Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 4
4 r S A F O L D Nú|hefi eg feng’ð aftnr birgðir af hinum margþráðu FRAffl- skilvindnm. Ennfremur skilvindu-hr?r? . Fram-sfeilvindur skilja 130 litra á kl.stund, eru vandaðar að efni og smíði, skilja mjög vel, eru einfaldar og því fljót- legt að hreinsa þær. Odýrsri en aðrar skilvindur. Yfir 300 bændur nota nú Fra m-skilvin&ar, og helmlngiifleiri þurfa afl eignast þær. Krisfján Ó. Skagfjörð. Unglingur óskast tií að inuheimta reikninga nú þegar. Upplýsingar í Isafold. 'Oííum þeim, sem sýttdu mér samúð á 50. af- mæli minu, votfa eg mínar fjjarífðígnusfu þakkir. ffaraídur Jlíefsson. Eyrarbakka 20. okt. þ. á., falið að hafa orð fyrir héraðsbúa. Viljum vér þvi i érmeð fara nokkrum orð- um um hina siðari árás Iæknisins. G Cl. telur'sig, á ferð sinni austan- fjalís í sumar hafa aflað sér þekk- inga; viðvíkjandi framferði héraðsbúa gagnvart Gísla Pétmssyni héraðs- lækni. Þegar hann svo fer að fræða les- endur af þessari þekkingu sinni, ke ; ur það i ljós, að flest er hann segir máli þessu viðvíkjandi, er svö langt frá sannleikanum, að það verður að ætla það eigi fyllilega við sjilfan hann, að hann sé sá >populus«, er trúi öllu þvi illa er hann heyrir um náungann, að minsta kosti hvað oss Eyrarbakkahéraðsbúa snertir. Ber hann það á oss, að vér höfum — þegar áður ert Gísli Pétursson kom hingsð — reynt að vinna honum alt það tjón er vér máttum. Til að sanua þetta, tilfærir hann meðal annars, að héraðsbúar hafi borið það út, að hann væri svo þungur og feitur, að enginn hestur gæti borið hann. Staðhæfingu þessa hafa víst fáir héraðsbúar heyrt, fyr en þeir lásu hana i Isafold, og verðum vér því að líta svo á, að hún sé spunn- in upp af G. Cl. sjálfum, nema ef vera kynni að einhver fylgismaður Gísla Péturssonar kunni að hafa logið henni í hann, og hann svo nægi- lega framhleypinn til að rjúka með han 1 í opinbert blað. Sama er að segja um það, að það hafi jafnhliða verið borið út um héraðið að G. P. væri einskis nýtur sem lækuir. G. Cl. má áreiðanlega trúa því, að sögur þessar hafa ekkert tjón unnið héraðsiækni Gísla Pétorssyni fyr en þær birtust eftir G. Cl. f opinberum blöðum; hvað hér eftir verðuf geta saklsusir héraðsbúar ekki borið ábyrgð á, hann verður að leita hennar nær sér. Þá verður með nokkrum orðum að minnast á þann kafla greinar G. Cl. er hann talar um nefnd, sem eigi að hafa verið st 'tfandi hér til að vinna á móti héraðslækninum og útvega nýjan lækni til Eyrarbakka, m. m. Það er áreiðanlegt, að slík nefnd hefir ekki verið til hér í héroðinu, og því ern það að sjálf- sðgðu jafnmikil ósannindi að hún hafi safnað fé til að halda lausti íbúð handa væntanlegum lækni, eða boðið honum laun. Hið sanna i máli þessu er að þá er herra læknir Konráð R. Konráðs son fluttist héðan í júni 1917, töldu margir líklegt, að eiahver embættis- laus, áhugasamur læknir mundi setj- ast hér að, þar til hann fengi fast embætti í landsins þjónustu, þar sem reynslan var búin að sýna að þ?.