Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 2
smálest, að viðlögðum 20—500 kfóna sektum. 14. Lög um einkarjett. Landshöfð- ingi veitir einkarjett, fyrir ákveðið gjald til landssjóðs (50 kr. fyrst). Allirmenn, sem lögheimili eiga á íslandi, geta öðl- ast einkarjett, allt að 20 ára tíma, til að flytja til landsins, útbreiða hjer, selja eða á annan hátt nota nýjar uppgötv- anir, er þeir sjálfir hafa gjört fyrstir manna og sem á einhvem hátt eru nyt- samlegar eða sem nota má til viðhafnar og prýði, svo framarlega sem sótt er um einkarjettinn eigi síðar en ári eptir að uppgötvunin er orðin heyrum kunn. Enn fremur geta allir fulltíða menn, sem lögheimili eiga hjer á landi, og öll fje- lög, sem bafa stjóm sína innanlands, öðlast 5 ára einkarjett til að stofna hjer á landi nytsaman iðnað eða atvinnu- grein, sem eigi hefir áður verið stund- uð hjer á landi á þann hátt. Sömu- leiðis má veita einkarjett að hverri nyt- samri breytingu, er einhver finnur upp við uppgötvun, er einkarjettur hefirver- ið veittur til; og enn fremur til smíðis- grips, sem fundinn er upp og farið er að nota áður en lög þessi öðlast gildi, sje hann álitinn nauðsynlegur, en telja skal þó árin, sem slíkur einkarjettur er veittur fyrir, frá því ári, er smíðisgrip- urinn varð fyrst kunnur. Sá sem á ein- hvern hátt skerðir eða brýtur einka- rjett annars manns, skal sekur um 50 —500 kr. í landssjóð, og gjalda eiganda auk þess fullar skaðabætur. 16. Vitagjald af skipum. fegar vit- inn á Reykjanesi er kominn í gagn, greiðir hvert skip, nema herskip og skemmtiskútur, sem hafna sig milli Reykjaness við Faxaflóa og Snæfells- jökuls, 40 aura í vitagjald af hverri smá- lest, en 20 aura þau sem hafna sig milli Snæfellsjökuls og Horns á Homströnd- um. Undanþegin gjaldinu em íslenzk fiskiskip, nema svo að eins að þau hafni sig á ferð frá útlöndum eða tilútlanda. 17. Lög um skipti á dánarbúum og fje- lagsbúum, og fl., er svo mikill bálkur, að eigi er hjer rúm til að gjöra grein fyrir efni þeirra. þ>ingið samþykkti frumvarp stjómarinnar að kalla óbreytt að efni til, að öðru en því, að það bætti inn i það nýjum þætti: um niðurröðun skulda í þeim búum, er eigi hrökkva fyrir skuldum, að miklu leyti samhljóða því sem fyrir er mælt í gjaldþrotalög- um Dana frá 25. marz 1872. En orð- færið allt varð þingið að laga; það var afteitt hjá stjórninni, eins oglengi hefir þótt við brenna um frumvörp hennar. 18. Lög um skattgjöld á Vestmanna- eyjum em þess efnis, að á Vestmanna- eyjum skuli eptirleiðis greiða sömu skatta og gjöld bæði af fasteign og lausafje, sem annarstaðar á landinu, til landssjóðs, kirkju, prests og fátækra. 23. Fjárlög fyrir árin 1878 og 1879. Tekjur landsins þessi tvö ár er gjört ráð fyrir að muni nema rúmum 638000 kr. og gjöldin tæpum 598 000 kr.; af- gangurinn eptir því um 40000 kr. í tekjudálkinum breytti þingið lítið sem ekkert frumvarpi stjómarinnar (sjá 63. bls.). Á útgjaldadálkinum urðu aptur talsverðar breytingar, og skal hjer getið nokkurra atriða í honum, sem helzt eru frásöguverð: Sem styrkur til jarðabóta og efl- ingar á sjánarútvegi em ætlaðar 5 000 kr. hvort árið. Til vegabóta 15000 kr. hvort árið. Tilgufuskipsferða sömul. 