Ísafold - 23.10.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.10.1915, Blaðsíða 2
2 IS A FO L D var myrt af völdum Japana eins og keisaraefni Austurrikis af völdum Serba. Skömmu siðar réðust Japan- ar inn í Kóreu og kúguðu Kóreu- menn til að taka J)átt með sér í ófriðnum við Rússa. Bæði Kóreustjórn og Rússastjórn mótmæltu þessu háttalagi og hétu á Breta og Frakka sér til fulitingis. En hvorugt þessara stórvelda fann sig knúð til neinna afskifta. Hvorugt þeirra tók sér nærri undirritaða ábyrgð sína á sjálfstæði og hlutleysi Kóreu. Sjálfstæði landsins lá á banabeði og er nú búið að vera. Nú er það sjálf Norðurálfan, sem liggur á sjúkrabeði, ef til vill bana- beði. Við banabeð rikir oftast þögn. MÍDsta kosti gengur maður hljóðlega og varfærnislega að sjúkrabeði Norð- urálfu, eins og hvers einstaklings*. Þenna kafla í grein G. B. mun mega skoða sem hans svar við spurn- ing Clemenceau’s um hverju megin réttlætið sé í heimsstyrjöldinni. Orð hans eru þess verð, að þeim sé athygli veitt. Og óneitanlega benda þau vel og rækilega á, að viða er pottur brotinn — í stórvelda- pólitikinni. Tvö afmæli. Tryggvi Gunnarsson áttræður. Hann átti áttræðsafmæli 18. þ.m., eins og áður er getið hér í blað- inu. Gamli maðurinn er enn hinn ern- asti, framkvæmdarlöngun og starfs- áhugi óbilað. Á áttræðisafmælinu var honum margskonar sómi sýndur. Veifur á stöngum um allan bæ — íslenzkir fánar nær undantekningarlaust, en þó ekki alveg, og má það furðuleg fastheldni heita hjá einstöku íslend- ingum (i—2), hér við dannebrog, að geta ekki fengið sig ttl að draga ís- landsfánann við hún. Um kvöldið var honum haldið samsæti mikið í Iðnó. Sátu það um 130 manns, en margir urðu frá að hverfa sökum rúmleysis. Voru þar karlar og konur af öllum stéttum og flokkum sömuleiðis. Er það vel, er menn geta hafið sig upp yfir það, þótt skoðanir hafi skiftar verið á sumum málum, og út af því slezt upp á vinskapinn — að erfa það eigi von úr viti, heldur kunna að meta menn og framkvæmdii þeirra í heildinni. En svo er það um gamla Tryggva, að þótt stundum hafi slegið nokkuð i kekki milli hans og þessa blaðs t. d., þá kunnum vér að meta hina miklu hæfileika hans og 'þjóðnýtt starf á marga lund. 1 samsætinu hélt borgarstjóri ræðu fyrir minni Tr. G. og hljóðar hún svo: »Háttvirta samkomal Leyfið mér að minnast nokkrum orðum heiðursgests vors, Tryggva Gunnarssonar bankastjóra, sem í dag er áttræður, en þó situr hér ern og kátur hjá oss, ungur í anda, fjörugur og fullur af starfslöngun. Eg nefndi hann bankastjóra, af því að það var siðasta og veglegasta lífsstaða hans, en það mættí kenna hann við næstum • hverja lífsstöðu eða starf, sem vera skyldi, því gamli maðurinn hefir við flest fengist. 80 ár er langur timi og fáum mönnum hlotnast það hlut- skifti, að mega iifa svo lengi, og Sfeinoíía. Sinnið ekki fortölum óheppinna seljenda, sem telja vilja yður trú um, að yður sé það fyrir beztu nú, að kaupa vetraibirgðir yðar af stein- olíu, því þar ráða augnabliks hag:munir seljenda öllu. í lsta lagi er það brot gegn giidandi lögum og brunamálasamþykt bæjarins, að geyma stærri birgðir af steinolíu í heima- húsum og í 2ru lagi væri það fjárhagslegt glapræði, að kaupa og liggja um lengii tíma með stærri biigðir af steinolíu, sökum rýrnunar þeirrar, sem slíkri geymslu er