ð var iif vænlegt og 'önnum gat sizt dottið .i'hug að læknastéttin færi að skifta sér ú því, hverjum lækni hver einstakur maður viídi trúa fyrir lífi sínu og limum. Einn manna þess- ara var eigandi húss þess, er K. R. K. bjó í hér á Eyrarbakka, og með þvi að þá þegar hafði heyrst að hr. Vilmundur læknir Jónsson mundi hafa hug á að setjast hér að — ekki þó að tilblutun neinnar nefndar, heldur af eigin hvötum, eða ef til vill fyrir tilmæli einstakra umboðs- lausra manna, sem hafa álitið að þörf væri hér á lækni með héraðs- lækninum, þá óskaði nefndur hús- eigandi fremur að leigja honum, en að hluta ibúðina niður í fleiri smærri ibúðir. Bezta sönnun þess, að hér sé ekki farið með rangt mál, er það, sem allir kunnugir vita, að hr. sýslu- manni Guðm. Eggerz, stóð íbúð þessi til boða, þá er útséð var um að hr. Vilmundur Jónsson "flyttist hingað í fyrrahaust. Þetta hefði G. Cl.. getað^fengið að vita, þá er hann var á ferð hér í sumar, ef hann hefði átt tal við húseiganda, en það hefir honum ekki þótt ómaks vert. Má þvi óhikað færa þetta alt saman á ósanninda reikning hans eða sögnmanna hans. Er nú of djarft að spyrja: Hvað viil G. Cl. með öllum þessum óhróðri og ósannindum um alókunna menu? Og hvað hafa þeir til saka unnið? Hann telur héraðslæknirinn verða fyrir »organiseraðri« ofsókn af hér- aðsbúum! Ósannindi, eins og sýnt hefir verið fram á hér að framan, eða í hverju er ofsókn sú fólgin? Er það ofsókn gegn héraðslækuinum, þótt einstakir menn umboðslaust og á sæmilegan hátt geri tilraun til að útvega praktiserandi lækni í hér- aðið, jafn mannmargt og það er, ef þeir álíta þess þörf fyrir sjálfa sig eða aðra. Hvaðan kemur G. Cl. heimild til að skipa fyrir um það, hvaða lækni að héraðsbúar nota, hvort þeir nota héraðslæknirinn, eða hvort þeir út- vega sér annan lækni heimajj- eða heiman. Þekkir hann engin dæmi þess, að praktiserandi læknar setjist að í ýmsum héruðutn landsins, óáreittir bæði af honum og öðrum ? Hvað segir hann um Reykjavík? Hefir hann tekið hanzkann upp fyrir héraðslæknirinn þar ? Það er eðlilegt að héraðsbúum þyki það hart, að um leið og leyft er að læknir með takmörkuðu lækn- ingaleyfi megi praktisera i héraðinu, rís læknafélagið upp á mótt því að útlærður læknir setjist hér að. Héraðslækni G. P. befir því mið- ur ekki tekist að ávinna sér transt og hylli héraðsbúa, og það ekkert fremur siðan K. R. K. flutti héðan. Heldur nú G. Cl. að þessar grein- ar hans auki collega hans álits eða hylli. Ef svo er, erum vér vissir um að hann fer villur vegar. Grein- ar þessar hafa þegar aukið óánægju að miklum mun, jafnvel heyrst raddir um, að hann hafi beinlínis eða óbein- Iínis átt þátt í þeim, þar sem hann hefir ekki viljað bera blak af hér- aðsbúum. Það er ekkert likara en að fyrir G. Cl. vaki, að pröngva beri öllum héraðsbúum, sem ekki hafa ástæður til að leita sér læknis ut2n héraðs, til að nota héraðslæknirinn, hvort sem þeir bera traust til hans eða ekki, og sætir það fu?ðu, þar sem honum, sem lækni, hlýtur að vera það Ijóst, að trúin á læknirinn er ekki lítill þáttur í því að hann geti áunnið sér álit og traust, en ótrúin getur oft haft hinar hættulegustu af- leiðingar. Komi hann þessu í framkvæmd hlýtur afleiðingin að verða sú, að miklu fleiri sjúklingar, en annars, mundu neyðast til að leita tií Reykja- víkur, tii að fá bót meina sinna. Er það þetta ástand, sem G. Cl. vill innleiða ? Eyrarbakka, 28. október 1918. G. Sigurðsson, Júníus Pálsson, Eyrarbakka. Syðra-Seli. Jón Adólfsson, Einar Jónsson, Stokkseyri. bifieiðarstjóri. Guðmundur Isletfsson Háeyri. Svar. Ritstj. ísafoldar hefir sýnt mér ritsmið hinna $ »útvöldu«, ef eg skyldi óska að