Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 1
n Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1V, dollar; borg- ist fyrir miðjan juli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiðja Rltstjúri: Ólafur Björnsson. Talsimj nr. 455 Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. maí 1915. 31. tölublað Stjórnmálin. í næstsíðasta blaði var gert ráð fyrir, að sennilega mundi birtur í þessari viku grundvöllur sá, er þrí- menningarnir telja hægt vera að byggja á staðfesting stjórnarskrárinn- ar. En því miður er heimild sú, er til þess þurfti, eigi fengin enn, en væntanlega þarf eigi að bíða hennar marga daga úr þessu. ísafold lítur svo á, að sem minst hefði átt um þetta mál að fjalla, meðan ekkert ábyggilegt hefir verið gert heyrinkunnugt, það er umræð- ur verði reistar á, og virðist það lýsa helzti mikilli óþolinmæði, að geta ekki beðið þá fáu daga sem þessa er væntanlega að bíða. En sú hefir þó orðið raunin á, að samflokksmenn þiímenninganna hefir slik óþolinmæði gripið. Ingólfur og Þjóðviljinn hafa svo og svo mikið á samvizkunni — og mestait í sömu áttina, heldur að varpa tortrygnisblæ vfir þrímenningana og málarekstur þeirra. Og á fimtudaginn rauk einn sjálfstæðismanna, kennari lörundur Brynjólfsson til og boðaði til fundar i Iðnaðarmannahúsinu til að ræða um stjórnarskrármálið. Það eitt, að rjúka til slíks fundarboðs, án þess að ráðgast nokkuð um það við flokks- bræður sína, sem næst standa að málinu, þ. e. þritnenningana og aðra þingm. flokksins, virðist nokkuð hvat- vislegt og eigi benda til mikillar löng- unar að halda góðrisamvinnu i flokkn- um. Á fundi þessum skýrði Sveinn Björnsson alþm. frá ferð þeirra þri- menninganna á konungs fund. Kvað hann þá hafa talið sér skylt að reyna að fá að skýra þingflokksbræðrum sínum frá því, sem um var rætt um lausn á stjórnarskrárdeilunni. Hafi það verið' bundið þvi skilyrði að eigi yrði birt opinber'ega á því stigi sem málið var. Þeir því bundnir þagnar- skyidu enn, eins og þeir samflokks- menn þeirra, sem málinu hefðu kynst. Það væri að ætlast til ódreng- skapar af þeim öllum jafnt, að fara fram á að þeir rifu þá þagnarskildu. Hitt væri rétt, enda kunnugt þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins hér í bænum, að þeir þrímenningarnir vildu leitast við að fá heimild til að birta almenningi grundvöll þann, er hér væri um að ræða og hefðu verið að reyna að fá heimild, þótt ófengin væri enn. En i málinu yrði ekk- ert gett, nema almenningi yrði birt það, sem hér væri um að ræða. Á fundinum töluðu ennfremur Bjarni frá Vogi, ráðherra, Jakob Möller o. fl. Bjarni Jónsson kvað það rétt, að enn væri ekki unt að ræða ítarlega um samningatilraunir þrímenning- anna, en því gæti hann þó skýrt frá, að enginn þeirra sem um þær hefði fjallað að konungsgesturn með- töldum, héldi fyrirvara þingsins full- nægt. — Það sem því þessi fundur gæti og ætti að leggja til málanna væri yfiriýsing um það, hvort hann vildi að fyrirvaranum yrði fullnægt eða ekki. — Orð fyrirvarans: »Þing- ið áskilur að uppburður sérmála íslands fyrir konungi i rikisráði Dana verði hér eftir sem hingað til skoð- uð sérmál landsins* — væru ótvi- ræð, beinnar viðurkenningar Dana á þessu væri krafist. fakob Möller taldi ómögulegt að skilja fyrirvara þingsins á þá leið, að krafist væri beinnar viður- kenningar Dana á þvi, að uppburðnr sérmálanna væri séimál. — Benti á að Bjarni Jónsson héldi þvi fram í Ingólfi