Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 15 MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ólafsson, Olga Pálsdóttir og Emil Þór Sigurðsson. Til 9.6. Gallerí@hlemmur.is: Heimir Björg- úlfsson. Til 23. júní. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elí- asson. Huginn Þór Arason. Til 22.6. Gallerí Skuggi: Mark Norman Bros- seau. Til 23.6. Gallerí Sævars Karls: Olga Soffía Bergmann. Til 20.6. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Yoichi Onagi. Til 1.7. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist II. Til 21.7. Listasafn ASÍ: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 30.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14–17. Listasafn Íslands: Rússnesk myndlist, 1880–1930. Til 16.6. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Sumarsýning. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ljóða- og höggmyndasýning. Til 30.6. Hönnunarsafn Íslands: Sumarsýning á munum í eigu safnsins. Til. 31.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir 1965–75. Til 1.9. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið: Hollenski listamaður- inn Aernout Mik. Til 30.6. Sjóminjasafn Íslands: Jón Gunnars- son. Til 1.7. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Slunkaríki, Ísafirði: Joris Rademak- er. Til 16.6. Stöðlakot: Hulda Jósefsdóttir. Til 9.6. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Norræna húsið: Camerarctica. Kl. 14. Salurinn: Söngtónleikar Randi Gísla- son sópran og Magnús Gíslason tenór ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur píanó. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, lau, fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, lau, sun. Veislan, sun., mið., fim. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, fim. Boðorðin 9, sun. Með vífið í lúk- unum, lau. And Björk of course, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Skáld leitar harms, lau. Sellófon, sun., mið., fim., fös. Leikfélag Akureyrar: Saga um pandabirni, lau. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Y OICHI Onagi er fæddur í Tók- ýó árið 1931, er menntaður myndlistarmaður og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur verið fulltrúi Jap- ans á fjölda alþjóðlegra text- ílsýninga og á nýliðnu ári var honum boðin þátttaka í tíunda alþjóðlega þríæringnum í Lodz í Póllandi. Sam- hliða myndlistarstörfum sínum hefur Onagi sinnt kennslu og gegndi um árabil prófessors- stöðu við University of Art and Design í Kyoto. Onagi er nú á sjötugasta og öðru aldursári og segist nú hafa meiri tíma til að sinna myndlist- inni en fyrr, enda kominn á eftirlaun, eins og hann orðar það, en hann hefur verið tilnefndur Prófessor Emeritus við Kyoto College of Art og Kyoto University of Art and Design. Onagi hefur þó verið önnum kafinn og segir hann sex ár hafa liðið frá því að hugmyndin um að hann sýndi á Íslandi vaknaði og þar til að hún varð að veruleika. „Mágkona mín, Yoko Þórð- arson, hefur verið búsett á Íslandi um árabil en hún er gift Íslendingi. Ég hef því kynnst landi og þjóð og komið hingað nokkrum sinnum. Þeg- ar ég var staddur hér árið 1995 kom fram sú hugmynd að ég sýndi á Íslandi og nokkru síðar kom Petrún Pétursdóttir forstöðumaður Hafn- arborgar að máli við mig um að ég sækti um gestavinnustofudvöl og sýndi verk mín í safn- inu. Það hefur gengið á ýmsu við að finna tíma, en nú er ég loks hingað kominn með verk mín og mun dvelja hér í rúman mánuð,“ segir Onagi og brosir breitt. Samtal blaðamanns við lista- manninn á sér stað á japönsku, íslensku og ensku og til hjálpar við miðlun merkingar milli þeirra þriggja tungumála sem samtalið flæðir um eru Yoko mágkona Onagi og Kristín Ísleifs- dóttir myndlistarkona. Kristín bendir á að mik- ill fengur sé af því fyrir íslenskt myndlistarlíf að fá Onagi til að sýna, enda sé um að ræða eina fyrstu yfirlitssýningu sem listamaðurinn heldur á verkum sínum. „Onagi hefur verið mjög áhugasamur um að sýna hér, þó svo að um- stangið sé mikið við að flytja verkin hingað og „markaðurinn“ lítill. Auk fjölskyldutengsla sinna við Ísland sagði hann hið frjóa listalíf landsins hafa heillað sig, og sá almenni áhugi á menningu og listum sem hann segist hafa skynjað,“ segir Kristín, en hún hefur starfað í nánum tengslum við japansk-íslenska félagið og stundaði sjálf nám í Japan. Úr málun í textíl Yoichi Onagi er af mörgum talinn brautryðj- andi í notkun á textíl sem miðli í japanskri myndlist, og endurspeglar sú yfirlitssýning á verkum hans sem verður opnuð í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar í dag, hinar ólíku nálganir listamannsins við efn- ið, aðferðir og japanska textílhefð. Í gangi safnsins er að finna verk sem Onagi vann á ár- unum 1966 til 1971, en þá fékkst hann við list- vefnað, og notaði grímur sem eiga sér sterka hefð í leiklist