svara. Greinarhöf. hefir tekist vel að leiða hjá sér aðalatriði læknamálsins á Eyrarbikka, en dvalið því rækilegar við aukaatriði þess. Dylgjur þeirra um, að hr. héraðslæknir Gisli Pét- ursson eigi þátt í greinum þeim, sem eg hefi ritað, era alveg út í bllinn og eiga sér engan stað; eru gott dæmi þcss hvcrnig menn, sem taka sér sannleikann létt, koma á stað ósönnum sögum. Hlægilegt er að ætlast til, að G. Pj. beri blak af mótstöðumönnum sínum í héraðinu, en er gott dæmi þess, að þessir 5 greinathöfundar og fylgifiskar þeirra, muni hafa lag á að finna G. Pj. margt til foráttu. Greinin hnekkir ekki staðhæfing- um mínnm um, að andróður hafi veri<5 hafinn gegn G. Pj. áður en hann fluttist til Eyrarbakka. Greinar- höf. kannast við að húsnæði h.afi verið haldið lausn handa væntanleg- um nýjum lækni, en neita að nefnd manna hafi gengist fyrir því; litlu skiftir hvort roenn vilja nefna sam- tök þessi nefnd eða eigi. Greinarhöf. ^egja, að þegar herra læknir Konráð Konráðsson fluttist frá Eyrarbakka hafi margir talið lik- legt að embættislaus læknir mundi setjast þar að, »þar sem reynslan var búin að sanna að þar var líf- vænlegt*. Mér er ekki kunnugt af hvaða ástæðum hr. Konráð Konráðs- son fiuttist frá Eyrarbakka, en brott- för hans þaðan er a. m. k. ekki sönnun fyrir því að þar sé lífvæn- legt fyrir tvo iækna. Eg leitaði álits fyrv. héraðslæknis, hr. Ásgeirs Blön- dals síðsstl. sumar um þetta atriðl, og va: það skoðuu haus, að í Eyr r bakkahéraði væri mikið starf og góð atvinna fyrir einn lækni, en of lítið fyrir tvo; praxis væri ekki til skift- anna. Vona eg að hr. A. Bl. hafi ekki á móti því að eg bi ti þessi ummæli hans. En einmitt þetta atr- iði er mikilsvert. Greinarhöf. segja að G. Pj. hafi ekki tekist að ávinna sér traust og hylli héraðsbúa. Þeir tilfæra ekki uokkra ástæðu fyrir því, hversvegna þeir vantreysti G. Pj. og hvaða sök G. Pj. eigi á þvi, að hann hefir ekki getað unnið sér hylli þeirra. En þetta atriði er þó aðalatriði þessa máls. Hveruig áttu héraðsbúar að afla sér þekkingar á G. Pj. sem lækni ? Um læknisþekkingu hans geta læknar einir bo ið, og lúka þeir allir, sem G. Pj. þekkja, einum munni upp um þsð, að læknisþekk- ing hans sé ágæt, o,;; fylgist hann óvenjnlega vel roeð í nýjungum læknisfræðinnar. Hverjir geta betur um þetta borið en læknar, sem G. Pj. þekkja ? Eða. þykist herra Guðmandur ísleifsson a Háeyri vita betu: ? á að leita hans eða hr. bif- reiðarstjóra Einars Jónssonar, til þess að fá dém um þekkiug hé aðslækna í æknisfræði ? Hefir nokkur læknir borið G. Pj. á brýn að hann væri ekki læknisstaifi sínu vaxinn ? Geta greinarhöf. bent á slik ummæli ? Þeir hafa ekki treyst sér til aö bera G. Pj. á brýn neina vanrækslu í embættisrekstri. Hin leiðm fyrir Eyrbekkinga til þess að kynnast G. Pj. var sú, að taka mark á þ’ví í hvaða áliti haun var sem héraðslæknir á Húsavik. Þrr báru héraðsbúar honum bezta orð eftir margra ára reynslu. Málið hotfir þannig við, að G. Pj. er af iæknum áiitinn með hæf- ustu héraðslækuum þessa lands og af héraðsbúum fyrir norðan er hon um borið bezta orð sem lækni og prívatmanni, en þegar hann kemur t:l Eyrarbakka bera héraðsbúar þar ekkert traust til hans sem læknis, án þess að reyna hann, og þrátt íyrir það að G. Pj. var vel metiun af þeim, sem kynni höfðu haft af bonum, leikum sem