Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S JÁLFSTÆÐISBARÁTTAN í Færeyjum og Grænlandi hefur verið sett í skipulags- ramma á danska þinginu í Kaupmanna- höfn. Færeyingurinn Tórbjörn Jacobsen úr Þjóðveldisflokknum og Grænlendingarnir Lars-Emil Johansen úr Siumut-flokknum og Kuupik Kleist úr Inuit Ataqatigiit-flokknum komu til lands- ins. Hafa þeir stofnað sérstakan þingflokk í því skyni að berjast fyrir sjálfstæði Færeyja og Grænlands frá Danmörku. Þingmennirnir þrír voru hér á landi í vikunni ásamt aðstoðarmönnum sínum til að kynnast við- horfum íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna auk þess sem þeir fóru í kynnisferð til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Tórbjörn Jacobsen var menningarmálaráðherra Færeyja 2000 og 2001 en á nú fast sæti á danska þinginu sem varamaður flokksbróður síns og flokks- formanns, sem er Högni Hoydal, helsti málsvari sjálf- stæðis Færeyinga. Athygli beindist mjög að Tórbirni síðastliðið sumar, þegar hann sótti hart að Anfinn Kallsberg, lögmanni færeysku landsstjórnarinnar, með ásökunum um meðferð hans á fé annarra. Fram á síðustu stundu hótaði Anfinn að slíta stjórnarsam- starfi við Þjóðveldisflokkinn nema Tórbjörn drægi ummæli sín til baka. Afhenti Tórbjörn afsök- unarbeiðni sína í þann mund, sem þingmenn gengu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Þórshöfn við þingsetn- ingu og þar með var færeysku landsstjórninni undir forystu Anfinns borgið, en hann sagðist hafa verið með tvær ræður í vasanum við lögþingssetninguna, aðra um afsögn en hina um stefnu landsstjórnarinnar. Lars-Emil Johansen hefur verið í forystu græn- lenskra stjórnmála og atvinnulífs um langt árabil. Hann var í fremstu röð þeirra grænlensku stjórn- málamanna, sem unnu að því að koma á heimastjórn árið 1979 og hefur gegnt flestum æðstu trún- aðarstörfum í grænlenska stjórnkerfinum, meðal ann- ars formennsku í heimastjórninni. Lars-Emil er í Siumut, það er sama flokki og Jonathan Motzfeldt, núverandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Siumut er sósíal-demókratískur flokkur og hvorki sósíal-demókratar í Færeyjum né Jonathan Motzfeldt hafa verið talsmenn þess, að Færeyingar og Græn- lendingar slitu ríkjasambandið við Dani. Kuupik Kleist var í grænlensku landsstjó 1991 til 1995 og hefur einnig setið á landsþi Hann var forstöðumaður utanríkismálaskrif heimastjórnarinnar 1996 til 1999 og skrifsto fyrir grænlensku sjálfstjórnarnefndina frá 2 2001, en situr nú á Folketinget. Í septembe liðnum var Kuupik Kleist kjörinn varaforma Ataqatigiit, sem er eins og færeyski Þjóðve urinn, til vinstri við sósíal-demókrata. x x x Þeir félagar hafa stofnað þar þriggja flok flokk í danska þinnginu undir nafninu: Den atlantiske Gruppe. Með skipulegu samstarfi þeir stigið sögulegt skref, því að hefðin er s þingmenn frá Færeyjum og Grænlandi á da þinginu hafa tekið sæti í þingflokkunum þar flokkslit sínum. Segja þeir félagar, að með þ taka aðeins þátt í flokkspólitísku starfi í Ka höfn hafi forverar þeirra tekist á undir ólíku um og þar með þurrkað út sameiginlegan á sinn innan þingsins og ekki gætt hagsmuna sinna sem skyldi. Samstarfið hófst að loknum kosningunum danska þingsins í nóvember 2001. Þá hlaut issinni annað þingsætið í Færeyjum og sjálf issinnar skipuðu bæði þingsætin á Grænlan Tórbjörns er Lisbeth Petersen á danska þin Færeyinga, en hún er formaður Sambandsf og hefur því ekki áhuga á að taka þátt í þes flokki vegna stefnumála hans. Hann var sto með formlegum og hátíðlegum hætti hinn 1 ber 2001, þegar ritað var undir samstarfssa Innan þingflokksins gildir ekki sambærile flokksagi og meðal annarra þingflokka, þar mennirnir koma úr ólíkum stjórnmálaflokku starfssamningnum segir, að Norður-Atlants flokkurinn sé tæknilegur samstarfsvettvang þriggja stjórnmálaflokka, sem