Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 53 ÞAÐ er ekki laust við að pólitíska klukkan í manni sé örlítið rugluð þessa dagana, hún er farin að hringja í nóvember. Skýringin á því er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Þetta próf- kjör er alls ekkert einkamál flokks- bundinna sjálfstæð- ismanna, það mun hafa áhrif á íbúa kjördæmisins hvort sem fálkinn hangir yfir hjónarúminu eður ei. Því er mikilvægt að við fylkj- um okkur að baki fulltrúa okkar. Einar Kristinn Guðfinnsson hefur verið fyrsti þingmaður Vestfjarða síðastliðin tvö kjörtímabil og er hann yngsti þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Baráttu- mál Einars hafa að miklu leyti lotið að hefðbundnum hagsmunamálum sjávarbyggðanna en jafnframt hefur hann beitt sér í réttindamálum er varða alla þjóðina. Sérstaklega er ég hreykinn af nýlegri þingsályktun- artillögu um réttarstöðu samkyn- hneigðs fólks sem Einar var flutn- ingsmaður að. Við höfum tækifæri til að eignast framtíðarleiðtoga í nýju kjördæmi. Nýtum það í prófkjörinu á laug- ardag. Klukknahljóm Kristinn Hermannsson, viðskiptafræðingur, skrifar: Í DAG legg ég störf mín sem al- þingismaður í ykkar dóm í prófkjöri Samfylkingarinnar. Prófkjöri sem allir Reykvíkingar á kosningaaldri, sem skrá sig í Samfylkinguna, geta tekið þátt í. Ég hef í starfi mínu sem þingmað- ur jafnt innan Alþingis sem utan staðið vörð um hagsmuni almenn- ings, einkum þeirra sem af einhverj- um ástæðum eru háðir samhjálp hins opinbera. Ég hef einnig barist fyrir hagsmunum Reykjavíkur, m.a. á sviði samgöngumála, en oft skortir sárlega á að þingmenn Reykvíkinga gæti hagsmuna borgarinnar í þess- um málaflokki. Ég hef lagt framför- um í mennta- og menningarmálum lið, nú síðast með því að krefjast jafnstöðu ríkisháskóla í samkeppni við ríkisstyrkta einkaháskóla. Nú þarf ég á Reykvíkingum að halda. Ef þú, lesandi góður, telur mikilvægt að ég beiti kröftum mín- um áfram á Alþingi bið ég þig um að taka þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar í Þróttarheimilinu í Laugardal í dag – og kjósa mig í þriðja sæti. Kæru Reykvíkingar Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er þingmaður Reykjavíkur. „Nú þarf ég á Reykvík- ingum að halda.“ ÍSLENDINGAR eru rík þjóð. Við höfum verið talin á meðal fimm ríkustu þjóða veraldar og stundum erum við jafnvel sögð ríkasta þjóð í heimi. Ég efast ekki um að þessi góða útkoma fyrir Ís- land á við góð hagfræðileg rök að styðjast. Galdurinn við stjórnmál að mínu mati er hins vegar ekki sá að koma vel út á hagfræðipapp- írum, sem er vissulega mikilvægt, heldur fremur að sjá til þess að hagfræðitölurnar skili sér til al- mennings í formi góðra lífsgæða. Það að Ísland sé ríkasta land í heimi skiptir í raun litlu máli ef stjórnmálamenn hafa ekki dug eða andríki til þess að nýta þann auð og þá velsæld til þess að skapa öll- um almenningi viðunandi lífsskil- yrði. Það er hlutverk stjórnmála- manna. Þess vegna eru stjórnmál ekki síður mikilvæg þegar vel gengur. Þá snýst málið um að nýta möguleikana. Dapurlegt ástand Skoðum nú hvernig möguleik- arnir hafa verið nýttir á Íslandi með tilliti til almannahagsmuna. Hér eru okurvextir í bankakerfinu og verðtrygging á lánum sem á ekki sinn líka á Vesturlöndum. Bankar skila methagnaði ár eftir ár en almenningur sligast undan afborgunum á vöxtum og verðbót- um. Verð á matvælum og lífsnauð- synjum er með því allra hæsta sem þekkist í okkar heimshluta. Ástæð- an liggur fyrst og fremst í him- inhárri skattheimtu á neysluvör- um. Á sama tíma búa um 11 þúsund einstaklingar, ef ekki fleiri, við fátæktarmörk og verða út undan í ríkidæminu, ekki síst vegna þess að ríkisstjórnin hefur séð ástæðu til þess að hækka álög- ur á lágtekjufólk, en reynir nú um þessar mundir með fremur aumk- unarverðum