lærðum. Hvaða ástæðu höfðu héraðsbúar þá til að vantreysta G. Pj. þegar í upp- hafi. Halda þeir að hann hafi týnt niður læknisþekkingu sinni á leiðinni frá Húsavik til Eyrarbakka ? Nei hér er aðeins ein skýring hugsanleg — Gisli Pétursson hefir verið rægð- ur af mönnum sem enga læknislega þekking hafa, né haft hafa af hon- um persónuleg kynni en einfalt og auðtrúa fólk því ekki þorað að reyna hann rem lækni. YnaSir tnunu og haf: iuöst því að em&ættið var ekki veitt hinum setta lækní þar, sem i miklum hávegum var hafðÚT. Skylt er að geta þess, að ýmsir beztu menn héraðsins hafa re^st G..Pj. vel og kunna að meta hanu að verðleikum. Eg ritaði grein mína í Lækna- blaðið sem bendingu til stjórnar Læknafélags íslands, sem m. a. hefir það veikefni að gæta hagsmuna læknanua. Hér kom tvent til greina; læknir sem af stéttarbræðrum hefir verið talinn fyrirmyndar héraðslækn- ir verður fyrir andróðii í héraði slnu án þess að neitt virðist við læknisstarfsemi hans og embætti að athuga; atvinna hans er eyðilögð. Hitt atriðið er að praxis í hérað- inu tn'imi tæpleg hrökkva handa tveim læknum svo að þeir séu full- sæmdir af. Stjórn Læknafélags ís- lands tók tilmæli mín til greina og mæltist til þess í auglýsingu í Lækna- blaðinu, að enginn læknir settist að á Eyrarbakka án vitundar hennar. Með þessu var tilgangi mínum náð; hér var einmitt verkefni fyrir stjórn Læknafélags íslands. Annarstaðar á Norðuricndum hafa stjórnir lækna- félaga oft og einatt mikil og ein- beitt afskifti af þvi hvar læknar setjist að, ef hagsmunir collega eru fyrir borð bornir. Reynslan verðnr að sýna hvort stjórn Læknafélags íslands/ ber gæfu til að ráða vel fram úr læknismálinu á Eyrarbnkka. Gunnlaugur Claessen. GaBStöðvaratjóranum hr. Borchenhagen hefir V9rið sagt upp stöðu sinni frá 1. marz næstkomandi Var ákvörðun um það tekin á síð- a3ta bæjarstjórnarfundi. Tilefnið er það, að ræðismaður Breta tjáði borg- arstjóra. fyrir hönd stjómar sinoar, að uppsognin væri skilyrði fyrir því, að Iey/ðir yrðu útflutning&r frá Bret- um á kolum til gasstöðvarinnar, en skip með þau kol liggurnú í brezkri höfn. Bæjarstjórn mun hafa falið borg- arstjóra að falast eftir skriflegum ástæðnm frá brezku stjórninDÍ fyrir þessu skilyrði. Hr. Borchenhagen er sagður hafa staðið mjög vel í staðu sinni. Eldsvoði — af rnanna- völdum? A miðvikudag kvikaaði eldur í búsi Guðmundar Björnson landlæknis — á efsta lofti / turninum við suðurhlið hússins. Var hvorugt hjónanna hoima og fátt annara. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst þ:í, eftir 2 klst., að vinna bug á eldinum. I gærkvöldi var enn elds vart í geymsluhúsi G. B. rótt við íbúðar- húsið. Tókst enn að slökkva. þetta mun í 5, og 6. sinni — á skömmum tíma, sem eldsvoða ber að höndum í sama húsinu og er því eðlilegt, að því sé til dreift, að þar só einhver eldsjúkur (pyroman) að verki. Vonandi tekBt lögíeglunni að graf- ast fyrir hver það er. •Orður og titlar — þarfláust þing« var sagt f sfðustu Isafold. Svo hafa margir lært vísuna og annað vísuorðið »þúsund dæmin sanna«. En í kvæðabók Steingríms stendur »orður og titlar, úrelt þing« og verður það því að teljast réttara. Misprentast hefir í greininni eftir Gabriele d’Anunzio: Kveðja til franska hersins: fjaðraflangar í stað- fjaðraflaugar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.