Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Það bezta! Scandiae .davélar Svendborgar þvottapottar. H. BIERING Laugaveg 3. Sími 4550. Norðlenzkt dilkakjöt Kálfskjöt Svinakjöt jLifur og hjörtu Svið Kjötbúð ReykjaYíkur Vesturgötu 16. Sími 4769. w Odýrast og bezt fæði reynist alltaf, hvort heldur er á skipum, matsöluhúsum eða heima- húsum, þegar maturinn er búinn til eftir Matreiðslubók Jónínu Sig- urðardóttur. það er sú bók, sem alltaf nýtur meðmœla reynslunn- ar. — Hefir_ uppskrift á yfir 800 réttum. — Fæst hjá öllum bók- sölum. Aunáll. Þingmennirnir eru nú nokkr- ir komnir til bæjarins. Með Dronning Alexandrine komu þeir Ingólíur í Fjósatungu, Einar Ámason á Eyrarlandi og Bemharð Stefánsson. Einnig eru komnir Finnur Jónsson frá ísafirði, Jörundur Brynjólfs- son, Kári Sigurjónsson. Með Esju koma Bjöm á Kópaskeri, Haraldur Guðmundsson, Páll Hermannsson, Ingvar Pálma- son og Þorleifur í Hólum. Staddir í bænum: Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldurs- heimi, Markús bóndi Torfason frá Ólafsdal, Gísli Jónsson bóndi Reykjum og Valdimar Jónsson bóndi á Álfhólum. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss er á leið frá Vestmannaeyjum til Hull, Brúarfoss fór frá Leith í gær á leið til Reykjavíkur, Dettifoss kom til Hull í gær, Lagarfoss var á Eskifirði í gær og Selfoss er í Reykjavík. Esja lá veðurteppt á Djúpa- vogi í gær og Súðin kom til Kristiansand í gærkvöldi kl. 7. Lyra er á útleið. Bókaverzlun seld. Kristj. Guð_, mundsson bóksali á Akureyri hefir selt bókaverzlun sína Gunnl. Tr. Jónssyni ritstjóra íslendings og tekur hann við henni frá næstu áramótum. Brimasamt hefir verið við Suðurströndina í allt sumar, langt um fram það sem venja er til, leiði aðeins tvo daga frá Vestmannaeyjum upp á Rang- ársanda síðan á miðju sumri. Frá Stokkseyri komst bátur á sjó í gær, en afli var lítill, og smátt það sem það var. Snjór í Englandi. Samkvæmt útvarpsfregn í gærkvöldi hafa vonzkuveður verið í Englandi undanfarna sólarhringa, storm- ar og kuldar og snjókoma. 90 ára afmæli átti í gær Sig- urður Jónsson járasmiður á Laugaveg 27B. Útkomu Tímans er frestað til mánudags vegna anna í prentsmiðj unni. Formannaskipti hafa orðið í Rauðakrossfélaginu. Björgólf- ur ólafsson læknir hefir látið af íormannsstörfum, en dr. med. Gunnl. Claessen hefir tekið við. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur er nýlega farinn til Kaupmannahafnar og situr þar alþjóðafund fiskifræðinga. Tveir íslenzkir prófessorar í Stokkhólmi. Sigurður Nordal prófessor er nú í Stokkhólmi og heldur þar fyrirlestra við háskólann um nokkrar íslend- ingasögur. Mun hann verða þar til hátíða. Aðsókn að fyrirlestr- um Nordals hefir verið mjög mikil, hafa þeir vakið mikla eftirtekt, og miklar umræður meðal háskólastúdentanna. — Halldór Hermannsson, sem nokkur ár hefir verið prófess- or í Vesturheimi er nú einnig í Stokkhólmi og er þar að rann- saka gömul íslenzk handrit á Konunglega bókasafninu, en þar eru nokkur mjög merk Is- lendingasöguhandrit. 