Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLASIÐ 3 NtJA DAGBLAÐIÐ Útgí'fandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Síraar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús GuÖmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 ó mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta.. Nýr átrúnaður. Mörgum bæjarbúum mun vera minnisstætt erindi þaS, sem sr. Ragnar Kvaran flutti í útvarpið á sunnudaginn var. Er sr. Kvaran með málsnjöll- ustu mönnum og hefir auk þess til að bera þá víð- feðmi í hugsun, sem þeir einir eignast, er dvalið hafa meðal stórra þjóða og þelckja af eig- in raun fjölbreyttni umheims- ins í verklegri og andlegri menningu. „Þjóðernisstefnan er nýr á- trúnaður“, segir sr. Ragnar Kvaran. Átrúnaður, sem er keppinautur kristindóms og kirkjufélags. Þjóðernisátrúnað- urinn byggist ekki á rökum, heldur tilfinningum. Þi’ír eru meginþættir hans: Trúin á það, að einn kynþáttur sé öll- um öðrum fremri, vaxtar- broddur mannkynsins, guðs út- valda þjóð. Takmarkalaust vald stjórnendanna yfir skoðunum og athöfnum borgaranna og út- rýming sjálfstæðs hugsunar- háttar. Óbilgirni og hatur gegn öðrum þjóðum. Dýrustu verðmætum nútímamenningar- innar, allri friðsamlegri sam- búð milli þjóðanna, stofnar þessi nýi átrúnaður í voða. Sr. Ragnar Kvaran á þakkir skildar fyrir að hafa skilgreint eins vel og rækilega og hann gerði, viðhorf mannaðs hugs- unarháttar gagnvart nazism- anum. Og til allra þeirra, sem mætur hafa á kirkju og krist- indómi, eiga aðvörunarorð hans sérstakt erindi. Hér á landi munu menn varla hafa gert sér grein fyrir því, að í Þýzka- landi hefir hinn evangelisk- lúterski kristindómur raunveru- lega verið bannaður. Sam- kvæmt boðum nazista nægir ekki að menn séu kristnir. Menn eiga að vera þýzk- kristnir. Þegar Frick núver- andi ráðherra Hitlers var ráð- herra í Thiiringen, lét hann fyrirskipa í kirkjunum póli- tískar bænir. Nú eru gamlir herforingjár settir til að líta eftir prédikunum prestanna. Og ýmsir beztu menn þýzku kirkjunnar hafa opinberlega mótmælt hinu nýja „þýzka“ guðsorði og látið svo um mælt, að dýrkendur „orðsins" muni nú um skeið verða að ganga í gegnum svipaðar þrengingar í Þýzkalandi og forðum í Róm, á dögum postulanna. Hér nýtur ofbeldisstefnan verndar hjá flokki, sem þyk- ist vilja „halda í“ það sem •r „gamalt og gott“. * Nýja dagblaðið Það telst ekki til stórra tíð- inda hér í Reykjavík, þótt nýtt blað hefji göngu sína, auk held- ur þótt dagblað sé. Slíkt finnst mörgum álíka hversdagslegur atburður og nærri því jafn lít- ilsverður og hitt, að blað hættir að koma út: Fáir fagna því og enn færri sakna þess. Þetta er nú samt mest á yfirborðinu. Sjálf viðkoma blaðanna bendir alveg ótvírætt í þá átt, að bæj- arbúar sé reyndar hvergi nærri vel ánaégðir með þann blaða- kost, sem þeir hafa. Þessvegna allar þessar tilraunir með ný og ný blöð, breytileg að efni og út- gangi, tilraunir, sem nú eru loks svo margar orðnar, svo misjafnar og auðnulitlar flest- ar, að menn eru hættir að veita slíku athygh. Og þó er enn ný byrjun gerð —. Nútímamaðurinn hefir marg- ar þarfir. Fullmargar þarfir, finnst mörgum, nú í krepp- unni a. m. k. Sjálfsagt margar brýnar þarfir, en misjafnlega knýjandi. Ein hin brjjnasta þörf nútímamannsins er sú, að geta íylgzt sem bezt með öllu því, sem gerist, fjær og nær. Þess- vegna eru dagblöð gefin út, keypt og lesin " af miljónum manna um allan heiminn. Eng- inn annar vegur er til þess að skilja og þekkja samtíð sína en sá, að lesa blöðin, þennan milda annál hinnar líðandi stundar. Án þeirra er ekki