Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 O KKUR Íslendingum finnst Ísland ekki það sjálft án fjalla. Þannig er því farið um fleiri þjóðir þegar kemur að þeirra fjöllum, en þó alls ekki allar. Til eru lönd án fjalla. Íbúar Dan- merkur, Hollands eða Bangladess sjá ekki há- ar mishæðir í sínum löndum. Þeim finnst þá væntanlega eitthvað annað í landslaginu hvers- dagslegt eða óaðskiljanlegt náttúrunni. En þar sem hálendi, eða „óhjákvæmilegar landslags- bylgjur“ eins og einhver sagði, er áberandi kunna þau fjöll sem sífellt eru fyrir augum fólks að verða býsna hversdagsleg. Það eru fjöll þó jafnan alls ekki, einkum þegar áhorf- andinn sér mikilúðlega tinda í fyrsta sinn. Allir sem nálgast þannig Öræfajökul, verða undr- andi á tilkomumikilli stærð hans, margbreyti- leika og litum, og því þögla en spennta afli sem frá honum stafar. Tindar hans eru ekki hvers- dagslegir. Almennt séð er fjölbreytni fjalla mikil; þau bera hvorki með sér einsleitni skóga, víðáttu hafsins né samfellu heiða eða sanda. Mörg lönd jarðar geta talist dálítið eða mikið fjöllótt. Þau lönd eru fleiri en þau flötu og lág- lendu. En sé láglendi og flatlendi undir 600 m hæðarlínu mælt upp á allri jarðkúlunni og flat- armálið borið saman við hálendi og fjöll, kemur í ljós að fjöllin þekja mun minna landsvæði en slétt og fremur lágt land. Fjöll jarðar eru, með öðrum orðum, frávik frá staðallendi hnattarins og þau mynda ekki helstu víðátturnar. Hæð hinna svipmeiri fjalla á jörðinni er á bilinu 1.000 metrar yfir sjávarmáli upp í 8–9.000 metra. Lengd einstakra fjallgarða getur náð tugum eða hundruðum kílómetra en lengstu hálendissvæðin ná eftir endilöngum heimsálf- um. Á Íslandi eru um 50 fjöll eða tindar hærri en 1.400 m (hæst 2.119 m) og nokkrir tugir fjalla á Bretlandseyjum ná yfir þúsund metra markið, nær öll í Skotlandi. Í Norður-Ameríku eru mjög mörg fjöll á bilinu 3.000–6.195 m (Mt. McKinley eða Denali gnæfir hæst) og rísa flest þeirra í Klettafjöllunum og Alaska. Hæstu fjöll Grænlands spanna hæðarbilið 2.500 m til 3.800 m en í Skandinavíu ná þau hæst í tæpa 2.500 m. Utan evrópsku Austur- og Vestur-Alpanna er töluvert um tinda um og yfir 2.500 m, t.d. á landamærasvæði Póllands og Tékklands, í Rúmeníu, Búlgaríu og löndum fyrrum Júgó- slavíu, allt til Albaníu og Grikklands. Þaðan teygjast fjallgarðar til austurs. Hin eiginlegu Alpafjöll eru á hæðarbilinu 2.000–4.807 m; hæst stendur Hvítafjall, eða Mont Blanc, á landamærum Frakklands, Sviss og Ítalíu. þar eð Evrópa telst ná til Úralfjalla er Mont Blanc ekki hæst fjalla í álfunni heldur gamla eldkeil- an Elbrus í Kákasusfjöllum (5.633 m). Alpa- tindar yfir 4.000 metra háir teljast ríflega 60, allir í vesturhluta fjallgarðsins; flestir í Sviss og á landamærum Sviss og nálægra ríkja en fá- einir í Frakklandi. Nokkur stök, evrópsk eyja- eldfjöll eru harla há; Öræfajökull (2.119 m), Beerenberg á Jan Mayen (2.267 m) og Etna á Sikiley (3.340 m), auk Teide á Kanaríeyjum (3.718 m), sem er undan Afríkuströndum. Afríka er nokkuð fjöllótt og er þar mest um gömul eða virk eldfjöll, en annars konar háa tinda má skoða bæði nyrst (t.d. Atlasfjöllin í Marokkó) og syðst (t.d. Drekafjöll í Suður-Afr- íku). Hæsta fjall álfunnar er gamla eldfjallið Kilimanjaro (5.968 m). Ástralía er hins vegar flöt, nær rétt ríflega 2.000 m hæð á litlu svæði en töluvert er um fjöll á bilinu 2.000 m til vel yf- ir 4.000 m á eyjum Kyrrahafsins; einna hæst rísa þau á Nýja-Sjálandi (Mt. Cook, 3.765 m), Papúa-Nýjugineu (Mt. Wilhelm, 4.150 m) og á Irian Jaya í Indónesíu (Carstenz-píramídi eða Punac Jaya 4.862 m). Öll hæstu fjöll jarðar eru í Asíu. Þar rís mý- grútur tinda yfir 6.000 m og þeir fjórtán hæstu 8.000–8.848 m. Meginröð fjallanna nær frá landamærum Rússlands og Tíbet, um Pakistan og Nepal til Indlands. Hæstir eru Everest (Chomolungma), 8.848 m í Nepal/Tíbet og K2 (Chogori), 8.611 m í Karakóram-fjöllum Pak- istans og er sá síðarnefndi líklega jafnerfiðasti tindur heims að klífa. Flest háfjallanna eru í Pakistan og Nepal. Lægstur 8.000 metra tind- anna er Shisapangma í Tíbet (8.037 m). Reynd- ar er því stundum haldið fram að Everest sé ekki hæsta fjalla jarðar heldur Mauna Kea, stóra hraundyngjan á Hawaii. Hún nær 4.207 m yfir sjávarmál en rís neðansjávar um 5.000 m að auki sé miðað við nokkuð fjarlægan djúp- botn Kyrrahafsins. Ef til vill má sættast á að nefna hana mestu ójöfnu á jörðinni; stærstu bóluna á ásýnd jarðar. Hæð fjalla skilgreinum við ávallt miðað við hafflöt, svo Nepalar og Tíb- etar sitja að hæsta tindinum, nú sem áður. Í Mið- og Suður-Ameríku eru hundruð tinda á hæðarbilinu 4.000–6.959 m, en hæst Andes- fjallanna er Acongagua í Argentínu og næst hæst er Ojos del Salado (6.880 m) í Chile. Mörg fjöll standa upp úr hjarn- og ísbreiðunni á Suð- urskautslandinu, allt frá virkum eldfjöllum á borð við Erebus (3.784 m) á Ross-eyju til hæsta tindar Vinson Massif í Ellsworth-fjöllum, en þeir ná 4.900–5.140 m. Allar fyrrgreindar ójöfnur á yfirborði jarðar sýnast okkur stórar í samanburði við mörg önnur náttúrufyrirbæri, hvað þá mannvirki. En miðað við fjarlægðina inn að jarðarmiðju eru fjöllin ótrúlega smá. Radíus jarðar (geisli) er 6.371 km miðað við sléttað yfirborð og með- alfrávik frá egglögun hnattarins (jörðin bung- ar við miðbaug). Fáeinir kílómetrar eru hverf- andi hluti þeirrar tölu. Ójafna, um 6.000 m eða 6 km há, er rétt einn þúsundasti hluti eða eitt prómill af vegalengdinni inn að miðjunni. Um 40 km breiður fjallgarður er líka eitt prómill af ummáli jarðar við miðbaug. Af því má ráða að fjöll og fjallgarðar eru fínlegar hrukkur á heimskringlunni. Hún er í raun slétt og felld, nærri eins og barnsrass, sé miðað við stærð hennar. Okkur mönnunum duga hins vegar smáhrukkurnar og bólunefnurnar til þess að fyllast undrun og allt að því lotningu yfir stór- leik náttúrunnar. Okkurn finnast þær duga til þess að takast á við í íþróttaskyni af mikilli al- vöru; með kunnáttu, þreki og heppni. Bergplánetur sólkerfis okkar eru fjórar, auk nokkurra tungla úr bergi. Á Merkúr og tungli jarðar eru há fjöll á okkar mælikvarða, víða 2.000–4.000 m, en þau eru sýnilega hærri bæði á Venusi og Mars. Líklega eru nokkur fell- ingafjöll (?) á Venusi, t.d. Maxwell-fjöllin, með- al þeirra