1 Uppsöl- um mun hann einnig dvelja nokkuð og verða við handrita- rannsóknir á háskólasafninu þar. í þvi er geymt eitt elzta handrit, sem til er af Heims- kringlu og telja sumir vísinda- menn, að Snorri sjálfur muni jafnvel hafa skrifað það. Rauða húsið, sagan sem byrjar í blaðinu í dag er eftir frægan enskan höfund, A. A. Milne. Kunnastur er hann fyr- ir leikrit sín og kýmnigreinar í skopblaðinu Punch. Hann hef- ir og ritað vinsælar barnabæk- ur. Skáldsögur hefir hann eixm- ig ritað. G. K. Chesterton hef- ir sagt um Rauða húsið, að það sé önnur bezta spæjarasagan, sem rituð hefir verið. Óskað er eftir að sem allra flestir áhugamenn fyrir út- breiðslu Nýja dagblaðsins komi þegar þeir eiga hægt með á afgreiðslu blaðsins í Austur- stræti 12. Munið síma af- greiðslunnar og auglýsinga- skrifstofunnar: 2323. Áheit á Strandakirkju 10 kr. („gamalt áheit“) afhent blað- inu af E. Th. Birtið smáar og stórar auglýsingar í Nýja dagblaðinu. GErjUN hefir ávalt fyrirliggjandi allskonar fata- og frakkaefni. GEFJUNAB-TAUIN eru hentugustu og ódýrustu efnin í hverskonar fatnað handa konum og körlum.-------------- Vér höfum nú fært út starfsemi vora svo að við getum nú saumað drengjaföt (rennilásblússur, pokabuxur o. fl.) og kvenkápur. Afgreiðum drengjafötin með mjög stutt- um fyrirvara.----------------------- Verzlið við GEFJUN, með því móti fáið þér mest fyrir peninga yðar og þér fáið þá beztu innlendu dúka, sem völerá.----------------------------- GEFJUN-sitlubúð og saumastofa. Laugavegi 10. — Sími 2838. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í sambandshúsinu mánud- 30. þ. m. kl. 9 stundvíslega. Húsiiæði óskast íbúð fyrir barnlaus hjón ósk- ast 15. nóv. eða 1. des. Fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar 1 síma 2323. Gengið í gær: Sterlingspund .. .. kr. 22.15 Dollar..............— 4.67% 100 þýzk mörk ... — 166.62 — gyllini................ — franskir frankar — 27.59 100 belgar.........— 97.99 — svissn. frankar . — 136.21 — lírur...........— 37.18 — finnsk mörk . . — 9.84 — pesetar.........— 58.69 — gyllini.........— 283.50 — tékkóslóv. kr. . — 20.57 — sænskar kr. .. — 114.41 — norskar kr. .. — 111.44 — danskar kr. . .. —100.00 Gullgildi ísl. krónunnar er 52.99 gullaurar. Þvottakörfur margar teg. Barnastólar kr. 9.50. Bankastr. 10. Reykvíkingar! Enn sem fyr er verzlun mín vel birg af ýmiskonar harðmeti, svo sem: Lúðurikling, steinbfts- rikling, kúlusteinbit, barðflsx (þorsk),saltflsk (pressaðan), reykt síld, söltuð sild, lax og hákarl. Páll Hallbjðrns., Laugaveg 55. Sími 3448. Randa húsið. Eftir A. A. Milne. Til John Vine Milne. Kæri faðir minn! Þú ert æðimikið hneigður fyrir spæjarasögur, eins og reyndar allir reglulega sniðugir menn eru og þér finnst tæpast nóg til af þessháttar sögum. Þegar ég hugleiði allt það, sem þú hefir gert fyrir mig, finnst mér ekki megi minna vera en að ég skrifi eina spæj- arasögu fyrir þig. Hérna er hún. Hún er þér send af meira þakklæti og kærleika, en ég fái auðveldlega lýíst með orðum. A. A. M. Inngangur. Fyrir nokkrum árum síðan gat ég þess við um- boðsmann minn, að ég hefði í hyggju að semja spæj- arasögu. Hann náði sér furðu fljótt eftir ofboðið, sem á hann kom. Svo leiddi hann mér fyrir sjónir (rétt eins og heil runa af útgeföndum sýndi honum sjálfum síðar fram á), að af góðkunnum kímnishöf- undi við gamanblaðið Punch heimtaði þjóðin fyrst og fremst gamansögu. Ég var aftur á móti fast- ákveðinn í því að helga glæpasögum krafta mína. Árangurinn af því var svo sé, að þegar ég lét á -mér heyra tveim árum síðar, að ég væri að taka saman dálítið safn af þulum og vísum handa börnum, lét umboðsmaður minn og svo útgefandinn ótvírætt í ljósi þá sannfæringu, að hinar enskumælandi þjóðir vildu nú umfram allt fá nýja spæjarasögu. Enn liðu tvö