samfara. Frá verzlun undirritaðs eiga menn kost á þvi, að fá góða stein- olíu jöinum böndum, sem þörf kreíur, á hvaða tíma sem er, og án þess að nokkur rýrnun komi kaupendum í koll, þar sem tunnurn- ar eru fyltar um leið og úti eru látnar. Beztu steinolíukaupin eru og verða því ávalt í ræðu fyrir minni íslands. Enn töl- uðu: Jón Jakobsson (fyrir minni Reykjavíkur), Jóhann Eyólfsson alþm. og frú Bríet (af kvenna hálfu). Tvö kvæði voru Tr. G. flutt í samsætinu, annao eftir síra Matthías, en hitt eftir H. S. Blöndal. Heillaskeyti bárust víðsvegar að. Meðal þeirra var þetta erindi frá Matth. Jochumssyni: »Fjarri dýrum drengja her drekk eg vatn úr glasi; kveðju samt þér síminn ber frá séra Matthíasi*. En þessi fallegu erindi frá Guðm. Guðmundssyni skáldi kvað Ríkharður myndhöggvari yfir borðum: ^erzíun c3. ÚC. dSjarnason. Netavinnustofan Liverpool er fypsta netavinnustofan hér á landi ei» býr til botnvörpur. »Hestar, geitur, kýr og kindur, kettir, hundar, vininum Tryggva gamla, góða, góðan dag í ljóðum bjóða. Fuglar himins hjartans kveðju honum senda. Verji hann öllum sóknum sorgar sá, er fyrir hrafninn borgar. Fiest öil botnvörpuskip hafa notað netin síðastliðna vetrarvertíð, og allir skipstjórar lofað þau fyrir styrkleika og goða lögun brátt fyrir verðhækkun á efni, verða netin seld mjög ódýrt, meðan fyrirliggjandi birgðir endast; er því ráðlegast að biðja um vörp- urnar í tíma. Netin eru tilbúin af sömu mönnum, úr sama efni og með sömu gerð og undanfarið. Allskonar efni og áhöld tyrir botnvörpunga ávalt fyrirliggjandi i LIVERPOOL. fæstir, sem þeim aldri ná, eru svo hamingjusamir, að njóta svo góðrar heilsu sem heiðursgestur vor, en honum hefir sama sem aldrei orðið misdægurt alia þá 29219 daga, sem hann hefir lifað. í barnæsku kembdi hann ull og prjónaði sokka, fór snemma að tálga spitur og bein og fékst síðan við smíðar og varð góður óg hugvits samur smiður. Siðan var hann bóndi, ræktaði jörðina og kom upp fyrirtaks bústofni. Mér er sagt, að kýr hans hafi verið með afbrigðum góðar og reiðhestar hans betri öllum öðrum hestum. Svo fór hann að fást við verzlun og kaupskap, og sagan mun geyma nafn hans sem formanns Gránufélagsins um nærri aldarfjórðung. Hann gerðist um þetta skeið útgerðarmaður og kom mörgu í framkvæmd, sem hér þektist ekki áður. Hann mun hafa séð um bygg- ingu fyrstu brúar yfir stóra á hér á landi og fleiri brýr bygði hann síðan og tvær þeirra stórar, yfir Skjálfanða- fljót og Ölfusá. í öllu, sem Tryggvi fekst við, kom fram hagsýni hans og óbilandi dugnaður. Þennan fyrri hluta æfi sinnar var Tryggvi Gunnarsson einhver mesti atkvæðamaðurinn á Norður- og Aust- urlandi, en hvarf svo hingað til Reykjavíkur til að takast á hendur hið vandasama starf sem forstjóri hins unga Landsbanka, og hefir Reykjavík átt því láni að fagna, að telja hann meðal borgara sinna í meira en 20 ár. Þessi ár hafa verið framþróunar- og þroskaskeið Reykjavíkur og hefir Tryggvi gamli verið hvatamaður margra þeirra framfara, sem hér hafa orðið. Hin mikla lifsreynsla hans, óbilandi kjarkur og dugnaður hefir komið Reykjavikurbæ að ómet- anlegu gagni. Eg ætla ekki að segja sögu Reykjavíkur siðustu tvo áratugi, en þegar hún verður sögð, mun Tryggvi víða koma við sögu. Eg vil aðeins minna á, hvað hann hefir gert fyrir þilskipaútgerðina, sem var