hætti að halda því fram að hún hafi ekki gert það. Það sér hver heilvita maður að skattur á mánaðarlaun sem eru innan við 100 þúsund krónur er pólitískt hneyksli og sömuleiðis að persónuafsláttur sé látinn standa í stað um áratugaskeið. Röksemdin fyrir álögunum á lágtekjufólk er hins vegar alltaf sú að hér séu ekki til peningar. Í þeirri rökræðu er niðurstöðunum sem segja að við séum ríkasta þjóð veraldar yfir- leitt stungið undir stól. Breytum til Öll þessi dæmi sýna að það er löngu orðið tímabært að efla veg heilbrigðrar skynsemi og réttlætis á Íslandi. Tækifærin til að skapa fagurt og réttlátt mannlíf eru fyrir hendi. Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á nýrri hugsun og nýrri nálgun á brýn stjórnmálaleg við- fangsefni. Það er á þeim grund- velli sem ég tel mig eiga erindi á Alþingi Íslendinga. Þess vegna sem ég bið um atkvæði þeirra fjöl- mörgu kjósenda sem vilja breyt- ingar í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í dag. Gerum betur Eftir Jakob Frímann Magnússon „Tækifærin til að skapa fagurt og réttlátt mannlíf eru fyrir hendi.“ Höfundur er frambjóðandi í flokks- vali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í DAG fer fram prófkjör Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Ákveðið var að þátttaka skyldi bundin við flokks- félaga, að því er mér skilst einkum vegna þeirrar tilhneigingar opinna prófkjara að fara út í öfgar hvað varðar auglýsinga- mennsku og tilheyr- andi kostnað. Und- anfarnar vikur hafa landsmenn orðið rækilega varir við væntanlegt próf- kjör, og virðast sumir frambjóð- endur keyra kosningabaráttu sína eins og um opið prófkjör væri að ræða. Lítið hefur farið fyrir Guð- rúnu Ögmundsdóttur í öllu þessu auglýsingaflóði. Hún hefur hins veg- ar vakið verðskuldaða athygli fyrir störf sín á Alþingi sl. fjögur ár, og í borgarstjórn Reykjavíkur árin á undan, og tekið þar á ýmsum þjóð- þrifamálum, ekki síst jafnrétt- ismálum hvers konar, og verið öfl- ugur málsvari ýmissa minnihlutahópa. Ég bið fólk að gleyma ekki Guðrúnu Ögmunds- dóttur í öllu auglýsingaflóðinu og sýna það í verki að fleira skiptir máli en fjöldi milljóna sem eytt er í að koma sjálfum sér á framfæri. Kjósum Guðrúnu Ögmundsdóttur í 4. sæti í prófkjörinu. Hennar rödd er ómissandi Kristín A. Árnadóttir, sviðsstjóri þróunar- og fjölskyldusviðs, skrifar: NÚ er svo komið í íslenskum stjórnmálaflokki að það er hægt að gerast félagsmaður ,,í trúnaði“. – Og ég er félagi í þessum stjórnmálaflokki. Ég veit ekki hverjir eru mínir flokksfélagar – af því sumir þeirra eru skráðir ,,í trún- aði“. Hið lýðræðislega val meðal félagsmanna í Samfylking- unni um það hverjir skuli fylgja mál- efnum okkar eftir og vera verkmenn okkar hugmynda – það val hefur snúist upp í andhverfu sína. Ég er virkilega vonsvikinn. Mér líður eins og ég hafi verið plataður. Flokk- urinn minn, sem ætlaði að fara nýjar leiðir í íslenskri pólitík, hefur fallið á grundvallaraprófi í stjórnmálum – hann kann ekki lýðræðisleg vinnu- brögð. Á ég að treysta honum til að stjórna samfélaginu? Félagsmaður ,,í trúnaði“ Garðar Vilhjálmsson, stjórnmálafræðingur og félagi í Samfylkingunni, skrifar: Á ALÞINGI er mikið talað og þannig á það að vera. Hins vegar brennur við að þingmenn hlusti ekki hver á annan og jafnvel ekki á þjóðina. Við sem styðjum Einar Karl Haraldsson til fram- boðs teljum löngu tímabært að Reyk- víkingar eignist talsmann á Alþingi, sem geri sér grein fyrir nauðsyn þess að þar verði mótuð sérstök borgarstefna. Einar Karl leggur höfuðáherslu á að við breytum afstöðu okkar til höfuðborgarinnar. Við þurfum að líta á hana sem helstu auðlind landsmanna vegna þess að framtíð okkar veltur að verulegu leyti á því hvernig okkur tekst að byggja upp alþjóðlega samkeppnishæft borg- arsamfélag á