síðast að þetta mál kæmi Dönum ekkert við og væri þá fjarstæða að krefjast yfirlýsingar af þeim að því lútandi. — Kvað hann Bjarna hafa farið rangt með orð fyrirvarans. Sá hluti fyrirvarans, sem við þetta ætti, væri á þessa leið: »Ennfrem- ur ályktar alþingi að lýsa yfir þvi, að það áskilur, að konungsúrskurður sá, er boðaður var í fyrnefndu opnu bréfi, verði skoðaður sem hver annar íslenzkur konungsúrskúrður, enda geti konungur breytt honum á ábyrgð Islandsráðherra eins og án nokkurr- ar ihlutunar af hálfu dansks löggjaf- arvalds eða danskra stjórnarvalda. Heldur alþingi þar þess vegna fast fram, að uppburður sérmála íslands fyrir konungi í ríkisráði Dana verði hér eftir sem hingað til sérmál lands ins«. I þessum orðum fælist alls engin krafa um viðurkenningu Dana á þvi að þetta væri sérmál — þvert á móti slær þingið því föstu upp á eigin spitur og telur Dani ekki eiga neitt atkvæði þar um, eins og Bjarni Jónsson í Ingólfi. Kraja fyrirvarans væri í fyrri hluta tilvitnaðra orða og henni væri full- nægt, ef umræddur konungsúrskurð- ur yrði afgreiddur sem islenzkur konungsúrskurður og breytingar á honum ekki lagðar undir atkvæði annara en islenzkra stjórnarvalda. — Seinasta setning fyrirvarans ætti ekki við annað en að slá þvi föstu, að það væri óbifanleg skoðun alpinq- is að hér sé um alislenzkt sérmál að ræða. Eftir nokkra vafninga, féllust þeir Bjarni Jónsson og Sigurður Eggerz ráðherra á það, að skiluingur Jakobs Möllers á fyrirvaranum væri réttur — að ekki væri krafist viður- kenningar Dana í orði heldur aðeins í verki, með því að svo yrði farið með konungsúrskurðinn sem fyrir- varinn mælti fyrir. Og með þessum skilningi á fyrir- varanum var samþykt tillaga sú til fundarályktunar, sem afgreidd var frá fundinum — eftir að Jakob Múller hafði vakið athygli á því að fullyiða mætti, að konungsgestirnir að eins i þvi teldi vandkvæði á að fá fyrirvara þingsins fullnægt, ef sá skilningur væri lagður í hann að hann krefðist beinnar viðurkennin^ar Dana — í orði — á þvi að upp- burður sérmála sé sérmál. Tillaga sú, er fundurinn loks sam- þykti með öllum greiddum atkv. hljóðaði á þessa leið: »Fundurinn heldur fast við fyrir- vara alþingis*. Bókarfregn. George H. F. Schrader: Hestar og reiðmenn á íslandi, 263 bls. 4to Akureyri 1913. Verð kr. 3.00. íslenzkað hef- ir Jónas Jónasson. Höfundur bókarinnar er roskinn maður, þýzkur að uppruna, en hefir dvalið lengst æfinnar í Ameríku. Hann hefir tvivegis komið hingað til landsins og nú dvalið hér síðan 1912. Heimili sitt hefir hann á Akureyri. Þar hefir hann látið reisa hæli til gistingar hestum og mönn- um, og nefnir það Caroline Resf, minnist hann á það í bókinni og sýnir þar mynd af því. Núerhann að stækka þetta hæli og að þvi loknu, er búist við að það geti hýst um 80 hesta og marga menn. Húsið er úr steinsteypu og mjög vandað. Auk þessa hefir hann styrkt ýms líknarfyrirtæki þar nyrðra og gefið fátækum. Bókinni skiftir höf. i tvo hluta. í fyrri hlutanum finnur hann mjög að við menn fyrir klaufalega og kæruleysislega meðferð á hestunum. Þar er margt vel sagt hestunum til málsbóti og sýnt fram á margt órétt- látt er þeir verða að þola af mann- anna hálfu. T. d. neyddir til að vinna haltir og sárir, látnir standa á bersvæði skjálfandi bæði undir reið- tygjum og svo úti um haga á vet- urna, látnir vera í forugum húsum, bundið upp í þá mjóum snærum, taumunum bundið i töglin o. fl. Þá finnur höf. ýmislegt