Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 84

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 TALIÐ er að 100 til 200 manns sem lokið hafa námi í flugvirkjun hafi ekki fengið vinnu í iðn- grein sinni, samkvæmt upplýsingum Guðjóns Valdimarssonar, formanns Flugvirkjafélags Ís- lands. Flestir flugvirkjanna hafa lokið námi í Bandaríkjunum, en margir hafa einnig numið í Svíþjóð. Tæplega 90 skrá sig hjá félaginu Flugvirkjafélagið hefur í auglýsingu á vefsíðu sinni beðið alla þá flugvirkja sem lokið hafa námi, en eru ekki starfandi í iðngreininni, að hafa sam- band við skrifstofu félagsins og skrá sig þar. Í gær höfðu tæplega 90 flugvirkjar skráð sig og að sögn Guðjóns gæti þessi fjöldi farið yfir hund- raðið á næstu dögum. Lög Flugvirkjafélags Íslands eru þess eðlis að til að gerast félagi þurfa viðkomandi flugvirkjar að vera starfandi við iðngreinina. Um 380 flug- virkjar eru skráðir í félagið, þar af eru tæplega 50 komnir á eftirlaun. „Við erum að vonast til þess að verkefnum fyrir flugvirkja fari að fjölga, eftir mikla ládeyðu að undanförnu, og þá verðum við að geta svarað for- ráðamönnum flugfélaganna sem hafa samband og vilja mannskap, hvort sem það eru innlend eða erlend flugfélög,“ sagði Guðjón en félagið hefur nýlega komið á framfæri auglýsingu frá norskri atvinnumiðlun sem er að óska eftir flugvirkjum til starfa í Noregi frá 1. desember nk. Um er að ræða tímabundna vinnu en möguleikar sagðir á framtíðarstarfi. Nám í Bandaríkjunum frá miðju síðasta ári ekki tekið gilt Til þessa hafa íslenskir flugvirkjar aðallega numið í Bandaríkjunum en með gildistöku evr- ópskra flugöryggisreglna, svonefndra JAR- reglna, á miðju síðasta ári sagði Guðjón að þeir sem hófu nám í Bandaríkjunum eftir þann tíma gætu ekki fengið vinnu í Evrópu þar sem JAR- reglurnar gilda, nema að bæta við sig námi. Þeir gætu aðeins fengið vinnu í Bandaríkjunum. Hann sagði að þeir sem hefðu lokið flugvirkjanáminu vestanhafs fyrir mitt síðasta ár gætu fengið skír- teinum sínum breytt samkvæmt gildandi JAR- reglum. Guðjón sagði félagið nú mælast til þess að Ís- lendingar lærðu flugvirkjun í Evrópu og tók sem dæmi að nú væru þrír að læra í Danmörku sem komust á samning hjá Flugleiðum. Ljúka þeir bóklega hluta námsins í Danmörku en verklega hlutanum hjá Flugleiðum. Að sögn Guðjóns eru dæmi þess að flugvirkjum sem komist hafi á samning hjá Flugleiðum hafi verið sagt upp að loknu sveinsprófi vegna verk- efnaskorts. Sagði hann félagið binda vonir við aukin verkefni á næstunni, m.a. vegna áforma Flugleiða um að taka í notkun fleiri Boeing-þotur í leiguflug. Yfir hundrað flugvirkj- ar fá ekki vinnu í faginu Stéttarfélagið auglýsir eftir flugvirkjum sem ekki starfa í greininni Einn frambjóðenda í prófkjörinu, Vilhjálmur Egilsson, hafði gert at- hugasemd við framkvæmd utankjör- staðaatkvæðagreiðslunnar eftir að hann hafði spurnir af umræddu máli á Akranesi. Vildi hann fá leikreglur á hreint þannig að allir frambjóðendur sætu við sama borð varðandi at- kvæðagreiðslu utan kjörfundar. Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar, sagði að söfnun at- kvæðanna hefði átt sér stað fyrir misskilning þeirra sem að henni stóðu og búið væri að leiðrétta hann. Samband yrði haft við starfsmenn viðkomandi fyrirtækis og þeim gef- inn kostur á að kjósa á kjörfundi í dag ef þeir vildu. Sagði Jóhann at- kvæðin hafa verið um 60 talsins. Seg- ir hann að í gær hafi 800–1.000 kosið utan kjörfundar í kjördæminu öllu. Vilhjálmur Egilsson segist í aðal- atriðum sáttur við ákvörðun kjör- dæmaráðs, en langt í frá sé að öll kurl séu komin til grafar. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé, í ljósi þess hvernig þetta mál hefur borið að, og að þeir skyldu ekki leggja spilin strax á borðið þegar þetta kom upp,“ segir hann. „Það er stórkostlega óeðlilegt hvernig að þessu var staðið.“ Einar Oddur Kristjánsson þing- maður Sjálfstæðisflokks og fram- bjóðandi í kjördæminu, segist hafa heyrt um óvarlega meðhöndlun kjör- gagna á Akranesi, en segist treysta því að allt verði gert til að eyða tor- tryggni. „Ég tel það höfuðatriði fyrir þetta prófkjör og fyrir flokkinn í framtíð- inni.“ Deilan leyst með ógildingu 60 atkvæða KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri Norðvesturkjör- dæmis, sem fram fer í dag, ákvað í samráði við frambjóðendur á fundi í Borgarnesi í fyrrakvöld að ógilda um 60 utankjörstaða- atkvæði sem safnað var saman í fyrirtæki á Akranesi og gefa við- komandi stuðningsmönnum færi á að kjósa á kjörstöðum í dag. Umdeild utankjörstaðakosning sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjördæmi ÞAÐ var handagangur í öskjunni í barnafatadeild Hagkaupa í gær. Margir gripu tækifærið þegar verslunin auglýsti lækkað verð á barnafatnaði í tvo daga, sem nemur álögðum virðisaukaskatti. Með þessu vildu Hagkaup taka undir þingsályktun- artillögu Páls Magnússonar, varaþingmanns Fram- sóknarflokksins, um afnám 24,5% virðisaukaskatts á barnafatnaði. Morgunblaðið/RAX Líflegt í barnafatadeildinni SELKJÖT er í hávegum haft hjá Breiðfirðingum og á átthagamóti eyjamanna í kvöld verður meðal annars framreitt lostæti úr 35 til 40 selum. Guðmundur Ragnarsson, matreiðslumaður á Veitingahúsinu Lauga-Ási, hefur undirbúið þessa árlegu veislu síðan hún byrjaði fyr- ir sjö árum og hann segir að sel- kjötið dragi að. „Fyrsta árið mættu um 40 manns, en þetta hefur spurst út, gestum hefur fjölgað með hverju árinu og nú gerum við ráð fyrir fullu húsi eða 160 manns.“ Að sögn Guðmundar matreiðir hann selkjötið eftir kúnstarinnar reglum. „Ég tek hryggvöðvana og fer með þá eins og nautalundir. Kjötið er sérstaklega mjúkt enda segir fólk gjarnan að það hafi aldr- ei upplifað annað eins. Grillað sel- kjöt bragðast eins blanda af hrein- dýrakjöti og góðum svartfugli.“ Hann segir ekkert lýsisbragð af kjötinu þegar það hafi fengið rétta meðhöndlun. Selkjötið heillar Breiðfirð- inga Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Ragnarsson reiknar með að um 160 manns borði selkjöt í dag. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, fær 50.000 svissneskra franka, um þrjár milljónir króna, frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, til þess að berjast gegn kynþátta- fordómum utan vallar sem innan á næstu tólf mánuðum. UEFA ætlar að leggja alls fram 2,6 milljónir svissneskra franka, um 156 milljónir króna, til þess að berj- ast gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu á næstu tólf mánuðum og verður peningunum skipt jafnt á milli 52 aðildarþjóða. Morgunblaðið/Kristinn Moussa Dagnogo, KR-ingur, varð fyrir barðinu á kynþáttafordómum. 3 milljónir frá UEFA  UEFA berst gegn / C1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.