Reykjavíkursvæðinu. Í stað þess að vera hornreka í op- inberri stefnumótun þarf Reykja- vík að vera í fyrirrúmi þegar línur eru lagðar á Alþingi og í ráðu- neytum. Einar Karl hefur víðtæka reynslu í stjórnmála- og félags- málastarfi og hefur lært að hlusta. Þeir sem kunna að hlusta eru oftar en ekki ráðagóðir. Við þurfum á þannig manni að halda á Alþingi. Og Einar Karl er maðurinn. Einar Karl í 4. sæti Anton Helgi Jónsson, skáld, skrifar: Í FLOKKSVALI Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi 9. nóv- ember nk. velur flokksfólk þær kon- ur og karla sem það vill að leiði flokkinn á komandi kjörtímabili. Að mörgu ber að hyggja, þegar fólk velur fólk. Traust og heilindi eru orð sem koma í huga mér. Rannveig Guð- mundsdóttir hefur sýnt og sannað að þar fer traust kona með hjartað á réttum stað. Hún hefur beitt sér af alefli í velferðarmálum um árabil, fyrst í bæjarstjórn Kópavogs, síðan á Alþingi. Jafnframt hefur Rannveig beitt sér mjög á sviði utanríkis- og umhverfisverndarmála. Hún er einn fárra þingmanna Samfylkingarinnar sem hafa þorað að taka einarða afstöðu gegn virkj- anastefnu núverandi ríkisstjórnar og talað fyrir sjónarmiðum nátt- úruverndar. Samfylkingarfólk. Kjósum Rann- veigu í 1. sætið í flokksvalinu á laug- ardaginn – tryggjum forystu sterkr- ar konu í kjördæmi okkar. Rannveigu í 1. sætið! Ása Richardsdóttir, Kópavogi, skrifar: VIÐ sjálfstæðismenn í Norð- vesturkjördæmi göngum í dag til kosninga, þ.e.a.s nú er sú stund runnin upp að við þurfum að gera upp við okkur hverjir eiga að vera í for- ystu fyrir okkur næstu fjögur árin. Það liggur ljóst fyr- ir, að Einar Krist- inn Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfjarða, er mjög góður val- kostur í þessu prófkjöri. Þrátt fyrir að vera aðeins 46 ára, og yngstur þeirra þingmanna sem í framboði eru í þessu próf- kjöri, hefur Einar öðlast gífurlega reynslu á sviði stjórnmálanna. Eftir tæplega tólf ára þingsetu, þar af átta sem 1. þingmaður Vestfjarðakjördæmis, hefur Einar sannarlega skipað sér í forystu- sveit flokksins. Hann þarf á öfl- ugum stuðningi að halda í dag til þess að geta starfað þar áfram. Það er ekki sjálfgefið fyrir stjórn- málaflokk að eignast heiðarlegan og traustan liðsmann sem Einar Kristinn er. Sýnum í verki að við kunnum að meta slíka eiginleika og tryggjum Einari sæti í fram- varðasveit flokksins næstu fjögur árin. Einar Kristinn – góður kostur Kristján Jónsson, sem situr í stjórn SUS fyrir Norðvesturkjördæmi, skrifar: Í RÚMLEGA tvo áratugi hef ég starfað að málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Sú reynsla hefur veitt mér innsýn í kjör, lífsaðstæður og möguleika þeirra til virkrar þátt- töku í samfélaginu. Þetta hefur fært mér sanninn um að barátta fyrir vel- ferðarsamfélagi þar sem hver og einn fái notið sín er ekki fagurgali heldur snýst um möguleika fjölda fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Þeir sem höllum fæti standa eiga mikið undir stjórnmálamönn- um, en það eru ekki allir stjórn- málamenn sem helga sig þeim málum. Mér hefur raunar fundist sem þeim hafi farið fækkandi hin síðari ár. Umræða um velmegun hefur verið fyrirferðarmeiri en umræða um velferð. Raunveru- leikinn í dag er ótrúleg velmegun fárra útvaldra og átakanlegur skortur á velferð hjá fjölda fólks sem minna má sín í þessu sam- félagi. Rannveig Guðmundsdóttir er stjórnmálamaður sem hefur aldrei misst sjónar á þeim grundvall- aratriðum sem skipta máli fyrir þá sem eiga sitt undir samfélagslegri þjónustu. Skilningur hennar, reynsla, áhugi og dugur í velferð- armálum verðskulda að hún leiði lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi í næstu alþingiskosn- ingum. Ég kýs Rannveigu Kristján Sigurmundsson, þroskaþjálfi, skrifar: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.