Japana sem myndefni í mynstri og strúktúr verkanna. Belgvefnaðarverk Onagis, sem unnin eru á ólíkum tímabilum síðustu þrjá áratugina, eru sýnd í aðalsal Hafnarborgar. Þar sækir listamaðurinn tækni og form til strá- og bambusviðarvefnaðar sem stundaður hefur verið í aldanna rás í sveitum Japans. Í Sverr- issal sýnir Onagi ný verk, unnin árin 2001 og 2002. Þegar Onagi er spurður hvað það var sem beindi sjónum hans að textíl og vefnaði sem myndlistarmiðli, segir hann það eiga sér nokkra forsögu. Onagi byrjaði sinn feril sem lögfræðingur en sneri við blaðinu og hóf listnám í Kyoto. Þar segist hann hafa lagt stund á hefð- bundna málun, sem þá var undir miklum áhrif- um frá vestrænni málaralist. „Mér fannst þessi miðill takmarkaður, og ekki bjóða upp á leiðir til að vinna að myndlistinni í samhengi við jap- anska hefð og sögu. Ég fór því fljótlega að spyrja mig hvað listin væri í því samhengi og hvernig ég gæti aukið við það. Þá fannst mér tjáningarmáttur málverksins ekki nægja mér og var það þegar ég sótti sýningu á vefnaði frá Mið-Austurlöndum í Kyoto að ég varð fyrir sterkri upplifun. Eitt verkanna var ofið úr rauð- um þræði og heillaðist ég af þeim djúpu lit- brigðum sem þráðurinn birti. Þetta var allt ann- ars konar litaupplifun en þegar horft er á málverk, því í málverkinu verður rauði liturinn aldrei annað en yfirborð á yfirborði. Í vefnaðin- um er hann efni og hefur mun meiri þyngd. Eft- ir það fór ég að vinna með veflist og hefur text- ílefnið, möguleikar þess sem formræns og tjáningarlegs miðils og staða þess í listhefðinni verið mér hugleikið,“ segir Onagi. Andstæður í lífi og náttúru Onagi hefur verið önnum kafinn alla dagana á Íslandi, en hann hefur verið að vinna að nokkrum af þeim nýju verkum sem er að finna á sýningunni „Eftir að vinnunni við uppsetningu sýningarinnar lýkur langar mig til að vinna verk sem tengjast sagnaarfi Íslendinga. Ég hef verið að lesa mér nokkuð til í því sem þýtt hefur verið yfir á japönsku, með milligöngu Egils mágs míns. Hér er nóg af efniviði og hugmynd- um og landið er svo ríkt af þeim grundvallar- andstæðum sem lagt hafa mark á allt mitt líf og starf,“ segir Onagi og vísar til japanskrar heim- speki þegar hann lýsir þessum andstæðum nán- ar sem tveimur öflum sem takast á innra með okkur og birtast alls staðar í náttúrunni. „Ann- að aflið er ágengt, efnismikið og kraftmikið en hitt létt og flæðandi. Þessi öfl hafa svo sann- arlega tekist á innra með mér, og hafa sett sitt mark á það sem ég hef verið að gera hverju sinni,“ segir Onagi. Sýningin í Hafnarborg endurspeglar þessar grundvallarandstæður mjög vel, líkt og Kristín og Yoko benda blaðamanni á, belgvefnaðarverk Onagis frá undanförnum áratugum í aðalsaln- um eru ágeng, litrík og efniskennd en nýju verkin, þ.e. seríurnar „Blæþiljur“ og „Legstað- ur orða“, eru fjaðurlétt, eintóna og flæðandi. Aðspurður segir Onagi vinnu sína þó ekki snú- ast um það að sætta andstæður, hann flakki á milli þeirra og vilji vera frjáls til að vinna með þann efnivið sem honum hugnist hverju sinni. „Þó svo ég sé farinn að vinna með texta, olíu og blek á pólyporoelene-efni í nýjustu verkunum hef ég langt í frá sagt skilið við vefnaðinn. Nýj- ustu verkin vann ég undir ákveðnum áhrifum frá þeim atburðum er skuku heiminn eftir 11. september á síðasta ári. Ég komst í mikið upp- nám vegna þess hefndarþorsta og þeirrar heift- ar sem einkenndi hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna í Afganistan í kjölfar hryðjuverkanna sem framin voru í Bandaríkj- unum. Ég gekk reyndar svo langt að skrifa jap- anska forsætisráðherranum bréf þar sem ég fór fram á að hann mótmælti hefndaraðgerðunum. Ég fékk nú aldrei nein svör við því bréfi,“ segir Onagi. Verkin sem um ræðir sækja til japönsku skrautritunarhefðarinnar (calligraphy) en þar hefur Onagi fært texta úr biblíunni og japönsku stjórnarskránni á léreft, í enskri og japanskri þýðingu. Verk á borð við „Auga fyrir auga“ (þar sem vísað er í biblíuna) og „Stríði hafnað“ birta hugleiðingar listamannsins um ástand heims- mála í samtíma, með vísun til sögu og hefðar. Sýning Yoichi Onagi verður opnuð í Hafn- arborg kl. 15 í dag, og bjóða Hafnarborg og sendiráð Japans á Íslandi upp á veitingar og standa fyrir japanskri tesiðaathöfn kl 16, í til- efni af japanskri vorhátíðarviku 2002. Sýningin stendur til 1. júlí næstkomandi. ÞYNGD OG LÉTTLEIKI Myndlistarmaðurinn Yoichi Onagi er á sjötug- asta og öðru aldursári, og segist aldrei hafa ver- ið jafn frjáls til að sinna listinni og nú. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við þennan þekkta japanska myndlistar- mann, en yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Morgunblaðið/ArnaldurJapanski myndlistarmaðurinn Yoichi Onagi. heida@mbl.is Verk eftir Yoichi Onagi frá árinu 1971.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.