Ísafold - 22.11.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.11.1902, Blaðsíða 2
290 hækkunin orðið minni að tiltölu á dýruatu lóðunum í miðhluta bæjarins, þar sem þéttbygðast er. Slík breyting á lóðargjöldunum var þvi mjög misráðin, og ódýrustu lóðirnar hefðu ekki getað borið þau gjöld, sem á þær hefði verið lögð. Annaðhvort verður því að vera: hafa lóðargjöldin svo lág, sem nú er, að allar lóðir geti borið þau, og niður- jöfnunarnefndin leggi hærra útsvar á þá, sem eiga lóðir og hús í dýrasta hluta bæjarins; eða að hafa lóðar- gjöldin mishá eftir verðmæti lóðanna, líkt og hr. |>. B. leggur til. Tillaga hans fer fram á, að jafn- framt og lóðargjöldin séu hækkuð, verði þau mismunandi eftir mati lóð- anna. þetta er sjálfsagt rétt. Um hitt, gjald af húsum, er þrent til: flatarmálsgjald allra gólfa í hús- inu, gjald eftir teningsmáli hússins eða virðingarverði þess. það munar ekki miklu, hvort held- ur gjaldið er eftír teningsmáli eða virðingarverði, en þó mun virðingar- verðið verða öllu réttara, enda þó það aé ekki állsendis fullnægjandi nema með lagfæringu. Hugsum oss tvö hús jafnstór og jafn-vönduð, og öldungis eins að öllu leyti, annað í miðjum bænum, en hitt í útjöðrum bæjarins. Virðingar- verð húsanna ætti að sjálfsögðu að verða hið sama; en notagildi hússins yzt í bænum er þó sýnu minna en þess, sem í miðbænum stendur, og væri þá ekki rétt, að hafa bæjargjald- ið jafnt af þeim báðum. Hér verður að taka matið á lóðum þeim til bliðsjónar, er húsin standa á, og miða gjaldið við það meðfram. Gerum ráð fyrir, að lóðum bæjarins yrði skift í 5 flokka eftir mati, t. d. 20 a., 40 a., 60 a., 80 a. og 1 kr. á feralin. Meðalverðið yrði þá 60 a. og væri það sett = 1; 20 a. lóðir yrðu þá = J, 40 a. =f, 80 a. =lf og 1 kr. = lf. í>egar búið væri að virða hús, væri gjaldskyldan reiknuð þannig, að virðingarverðið væri marg- faldað með tölubroti lóðar þeirrar, er húsið stæði á. Bftir því yrðu 5 hús, er virt væru hvert um sig 60C0 kr. og stæðu á lóðum sinni í hverjum flokki, gjaldskyld þannig: 6000 x i = 2000 kr., 6000 x f = 4000 kr., 6000 x 1 = 6000 kr„ 6000 lf = 8000 kr. og 6000 x lf = 10000 krónur. Bn með því að vafasamt er, hvort notagildi húss fellur að öllu leyti aaman við virðingarverð margfaldað með hlutfallsverði lóðarÍDnar, mundi líklega réttara, að margfalda að eins annan helming virðingarverðins með hlutfallsverði lóðarinnar, en láta hinn halda sér, leggja þessar tvær fjár- hæðir saman og reikna gjaldið af summunni. Gjaldskyldufjárhæðir þeirra 5 húsa, er áður voru nefnd, yrði þá þannig: 3000 + (3000 x f) = 4000 kr„ 3000 + (3000 x f) = 5000, 3000 + (3000 x 1) = 6000, 3000 + (3000 x lf) = 7000, og 3000 + (3000 x lf) = 8000; og af þessum fjárhæðum yrði síðan tekið hið ákveðna hundraðs- gjald. Fara verður auðvitað varlega í, að leggja á nýtt gjald, enda þótt flest mæli með að það verði réttlátara en gjald það, er nú höfum vér, því hátt gjald getur valdið því, að færri byggi sæmileg íbúðarhús eftir en áð- ur, og leigjendur holi sér saman í enn þrengri og minni húsal^ynni en áður, og mun þó nú þegar orðið athuga- vert, hversu áskipað er í úthverfum bæjarins, og hæpið, hvort borgið muni lífi og heilau manna að því leyti til. Fyrir því mun ekki ráð að byrja á hærra gjaldi af húseignum en 2f af þúsundi (2f°/00). Yrði þá gjaldið af þeim 5 húsum, sem tekin eru til dæmis áður, 10 kr„ 12 kr. 50 