tapast á sjávarútveginum að ófriðnum loknum, en þó væru það smámunir einir hjá því, sem al- þjóð hefði dropið frá sjáv- arútveginum. — Og það gætu menn verið vissir um, að ísland mundi ekki vera fullvalda ríki nú, ef sjávarútvegurinn hefði ekki tek ið nýtísku tæki í sína þjónustu, því þjóðin hefði þá ekki getað risið undir þeim 11 milj., sem rílds- sjóður þarfnaðist árlega. íhalds- flokkurinn væri ekki stjettarflokk- ur; hann bæri hag alþjóðar fyrir brjósti; hann hefði og við síðustu kosningar haft langmest fylgi hjá þjóðinni — 14 þús. atkv., en Fram- sókn 9 þús. Rjett væri það, að íkaldsflokkurinn væri miklu sterk- ari í bæjunum en Framsókn, en áhöld mundu um það, hvor væri sterkari í sveitunum. íhaldsflokk- urinn ætti fylgi í öllum stjettum þjóðfjelagsins. Út af ræðu J. Bald., gat Ölafur þess, að allir stjórnmálaflokkar hjer hefðu mannúðarmálin á stefnuskrá sinni. En það mætti undarlegt heita, að J. Bald. hefði algerlega þagað yfir stefnumálum síns flokks, afnámi eignarrjettar einstaklinganna. Þá rjeðist Ó. Th. á Framsókn fyrir að hafa látið 'sósíalista ráða stefnumálum þingsins.Nefndi haiíff .dæmi því til sönnunar, þ. á. m. þingmannsránið í Gullbr. og Kjós- arsýslu, þar sem „bændaflokkur- inn“ svifti sveitakjördæmi þing- sæti, síldareinokunina og síldar- bræðslustöðvarnar, þar sem „sam- vinnuflokkurinn* ‘ hefði valið ríkis- rekstur, en hafnað samvinnurekstr inum. — Síðan deildi Ölafur fast á stjórnina fyrir mörg og marg- vísleg afbrot, lögbrot, fjáraustur, afturhald í menta- og mannúðar- málum og margvísleg svikin lof- orð', en einkum fyrir árásirnar á Hæstar'jett. Bjami Ásgeirsson reyndi á Múlakótsfundinum að afsaka sam- bandið milli sósíalista og Fram- sóknar. Benti hann á, að erlendis væri það látjt, að borgaraflokkar hefði stutt sósíalista til valda. (í því sambandi var B. Á. bent á, að hvarvetna þar sem slíkur stuðning- ur hefði átt sjér stað væri það stjórnarflokkurinn sem rjeði öllu, en ekki stuðningsflolckurinn; hjer væri það öfugt vegna þess að foringi Framsóknar J.J. væri fyrst og fremst sósíalisti). Þá talaði B. Signrður Eggerz sneri sjer fyrst. að sjálfstæðismálinu, aðallega með hljðsjóu af gerðum sTasta þings í j)ví máli. Vítti hann stjórnina fyr- ir það, að hún hefði með þöguinni og á annan hátt reynt að draga úrÁ. um hugsjónir þeirta er vildu Latham og flothylkið. Hjer birtist mynd af flugbátnum franska, „Latham“, er Amund- sen flaug í og fjelagar hans, frá Noregi norður í höf. Til vinstri á myndinni er flothylkið, sem fanst við Noregsströnd í ágústlok, og tekið var sem tákn þess að flugbáturinn hefði farist með allri áhöfn Flothylki þetta var neðan á neðra væng vjelarinnar og sjest ógjörla á myndinni af flugbátnum. Var það' dalað að framan er það fanst og sjest dældin í það á myndinni. Eins og getið hefir verið um hjer í blaðinu liafa sumir norðurfarar haldið því fram, að flothylkið hafi ekki getað dalast svona nema það, eða helst flugbáturinn í heilu lagi hafi lent í hafís. En hafi þeir fjelagar á annað borð setst á ís,. telja menn líklegt að þeir hafi lengi getað haldið lífi. lyfta landbúnað'inum, benti á að sjávarútvegurinn hefði nýtísku tæki og sama yrði landbúnaðurinn að fá, Áleit að Framsókn væri eini sanni bændaflokkurinn. Jón Kjartansson rakti margvís- leg loforð Framsóknar fyrir kosn- ingarnar síðustu og sýndi fram á hverjar efndirnar hefðu orðið. — Sjerstaklega minti hann Skaftfell- inga á ýmislegt er fram hafði far- ið á frambjóðendafundum þar í kjördæminu s. 1. sumar og svipað mundi hafa borið á góma annars- staðar. Framsókn lofaði þá að fækka