Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RISTILKRABBAMEIN er mjög algengur og mannskæður sjúkdómur á Íslandi eins og í öðr- um vestrænum löndum. Nýgengi hans hefur farið vaxandi á und- anförnum áratugum og þrátt fyrir framfarir í læknisfræði deyr enn um helmingur þeirra sem greinast. Sjúkdómnum má verjast með for- vörnum en þeim verður best beitt með hliðsjón af þekkingu á orsök og áhættuþáttum hans. Almennt má segja að það sé margt á huldu um beinar orsakir ristilkrabbameins en ljóst er að erfðir og umhverfisþættir, einkum fæða, eiga hér hlut að máli. Talið er að erfðaþátturinn sé mikilvæg- ari meðal yngri einstaklinga en umhverfisþættir meðal þeirra eldri. Aldur skiptir miklu máli Þar sem níu af hverjum tíu til- vikum greinast eftir fimmtugt má segja að aldurinn sé stærsti áhættuþátturinn. Allir sem komnir eru á miðjan aldur eða eru eldri eru í aukinni hættu á að fá þennan sjúkdóm. Sleppa konur við ristilkrabbamein? Hjá mörgum gætir þess mis- skilnings að sjúkdómurinn leggist fyrst og fremst á karlmenn en kon- ur þurfi litlar áhyggjur að hafa. Hið sanna er að ristilkrabbamein er ámóta algengt hjá körlum og konum. Fæða og lífsstíll Rannsóknir benda sterklega til þess að neysla ávaxta og grænmet- is verndi gegn krabbameini í ristli. Lengi hefur verið talið að ríkuleg trefjaneysla almennt hafi vernd- andi áhrif þótt nýleg rannsókn hafi ekki staðfest slíkt. Kenningin um að trefjar séu verndandi byggist m.a. á því að tíðni ristilkrabba- meins er lág meðal þjóða sem neyta trefjaríkrar fæðu en há þar sem neyslan er lítil. Sumar rannsóknir benda til þess að kalk og ákveðin vítamín (einkum A,E,C-vítamín og fólat) verji gegn krabbameininu. Á hinn bóginn er talið að fita, sérstaklega dýrafita sem kemur með rauðu kjöti, stuðli að myndun ristilæxla. Almennt má því segja að fólk eigi að takmarka heildarneyslu á fitu, ekki síst á mettaðri dýrafitu. Reykingar eru ekki bara áhættu- þáttur fyrir lungna- og hjartasjúk- dóma, heldur margfalda þær líkur á illvígu krabbameini í meltingar- færum, svo sem í brisi og vélinda. Nú er komið í ljós að reykingar stuðla einnig að ristilkrabbameini. Reglubundin hreyfing og stöðug kjörþyngd virðast draga úr hættu á ristilkrabbameini. Í hnotskurn má því segja, eins og með svo marga aðra sjúkdóma, að fjölbreytt og holl fæða, samhliða heilbrigðu líferni, kjörþyngd og reglulegri líkamsrækt veiti vörn gegn krabbameini í ristli. Sérstakir áhættuhópar Ákveðnir þættir í heilsufars- og fjölskyldusögu einstaklinga setur þá í enn frekari hættu á að fá sjúk- dóminn eða í svokallaða há-áhættu. Mikilvægt er fyrir alla að gera sér grein fyrir hvort þeir tilheyri einhverjum sérstökum áhættuhópi. Helstu áhættuhópar í þessu tilliti eru eftirfarandi: Fjölskyldusaga um ristilkrabba- mein. Það eykur umtalsvert áhætt- una á að fá ristilkrabbamein ef ná- komnir ættingjar hafa fengið sjúkdóminn. Því fleiri og því yngri (við grein- ingu) sem þessir ættingjar eru því meiri er hættan. Sérstaklega á þetta við ef krabbameinið hefur greinst innan 45 ára aldurs hjá ein- hverjum í fjölskyldunni. Þá