hæstu (a.m.k. 10.000 m há). Mörg eld- fjöll eru þar mun lægri, t.d. Gula Mons, en erfitt er að kanna yfirborð Venusar vegna þykks og skýjaðs lofthjúps. Aðeins nást þaðan ratsjármyndir, að svo komnu máli. Á Mars er skyggni jafnan nokkuð gott og þar hafa verið ljósmynduð afar há eldfjöll. Það hávaxnasta og jafn framt hæsta fjall sem vitað er um, nær 26.000 m hæð, um þrefaldri hæð Everest-fjalls. Það nefnist Ólympus-fjall og er dyngja, skyld eyjum Hawaii-eyjabogans. Þvermálið er tæp- lega tvöföld breidd Íslands frá norðri til suð- urs. Lítið er vitað um fjöll á tunglum reiki- stjarna utan við Mars. Fólk fyrr á öldum, fram undir upplýsing- aröldina, hefur flest litið á fjöll sem óbreyt- anlegan hluta náttúrunnar. Í huga þess voru þau sköpuð í sinni mynd í öndverðu. Þau stóðu keik með sömu drætti öldum saman. Stöku at- burðir gátu breytt ásýnd þeirra, t.d. skriðuföll, en ekki á stórfelldan hátt. Á eldvirkum svæð- um gátu íbúar reyndar fylgst með uppbygg- ingu eldfjalla og nokkuð snöggum breytingum á þeim. Er sennilegt að hluti jarðarbúa hafi áð- ur fyrr horft til fjallanna sem lifandi vera; eink- um þar sem náttúrutrú (shamanismi) ríkti. Með aukinni þekkingu á jarðfræði, frá miðri 18. öld og fram eftir þeirri 19., skildist mönum smám saman að fjöll geta myndast á ólíka vegu á tiltölulega skömmum tíma. Snemma á 20. öld var ljóst að fjöll verða til við jarðskorpuhreyf- ingar, við eldvirkni og við rof og veðrun. Jarð- lög rísa, brotna og bögglast við svonefndar fell- ingahreyfingar. Það á t.d. við um Himalaya-fjöllin, Alpana og hluta Andesfjalla. Eldvirkni fæðir af sér eldfjöll, ýmist dyngjur eins og Mauna Kea á Hawaii og Trölladyngju hér heima eða þá eldkeilur eins og Snæfells- jökul, Fuji í Japan, Vesúvíus á Ítalíu og Popo- catepetl í Mexíkó. Rof, t.d. árrof og jökulrof, grefur burt stórar spildur úr jarðlagastöflum og skilur eftir fjöll, t.d. vestfirsku og austfirsku fjöllin hér hjá okkur, norsku strandfjöllin eða fjallendið við Miklagljúfur í Bandaríkjunum, svo einhver dæmi séu nefnd. Öll þessi ferli þurfa nokkurn tíma til að skila af sér fjalli eða fjöllum en þó oft ekki nema tug- þúsundum eða hundruðum þúsunda ára, en það telst óvera þegar horft er til aldurs jarðar sem er metinn a.m.k. 4.500 milljónir ára. Megin- hluti Heklu er yngri en 8.000 ára. Það tók jökla ísaldar innan við 3 milljónir ára að móta fjöllin á Tröllaskaga og meginhluti Alpanna reis á 10– 20 milljón árum. Með því að uppgötva plö- tuskrið (landrek) á síðari hluta 20. aldar og skilja hvernig plötur rekur í sundur, og hvar og hvernig þær rekast saman, tókst að útskýra myndun fellingafjalla á jörðum árekstrar- platna og einnig margt varðandi eldvirkni og eldfjöll. Tilvist heitra reita og möttulstróka út- skýrði enn betur kvikumyndun og eldgos, og Dyrhamar (1.911 m) gægist upp fyrir ísvanga Öræfajökuls, séð úr hlíð Hvannadalshnúks. Tindar, um 2.000 m háir við Tanquery-fjörð á Ellesmere-eyju í heimskautahéruðum Kanada (Nunavut). ÞESSAR FÍNLEG E F T I R A R A T R A U S TA G U Ð M U N D S S O N Ár f j a l l anna – g re i n 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.