að reiðlag- inu, að menn sitji illa á hestbaki, taki ómjúkt og klaufalega i taumana, fari of hart af stað og riði alt of mikinn þembing, einnig vítir hann mjög að berja fótastokk og sýnir fram á hvað það er ljótur vani. Enn- fremur minnist höf. að margir skoði hesta sína eins og tilfinningarlaust verkfæri og að hlý samúð sé of sjaldgæf milli hesta og manna, hest- ar því frekar fælnir og ýms mistök á samvinnu með hestum og mönnum. Viðar kemur höf. við í þessum hluta bókarinnar, t d. dreg- ur hann dár að þeim mönnum, sem eru hræddir við hesta i brúkun og eins þeim, sem gorta af reiðmensku sinni, en eru klaufar. í seinni hlutanum eru margar þarfar og góðar leiðbeiningar, bæði um meðferð hestanna og áhöld. Einkum vil eg benda mönnum á að kynna sér vel og hagnýta eftir mætti það sem höf. segir um hófana, hvern- ig eigi að hirða þá og járna hest- ana, hvernig búa skuli um hesta i húsum og hirða þá þar, hvernig reiðtygi og aktygi eigi að vera og og fara á hestunum, og svo ýmis- legt, sem minst er á viðvíkjandi tamn- ingunni. í þessum hluta er töluvert um fóðurtegundir fyrir hesta og fóð- run þeirra. í sambandi við það hvetur höf. til þess að nota sem mest síldarmjöl til fóðurbætis. Þá er talað um lasleika i hestum og ráð þar við. Á kynbætur hesta minn- ist höf. og dýraverndunarfélög. Að nauðsynlegt sé að koma upp góðum hestaskýlum, bæði i kaupstöðum fyr- ir ferðahesta og úti um haga fyrir útigönguhross. í þessum hluta bók- arinnar er kafli um kláðabaðanir á sauðfé og viðauki um búnaðar- og kaupsýslumál. Mér hefði þótt fara betur að hvorugur þessara kaflahefðu verið i bókinni. Margar myndir eru i bókinni bæði innan um lesmálið og svo aftan við. Þær eru glöggar og góðar; bæði af innlendum og erlendum hestum og mönnum. Mynd- ir þessar eru til mikillar prýði. í bókina þykir mér vanta nákvæma hrífandi lýsingu af góðum reiðhesti og sambandinu milli manns og hests Ekki talar höf. neitt um hesta þá, sem hér er verst farið með, en það eru reiðhestar, sem ganga mansali og mæta misjafnri meðferð, sem tekur sárar á þá af þvl að þeir eru oft viðkvæmir og vitrir. Vel hefði átt við að geta þess I þess- ari bók að erlen dis þykir það mikill sómi að eiga fallega hesta og vel meðfarna og mikil hneisa að láta hesta sina líta illa út. Ekki get eg verið höf. samdóma, þar sem hann ráðleggur mönnum að reiða fóður hestsins fyrir aftan sig (korn). Menn ættu helzt aldrei að reiða fyrir aftan sig, það sem nokk- ru nemur. Það er svo vont fyrir hestana. Höf. talar um að íslend- ingar geti lært að sitja vel á hesti af útlendum ferðamönnum sem hing- að koma. Slikl er mesta fjarstæða og í mótsögn við það, sem höf. seg- ir á öðrum stað í bókinni, þar sem hann getur um útlenda ferðamenn hér. Höf. gerir of mikið úr vanfóðrun og illri meðferð hesta hér á landi, og hann gerir of mikið úr þvi, að menn beri enga umhyggju fyrir hest- unum. Svo er fyrir að þakka, að hér er fjöldi fólks, bæði konur og karlar. er þykir mjög vænt um hesta sína; lána þá ekki eða selja, fóðra þá vel og brúka vægilega. Sumir ganga jafnvel svo langt í þessu, að þeir þræla sjálfum sér út og sínum til þess að þurfa ekki að leggja mik- ið á hestana. Höf. segir að íslend- ingar séu ávalt fjörlausir á hestbaki og hestarnir latir. Hann hefir þá aldrei séð sveitafólkið ríða út á sumr- in, þegar alt er fult af fjöri og kát- inu, hestar og menn. Höf. virðist heldur ekki vita, að hér á landi er fjöldi manna, bæði