Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 4
80 ÍSAFOLD. um fyrir mörgum árum fundið, hve nauðsynlegt það væri, að hafa eitt kirkjulegt tfmarit hjer á landi, og hefir það jafnvel komið til tals, að vjer hjeld- um þvi úti, þó það af ýmsum orsökum hafi farizt fyrir til þessa. Á síðast haldinni synodus var minnst á nauðsyn þessa, og var okkur undirskrifuðum falið á hendur að leitast við að koma kirkjulegu tfmariti á gang. Af því við höfðum áður hugsað um þetta mál, og finnum, hve mikið nauðsynjamál það er, viljum við verða við þessari áskorun synodusar með þvf að taka að okkur að halda úti kirkjulegu timariti. Gjör- um við það í þvf trausti, að góðir menn, bæði prestar og leikmenn, styrki ritið bæði með því að senda okkur ritgjörðir, og með því að útbreiða það, og leyfum við okkur hjer með að óska þess. það er ætlan okkar, að tímaritið verði um 12 arkir á ári, kosti um i1/^ krónu og komi út í smáheptum, venjulega um 3 arkir í einu á hverjum ársfjórðungi, en minna í einu og tfðara, ef okkur við einstök tækifæri þætti það betur fara. Viljum vjer í því geta hinna kirkjulegu hreifinga bæði hjer á landi og erlendis, leitast við að flytja skýr- andi og leiðbeinandi greinir um kirkju- leg mál, sem eru í hreifingu hjer á landi, skýra frá hinu helzta sem við ber, og minnast á það sem áfátt er og miður fer í kirkjunni hjá oss, og að því leyti sem vjer fáum því við komið, skýra nokkra lærdóma, snert- andi trú og siðfræði og fleiri greinir guðfræðinnar. Biðjum við því góða menn að senda okkur ritgjörðir þessa efnis. Æfiágrip og eptirmæli ■ merkra kennimanna og þeirra leikmanna, sem hlynnt hafa öðrum fremur að kirkju- legum málum, tökum vjer og fúslega. Fyrsta heptinu vildum við koma út einhvern tíma fyrir haustið, ef unnt væri. Loks biðjum við þá, sem vildu taka að sjer útsölu ritsins, að láta okk- ur vita það. Görðum og Reykjavík. 27. júlí 1878. þór. Böðvarsson. Ilallgr. Sveinsson. Um merkingu sauðfjár. Margt er það sem athugandi er við uppeldi og meðferð dýra þeirra, sem vjer erum boðniryfir og höfum til afnota, og nánast eru sett til að hjálpa að lífsuppeldi voru, og oss ber nákvæm- lega að gæta þess, að láta skynsemina sem bezt stjórna gjörðum vorum í því efni, sem hverju öðru. Af alidýrum vorum íslendinga er sauðfjeð efalaust afnotamest, og flestra aðalbjargarstofn, en það á ofurmisjöfnum kjörum að sæta í meðferðinni, þó hún hafi nú á síðari árum nokkuð batnað frá því, er áður var, enda hefir bæði í ræðum og rit- um verið hreift ýmsu þar að lútandi. En eitt atriði er þó, sem jeg hefi eigi heyrt haft að umræðu nje ritefni, sem þó er eigi hvað minnst í varið, og hlýt- ur að snerta skepnurnar sárar en margt annað, það er eyrnamerkingin, sem stund- um verður að nokkurs konar aflimun, og af því mjerþykir hún mörgu frem- ur eptirtektar verð, að því er fram kem- ur við skepnuna í meðferðinni, vil jeg fara um hana nokkrum orðum. Eins og öllum er kunnugt, er það algengt, að merkja sauðfje einkum með því, að skera eyrun, sem mun vera ó- umflýjanlegt, og getur verið skepnunni skaðlaust, sje það laglega gjört; en sje það hroðalega gjört, getur