Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 4
96 Kindur þær 4 úr Mosfellssveit og Kjós, er sendimaður Húnvetninga, herra Jóhannes Guðmundsson, sagði með kláða i vor, hafa verið látnar ganga einar sjer út í Engey í allt sumar, til þess að kláð- inn fengi að eiga sig, og engin manns- hönd á þeim snert, fyr en nú fyrir hálf- um mánuði, að lögreglustjórinn í kláða- málinu skoðaði þær ásamt dýralæknin- um (T. Finnbogasyni), dannebrogsmanni Geir Zoega og bændunum í Engey. Reyndust þær þá með öllu kláðalausar, og engin merki þess, að þær hefðu nokkurn tíma með kláða verið. Samt sem áður var af ráðið, að láta þær vera úti í eynni enn fram eptir haustinu. Suðurnesjamenn áttu fjölsóttan fund með sjeriKeflavikskömmu fyrir rjettirn- ar, tilþess að ráðgast um, hvað tiibragðs skyldi tekið til þessað fá að útvega sjer lífsfje úr hinum heilbrigðu hjeruðum, er yfirvöldin höfðu bannað, en sem þeir með engu móti gætu undir risið að vera án lengur en þetta. Sendi fund- urinn síðan menn á fund landshöfðingja til þess að fá bót á þessum vandræð- um, en hann mun eigi hafa sjeð fært að slaká til frekara en svo, að þeir fengju að kaupa sjer lömb til ásetnings utan kláðasvæðisins. En reynist nú kláða- laust í haust alstaðar, við vandlegar skoðanir, virðist óneitanlega óþarflegur strangleiki að meina Suðumesjamönn- um að fá sjer lífsstofn, sem þeir eru sár-þurfandi fyrir, ogsemhefir aukþess farizt svo drengilega í kláðamálinu hin síðari árin, að þeir eru hins bezta mak- legir. Manntjón af slysförum. Viku fyrir rjettir ætlaði bóndinn að Oddagörðum i Stokkseyrarhreppi að hreinsa upp brunn, er staðið hafði birgður í fjósinu í allt sumar, og sonur hans fullorðinn með honum. Eptir litla stund fundust þeir báðir f öngviti, faðirinn niðri í brunninum, en sonurinn uppi á barm- inum. Var þegar vitjað læknis, og tókst honum að láta soninn rakna við, en faðirinn reyndist örendur. Hafði eitur- lopt orðið þeim að meini. — Snemma í þessum mánuði drukkn- uðu 3 menn frá hákarlaskipi á Akur- eyri, á leið í land á smábát framan af höfninni, í bezta veðri; hafði bátnum hvolft fyrir ógætni. — Seint í f. mán. týndi lífi bóndinn á Tjörn í Biskups- tungum, Hallgrímur Magnússon, aldr- aður maður og merkur, með þeim hætti, að hann datt ofan úr heyi og gekk úr liði hálsinn; lifði til næsta dags. — Snemma í þ. mán. varð maður úti í Svínahrauni, Guðmundur Eyjólfsson, frá Grímslæk í Ölvesi, á leið hingað suður með lest; fannst eptir 3 daga með dálitlu lífsmarki, en var örendur áður læknir kæmi til. Prestvígður sunnud. g. þ. m. cand. theol. Hans Jóhann þorkelsson að Mos- felli í Mosfellssveit. t Utlendar frjettir, Ófriðurinn. Með kaupskipi, er hingað kom frá Björgvín 25. þ. m., eptir x6 daga ferð, bárust þær frjettir af ófriðn- um, að Rússar hafi unnið sigur á Tyrkj- um í 2 orustum um mánaðamótin síð- ustu, annari þeirra allmikilli og skæðri 28. f. mán. nálægt Plevna, þar sem bar- izt var 20.—21. júli og 31. ágúst, eins og sagt var í síðasta blaði. í annan stað höfðu orðið smáorustur nokkrar upp í Balkanfjöllum, en hvorugir af öðr- um borið. þykir nú auðsætt, að ófrið- urinn verði fráleitt á enda kljáður fyr en að sumri. Uppsalaháskóla-hátíðin var haldin dag- ana 5.