Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1878, Blaðsíða 2
78 ÍSAFOLD. og 5 hundruð þúsundir króna, það er þrem sinnum meira fje, en landssjóður- inn allur, sem þó á auð langt fram yfir alla á íslandi. Og þetta hræðilega tjón er þó alls eigi of hátt talið, heldur of lágt. Sú eina huggun, sem Sunnlend- ingar hafa, er sú, að tjón þetta er ekki að öllu leyti verulegt, því fiskur á Suð- urlandi er fyrir litla forgöngu og linan þurrk að mun þyngri, en fiskuráVest- urlandi. þ>að er reynandi fyrir menn að hugga sig við þetta, þegar þeir hugsa um það tjón, sem þeirþegar hafa beð- ið, en láti ekki þessa huggun hamla sjer frá að losa sig við tjón þetta að öllu leyti. En hver hefir unnið hjeraðinu þetta mikla ógagn? þ>að er sú fyrsta spurn- ing og hún er alvarleg. Og vjer verð- um að svara, svara afdráttarlaust því hjer duga engar dulur. það eru kaup- mennimir. Eða eru það ekki sannindi, að megnið af þeim fiski, sem hjeðan hefir verið fluttur hafi verið talið J\v. i. f>að er að þeirra áliti bezta vara? Hefir ekki þar að auki sá fiskur opt verið tekinn i fyllsta verði, sem hefir verið afhrak og í rauninni engin vara? þ>að er alvarlegt fyrir mann, sem vit hefir á, að ganga þar hjá, sem þjónar kaup- manna eða sjálfir þeir hafa verið að meta fisk og heyra þá undir sáluhjálp- areið dæma það beztu vöru, sem nálg- ast það að vera engin. vara. jþað getur ekkert mildað þessa alvöru nema þetta, að þeir vita ekki hvað þeir gjöra, en það nægir ekki til að forða mönnum frá tjóni. Vjer getum sannað að þeir, sem verkað hafa fisk alveg eins og hann er verkaður á Vesturlandi, hafa ekki fengið einum eyri meira en aðrir fyrir hann nema minna, já, hvað ef vjer gætum sannað, að fiskur verkaður á Vesturlandi og útgengileg vara þar, hefði ekki þótt takandi varahjer? Oss er sagt að góðir menn í Reykjavík og þar í grennd hafi eigi alls fyrir löngu komizt upp á það hjá einum hinum helzta kaupmanni, að selja honum ná- lega ófergdan og óþveginn fisk (þó hann kunni ekki að hafa verið óburstaður) og þessir menn hafa sterklega láð öðrum að þeir skyldu ekki gjöra það sama. Hver veit nema sú illa verkun, sem nú er yfirgnæfandi, sje að nokkru leyti þessu að kenna? Já, tjónið, það almenna tjón, er kaupmönnunum mest megnis að kenna, fjöldi manna hafa haft fisk- inn eins og þeir hafa óskað, eða svo þeir ekkert hafa að fundið og þeir hafa optast gefið sama eða meira fyrir það versta og það bezta. Vjer segjum þetta ekki til að lýta neinn, vjer segjum það af því það er nauðsynlegt, til að sýna, hvernig þessu vandræðamáli verði hrundið í gott horf. Oss ber ekki að metast um það liðna, heidur vera samtaka í því ókomna í þessu máli, sem er eitt hið mesta vel- ferðarmál hjeraðsins. Hvað þarf þá að gjöra til að forða hjeraðinu framvegis frá þessu samatjóni ? Spjall á fundum í júlí og spjall á fund- um um veturnætur, hefir sama árang- ur — lítinn eða alls engan. í slíku máli er orðagjálfur að ónýtu, það þarf verklegt ráð, og verklegu ráðin eru þessi: 1. Að kaupmenn afli sjer þeirrar þekkingar á saltfiski, sem nauðsynlegt er, svo þeir og þjónar þeirra dæmirjett um fiskinn og gjöri svo hæfilegan mun á verði hans eptir verkun. Og undir þessu er i rauninni allt komið, því, er það ekki of mikil krafa til manna yfir höfuð, að þeir verki fiskinn sem bezt, meðan þeim er hagur að verka hann sem verst? 2. Að útvegsmenn afli sjer þeirr- ar þekkingar, sem þeir þurfa til að geta verkað fiskinn sem bezt. Og kunn- átta þessi er auðlærð, stutta leiðbeining um fiskverkun væri hægt að semja. Jeg vil hjer að eins taka þetta fram með fám orðum: a, Að skera fiskinn undir eins og hann er kominn inn í skipið. b, Að skera hausinn af en slíta ekki eins og hjer er tízka, sje það ekki gjört, verður fiskurinn aldrei eins á- litlegur. c, Að þvo fiskinn eptir að búið er að fletja hann og leggja hann alveg hreinan í saltið. d, Að salta hann nóg, um i tunnu í skippund hvert; ofsöltun á sj er naum- ast stað. e, Að þvo af honum allt salt og slím, sem komið hefir út úr honum í salt- inu, en afvatna hann þó ekki. f, Að hlaða honum í stakka, svo að þeir sjeu hvergi holir svo hann ferg- ist jafnt, og fergjahann