und- irstaða undir vexti og framþróun Reykjavikur. Hann kom á samábyrgð á þilskipum og viðgerðastöð fyrir þau, og hann gerði þeim mögulegt að fá beitu með því að koma á fót ishúsi. Tryggvi hefir látið bæjarmál mik- ið til sin taka og seta hans i bæjar- stjórninni hefir ekki verið árangurs- laus. Hann var oftast meðal hinna framsýnu bæjarfulltrúa, og sem for- maður veganefndar vann hann mik- ið að því að bæta götur bæjarins, og bætti hér götugerð, enda þótt nú sé tekin upp ný aðferð ; en einn- ig henni hefir hann léð fylgi sitt. Tryggvi Gunnarsson hefir, eins og allir þeir, sem mikið er í spunnið og mikið framkvæma, oft orðið fyr- ir hörðum árásum og misjöfnum dómum, en hann hefir farið sínu fram, er hann var sannfærður um, að málstaður hans var réttur, og ekki látið yfirbugasl. Hann hefir aldrei hiíft sjálfum sér, og ósérplægni hatis er nærri þvi eins dæmi. — Nú þegar hann situr hér, áltræður unglingur, þá erum vér öli sammála um að þakka honum fyrir það, er hann gaf af sjálfum sér þjóðfélagi og bæjarfélagi voru. Betuf að ís- land xtti marga sonu og Reykjavík marga borgara slíka sem Tryggva Gunnarsson. —- Nú, þegar komið er að æfikveldi hins gamla heiðurs- manns, þá eru ^llir, þrátt fyrir allar mismunandi skoðanir á lands- og bæjarmálum, sammála um að skylt sé að heiðra hann, og ef dýrin hefðu mál, þá mundu'' þau einnig þakka honum alt, er hann hefir fyrir þau gert. Eg ætla ekki að verða langorður, en vil snúa orðum mínum til heið- ursgests vors og biðja hann að taka á móti heillaóskum vor allra. Vér óskum, að þau ár, sem þér eigið eftir að iifa, megi færa yður gleði og ánægju, og að þér megið sjá enn meiri ávöxt af lífsstarfi yðar, en þegar er orðið. Tryggvi Gunnarsson lengi lifil* Þessari ræðu svaraði Tr. G. með Mannvin þann og málleysingja meg- invörðinn blessi guð f góðri elli og geislum yfir »kallinn« hellil Allar heillaóskir beztu íslands sona á þeim sæmdaröldung hrini, en — enginn dropi af brennivíniU Samsætið fór fram hið bezta og skemtu menn sér við dans og ann- að gaman fram eftir nóttu og fylgdu þá áttræða afmælisbarninu heim og kvöddu með söng og húrrahrópum. Morten Hansen skólastjóri sextugur. Hinn góðkunni og mikilsvirti skólastjóri lang-fjölmennasta skóla landsins, Morten Hansen átti sextugs- afmæli þ. 20. þ. mán. Og í sama mund hafði hann verið skólastjóri fjórðung aldar. Var þessa tvöfalda afmælis hans minst á margan hátt, sem maklegt var. Frídagur var í Barnaskólanum, en um miðjan daginn gengu börnin öll 1100 talsins í skrúðfylking frá íþróttaveliuum niður að Barnaskóla til að fagna afmælisbarninu — flest með blóm f höndum. Þar sungu börnin þessi erindi, sem ort hafði Guðm. Guðmundsson: Nú kveður sór æskan í auðsveipni hljóðs og ávarpar prúðmennið góðaí Vór árnum þór, hugljúfi öðllngur, góðs, í ómkvaki bernskunar ljóða! Þú sýnir oss trygð og elsku yl, sem ástríkur faðir á mestan til. Og komandi öldin skal ávöxtinn sjá i áhrifum blessunarríkum, er feður og mæður í fóstri hún á hjá föður og leiðtoga slíkum. Þitt nafn verður geymt hjá landi’ og 1/ð. Guðs líknstafir blessi þig ár og síð! Eftir það flutti skólastjóri hjart- næma ræðu til barnanna, en síðan kvöddu þau nann með feiföldu húrrahrópi. Kennarar Barnaskólans færðu M. H. að gjöf eitt af Hornafjarðarmál- verkum Ásgrfms. Skólanefndin flutti honum mynd í