—7. þ. m., eins og til stóð, með frábærri dýrð og viðhöfn. Fyrsta dag- inn guðsþjónusta í dómkirkjunni, því næst flutt ræða á latínu af rektor há- skólans, þá sungin hátíðarsöngur og síð- an fluttar ávarpsræður frá ýmsum út- lendum háskólum. Um kvöldið var bær- inn allur prýddur skrautljósum, og hald- inn stúdentafundur mikill með ræðum og söngvum. Annan daginn var doktora- krýning í dómkirkjunni; hlutu þá sæmd um 200 manna. þriðja daginn söng- leikur og dansveizla. Mannslát. Hinn 5. þ. mán. andaðist í Parfs hinn mikli sagnaritari og stjórn- skörungur Frakka, Louis Adolph Thiers (tjer), fæddur 1797, einhver mesti ágæt- ismaður, er Frakkar hafa átt. Mun síðar skýrt frá helztu æfiatriðum hans. Auglýsingar. „ÍSAF0LD“ kosta 5 kr. 50 a. dálkurinn, með hvaða letri sem er, hálfur dálkur 3 kr., þaðan af minna 60 a. þumlungurinn, en engin auglýsing minna en 20 a. Sá sem auglýsir svo mikið í einu, að nemi heilli blaðsíðu, fær fjórðungs-afslátt, og sá sem auglýsir svo mikið samtals um árið, fær sjöttungs-afslátt. Tilvísanir (þ. e. auglýsingar fremst í blaðinu) kosta þriðjungi meira. í lok nóvember eða byrjun desem- bermánaðar höfum vjer í áformi að haldaBazar og Tombólu íþvískyni, að ágóðanum verði varið til að styrkja fátæklínga hjer í bænum til þess að geta fengið vinnu næstkomandi vetur. J>á af meðborgurum vorum, sem vilja styrkja þetta fyrirtæki vort, annað- hvort með smámunum eða með pen- ingum, biðjum vjer að senda tillög sín, sem tekið mun verða þakklátlega, ein- hverri af oss undirskrifuðum, fyrir lok næstkomandi nóvembermánaðar. Olufa Finsen. L. Friðriksen. Kr. Gudmundsen. Magðal. Helgesen. Ástríður Melsteð. Sigríður Pjetursson. Sigríður Siemsen. Elina Sveinsson. Sigr. Thorkelsen- Sophia Thorsteinsson. Elinborg Thorberg. Laura Zimsen. Lager af Meel & Gryn Riis, Ærter & Sago samt Foderstoffer. SALOMON & VL KJ0BENHAVN. WIMMELSKAFTET 38 =- •' S Indkjob & Salg af Colonial-Sædevarer Smor, Ost & Flæsk samt islandske Producter. Nýprentað er: UNDIRSTÖOUATRIÐI BÚFJÁRRÆKT ARINNAR verðlaunarit eptir Guðmund Einarsson prest að Breiðabólsstað á Skógarströnd, og er tilsölu í prentsmiðju „ísafoldar“, hjá póstmeistaranum og víðar. Kostar í kápu 50 aura. Nýprentað er: SÖNGVAR OG KVÆÐI með tveimur og þremur röddum, útgefandi: Jónas Helgason, 1. hepti, og er til sölu í prentsmiðju Einars þórðarsonar, hjá Brynjólfi Odds- syni bókbindara og útgefandanum. Kostar hept 1 kr. Karbólsýru til að baða úr fje, hefir undirskrifaður til sölu, með niður- settu verði. Sjeu tekin 10 pund, erverð- ið 50 aura pundið, frá 10—20 pund 45 aura pundið, en sjeu tekin fleiri pund en 20, þá 40 aura pundið. Apótekið í Reykjavík, 25. sept. 1877. N. S. Krúger Af böðumþeim, sem hjer hafa verið við höfð, bæði gegn kláða og óþrifum á kindum, álít jeg karbólsýrubaðið sem eitthvert hið einfaldasta og óhultasta. Reykjavík, 26. sept. 1877. J. Hjaltalín landlæknir. Eptir þeirri þekkingu og reynslu, sem vjerhöfum á þeim baðlyfjum, sem hafa flutzt hingað til landsins, erum vjer sannfærðir um, að karbólsýra blönduð svo sem dýralæknir Snorri Jónsson hefir fyrir lagt, eru hin beztu baðlyf á sauð- íje, hvort heldur er til lækninga eðaþrifa. Reykjavík, 25. dag september 1877. H. K. Friðriksson. Ritstjóri: Bjöm JÓnSSOn, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.