ár, og almenningur hefir rétt einu sinni enn skipt um skoðun og smekk, svo að það er alveg aug- ljóst mál, að nú, þegar þörfin á barnabókum er hvað brýnust og mest knýjandi, þá gengi það hneyksli næst að setjast við að semja nýja spæjarasögu. Þess- vegna læt ég mér nægja að semja nú inngang að nýju útgáfunni af sögunni um Rauða húsið. Ég er síþyrstur í að lesa spæjarasögur. Einn sólg- inn bjórþekkjari sagði eitt sinn, að vont öl væri ekki til, en vera mætti, að ein tegund af öli væri ljúf- fengari en önnur. Með líku hugarfari tek ég til við hverja nýja spæjarasögu. En samt sem áður skyldi enginn ætla, að ég gleipi greinarlaust við öllu. Þvert á móti hefi ég mínar kreddur og höfundurinn verð- ur að uppfylla margvíslegar kröfur áður en ég við- urkenni hæfileika hans. Eitt er það, að ég kýs helzt spæjarasögur, sem ritaðar eru á enska tungu. Ég man eftir einni. Þar var sagt frá afarsniðugu morði og mikil heilabrot um það, hveraig glæpamaðurinn hefði getað brotizt inn í bókaherbergi þess, sem myrtur var. En spæjarinn (sagði höfundur sögunn- ar) „var allur í því að uppgötva það, hvernig morð- inginn hefði búið sig undir að flýja“. Mér leiðist að hugsa til þess, að í níu tíundu af öllum spæjarasög- um í heiminum er morðinginn stöðugt látixm vera að „búa sig undir að flýja“, í stað þess blátt áfram að labba sína leið. Spæjarinp, söguhetjan, öll runan af granuðum mönnum eru látnir komast svo afkáralega að orði, að manni verður ekki legið á hálsi fyrir það, þótt manni finnist hvorki eðlileg hrifning maxms, þegar sá réttí er drepinn né heldur spenningurinn, þegar sá skakki er grunaður, geti nokkuð nálægt því bætt fyrir þetta stöðuga flóð af klaufalegum orða- vaðli. Um hið mikla ágreiningsmál, ástina, verða skoð- anirnar æði skiptar, en sjálfur vil ég fyrir mitt leyti, engin ástamál hafa í spæjarasögum. Lesandi, sem stendur á nálum að fá að vita, hvort hvítu komin á kaffibrauðinu voru arsenik eða andlitsduft, má eng- an veginn við því að vex*a látinn bíða, meðan Roland þrýstir hönd Angelu „augnabliki lengur en siðvenj- ur samkvæmislífsins bjóða“. Margt hefði getað skeð á því eina augnabliki, ef það hefði verið notað á rétt- an hátt; hægt hefði verið að taka mót af spori eða finna ný spor, sígarettustubb var hægt að tína upp og stinga í urnslag. Umfram allt, látum Roland bara fá bók út af fyrir sig, þar sem hann getur þrýst hvei’ju sem hann langar til, en í spæjarasögu verð- ur sá góði maður að halda sér stranglega við efnið. Um sjálfan spæjarann er það að segja, að ég vil fyrst og fremst, að hann sé áhugamaður. í raun og veru er engum blöðum um það að fletta, að slyng- ustu spæjai’arnir eru atvinnumenn, en það eru slyng- ustu glæpamennirair líka. í beztu sæjarasögunum er fanturinn áhugamaður, einn af oss. Við troðum okk- ur með honum inn í stofu þess, sem myrtur er, og engin spjaldskrá, engin lögbók eða safn af fingraför- um gagnar neitt móti honum. Áhugaspæjarinn einn getur flett grímunni af sökudólginum og opinberað sekt hans í ljósi kald-skynsamlegra ályktana og með hjálp þeirrar rökvísi, er felst í járnhörðum og blá- berum staðreyndunum. Ég ann honum heldur ekki annara hjálpargagna en þessa ljóss og þessarar rök- vísi. Burt með lærða spæjarann, manninn með smá- sjáxía. Hvaða ánægja ætli þér eða mér sé að því, þeg- ar hálærður prófessorinn rannsakar duftkomið, sem

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.