Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 3
IS AFOLD Kona Guðjóns var ValgerðurGunn- arsdóttir frá Flögu í Skaftártungu, og lifir hún hann ásamt 4 börnum þeirra i æsku. P. -------1 .. ....... Minningarorð. Með örfáum línum ætla eg að minnast hjónanna frá Lykkju á Kjal- arnesi, Magnúsar og Jarþrúðar. Magnús sál. var Magnússon, Ey- ólfssonar hreppstj. sem bjó i Lykkju. Móðir hans var Dyljá Þorvarðardótt- ir frá Saurbæ á Kjalarnesi. Magnús sál. var fæddur 23. maí 1858 og dó 5. marz 1913. Kona hans, Jarþrúður sál. var dóttir hjónanna Þórólls Þorláksson- ar og Málhildar Magnúsdóttur í í Arnarholti á Kjalarnesi. Jarþrúður sál. var fædd 17. okt. 1853 og dó 11. okt. s.l. ár á Landa- kotsspítalanum. Þau bjuggu í Lykkju allan sinn búskap, næstum 27 ár. Eignuðust þau 8 börn og eru 5 þeirra á lifi, nú uppkomin og búa í Lykkju. Það er venja í eftirmælum að telja upp helztu æfiatriði manna og 'verk. Verður slíkt oft þreytandi registur. Vil eg hér bregða út af venjunni og sleppa öllu slíku. Mætti þó margt telja af framkvæmdum þeirra hjóna, einkum frá síðari ár- um. Gæti hver sannfærst um það, sem kæmi að Lykkju og sæi stein- bygginguna nýju o. fl. Vér þrömmum áfram á þessari lífsbraut, hittum marga menn á leið vorri, og skilja þeir eftir í oss end- urminningar, sem oss er ýmist vel eða illa við, eru græðandi eða svíð andi. Sumum kynnumst vér ef til vill, sem vér viljutn sem fyrst gleyma, öðrum viljum vér halda sem lengst í endurminningunni, af því að oss er minning þeirra kær. Eg kyntist þeim hjónum, Magn- úsi og Jarþrúði dálítið, og vegna þeirra menja, sem fau létu eftir i endurminning minni, skrifa eg þess- ar línur. Veit eg að þeir eru marg- ir, sem líkar minningar bera í brjósti frá þeim. Magnús sál. var mjög dagfarsgóð- ur maður, glaðlyndur og jafnlyndur, fremur fáskiftinn og drengur hinn bezti. Jarþrúður sál. var mjög skemtileg í viðkynningu. Var hún viðkvæm mjög, en bar þó mótlæti með þreki. Búsýslukona var hún mikii og góð móðir. Gestrisin voru þau mjög, enda þótti mörgum gott að koma að Lykkju. Þau skildu vel hið is- lenzka manngildi. Man eg að Jar- þrúður sál. dáðist oft að konunum í fornsögum vorum. Blessuð veri minning þeirra. 5. ---- Opið bréf til íslenzku þjóðarínnar. Rvík, i tnarz 1915. í tilefni af 20 ára afmælisdagi Hjálpræðishersins hér á landi, þriðju- daginn 11. maí þ. á. hefir Stjórnar- ráð íslands veitt oss samþykki sitt til þess að selja lítið 10 aura merki um gjörvalt landið, 11. og 12. mai, til eflingar hinu fyrirhugaða sjómanna- og gistihæli hér í Reykjavik. Þörfin fyrir þetta hæli hefir verið mikil undanfarin ár, vegna þess að hið gamla hús, sem vér búum í, er Sjálfstæðisfél.fundi sem auglýstur var i kvöld, er frest- að þangað til fyrri h’uta næstu viku, samkvæmt ósk málshefjanda. Stjórnin. Það tilkynnist vinum og vandamönn- um, að jarðarför Runólfs Steingrims- sonar, sem dó í brunanum mikla i Hotel Reykjavik, fer fram þriðjudag næstkomandi kl. 12 á hádegi, frá dóm- kirkjunni. Reykjavik 30. april 1915. Margrét Zoega. með öllu ónógt gagnvart öllum þeim kröfum, sem gerðar eru til vor. Sú hugsun kom því til vor, að leggja hyrningarsteininn sjálfan afmælisdag- inn, 11. maí. Oss þykir mjög leitt að geta ekki efnt loforðin, sem hafa verið gefin í þessu efni. En pen- ingavöntunin, sem er ein afleiðing striðsins, neyðir