Ísafold - 02.06.1925, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.06.1925, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD —irmmsBBBKSBBssaaaaBsassssssBSBSsssass^ssn.í^i.i'a Fiskafli á ölltt lanðinu 15. maf 1925. V eið is töð va r: Skippund. Vestmannaeyjar..................... 27.591 Stokkseyri og Eyrarbakki........... 3.520 Þorlákahöfn......................... 531 Grindavík............................... 1.980 Sandgerði........................... 5000 Garður og Leira..................... 300 Keflavík og Njarðvíkur............. 5.300 Vatnsleysa og Vogar................. 732 Hafnarfjörður, togarar............. 23.341 --------önnur skip............... 1.365 Reykjavik, togarar................. 59.533 -----önnur skip ....... 2.982 Akranes............................... 1 502 Sandur og Ólafsvík.................. 700 Sunnlendingafjórðungur............ 134.377 Vestfirðingafjórðungur............. 4.808 Vestfjarðabátar við Suðurland...... 5.100 Norðlendingafjórðungur.............. 309 Austfirðingafjórðungur.............. . 4.449 Samtals 149.049 Útflutt af Færeyingum ....... 1.762 15. mai 1925 .......................... 150.805 10. maí 1924 .......................... 125.842 Fiskikaup. Vjer ermn kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum of i »pp úr saiti á öllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægst® verði hvert sem er & landinu. Ðræðurnir Proppé Reykjavlk. holuna. pó þarf áburðurinn að vera mjúkur og lírakur, því lirf- urnar þrífast ekki í þurrum og skrælnuðum áburði. Sagt er, að hver fluga verpi 100—150 eggj- um í senn, og eftir rúma viku verpir hún á ný. Eggin ungast út a 24. klst., og jafnvel fyr, ef heitt ,er í veðri. Skríða þá hvítleitir ormar úr eggjunum, sem taka ýmsum myndbreytingum, til þess 't>eir verða að flugum eftir 10—12 daga, frá því eggjunum var verpt. Viðkoman er því afskapleg, ef vel hagar til fyrir flugurnar. Húsaflugurnar spretta þá upp úr allskonar áburði og óþverra, sjerstaklega hrossataði. Úr þess- ari óþrifalegu vöggu fljúga þær inn í hús manna og flytja auð- vitað óþverrann með sjer. Stóra maðkaflugan velur sjer aðra vistarveru. Hún verpir eggj- um sínum, eins og allir vita, í allskonar hráæti, ekki síst fisk. pað verður þa'kið í möðkum, þeg- ar eggin ungast út. pó má það vera, að stundum verpi hún í ein- hverjum óhroða, rotnandi jnrta- leifum og þvíl., því stundum hitt- ast maðkaflugur fjarri öllum mannabygðum. Lifa flugurnar á vetuma? — Sumir halda, að flugur geti lifað allan veturinn inni í húsum, en ^flugnafræðingar neita því. peir segja, að flugumar lifi í lengsta lagi 70—90 daga, og drepist ætíð á vetnrna. pað hljóta því að vera eggin og maðkarnir, sem slóra veturinn yfir. Hættan af flugunum. Auk þess sem flugurnar eru viðbjóðslegar stafar ekki lítil hætta af þeim. pað er fullsannað, að þær flytja með sjer ýmsa sýkla og sjúk- dóma, t. d. berklaveiki, tauga- veiki, blóðsótt o. fl. Menn hafa þá leitað ýmsra ráða til þess að útrýma flugun- am, og orðið að vísu töluvert á- ^engt í því. Verðnr frá þessu sagt £ næstu Heilbrigðistíðindum. G. H. —------------------ Tryggvi Þórhallsson dæmdur í 100 kr. sekt og 1000 kr. skaðabætur. Sigurður Sigurðsson frá Kálfa- felli hefir lengi verið þyrnir í augum þeirra Tímamanna. Er það vegna þess, að Sigurður er sjerstaklega fróður um samvinnu- mál, og hefir undanfarið skrifað manna mest og best um þau mál. Skrif Sigurðar hafa verið hlut- laus fræðsla tmi málin. En skrif hans hafa ekki fallið þeim í geð, Tímamönnum. Hvers vegna — er ekki gott að segja. En líklegt er, að Tímamenn hafi óttast, að erf- iðara mundi fvrir þá :í framtíð- inni að fá ótaJkmarkaðan fjár- styrk frá samvinnufjelögnm lands ins til útgáfu blaðs þeirra, undir því yfirskvni, að hjer væri um samvinnufræðslu að ræða, þegar það kæmi í ljós, að fræðsla þessi væri fullmikið grugguð, og líkt- ist meira því, að verið væri að tala máli Bolsastefnunnar rúss- nesku heldur en að fræða um samvinnumál. En það var