bændur, vinnumenn og kaupstaðarbúar er kosta miklu til að eiga góða hesta til þess að skemta sér á hestbaki. Höf. hefði átt að ferðast á útmánuðunum t. d. um sumar sveitir Suður-Þing- eyjarsýslu, til að kynnast betur reið- mönnum og reiðhestum hér á landi. Höf. segir, að sumir séu svo heimsk- ir hér, að þeir álíti gildleik hestsins jafnan að þumlungatali og hæðina. Eg hefi aldrei heyrt þá vitleysu. Höf.' gerir altof lítið úr notkun vagna Jhér á landi, en of mikið úr þvi, að íslendingar séu sérstakir með það að fella fé sitt. Eg veit þess dæmi, að bæði í Noregi og Skotlandi fella bændur af fé sínu í hörðum árum, ’og víðar mun pottur brotinn. Höf. fullyrðir að hér sé ekkert feng- ist við kynbætur á hestum, en það er ekki rétt og fleira kemur fyrir i bókinni, sem bendir á, að höf. sé ekki nógu kunnugur meðferð á hest- um hér. Höf. hefir á móti vekurð og tölti hestanna, telur það engan gang og vill að menn venji þá af þessu. Segir hann að þeir séu skemdir og skrúfaðir um of á þessum kostum. Það er að vísu rétt, en vekurð og tölt hestanna veitir mönnum mikla ánægju, er mörgum hestum eðlileg- ur gangur og því sjálfsagt að halda honum við. En menn eiga að nota sér þessi gæði hestanna á réttan hátt. Það eru fleiri hestar vakrir en okkar. Smáhestarnir á Rússlandi eru vakrir og til er vekurð í sumum restunum á Bretlandi. Bókin er heldur stór til þess að íún verði keypt alment, en allir restaeigendur þurfa að lesa hana, einnig þeir, sem smíða aktygi, söðla og beizlisstengur. Og enda þótt sumir kaflar bókarinnar séu hálf ósamstæðir og sumt endurtekið eða óþarft, er hún samt læsileg af því að málið er svo viðfeldið. Góð- menskan og hlýleikinn til hestanna cemur viða i Ijós hjá höf. En það rafa menn gott af að lesa. Sumstaðar, þar sem höf. bregður sér frá efninu, þrífur hann allvel niður, t. d. þar sem hann segir: »Eg sá særokið þyrlast áfram i afar- öngum og breiðum flettum, um 30 feta háum, og þéttum eins og l’ossfall, sem stórviðrið tætti upp úr jörðunum og sjónum og fleygði á undan sér með ógurlegum hraða. Rétt hjá því gaus upp vatnsstrókur hvirfilvindi um 20 fet að þver- rnáli*. Þökk og virðingu á hann skilið, ressi gráhærði öldungur og höfund- ur bókarinnar, af því að hann vill vera hér á meðal vor og styrkja oss með ráðum og dáð. Jón H. Þorbertrsson. Greifinn Chedo Mijatóyish (á enskn: Miyatóvrck). Þessi gamli sjórnmalamaður Serba og annarra Balkanríkja hélt tölu mikla í febrúar síðastl. á samkomu merkustu spíritista í Lundúnum, og er inngang- ur og aðalefni þeirrar ræðu vel verður þess, að birtist ómur af í blöðum vor- um. Að v/su er það engin nylunda, að merkir menn segi frá sinnaskiftum sínum, en hór er að ræða um einn þeirra manna, sem margir þurftu að láta segja sór þrisvar áður en tæki það trúanlegt, að h a n n væri orðinn spíritisti — eins og forsetinn á fund- inum Ásbjörn Mári (Usborne Moore) aðmíráll tók fram, er hann gaf greif- anum orðið á samkomunui. Gat hann þess hve lengi og v/Sa við hirðir Vest- ur-Evrópu hann hefði staðiS fyrir mál- um Serba og flelri Balkanríkja og lauk svo máli sítxu, aS þann raann hefði hann þekt ólíkastan því að gerast ginningarfífl nokkurra manna eSa flokka. Var svo öldungnum heilsaS með miklu lófaklappi. Greifinn svaraSi með mikilli hæversku kvaðst fyrst og fremst þakka lofsatn- leg orð aSmírálsins um hreysti þjóðar sinnar, en henni væri fleira til lista

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.