unnt að fylgjast með hraðfleygum atburðum dagsins. Hætti maður að lesa blöðin, hætti hann að hrííast með af straumi hins verðanda í eigin samtíð sinni, dregst hann óðar aftur úr. Nú- tímamaðurinn getur eklti án dagblaðs verið. Þessvegna þrautseigjan við að gefa út ný og ný blöð, fyllri og betri ann- ál um atburði líðandi stundar. Hér þarf ekki að ræða um áhrif blaða, góð eða vond. Sjálfsagt er hvorttveggja til. Áhrif blaðanna eru fyrst og fremst mjög rík og það er von, því reyndar eru blöðin fremur öllu öðru spegilmynd af sam- tíðinni. Fari allt með felldu er myndin sönn. Sé það ekki og túlki blaðið sam- tíð sína rangt, villandi, vísvit- andi eða af skilningsskorti þeirra, sem að því standa, þá er illa farið. Sá sem les óvönd- uð blöð og rangsnúin er jafn- illa farinn og sá, er engin blöð les, og þó nokkru verr. Blað það, sem nú hefur göngu sína, vill kosta kapps um, að sjá lesöndum sínum fyrir sem mestum og sönnust- um fréttum, erlendum og inn- lendum. Það vill vera á verði um það, að sem minnst og helzt ekkert það er^máli skipt- ir, þurfi að fara fram hjá þeim. Það vill, svo sem unnt er, kosta kapps um, að gera fréttimar sem læsilegastar, á þann hátt' sem góður sögumað- ur gerir, sá sem ekki lætur sér á sama standa um það, hvem- ig áheyrendum geðjast frá- sagnarhátturinn: Hann reynir að halda athyglinni vakandi, en | lætur sér þó ekki minna annt um það, að herma rétt frá tíð- indum, og forðast rangan og hlutdrægan fréttaburð. Auk eiginlegra frétta mun blaðið flytja ýmsan fróðleik erlendan og innlendan um menn og menntir, framkvæmdir og fjár- reiður víðsvegar um heim. Þá mun blaðið sér í lagi fylgjast eins vel og unnt er með nýjungum öllum og fram- kvæmdum í íslenzku atvinnu- lífi og fjármálum og njóta hér liðs hinna færustu og kunnug- ustu manna. Þessu efni verð- ur ætlað rúm á ákveðnum stað í blaðinu. íþi-óttir eru nauðsynlegar til eflingar hollu uppéldi æsku- lýðsins í landinu, líkamlega og andlega. Að því vill Nýja dag- blaðið styðja eftir megni. Bók- menntimar þurfa þess ekki síð- ur að þeim sé rækt sýnd og mikið gagn er það lesöndum \Tirleitt, ef þeir gæti stuðst við blöðin um val bóka og lestur. Að því vill Nýja dag- blaðið stefna. Líku máli er að gegna um listir og skemmt- anir, nema þar verður blaðið að takmarka sig að mestu við það, sem fram kemur af slíku á hverjum tíma hér í höfuð- stað landsins. Nýja dagblaðið mun kosta kapps um það að vanda til efnis, sem það flytur, og svo frágangs. Það mun eftir föng- um flytja myndir, innlendar og erlendar. Sögulegt efni mun það flytja við og við og svo skáldskap, en alls ekki neitt af því tagi er lélegt sé, enda er birting þessháttar efnis ógreiði við höfundinn og hrelling les- andanum, en engum til gagns. Nýja dagblaðið vill ná til sem flestra lesanda. Það vill eiga erindi við allan þorra manna. Það mun reyna að verða sem víðast að liði og hafa samvinnu við hvern þann mann, er vinna vill góðu máli gagn. Þannig mun Nýja dag- blaðið fylgjast eftir megni með málefnum Reykvíkinga og Reykjavíkurbæjar og vinna að gagni og sóma bæjarins í hví- vetna. En ekki bindur það starfsvið sitt við Reykjavík eingöngu, enda er það sannast að segja, að hagsmunir lands- manna tengjast nú orðið svo fast um landið allt, með aukn- um samgöngum og nýrri skip- un atvinnuveganna, að hvorki er ráðlegt né unnt og með engu móti rétt, að marka um- ræðum né athugunum sínum um atvinnu- og fjármál eða stór framfaramál, mjög þröngt svið. í pólitík fylgir blaðið Fram- sóknarflokknum að málum. Nýja dagblaðið birtir smáauglýsingar, tvær línur fyrir eina