skrautlegum ramma og fylgdi ávarp með frá henni. Um kvöidið héldu kennarar skól- ans M. H. heiðurssamsæti í Iðnað- armannahúsinu, en alment samsæti fyrir bæjarmenn hafði verið hætt við, af þvi skólastjóti hafði mælst undan, enda enginn salur bæjarins neitt líkt því nógu stór til þess. í kennarasamsætinu talaði Sigurð-- ur Jónsson fyrir minni heiðurgests- ins. Kvæði var honum flutt (eftir Hallgr. Jónsson). Um Morten Hansen skólastjóra munu allir sem til þekkji vilja taka undir þessi orð f ávarpi skólanefnd- arinnar: Skólanefnd Reykjavíkur sendir yður, herra skólastjóri, alúðar kveðju á 60 ára afmælisdegi yðar með hjartans þökk fyrir alt það mikla og góða starf, sem þér hafið unnið í bæjarins þarfir, þar sem þér hafið verið kennari barna hans hátt á 4. tug ára, og forstöðumaður skóla hans í fullan fjórðung aldar. Við þökkum yður sívakandi umhyggju fyrir skólanum og skyldu ækt i öll- um störfum yðar, lagni og prúð- mensku í stjórn og viðmóti við“ börn og kennara og alúð og þýð- leik í samvinnunni við skólanefnd. Við finnum hvers virði það er,. að eiga í slíkri stöðu mann, sem allir virða og þykir vænt um, bæði börn og kennarar, og óskum að bæjarfélaginu auðnist að njóta lengi- enn mannkosta yðar í henni. Bezta síldveiðistöðin? Kr. Kristjánsson, áður skipstjóri á- botnvörpungnum »Skúli fógeti«, hefir í tilefni af grein minni »Sildveiðar á Vestfjörðum* skrifaði all-langa og ítarlega grein, um síldveiðar í 75. tbl. ísafoldar, og er eg honum þakk- látur fyrir. í grein þessari hefir hann fært mjög veigamikil rök að því, að Vestfirðir liggi ágætlega við síld- veiðum, og jafnvel tekið svo djúpt i árinni að fullyrða, að við Ísaíjarðar- djúp sé bezta síldveiðistöð landsins. En af þvi verður mér að vera. leyft að draga þá ályktun, að Djúpið hljóti að liggja ágætlega við sild- veiðum, þar sem ýms rök, er hér skal eigi að sinni farið nánara út i, eru til þess, að ilt er að gjöra upp á milli hinna mörgu góðhafna, er þar getur verið um að velja. Sérstaklega er eg skipstjóranum þó þakklátur fyrir að hann slær föstu því tvennu, að Höfn liggur fast við mestu og að hans viti ábyggilegustu sildarmið landsins og að siglingaleið- in þangað er hin ákjósanlegasta. Um hitt, hve hafnarlagið er gott við Höfn, ætla eg ekki að metast við hann né aðra. Úr því skera hafnarverkfræðingar, nú er mæling af höfninni og uppdráttur, fyrir góða og röska aðstoð ráðherra og foringj- ans á Islands Falk — er fenginn og sömuleiðis úr því, hve dýr nauðsyn- leg hafnarbót verður. En sammála hygg eg greinarhöf. vera mér umr að svarað geti kosnaði að leggja þó nokkuit fé til hennar. Til skilningsauka skal þó að eins tekið fram, að lauslegt álit mitt um kostnað við brimbrjót fyrir Höfnr bygðist á áætlunum um brimbrjót á ísafirði og kostnaði við brimbrjótinn í Bolungarvik, sem hingað til hefir staðist bæði hafís og hafsjó. Liggur vikin þó algjörlega fyrir opnu hafi, auk þess sem straumar eru þar afar- miklir og afskaplegur grjótburður utan af Stigahlíð. Er brimbrjótur þessi nú orðinn fullir 70 m. á lengd, og kominn á 4 m. dýpi frá stórstraumsfjöru. — Kostnaður við hann er orðinn um 45000 kr., og mátti þó áreiðanlega, ef vit og kunnátta hefði verið meiri, hafa orðið drjúgum minni. ísafirði, 8. okt. 1915. Maqnús Torýason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.