einmitt Sigurður frá Kálfafelli, sem með sinni hlutlausu fræðslu um sam- vinnumálin í öðrnm löndum hef- ir opnað angu almennings hjer heima fyrir þeirri hættu, sem vofir yfir samvinnnstefnunni hjer á landi, ef hún heldur áfram stefnunni, ef hún heldur áfram að vera rekin undir handleiðslu þeirra Tímamanna. Fyrir þetta er Sigurður þyrnir i augum þeirra Tímamanna. Og þess vegna var það, að ritstjóri Tímans, Tryggvi pórhallsson, reyndi í haust að knjesetja Sig- nrð, með því að vaða að honum með stóryrðum og hroka, segja að hann (Sigurður) liefði verið rekinn úr þjónnstn samvinnufje- lags, vegna þess að hann hafi reynst óhæfur til þess starfs, og síðar hefði Sigurður gengið í þjónnstu kaupmanna, til þess að segja ósatt nm samvinnumálin! Málfærslan er ekki ólík þeim Tímamönnum! Hún er alþekt orð- in. — Fyrir þessi ummæli, sem prent- uð eru í 48. tbl Tímans f. á., stefndi svo Sigurður Tr. p. til sekta og sikaðabóta. Mál Sigurð- ar flutti Guðm. Olafsson hrjmflm. Dómur í málinu var upp kveð- inn nýlega. Var hann á þá leið, að Tryggvi var dæmdur í 100 kr. sekt og 1000 kr. skaðabætur, og hin meiðandi ummæli dæmd dauð og ómerlc. Ennfremur á Tr. p. að greiða Sigurði málskostnað, 100 kr. pessi dómur ætti að vera íhug- unarefni samvinnumönnum þessa lands. Þeir Ihafa, — nauðugir viljugir — orðið að kosta miklu fje til útgáfu Tímans, undir því yfirskyni, að blaðið flytti þeim fræðslu um samvinnumál. Sigurð- ur frá Kálfafelli hefir mest skrif- að núlifandi manna, a£ hlutlaus- um, fræðandi greinum um sam- vinnumál. En fyrir það er hann úthrópaður með ærumeiðandi brigsli af blaði því, sem sam- vinnumenn landsins sjálfir kosta. Hvernig á til lengdar að skilja þetta öf ugstreymi ? Og hvernig geta samvinnumenn landsins gert svo lítið úr sjer, að kosta áfram blöð eins og „Tímann“ ? Heilsuhæli Norðurlands. Fyrir nokkru átti ísaf. tal um það við landlækni, hvernig því máli miðaði áfram. Hafði það komið til orða, að hann færi norður núna um mánaðamótin, ásamt húsameistara ríkisins, til þess að ákveða staðinn. En úr því varð ekki, og er líklegt að þeir fari í júlí. — Jeg hefi nýlega sent stjórn Heilsuhælisfjelagsins skeyti, segir landlæknir, þar sem jeg benti henni á, að jeg teldi þá ekki hafa nægilegt fje þar nyrðra, til þess að reisa fulikomið nýtísku- heilsu- hæli, með læknisbústað, þó þeir hefðu þessar 300 þús. kr., sem lcomnar eru. Jeg fyrir mitt^leyti lít svo á, að heilsuhæli fyrir 50 sjúklinga verði ekki reist fyrir minna en 500 þiis. kr. Hvað er helst í ráði með stað- inn nú? — Jeg lít svo á, að hælið megi ekkí vera öllu lengra frá Akur- eyri en 10 km. Jeg he.fi ámálgað það við fjelagsstjórnina að hún svipaðist eftir stað innan þeirrar fjarlægðar frá Akureyri. Hún tel- ur á hinn bóginn, að hælið megi ekki vera nær kaupstaðnum en 5 Ikm. pá vil jeg biðja yður að geta þess, segir landlæknir, að jeg tel heilsuhælið ekki vera rjett nefnt „Heilsuhæli Norðurlands“, eins og nú horfir við, meðan bæði Skaga- fjarðar- og Húnavatussýsla taka óverulegan þátt í fjársöfnuninni. ísafold hafði orð á þessu við gamlan Húnvetning, sem bú- settur er hjer í hænum. Ljet. hann strax 150 kr. af hendi rakna til heilsuhælisins. Er ekki ólfklegt 'að margir Skagfirðingar og Hún- vetningar líti sömu augum á þetta og landlæknir, og sjái sóma sýsl- anna fyrst borgið í þessu máli, er all-veruleg fjárframlög eru komin úr þessum sýslum. pá höfum vjer spurst fyrir um það hjá Guðjóni Samúelssyni, hve mikið hann telji að heilsuhælið kosti. En hann þvertekur fyrir, að nokkuð sje hægt um það að segja með vdssn, þareð engir nppdrættir enn eru gerðir. En það telur hann | rjettmætt, að draga eigi úr fjár- söfnun, þótt 300 þúsundirnar sjeu fengnar. MANNALÁT. Skömmu fyrir mánaðamótin síð- ustu ljest austur í Vestur-Skafta- fellssýslu Ingimundur Ólafsson, bóndi í Langholti á Meðallandi, bróðir Sveins Olafssonar frá Hvammi í Mýrdal. Ingimundur var hniginn á efri ár. Hafði búið lengi í Langholti, og var fjölda manna kunnur, því Langholt