a., 15 kr., 17 kr. 50 a„ og 20 kr. þegar gjalskyld fjárhæð hús- anna væri margfölduð með gjaldinu af bverju þúsundi. þar sem ætlast mun til, og sú yrði auðvitað raunin á, að húsbúar borguðu íbúðargjaldið, yrði lóðargjald- ið jafnt bæði fyrir bygðar og óbygðar lóðir, og það lenti beint á lóðareig- endum svo sem tíðkast hefir áður. Farið gæti svo, ef þetta yrði lög- leitt, að aukaútsvör eða »bein bæjar- gjöld« (sbr. lög 2. okt. 1895) kæmust niður úr kosningarréttarlágmarki hjá mörgum, sem nú eru á kjörskrá. En það mætti vitanlega alls eigi viðgang- ast, að nokkur maður misti kosning- arrétt fyrír slíkt nýmæli; enda væri hægurinn hjá að fyrirgirða það með því, að færa það lágmark hæfilega niður um leið og hitt værií lög tekið, annaðhvort í sama lagaboðinu eða hins vegar. Laglega lilaupið undir bagga Fáein sendibréf, sem Þórólfur Hansson komst yfir af tilviljun. I. Frá Helgu Arnljótsdóttur til Ólafar Sigurðardóttur á Gnúpí. Reykjavik 20. septbr. 1904. Kæra Ólöf mín! f>ú ert líklega farin að halda, að eg sé búÍD að gleyma þér; en þú skalt vera viss um, að svo er ekki, þótt svona lengi hafi dregist fyrir mér að enda loforð mitt um að skrifa þér og láta þig vita, hvernig mér liði hér syðra. Eg hef oft munað eftir þessu loforði mínu, og oft hef eg ætlað að skrifa þér, en alt af hefir eitthvað orð- ið til, til þess að tefja mig frá því. Nú ætla eg að láta verða af því, en þú verður að virða á hægra veg, þó bréf mitt verði fremur þunt og efn- islítið. það eru nú Iiðin tvö ár síðan að við fluttumst hingað. Bg held að pabbi hafi átt mjög lítið til, þegar við fórum að austan, og fyrst eftir að við komum hingað, var oft þröngt í búi hjá okkur. Við höfðum þá ekki nema eitt lítið herbergi, og mér fanst það alt á ýmsan veg ófrjálslegt, fyrst í stað, en það lagaðist alt saman. Eg ætla nú ekki að vera að skrifa um það, sem liðið er, heldur um það, sem nú er. það er þá svo, að pabbi er búinn að láta byggja tvíloftað hús, með kjallara undir því öllu; sá, sem smíð- aði húsið fyrir pabba, heitir þórólfur HreiussoD, ungur maður, og — já, eg ætla ekki að tala um hann fyr en seinna. Niðri í húsinu eru tvö væn herbergi, og eitt lítið; svo er þar eld- hús og búr, og alveg eins er uppi á loftinu; í báðum eldhúsunum, uppi og niðri, eru vænar eldavélar. Og uppi á efsta loftinu eru tvö herbergi, sitt í hvorum enda. Öll eru herbergin mál* uð, og fjarska-falleg, míklu fallegri en .hjá prófastinum fyrir austan, og manst þú þó eflaust, hvað við stundum vor- um hrifnar af stofunni hjá honum. Sú þætti nú ekki vegleg hér. Við búum niðri, en öll herbergin uppi eru leigð öðrum. Eg held að pabbi fái fjarska- mikla peninga fyrir það. Hér þarf maður ekki að vera að standa úti á vot-engi og koma heim rennandi vot upp í mitti á kvöldin; ekki heldur að vera að þramma út í fjós kvöld og morgna til að hreyta þessar beljur. Nei, ef maður fer hér út fyrir dyr, þó ekki sé nema niður í búð, þá hefir maður sjal, iætur á sig fína svuntu, og fer í stígvél, og ef t. a. m. eg kaupi eitthvað í búðunum, þá er eg ekki að bera það heim; það þætti víst heldur laglegt, hitt þó heldur, að sjá fína stúlku eins og mig ganga hlaðna af böglum á götunum. Bg segi bara við kaupmanninn : »ViIjið þér senda það heim«, og svo gerir hann það. þú manst, að okkur þótti stundum prófastsfrúin eystra vera fín; en þú skyldir bara sjá mig nú! |>á er eitthvað meira um skemtan- ir