oss til þess að fresta byggingsnni til 1916. Við ýms fyrirtæki hefir íslenzka þjóðin sýnt velvilja sinn gagnvart þessu þarfa fyrirtæki, margir hafa þegar gefið stórar gjafir til bygging- arsjóðsins, og eru nú komnar í hann rúmar 4,000 kr. Vér verðum nú af þessari ástæðu að snúa oss til alþýðunnar hér á landi, með beiðni um aðstoð hennar i þessu efni. Og í tilliti til hins nytsama starfs, sem Hjálpræðisher- inn hefir unnið að í þessi 20 ár, höfum vér þá vissu von, að þjóðin, einnig nú við þetta tækifæri, vilji rétta oss hjálparhönd. Hælið, ásamt samkomusal, gesta- herbergjum m. m., mun kosta ná- lægt 30 þús. kr., sem er mikið hærri upphæð en ætlast var til i fyrstu, og þar sem * l/s hluti upphæðarinnar þarf að koma inn, til þess að allar rentur af eigninni verði oss eigi of- urefli, er það eflaust skiljanlegt flest- um, að vér þurfum á mikilli hjálp að halda enn. Merkið, er selt verður 11. og 12. mai, er lítið skjaldarmerki, og stend- ur á þvi 20 ár í íslenzkum lit. Það má styðja málefnið, ekki einungis með því að kaupa merkið eða senda gjöf i peningum, en líka með því að selja merkið í því plássi sem maður á heima. I hinum ýmsu þorpum landsins mun einn maður taka að sér sölu þeirra, en hann þarf að fá marga menn til aðstoðar við söluna. Vonandi verða margir til þess að bjóða útsölumönnunum hjálp sína, svo að það gangi greiðlega að útbieiða merkin um landið. í mörgu hefir gistihæli voru verið ábótavant, og þess vegna finnum vér þvi meir hve þörfin er mikil fyrir hið nýja hæli, þar sem vér undir betri kringumstæðum getum boðið gestum vorum góðar viðtök- ur, þar sem sjómaðurinn i ró og næði eftir sjóvolkið getur sett sig niður og skrifað heim til vina og kunningja og lesið góðar bækur og blöð. Þegar vér sendum þetta litla merki út, er það ósk vor, að íslenzka þjóð- in, sem svo oft og mörgum sinnum fyr hefir sýnt velvilja sinn gagnvart starfsemi vorri, sýni einnig velvilja nú við þetta tækifæri, svo að salan hafi góðan árangur. — Yðar með virðingu, fyrir íslands velferð fórnfús, S. Grauslund. Skólauppsögn. Elnstöku skólar bæjarins hættu störfum um og eftir sumarmál, t. d. Kennaraskólinn (síðasta vetrardag), Iðnskólinn (30. apríl) og Verzlunarskólinn (30. apr/1). — Við skólauppsögn Verzlunarskólans í gær lót Ól. G. Eyólfsson þess getið, að hann mundi nú láta af því starfi. Fyrir hönd skólanefndar flutti form. hennar Jón Ólafsson rithöfundur hin- um fráfarandi skólastjóra þakkir fyrir vel og rækilega unnið starf. Aflabrögð þilskipana eru ágæt eins og þessi listi frá miðri vikunni ber vott um : Valtýr 41000 Björgvin 30000 Sigurfari 29500 Keflavík 27000 Hjúskapur: Sig. Guðmundsson magister og jungfrú Halldóra Ólafs- dóttur (prests Finnssonar í Kálfholti). Gift 28. apríl. Lík Runólfs Steingrímsson,sem brann inni i Hótel Reykjavík brunanóttina, hefir fundist í rústunum, mjög mikið brunnið og skaddað. Jarðarförin fer fram næstkom. þriðjudag, sbr. augl. í blaðinu. Júlíus Havsteen f. amtm. liggur mjög þungt haldinn af inflúenzu. Skipafregn: Botnía fór til Vestfjarða í gær- kveldi með margt farþega: m. a. frú Steinunn Jónsdóttir frá Vatnseyri, Jón Benediktsson frá Bíldudal, o. fl. Sjálfstæðisfélagsfundinum sem átti að verða í kvöld, er frestað fram í næstu viku samkv. ósk Sv. Björnsson- ar alþm. Símskeytin „leynilegu“. Meðal margs annars »viturlegs« finnur »ÞjóðviIjinn« 20. f. m. að því, að þeir þrimenningarnir hafi simað »fram og aftur alleynilega“ (leturbr. Þjv.) um stjórnarskrármálið. Er það skoðun ritstjórans, að sim- skeyti um málaleitanir, sem eigi er enn heimilt að birta, skuli opinber gerð, að þau séu birt í blöðum eða jafnvel fest upp á strætum og gatna- mótum ? Er »Þjóðviljinn« svo frámunalega einfaldur að halda, að slikt atferli mundi greiða fyrir lausn málsins? Mundi ritstj. Þjóðv. fara þannig að, ef hann væri að leita hófanna um mál landsins, við konung, og meðan þær umleitanir væru á byr- junarstiginu ? Undirgekst ritstj. Þjóðv. ekki þagnarskyldu, þegar hann var í miili- landanefndinni 1908? Og hélt hann eigi það loforð að birta ekkert aí hennar bollaleggingum fyr en hún hafði lokið störfum sínum ? Og var það mál (sambandsmálið) þó eigi fult svo merkilegt og stjórn- arskrármálið er nú? Eða var fólk þá síður forvitið og áhugafult um sambandsmálið en það er nú um stjórnarskiármálið? Hversvegna undirgekst hr. Sk. Th. þá (1908) þagnarskyldu um opinbert mál ? Og hversvegna hefir hann á móti því, að aðrir geri sarna nú, er eins stendur á, vilji eigi og geti eigi birt neitt fyr en séð er, hvaða oiðurstaða verði? Og hversvegna stakk Þjóðviljinn og þeir sem honum iylgja nú, ekki upp á þvi, að skeytin, sem fóru milli Sig. Eggerz og flokksstjórnar sjálfstæðismanna í haust yrðu þegar biit ? Varðaði þjóðina minna um það, hvað i þeim stóð, hvort unt yrði að staðfesta stjórnarskrána með þeim skilmálum, er þar var lýst. Var eigi jafnmikil ástæða til að bitta þau skeyti og ræða opmber- lega, hvort takandi væri skilmálun- um, setn í þeim stóðu? Hvernig getur Þjóðv. annars bú- ist við, að nokkur skynsamur og óhlutdrægur tnaður geti tekið þetta og annað eins, sem hann ber á borð, alvarlega. Og hvers vegna eru þeir herrar, ritstj. Þjóðv. og Ingólfs & Co. að reyna að gera þá menn, sem eru að reyna að fá viðunandi lausn á stjórnarskrármálinu, tortryggilega ? Er þá glæpur eða óhæfa að reyna að fá lausn á málinu, þá er þjóðin megi vel við una ? Oleiýur hjatti. Biðjið nm Emiesa TIe í blýumbúðum með safnaramerkjum og áprentuðu söluverði frá I. i V. Salomonsen, Köbenhavn. ísafold. Nýir kaupendur að 41. árgangi ísafoldar (1915) fá í raupbæti, um leið og þeir greiða andvirði árgangsins (4 kr.) 2 af neðantöldum 3 bókum eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Heljargreipar (280 bls.) eftir Conan Doyle. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf i þýðingu Björns heit. Jónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins í afgreiðslunni. A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta blað landsins, pað blaðið, sem eis’i er ha^t án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með í því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmcntum og listum.. Talsími 48. Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið í frí- merkjum. ísafold er blaða bezt. ísafold er fréttaflest. Isafold er lesin mest. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Lítið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup- annarsstaðar. Sími 44. Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun‘ og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup mönnum. Buchs litarverksmiðja Kaupmannahöfn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.