skal bent á að þeir sem hafa einu sinni sjálfir fengið ristilkrabbamein hafa auknar líkur að fá sama sjúkdóm- inn aftur. Ristilsepar. Þeir sem hafa greinst með svokallaða sepa, sem eru raunverulega góðkynja kirt- ilæxli, eru í aukinni hættu. Það kemur ekki á óvart þar sem sumir þessara sepa geta með tímanum stækkað og orðið illkynja, þ.e.a.s. þeir eru forstig að krabbameininu. Reyndar er talið að nær allt rist- ilkrabbamein byrji upphaflega sem góðkynja separ. Forvörnin er að finna og eyða þessum sepum í tíma með ristilspeglun. Bólgusjúkdómar í ristli. Lang- vinn ristilbólga, þá sérstaklega svo- kölluð sáraristilbólga (colitis ule- rosa) í 8-10 ár eða lengur, eykur áhættuna á ristilkrabbameini. Því útbreiddari sem bólgan er því meiri er áhættan. Þeir sem tilheyra einhverjum þessara áhættuhópa þurfa að vera í reglulegu eftirliti. Lokaorð Ristilkrabbamein er algengur sjúkdómur sem leggur að velli allt of marga Íslendinga eða um 50 á hverju ári. Allir sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri eiga á hættu að fá ristilkrabbamein, bæði karlar og konur. Aldurinn ræður enginn við en oft má bæta mataræði og lífshætti. Mikilvægt er fyrir hvern og einn að athuga hvort í heilsufars- eða fjölskyldusögu þeirra séu þeir ofangreindu þættir sem setja þá í sérstakan áhættuhóp á að fá þenn- an erfiða sjúkdóm. Hverjir eiga á hættu að fá rist- ilkrabbamein? Eftir Hallgrím Guðjónsson og Sigurð Ólafsson Höfundar greinarinnar eru sérfræð- ingar í meltingarsjúkdómum. „Ristilkrabbamein er al- gengur sjúkdómur sem leggur að velli allt of marga Íslendinga eða um 50 á hverju ári.“ Sigurður Ólafsson Hallgrímur Guðjónsson Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. OPIÐ Í DAG KL. 10-16 UNDANFARIN tvö ár hef ég sem borgarfulltrúi í Reykjavík beitt mér gegn því, að Reykjavík- urborg taki þátt í Kárahnjúka- virkjun og verði þar með ábyrg fyrir tugmilljarðaskuldum vegna hennar. Þessi barátta hefur nú skilað þeim árangri, að borgar- stjórinn í Reykjavík hefur skipað borgarhagfræðing sem fulltrúa borgarinnar í starfshópi, sem meta á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og ábyrgðarmörk borgarinnar í því sambandi, eins og vikið er að í grein borgarstjórans í Morgun- blaðinu 31. október sl. Samþykktir borgarstjórnar Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur 21. júní 2001 lagði ég fram tillögu um að borgarstjórn gerði að skilyrði fyrir þátttöku Reykja- víkurborgar í Kárahnjúkavirkjun, að fram færu ítarlegri rannsóknir á umhverfisáhrifum virkjunarinnar og að fyrir lægi mat á arðsemi hennar auk fjárhagslegs mats á þeim landspjöllum, sem af henni hlytust. Samþykkt samhljóða Í breytingartillögu borgarstjóra við tillögu minni, sem samþykkt var samhljóða, var fallist á „að fyr- ir liggi vandaðir arðsemisútreikn- ingar“ vegna þeirra virkjunar- framkvæmda sem borgin sé aðili að. Í bókun minni vegna þessarar samþykktar kom fram, að hún „tryggi almenningi traustar og að- gengilegar upplýsingar um arð- semi virkjanaframkvæmda, sem borgin tekur þátt í, áður en ákvörðun um þær er tekin“. Þeirri