hér en í sveitinni! Húsið okk- ar stendur nálægt Laugavegi, og þar er sífeld umferð af fólki, bæði úr bæn- um og úr sveitinni, gangandi og hlaup- andi, ríðandi og akandi. f>ú getur nú enga hugmynd gert þér um það, því það getur enginn, sem ekki hefir það séð. En svo heldurðu líklega, að á vetrum sé hér drepandi leiðindi! Ekki rétt svo. þú manst, að fyrir austan þótti okkur svo gaman að fara til kirkju. f>að var nú eina tilbreytingin, sem þar var að hafa. Ef þú vilt, þá geturðu hér farið árdegis i kaþólsku kirkjuna, á hádegi og svo aftur klukk- an 5 3íðdegi8 í dómkirkjuna, og svo á kvöldin á Frelsishersfund. f>etta er nú á hverjum sunnudegi. Einkum er gaman við síðdegis-guðsþjónustuna í dómkirkjunni; þá er kirkjan öll upp- Ijómuð, og þar er því alt af húsfyllir þá. f>á spörum við - nú ekki, ungu stúlkurnar, að tjalda því sem til er. Við hádegis-guðsþjónustUDa er alt af færra fólk en síðdegis. Sumir láta svo, sem sér falli betur að heyra til síra Jóns en til dómkirkjuprests- ins. En eg segi fyrir mig, að mér stendur alveg á sama, hvor þeirra eða hver prédikar: — eg færi ekki í kirkju nema síðdegis. f>etta er alveg eins og kvöldsöngur, öll kirkjan ljós- um prýdd, og þú manst víst, hvort okkur þótti ekki meira gaman að kvöldsöngvunum fyrir austan heldur en að vanalegri kirkjugöngu. Svo er oft gaman hér við jarðarfarir, og ekki sízt við hjónavígslur; þá er nú stund- um gert að gamni sínu, og þá er kirbjan vanalega troðfull. Svo eru nú oft dansleikar, og ætla eg ekki að reyna að lýsa fyrir þér, hvað gaman er á þeim. f>eir standa yfir alla nótt- ina, og maður kemur ekki heim fyr en undir morgun. Pabbi vildi fyrst ekki leyfa mér að fara á þá; en það lagaðist bráðum. Svo eru oft haldnir fyrirlestrar um ýmislegt; en þeir eru flestir mjög leiðinlegir, og ógjörningur væri fyrir ungt fólk að sitja undir þeim, nema þegar lofað er að hafa dansleik á eftir. Maður vinnur þá til að sitja geispandi undir lestrinum, og klappar ákaflega, þegar hann er búinn, af því að sú þraut er unnin og launin fara í hönd. Nú er verið að byggja fríkirkju. Ef þar verður ein3 gaman eins og við síðdegísmessurnar í dómkirkjunni, þá fer eg þangað. Pabbi ætlar í fríkirkj- una; svo hefi eg heyrt á honum. Hann sagði, að nóg væru gjöldin samt, þó maður hefði eitthvað frítt. Og það eitt, að ganga hér um göt- urnar, er stórmikil skemtun. Ekki skal eg heldur leyna þig því, að það er okkur ungu stúlkunum sjálfum að kenna, ef við erum hér lengi ótrúlof- aðar. Nóg er um að velja. f>að er eins með það sem annað, að ólíkt er að lifa hér eða í sveitinni, þar sem ekki sést nema durgur og durgur á stangli, sem þá ekki eÍDu sinni þorir að Iíta upp á mann fyrir feimni. Svo ætla eg nú að segja þér leynd- armál, sem snertir sjálfa mig, og það er, að við þórólfur erum leynilega trúlofuð. f>að atvikaðist svona þegar hann var að smíða húsið fyrir pabba. Foreldrar mínir vita ekki af því, og eg bið þig að segja, það engum. f>ú skyldir sjá f>órólf á sunnudögum. f>á er hann fínu. Ekki nokkur maður eystra er eins fínn eins og hann er á helgidögum. Hann er ætíð við síð- degismessu í dómkirkjunni. Eitt þyk ir mér verst, og það er, að eg held, að pabbi só honum eitthvað skuldug- ur; eg held hann só ekki búinn að borga honum öll,, smíðalaunin. Eg heyrði pabba vera að tala um þetta við mömmu einu sinni. Eg vil ekki spyrja þau um það. Eg vildi helzt ekkert