hæfilega. g, Að þurrka hann nóg, það er svo hann sje hvítur utan og hnakkinn láti hvergi undan þó stutt sje á með fingri. h, Láta hann aldrei rigna, hvorki í stökkum nje flatan. Er það eitt af þeim ótæku háttum hjer, að hafa eigi borð yfir stökkunum. — Sje þessa, sem að framan er talið, gætt, hlýtur fiskurinn að vera bezta vara, nema því að eins að hann komi morkinn inn í skipið, en sá fiskur ætti ekki að vera vara. Og alls þessa er hægt að gæta. Til þess að fiskurinn allur verðivel verkaður, þarf það enn að vera, að út- vegsbændur líti jafnt eptir verkun á fiski sjómanna sinna, sem á sínum eigin. Sjómannafiskur er yfirhöfuð verstverk- aður, og hann er víða meira en helm- ingur fiskjarins. Væri án efa hyggi- legast og áreiðanlegast, að Sunnlend- ingar 'tæki upp sama sið og Vestfirð- ingar hafa, að verka aflann af hverju skipi í sameiningu. P- „Morgunblaðið“ danska fyrir ^o.júni og 2. júliþ. á. hefir inni að halda frjetta- brjef um tvo nafngreinda embættismenn hjer á landi. Brjefið er bæði að efni og formi þannig samið, að það er ekki hafandi eptir; það ber með sjer, að það er öllu fremur sprottið afheipt en af sannleiksást og rjettlætistilfinningu. þ>að hefir því miður brunnið við hjer á landi, síðan á Sturlunga öld, að höfðingjar og embættismenn landsins hafa boðað hverr annan út, þegar þeim hefir þókt hverjum við annan. þegar búið var að þrasa og deila hjer á landi, eins ogýtrast varð, þá var alla- jafna gripið til þess óyndisúrræðis að kæra hverr annan fyrir konungi og yfirboðurum erlendis. Nú ætlar að fara að tíðkast að ata hver annan út í út- lendum blöðum. Auk þess, hversu kynlegt það er að bera málefni sin undir þeirra dóm, sem menn þó ekki trúa til að skilja þau, og hve illa það situr sjerilagi á þeim mönnum, sem öðrum fremur þykjastvera ,.þjóðvinir“, þá er þessi milliburður milli landa enn þá lúalegri en t. d. hjal húsa á milli i kauptúnum. það ósamlyndi, flokka- drættir, úlfúð og öfund, sem virðist spretta vel í vorum annars ófrjóva jarðvegi, er i sjálfu sjer vondur gróði, og nær væri oss að líta ofurlítið út fyrir vorar eigin persónur, og sjá úr hve mörgu af því, sem hjer er ábóta- vant, mætti bæta með samlyndi og samtökum, heldur en að tvístra vorum litlu kröptum með deilum og þrasi. En — þó tekur yfir, þegar farið er að sá þessu illgresi i útlendajörð. Blaða- menn og þeir, sem í blöð rita nafnlaust, ætti að hafa hugfasta meginreglu Bert- nis eldra, er stofnaði frakkneska blaðið „Journal des Débats“, að skrifa aldrei nafnlaust öðruvísi en svo, að maður án kinnroða geti gengist við faðerni grein- arinnar nær sem vill. En sjerilagi ber að þvo óhreinan þvott í heimahúsum. J>að væri fróðlegt að sjá, hvort höfundur brjefsins í „Morgunblaðinu“ hefir karlmennsku til að segja til sín. Vjer fvrir vort leiti, viljum helzt ekki vita hver hann er, því það er allajafna leitt, að sjá einhvern, sem maður ef til vill, þekkir og þekkir að sumu góðu, hrapa að öðrum eins ófögnuði, eins og þessar „Morgunblaðs“ greinir eru. Skipstjórinn á herskipinu „Fyllu'-1 hefur góðfúslega látið oss í tje eptir- fylgjandi skýrslu; „Landshöfðinginn“ yfir íslandi og „ingenieur“ Rothe höfðu beðið mig, að flytja niður til Reykjaness ljóslcerið og önnur áhöld til vitans þar, einnig timb- ur til bústaðar vitavarðar, og koma því svo nálægt byggingarstæðinu, sem unnt væri; jeg ljet því flytja muni þessa um borð til mín, þegar eptir að þeir voru komnir hingað með gufuskipinu Phönix. J>ar eð mjög er erfitt að lenda við klettaströndina við Reykjanes, sem liggur opin fyrir brimi Atlantshafsins, var það nauðsynlegt að vera búinn til að nota hverja hagstæða stund, sem fyrst byðist. En til þess varð jeg að bíða frá 20. júlím. til 5. ágústm. að kvöldi; þá hafði verið kyrrt veður nokkra daga og um kvöldið 5. ágúst var logn. Um nóttina kl. 12 fór jeg því af stað; kl. 5 var jeg fyrir utan Kirkjuvog ; jeg hjelt þaðan áfram með- fram ströndinni niður til Sandvíkur, sem er lítil vík rjett norðan við „Carls“-klett- inn, og er þar lending nálægust vita- byggingunni. Að vísu hafði logn verið 3 síðustu dagana, en þó var ákaflegt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.