túlkun hefur ekki verið andmælt af hálfu meirihlutans í borgarstjórn. Á fundi borgarstjórnar 6. sept- ember 2001 lagði ég fram tillögu um að borgarstjórn Reykjavíkur lýsti yfir andstöðu við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- virkjun, með vísan til samþykktar borgarstjórnar frá 21. júní 2001 og úrskurðar skipulagsstjóra frá 1. ágúst 2001, þar sem lagst er gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisáhrifa hennar. Vísað til borgarráðs Tillögunni var vísað til borgar- ráðs þar sem hún lá óafgreidd fram á vorið 2002. Þá höfðu komið fram sífellt fleiri vísbendingar um óhagkvæmni Kárahnjúkavirkjun- ar. Undanbrögð iðnaðarráðherra og stjórnarformanns Reyðaráls fyrr um vorið gáfu tilefni til nýs tillöguflutnings af minni hálfu í borgarstjórn 2. maí sl. Með vísan til fyrri samþykkta borgarstjórnar og þeirrar leyndar og undan- Reykjavíkur- borg og Kára- hnjúkavirkjun Eftir Ólaf F. Magnússon „Vonandi koma aug- ljósir hags- munir Reyk- víkinga í veg fyrir þátttöku borg- arinnar í umhverfis- og efnahagsslysi við Kára- hnjúka.“ ÞAR sem umræða um hvalveið- ar hefur nýlega orðið háværari hér á landi tel ég tímabært að koma með hugmynd að mögulegu fyr- irkomulagi hvalveiða. Þeir sem koma að þessari umræðu eru með mjög ólíka sýn á hvort raunveru- leg arðsemi sé af slíkri starfsemi, en fyrst er að gera grein fyrir þeim hópum sem koma að um- ræðunni: 1. Hagsmunaaðilar hvalveiða – sjómenn og útgerðamenn. 2. Græningjar sem eru á móti því að veiða öll dýr í tegundar- flokknum hvalir af sögulegum og siðferðislegum ástæðum óháð vís- indalegum nýtingarrökum. 3. Þeir sem telja viðskiptalegum hagsmunum sínum ógnað með því að taka upp hvalveiðar að nýju. M.a. ferðaþjónustuaðilar og fisk- útflytjendur sem óttast að afurðir verði sniðgengnar í þvingunar- skyni. 4. Stjórnmálamenn sem eru undir miklum þrýstingi að leyfa aftur hvalveiðar. Í fljótu bragði kann að virðast að ekki sé nokkur leið að sætta sjónarmið allra þessara aðila enda virðast markmið þeirra vera alger- lega ósamræmanleg. Má vera að svo sé raunin en við skulum samt láta á það reyna. Við Íslendingar höfum veitt úr flestum nytjastofn- um sjávar í hundruð ára með nokkuð viðunandi árangri. Fyrst voru fiskveiðar umsvifalitlar, en síðar varð kappið og tæknin meiri en vistkerfið þoldi og við þekkjum örlög hins íslenska síldarstofns. Til þess að tryggja að skynsamlega sé staðið að veiðunum verður að ákvarða veiðiþol auðlindarinnar með vísindalegum hætti og búa til eignarétt á óveiddum lífmassa sem tryggir að fyrirtækin hámarka arðsemi veiðanna. Í þessum anda er jú kvótakerfið og hvaða skoðun sem menn hafa á því þá er ljóst að það vinnur samkvæmt þessum markmiðum. Ef við skoðum hval- veiðar í þessu ljósi stendur ekki til að hefja ótakmarkaðar veiðar enda samrýmist það ekki siðferðisvitund eins einasta Íslendings. Ef við göngum út frá því að fiskifræðin Hvalveiðar eða peninginn? Eftir Hólmar Svansson „Gefum út kvóta á hvalastofna sem alþjóðlegir sérfræðingar hafa samþykkt að séu ekki í hættu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.