embættum, þ. á. m. að leggja niður sendiherraembættið í Kaupmannahöfn og fiskifulltrú- ann á Spáni. Hjer hefði Framsókn snúist hugur og væri það vel farið. Hitt væri verra, að Framsóknar- stjórnin hefði stofnað mörg ný óþarfa embætti og þar með stór- um aukið útgjöld ríkissjóðs. Fram- sókn hefði einnig lofað skatta- lækkun, en efndirnar hefðu orðið þær, að skattarnir hefðu hækkað um eina miljón á síðasta þingi! Þannig hefðu öll loforð veí- ið þverbrotin. Út af ræðu B. Ásg. benti J. K. á, að það væri sam- eiginlegt ákugamál allra stjórn- málaflokka að lyfta landbúnaðin- um og nefndi ýms stórmál, sem Ihaldsfloklturinn hefði beitt sjer fyrir, stofnun Ræktunarsjóðs, kæli skipið, kjöttollssamninginn, sam- göngumálin o. fl. Haraldur Guðmundsson talaði um stefnu sósíalista í skattamál- um, en að' því loknu kom hann inn ,á önnur stefnumál sósíalista, þ. á. m. þjóðnýtinguna. Játaði hann það rjett vera hjá Öl. Th., að sósía- listar væru á móti því, að bændur ættu sjálfir jarðirnar og taldi bændum fyrir bestu að ríkið ætti þær; vildi að ríkið tæki jaiðirnar af bændum. Þá gat Haraldur þess, að þróun jafnaðarstefnunnar yrði með’ tvennum hætti — annaðhvort smátt og smátt með breyttri lög- gjöf eða með blóðugri byltingu. Því harðari sem mótspyrnan væri, því nær stæði byltingin. Lauk Har- aldur máli sínu á fyrsta fundinum með því að segja: Þeir sem íhaldið styðja, vilja blóðuga byltingu. (Á síðari fundunum vildi hann renna frá þessu, og orðaði þá hugsun- ina þannig, að þeir Jón Þorláksson og Olafur Th-ors hefðu með stjórn- málastarfsemi sinni mest unnið' að blóðugri byltingu.) Ásgeir Ásgeirsson talaði aðal- lega um gengismálið og taldi, að rjettlætinu og nauðsyninni yrði best fullnægt með því að festa (stýfa) krónuna í núverandi gildi. Boðaði hann (og undir það tók J. J. ráðherra) stýfingarfrumvarp á næsta þingi. — Síðan vjek Ásg. Ásgeirsson nokkuð að síldarmálun- um og reyndi að leið'a líkur að því, að þó Framsókn að forminu til hefði ekki girt fyrir ríkisrekstur á þessum málum, væri hann fyrir sitt leyti algerlega á móti ríkis- rekstri. Hann vildi samvinnurekst- ur og var í því efni sammála Ihaldsmönnum. Gísli Sveinsson sýslumaður gerði snarpa árás á stjórhina á Víkur- fundinum. Sagði hann að allir landsmenn hefðu undrast það mjög þegar Jónas Jónsson, ólög- lærður maður, hafði verið gerður að dómsmálaráðherra, og ekki síst þar sem það var þessi maður. — Vmsir hefðu þó í fyrstu sætt sig við þetta, því að hann gæti verið mentamálaraðherra þó óhæfur væri til hins starfans. Itekti sýslu- maður síðan feril J. J. md menta- málaráðherra og sýndi fram á, að þar hefði hann gert Ivert ax- arskaftið öðru' verra. Bann hefði byrjað stjórnarstörfin Með því, að stofna í algerðu heimildarleysi stúdentaskóla á Akureyri; værí slíkt ekki aðeins óviðfeldin fram- hleypni, heldur óviðunandi ein- ræði. Broslegt væri þetta at- hæfi ráðherrans, þar sem hann hefði haft í orði að stöðva þyrfti stúdentaframleiðsluna í landinu! — Næsta skref þessa mentafröm- uðs(!) hefði verið að loka bestu mentastofnun landsins fyrir æsku- lýðnum! Loks hefði hann með framkomu sinni í skólamáli Sunn- lendinga beitt hjeraðsbúa gerræði, sem ekki ætti sinn líka í sögu skólamála vorra! Aðrir innanhjeraðsmenn sem töl- uðu á fnóti stjórninni veittnst aðal- lega að henni fyrir sambandið við sósíalista, fjárausturinn, bitling- ana, embættafjölgunina o. s. frv. Rangæingar sóttu fast að stjóm- inni fyrir stefnu hennar í sám- göngumálum og fyrir deyfð «g aðgecðalejsi í jámbraufcarmáliwi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.