vita um það. Reyndu nú að fá hann pabba þinn til að flytja sig hingað! Til hvers er að vera að höggva þessa móa og slíta sér út á heyvinnu alt sumarið, og kúra svo f einveru allan veturinn. Er þetta nokkurt líf? f>að held eg að sé skemtilegt á Breiðafelli núna! f>eg- ar eg hugsa um veru mína þar, og lít svo á lífið hér, þá skil eg ekki í því, hvernig eg hefi farið að því að draga fram lífið þar fram á 18. ald- ursár mitt. Eg hef verið að biðja hana mömmu að skrifa nú líka henni móður þinni með þessum sama pósti, sem tekur þetta bréf mitt. f>ær voru beztu vin- konur, meðan við voru eystra. f>órður bróðir minn situr hér hjá mér. Hann biður að heilsa þér. Hann er í kamgarnsfötum frá Asgeiri, og í fín- um, skraddarasaumuðum yfirfrakka, með úr og fína keðju, og gengur alt af á stigvélum. f>að er rétt eins og þeg- ar hann var fyrir austan! Eg held hreint ekki að hann sé trúlofaður enn þá. Hann hefir verið háseti á fiski- skipi í sumar, og gengið vel. Pabbi fær eitthvað af því. En það kostar nokkuð að vera svona fínn. Hann var í sjómannaskólanum í fyrra vetur, og verður þar í vetur. Eg vona, að þú bomir nú hingað bráðum. Ef pabbi þinn ekki flytur sig hingað, þá ætti hann þó að láta þig vera hér einn vetur til að ment- ast, t. d. á skraddarastofu; það er mjög gaman á sumum þeirra. Eða í hússtjórnarskólann, eða þá til að læra dönsku og ensku, eða eitthvað; það er sama hvað það er látið heita, sem mað- ur sé að læra; aðalatriðið er að kom- ast hingað, og geta verið dálítið fín í klæðaburði; það er meira varið í það en þennan lærdóm eða mentun; en þetta tvent er þó bezta yfirskinið til að komast hingað. Eg hef gengið hér í Bkóla og saumastofu, og mér hefir verið kent ýmislegt og fjarska-margt, en eg hef ekkert lært af því, og man ekkert af því. En bara ef maður nennir að sitja 2—3 tíma á dag í þess- um skólum, þá er maður »að ment- ast«, og það er tilvinnandi að leggja það á sig til að fá að vera hér. Ef þú næðir því að verða talin meðal lærameynna, þá ertu undir eins orðin mentuð, bara að þú getir verið í fín- um fötum. Eg skyldi kenna þér þetta alt saman, ef þú kæmir hingað. f>ú skrifar mér nú bráðum aftur, og með þeirri von slæ eg botninn í þetta bréf, sem eg enda með beztu heillaósk- um þér til handa. f>ín elsk. vinstúlka Helga xJlrnljótsdóttir. P. S. Mundu að segja engum neitt um f>órólf. Sláttuvél. Það eru miKÍl tiðindi og góð, sem Páli amtm. Briem fer með í »Norðurl.« 1. þ. m. ef þau hljöta staðfesting reynslunnar, svo sem allar horfur virðast vera á. Það er, að vér eigum nú sæmilega vísa von á góðr.i og hentugri sláttuvél hér á landi. Maður nokbur íslenzkur í. Manitoba, Jabob Lindal, skýrir amtmanni svo frá, að Bláttuvélar hafi tekið þeim umhótum nýlega hæði í Canada og Bandarikjiim, að þær geti komið að notum hér á íslandi. Hann sendir jafnframt vottorð frá tólf löndum vest.ra, þess efnis, að þeir vþekki og hafi brúkað sláttuvélar, ssm megi léta skera grasið eins nærri sverði eins og vanalega er slegið með orfi og ljá«. Annar maður íslenzkur, er verið hefir í Argyle, Jóhann Bergsson, skýrir svo frá, að þar hafi verið »alment brúkuð sláttu- vél, er sló svo vel, að þar var varla hægt að slá eins vel með orfi og Ijá; var hægt að láta véliua slá alveg niður við rótina,. og álít eg, að vel mæ'tti nota slíkar sláttu- vélar hæði á tún og engjar*.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.