það valdið skepnunni miklum kvölum og jafnvel dauða, og þar með eigandanum skaða. Jeg hefi opt vitað, að þegar maður kaupir kind með annars marki, sem er ólíkt þess er kaupir, sker hann eyru kindarinnar þangað til hann hefir, sem hann kallar, náð sínu marki á henni, án þess að gæta að því, hvaða særing- ar það eru fyrir skepnuna, og skemmd á limum hennar. Kindareyrað er þann veg lagað, að neðst við hlustina beyg- ist það í hring, svo að brúnirnar liggja saman, svo slær því smátt og smáttút, eptir því sem upp eptir dregur, og um miðjuna er það orðið því nær flatt. Nokkru þar fyrir ofan mjókkar það beggja vegna, svo þar verða eins og ávalar sneyðingar á þvf eða völur, er myndar eyrabroddinn. Sú brún eyrans, sem fram snýr, er niður við hlustina miklu þykkari en hin aptari. Eyrað er svo lint, að það má leggja saman eins og maður vill. Meðal kindareyra er hjer um bil 2 2/s þuml. á hæð, frá því sem það, fyrir ofan hlustina, verður lagt flatt við sljetta fjöl, og upp í brodd, og að breidd 2 þuml. Nú á maður tvístýft a.ptan og gat hægra, og hefir markað það svo, að í efri stýfinguna hefir hann tekið allan völ eyrans, en neðri stýfingin er niður í miðju eyra þar frá, og eru þá 2 þuml. upp að efri stýfingunni, en 1 þuml. upp að hinni neðri, en gatið er markað neðst í miðju eyranu. Nú er þessi kind seld öðrum manni, sem á tvístýft framan hægra, og markar hann þá sitt mark þannig, að hann tek- ur neðri stýfinguna inn í gatið, og sker þar upp úr, svo að neðri stýfingin á fyrra markinu verður hin efri á hinu síðara, og er þannig 1 þuml. hár og nálægt 8/t þuml. breiður stúfur eptir af eyranu, þeim megin sem það erþynnra og veikara, og má nærri geta hvaða gagn hann gjörir skepnunni, og ef nú hinn þriðji eignast kindina, sem á stýft hægra, þarf hann eigi annað en að taka af hinn litla stúf. Svo er og um fleiri mörk, að þetta getur gengið þannig koll af kolli, þangað til búið er að skera alveg upp eyrun af kindinni, svo hún hefir eptir berar og opnar hlustirnar, og geta þær fyllst af ryki og vatni, og pöddur og flugur óhindrað sezt í þær, sem skepnunni er svo mjög óeðlilegt, eins og maður getur sjeð áþví, hversu hún slettir flötum eyrunum þegar eitt- hvað þvílíkt fer inn í þau, og til að verj- ast þess, þegar hún óttast fyrir því; eins og það er víst að þeir limir lík- amans hafa af skaparanum verið gefnir skepnuni til gagns eigi síður en aðrir, og eigi að þarflausu. Við eigandaskipti á sauðfje ætti að merkja það á hornin, eða, sje það koll- ótt, sauma merktan lepp í ullina, einn- ig brenna granngjört merki neðantil á klaufirnar, þegar kaupandans marki verður eigi komið á eyrun fyrir fyrra markinu, án þess að skemma þau um of með því. Sem merki þess, hvað það háir kindinni að af henni eru tekin eyr- un, hefi jeg tekið eptir því, að afeyrð- ar kindur eru gjarnast mjög rýrar og þrífast íakar en aðrar, sem eru ótjónk- aðar. Menn valda sjer því með slíkri aðferð skaða á skepnunni, og auk þess gjöra sjálfum sjer vanvirðu, og baka sjer þunga ábyrgðmeð svo miskunnar- lausri og kvalafullri meðferð á skepn- unni, og vanbrúkun á valdi sínu yfir henni. En reynslan