15 000 kr. hvort árið. Til vitabyggingar á Reykjanesi allt að 14 000 kr. Til dómkirkjunnar í Reykjavík [gjöfj 5 000 kr. Til hluttekningar í Uppsalaháskóla- hátiðinni 2 000 kr. Til fátœkustu brauffa 4000 kr. hvort árið. Til prestaekkna og barna þeirra og styrkur handa fátækum uppgjafa- prestum og prestaekkjum 2 500 kr. hvort árið. Húsaleiga handa 3 lærisveinum við læknaskólann, 80 kr. hartda hverjum, alls 240 kr. á ári. Launafje lærða skólans var hækk- að um®2 000 kr. á ári (handa nýjum föst- um kennara í hinum nýrri tungumálum, samkvæmt skólareglugjörðinni nýju). Umsjónar kaupið við hinn lærða skóla var lækkað ofan í 600 kr. síðara árið (úr 1000 kr.); ætlast þingið til, að umsjónarmannsembættið leggist niður og að einhver kennaranna taki að sjer umsjónina í hjáverkum. Til að stofna 10 ný heimasveins- pláss í lærða skólanum veitti þingið 1 000 kr. Ferðastyrkur handa fátækum skóla- sveinum, sem eiga heima fjarri skólan- um, 2 000 kr. alls. Stiptsbókasafnið fekk 400 kr. hvort árið. Amtsbókasafnið á Akureyri 200 kr. hvort árið. KLvennaskólinn í Reykjavík 400 kr. hvort árið. Kvennaskólinn á Munkaþverá 200 kr. hvort árið, og leigulaus afnot af Munkaþverá og Bleiksmýrardal. Fomgripasafnið 500 kr. hvort árið. Til bamaskóla, sem þegar em komnir í gang og eiga fullri eign sitt eigið skólahús eða skólajörð, 1 300 kr. Til að kaupa bóka-og handritasafn Jóns alpingismanns Sigurffssonar íKaup- mannahöfn voru veittar allt að 25 000 kr. alls. Til eptirlauna og styrktarfjár 47 500 kr. alls, þar á meðal til Steenbergs leik- fimiskennara 500 kr. hvort árið, ogvið- bót við eptirlaun frú Elinar Thorsten- sen 200 kr. hvort árið. Til vísindlegra og verklegra fyrir- tækja 1 o 000 kr. alls. Til óvissra útgjalda, sem upp á kunna að koma, 8 000 kr. alls. 24. Lög um lausafjártíund. Fjenað- ur skal þannig lagður í tíund, að 1 hundrað er 1 kýr leigufær 2 kýr eða 2 kvígur mylkar, sem eigi em leigufærar 3 geldneyti tvævetur eða geldar kvígur 2 naut eldri 6 ær með lömbum leigufærar 15 lambsgotur 10 sauðir þrjevetrir eða eldri 12 sauðir tvævetrir, eða geldar ær 24 gemlingar 3 hestar eða hryssur 5 vetra eða eldri 4 tryppi tveggja til fjögra vetra. Fella skal úr tíund sjöunda hluta fjenaðarins. Skip og báta, sem ganga til fiski- veiða, skal leggja i tíund sem hjer segir: 1 þilskip.................3 hundruð 1 áttæringur eða stærra skip 1— 1 sexæringur eða feræringur 1 — 1 tveggja manna far . . l/a — Veiðigögn fylgja skipi hverju í tíund. Hreppstjóri eða bæjarstjóri getur gjört mönnum tíund, ef honum þykir framtala þeirra tortryggileg eða eigi rjett skýrt frá vanhöldum, eða ef þeir mæta eigi á hreppskilaþingi eða segja eigi til tiundar sinnar. Tíundarsvik varða 10—100 kr. sektum í landssjóð. „Fje skal fram telja til tíundar í þeirri þing- há, sem eigandi á lögheimili, en ef það er leigufje, þá þar sem leiguliði á lög- heimili. Nú hefir einhver 2 eða fleiri jarðir undir bú sitt, og liggur sín í hveij- um hreppi, kirkjusókn eða sýslu, og er hann þá skyldur að telja fram pening þar til tíundar, er hann fram fleytist. Tangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, skal greiða níu tíundu hluta álnar í tíund af hveiju lausaijárhundr- aði. Tíund af fimm hundruðum eða meiru lausafje skiptist í 3 jafna hluti; fellur einn hlutitil fátækra í þeirri þing- há, sem tíundandi á lögheimili í, annar til kirkju þeirrar, er hann á sókn að, og hinn þriðjatil hlutaðeigandi sóknar- prests. Oreigatíund, eða tíund af minna fje en fimm hundruðum, fellur óskipt til fátækra“. 25. Lög um rjettindi hjerlendra kaup- manna og kaupljelaga heimila öllum hjer- lendum kaupfjelögum og kaupmönnum, þeim er búsettir eru hjer á landi, en öðrum eigi, að verzla á sjó i 6 vikurá sama stað, hvar helzt þeir vilja við strendur landsins, þá er þeir á einhverju löggiltu kauptúni fullnægt hafa ákvæð- um laganna um siglingar, tollgreiðslu og sóttvarnir. Brot gegn lögunum varða 50—5000 kr. sektum í landssjóð. 26. Lög um stofnun gagnfræðaskóla á Möðruvöllum. 1. gr. Gagnfræðaskóla skal stofna á Möðruvöllum í Hörgár- dal. — 2. gr. J>ær fræðigreinir, er kenna skal í skólaþessum, eru: íslenzka, danska og enska, ágrip af sagnafræði og landa- fræði, talnafræði, landmæling og halla- mæling, undirstöðuatriði eðlisfræði og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.