krónu (t. d. um atvinnu, húsnæði, kennslu, tapað, fundið o. fl.). Auglýsingum í Nýja dagblað- ið er veitt viðtaka á afgréiðslu blaðsins í Austurstræti 12 og í prentsm. Acta. engu móti leitt af sér annað en hinn mesta ófarnað (can not fail to cause the greatest dis- turbances) “. Annað brezkt fjármálablað „The Statist“ sagði um sömu mundir, að N. I. R. A. væri í þann vegixm að „kúga amerísk- an iðnað undir skriffinnsku stjórnarfyrirkomulag, sem hvergi þekktist 1 heiminum nema í Ítalíu og Sovét-Rúss- landi“ og að „viðburðir síð- ustu daga hafa í einu vetfangi hraðað framgangi ríkis-social- ismans meir en nokkum gat órað fyrir“. „The Statist“ segir ennfrem- ur um sama leyti, að það sem viðreisnartilraunir Roosewelts feli í sér sé „socialistisk tekju- jöfnun milli stétta“ svo rót- tæk (on a scale and by a method), að slíks séu engin dæmi fyr, nema ef til vill á ófriðartímum". En Roosewelt og menn hans eru á öðru máh. Þessa kreppu verður að leysa með nýjum ráðum segja þeir. Hingað til hefir venjan verið sú að láta kreppuna leysi sig sjálfa. leiðsluna halda áfram að hækka Fyrsta skreíið hefir venjulega í verði. Hann taldi þörf róttæk- verið lsekka launin og því ari aðgerða en venjulega fást næsf vextina, þangað til hagn- á alþjóðlegum málskrafsfund- aður fór að verða rekstrinum. um um viðskiptamál, þar sem ^feð bvi móti hefir verið flestir eru ábyrgðarlausir og j Fleypt lífi í iðnaðinn og verðið enginn þorir að gera neitt. j far:*ð að hækka. Eftir á kom „The Economist“ eitt fræg- sv0 eftirspurn^ eftir vinnu og. asta fjármálablað Englands — j iaunahækkun á ný smátt og ritstjóri þess er Sir Walter j smátt. En alltaf hefir virniu- Layton — sagði þá m. a.: | aflið orðið að bera byrðar Hækkun verkalauná samfara kreppunnar lengst af öllum. stytting vinnutímans, sem ; En við viljum byrja „á rétt- amerísku viðreisnarlögin gera um enda“ segja hinir amerísku ráð fyrir „hlýtur óhjákvæmi- viðreisnarmenn. Við byrjum á að hækka launin og auka kaup- getu almennings. Því að kaup- geta almennings er undir- staða allrar heilbrigðrar fram- leiðslu. N. I. R. A. gildir fyrst um sinn til tveggja ára. En gamla skipulagið kemur aldrei aftur, eins og það var, segir Roose- welt og menn hans. Marteinn Einarsson & Go. T Mest úrval [ 1 borginni ▲ - af allskonar vefnaðarvörum, tilbúnum fatnaði Með lægsta fáanlegu verði. o. m. fl. lega að eyðileggja þær iðnaðar- greinar, þar sem vinnulaunin eru mikill hluti af framleiðslu- kostnaðinum". Og blaðið bætir við, að sér- j staklega á krepputíma, þeg- j ar framleiðslukostnaðurinn nú ! þegar standi í óeðlilega háu i hlutfalli við verðlag, geti slík j stefna í atvinnumálum ..með N.I.R.A. Það er skammstöfun, sem hvert mannsbarn þekkir nú í Bandaríkjunum og þýðir Na- tional Industry Recovery Act, — nafnið á hinni nýju við- reisnarlöggjöf Roosewelts í iðnaðarmálunum. Stærsta bylting nútímans er ekki í Rússlandi, segja heims- blöðin. Ilún er í Bandaríkjum Norður-Ameríku, í sjálfu höf- uðvígi auðvaldsins, í föður- landi miljónamæringanna og hinna almáttugu hringa. Álit ýmsra merkra fjármála- fræðinga í hinum brezka heimi komu glögglega fram víða í ræðu og riti einmitt um það leyti, sem viðskiptaráðstefnan fræga stóð yfir í Lundúnum á síðastliðnu vori. Mac Donald hafði boðað til þeirrar ráð- stefnu, og fulltrúar voru þar mættir frá 70 fullvalda ríkjum víðsvegar um heim. En skyndi- lega kom óvæntur boðskapur frá forseta Bandaríkjanna. Roosewelt neitaði að verðfesta dollarinn. Hann vildi láta pen- ingana íalla meira og fram-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.