sýnir, að í þessu efni láta menn sjer eigi segjast af sjálfs- dáðum. það virðist því mega heyra undir löggjöf landsins, að gjöra ákvörð- un þessu viðvíkjandi, til þess bæði að firra menn skaða og vítum, og tryggja grið skepnunnar gagnvart eigandanum, og þar eð jeg hefi heyrt, að svo nefnd búnaðarlög væri í smíðum, þætti mjer eigi illa til fallið, að þau hefði inni að halda ákvörðun um merkingu sauðfjár. Smali. Gufuskipið „Cumbrae" kom hjer í gær með 16 farþega, og með hesta að norðan. Af „Times“ frá 31. júli, sem kom með þessu skipi, sjest, að Austurríki þegar hefir sent herflokk inn í Bosniu. Sömuleiðis voru Bretar seztir að á eyjunni Cyprus. Keisari þýzkalands er orðinn heill heilsu og ætlar sjer til baðsins í Teplitz. — f>að lítur helzt út fyrir að kosningar til þýzka þingsins verði stjórninni mótfalln- ar. — I China er voðalegt hallæri, og „springa þar margir á hræjum“; eta þeir lik þeirra, sem deyja, úr hungri, og það þótt skyldir sjeu. I einu hjer- aði eru af einni miljón orðnir eptir 160,000 manna. Eru menn á Englandi farnir að skjóta saman fje handa þeim nauðstöddu. Yngsti son Victoríu drottn- ingar, hertoginn af Connaught er trú- lofaður prússneskri prinsessu. L ö g um búsetu fastra kaupmanna, og L ö g um fiskiveiðar þegna Danakon- ungs, sem eigi eru búsettir á íslandi, verða ekkistaðfest afkonungi, og finn- ast ástæðurnar í Stjórnartíð. 1878, B 17. 18. f. m. andaðist á 29. aldursári, yng- isstúlkan Ingibjörg þóra Kristjánsdótt- ir Mathiesens á Hliði á Álptanesi. 11. þ. m. andaðist gullsmiður Jón þor- björnsson hjer í bænum. Stranclferðaskipið „Díana“ lagði lijeðan af stað 6. þ. m. Meðal þeirra mörgu, er með henni fóru, voru stúdentarnir Finnur J. Borgfirðingur og Geir T. Zoega, sem báðir sigldu til háskólans. Brauðaveitingar. 3. þ. m. veitti landsliöfð- inginn Kvíabekk, síra Magnúsi Jósepssyni á Hall- dórsstöðum, og 10. þ. m. Stað í Grindavík, síra Oddi Y. Gislasyni á Lundi. Aðrir sóttu ekki um brauð þcssi. Auk þeirra brauða sem áður cru laus, eru því óveitt: Lundarbrekka í Bárðardal í Suður-J>ingeyj- ar-prófastsdæmi, auglýst 5. þ. m., metin 477,41 kr. Lundur i Borgarfirði, auglýst 12. þ. m., metin 516 kr. J>jóðhátíðarkostnaðar-samEkot. Safnað af herra timburmeistara J>orsteini J>orsteinssyni á Tunguseli 21 kr. 73. a. Mestir gefendur: prófast- ur síra Vigfús Sigurðsson á Sauðanesi 3 kr., Jó- hannes Torfason á Eldjárnsstöðum 2 kr., Jón Benja- mínss. á Syðralóni, Björn Pálsson á Sauðanesi, Gunnl. |>orsteinsson á Ytralóni, Helgi Eymundss. á Hól, Einar Eymundsson á Fagranesi, Dan. Daní- elsson á Eyðí og Davíð Jónsson á Heiði 1 kr. hver. — Safnað af sira Halldóri á Hofi i Vopnafirði 93 kr. 66 a. Mest gáfu: síra Halldór 10 kr., Pjetur verzlunarstjóri i Vopnafirði og Mathúsalem á Bust- arfelli 8 kr. hvor, Gunnlaugur í Hlíð 6 kr., Einar hjeraðslæknir, Jón á Hofi, Runólfur i Böðvarsdal, Vigfús i Vopnafirði og Arni á Hofi 5 kr. hver, Jón á Vakursstöðum og Guðmundur áTorfastöðum 4 kr. hver. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor pliil. Prentsmiðja „tsafoldarct. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.