liggnr í þjóðbraut, og gista þar margir. Hann var, vel efnum biiinn, þó gestkvæmt væri þar oft. Hann átti uppkomna syni sem nú eru upprennandi bændnr þar eystra. pá ljest í maí-byrjun Einar hreppstjóri JónsSon á Kálfsstöð- um í Út-Landeyjum, rúmlega 60 ára. Hann hafði verið hrepp- stjóri lengi og forustumaður í flestum málum hjeraðs síns. — Sýsluslkrifari var hann um eitt skeið, og settur sýslumaður eitt sinn. Var hann í öllum greinum hinn merkasti maður. Fremur var hann efnalítill, enda hafði hann lítinn tíma til að sinna húi sínu vegna hreppstjóraanna og annara starfa utan heimilis síns í þarfir sveitar sinnar. Loks má geta um Sigurð Eyj- ólfsson bónda i Ey í Út-Land- eyjum. Tijest hann skömmu fyrir síðustu mánaðamót.Hann var mið- aldra maður. Hafði hann búið myndarbúi á Ey langa stund, og var í hvívetna hiun vinsælasti maður. X Frjettir, Frá ísafirði. (Eftir símtali 30. maí). Norðangarður hefir verið hjer undanfarið og er vonskuveður enn, með snjókomu. Flestallir tog- arar og önnur fiskiskip, sem ver- i3 hafa á veiðum hjer um slóðir, liggja inni á höfninni. Fjöldi þeirra t. d. á Aðalvík. Segja fiskimenn er voru vestur á Hala i febrúarveðrinu mikla, að óveð- ur þetta minni á það. Fiskur er mikill í Djúpinu, en of lítið um beitu. Smásíld gengur lítið á grunnsævi. Frá Siglufirði. (Eftir viðtali 28. maí). Fiskveiðarnar. Vertíð er enn ekki byrjuð hjer á Eyjafirði og Siglufirði. Enn sennilegt er, að hún hefjist mjög bráðlega, því einn bátur hefir róið hjeðan nýlega, og varð vel ivar við fisk. En á Skagafirði hefir verið ó- venjulegur fiskafli í vnr, þegar á sjó hefur gefið og beita hefir verið. En nú er hann heldur að þverra. JESK AN Barnablað með myndum. Elata* stœrsta, útbreiddaata og ódýrasta barnablaðið á landinu. Afgreiðsla Þórsgötu 4 Talslmi 504. P. O. Box 12" Norðangarður er hjer nú, og. vona menn, að með honum komi fiskigangan. Minningarsjóður Helga læknis Guðmundssonar. Skrúðganga. I gær átti Helgi læknir Guð- mundsson 70 ára. afmæli. Skömmu eftir hádegi fóru nokkrir borg- arar bæjarins heim til hans með 1000 'króna gjöf frá Siglfirðing- um, er stofna skyldi af minn- ingar sjóð, er bæri nafn læknisins. Síðar um daginn fóru bæjarbúar í fjölmennri skrúðgöngu suður að heimili læknisins og vottuðu hon- um þakkar- og virðingarvott fyrir langa og góða þjónustu í þágu heilbrigðismála Siglfirðinga. Um kvöldið hafði hinn sjötugi en slí- ungi læknir fjölment boð imu, er stóð fram á nótt við glaum og' fi'leði. Ný síldarverksmiðja. Hjer er verið að byrja á byggingu nýrrar síldarverksmiðjm er á Brobaldker, síldarútgerðar- maður. pó nú sje byrjað á bygg- ingunni, er ekki ætlast til að húm taki til starfi fyr en næsta ár. Eftir því sem sjeð verður núr lítur út fyrir mi'kla vinnu hjer í sumar. ,pcr‘ gengur rösldega fram við strandgæsluna, og mega sjómenn við Reykjanes fagna komu hans- í Faxaflóa; en undanfarin ár hafa þeir, eins og kunnugt er, orðið fyrir miklum átroðningi a£ togurum. Nýlega handsamaði póir þýskan togara og nú fyrir fáum dögum tók hann annan við Eldey. Hjet sá Hanseat frá Bremerhaf- en. Fjekk hann 15 þúsund króna sekt, og afli og veiðarfæri npp- tækt. Sennilega verður ekki langf að bíða þess, að „pór“ taki þann þriðja. „Moti loysing’" heitir bæklingur' sem Morgunbl. hefir verið sendur til umsagnar. Er höfundur hans Sverre Patursson blaðamaður í Færeyjum. Fjallar ritlingurinm um sjálfstæðismál Færeyinga, og ev skrifaður af heilum hug og inikilli djörfung. Skógfræðileg lýsing fslands, eftir Kofoed Hansen skógræktar- stjóra, er komin út fyrir stuttu. Er þar skýrt frá reynslu og at- hugununi skógræktarstjóra ® landi hjer. par eru og almennar reglnr og leiðbeiningar um skóg- rækt er að gagni geta komið hjer á landi. Yerður bókarinnar nánar minst hjer síðar. Óveitt prestaköll: Vallanes- prestakall í Suður-Múlaprófast- dæmi, og Staðarprestakall í Sug- andafirði í Vestur-tsafjarðarpró- fastsdæmi. —-----------------—

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.