hver um sig sjálfstæði sínu í afstöðu til einstakra mála á Hinu sameiginlega markmiði samstarfsin þann veg, að þingflokkurinn stefni að sjálfst eyja og Grænlands. Auk þess vilji flokkurin að því að efla samstarfið milli Grænlendinga eyinga og Dana sem sjálfstæðra þjóða. VETTVANGUR Sjálfstæðisbarátta á Eftir Björn Bjarnason A LLT MITT líf hef ég sótt Ís- land heim og það er margt sem gerir það að verkum að ég sný aftur ár eftir ár. Því mikilvægasta má lýsa með einu orði: veðrun. Orðið veðrun er sam- heiti fyrir órofin heilindi þegar það er not- að um landslaeg Íslands. Veðrun er lyk- ilatriði í mótun stórs hluta af því sem er sjáanlegt hér, og þar af leiðandi líka í yf- irbragði eyjunnar. Þetta yfirbragð Ís- lands er einstætt. Ekkert annað landslag jafnast á við það. Það sem gerir það ein- stakt felst ekki einungis í stökum land- myndunum og stöðum, hversu sérstæðir sem þeir eru, heldur í legu landsins sjálfs og kraftmikilli og lagskiptri jarðfræðinni – en allt tengist þetta í síkviku samhengi. Og svo má telja „hvernig“ landslagsins; þetta „hvernig“ sem er svo ótrúlega aug- ljóst. Því allt sem ber þar fyrir augu er jafnframt sýn á hvernig það varð til, og hvernig sú saga sem það síðan hefur átt breytti því. Hvort sem maður horfir yfir flæði Eldhrauns niður Skaftá, eða á hvernig jörðin rifnaði í Eldgjá, á uppruna Eldhrauns í Laka, eða öskuna og móberg- ið sem vex ár frá ári við hvert Heklugos. Og þannig mætti lengi telja upp „hvern- ig“ þessarar eyju auk alls um sérstæða legu hennar sem blasir svo augljóslega við sjónum. Landslag annarsstaðar er of gamalt í jarðfræðilegum skilningi, veðr- unin of langt gengin, og sú gróðurmynd- un sem fylgir í kjölfarið of yfirgnæfandi til að hægt sé að nema slíka sýningu. Og sýning er það svo sannarlega – í þeirri bókstaflegu merkingu er felur það í sér að vera hrífandi og vel til þess fallin að blása manni undrun og óttablandinni lotningu í brjóst. Sú sýning, sem Ísland er, hverfist um nýstárleika, breytileika og hið óþekkta. Allt eru þetta fágætir eiginleik- ar í landslagi á tuttugustu og fyrstu öld- inni. Veðrun er oft álitin eyðileggingarafl. En það er þó einungis þegar landslag er ekki í jafnvægi innan stærri heildar, að kraftar veðrunar verða neikvæðir. Fram að þeim tíma er veðrun fyrst og fremst mótandi og jákvætt afl – er sameinar og blandar á sinn flókna máta, er bræðir saman heild úr breiðu sviði ólíkra um- merkja – og myndar, hér á Íslandi, sam- fellu innan um fjöldann allan af fágætum jarðfræðilegum atburðum sem láta lítið yfir sér. Þessir atburðir og sá samruni sem síðar á sér stað eru undirstaða ís- lenskrar sjálfsmyndar. Maður getur ekki ferðast langa leið án þess að dást að því viðkvæma jafnvægi er gefur færi á jafn einstæðum bergmynd- unum og við Lóndranga eða Rauðfeld- argjá og Aldeyjarfoss. Færi á hinni furðu- legu eyðingu við Hellnar og tignarlegum og hreinlega ótrúlega ydduðum tindum Austfjarða, eða hinum framúrskarandi sjónarhornum friðsældar og fullkominni rúmfræði veðrunar sem mótar allar fjalls- hlíðar. Og fjölmörgum öðrum jarðmynd- unum og einstökum jarðfræðilegum um- merkjum hér og þar um landið, í hverjum krók og kima, í öllum mögulegum form- um myndrænnar veðrunar; Ísland færir hverjum þeim sem ferðast meðal auðæva þess endalausar uppgötvanir. Veðrun verður að vernda fyrir mann- legum afskiptum, með fáum hagnýtum undantekningum. Landið verður að vernda með það fyrir augum að tryggja órofna heild þess og það jafnvægi sem þar ríkir, og með það fyrir augum að viðhalda tilgerðarlausu útsýninu sem og sjónrænni heild landslagsins. Gefið til dæmis Sprengisandi nánari gaum – stað sem einkennist af veðrun. Hefur þú verið þar? Gróðursnautt yfir- borðið er mestmegnis svart. Það saman- stendur af smáum svörtum steinvölum og svartri ösku. Steinvölurnar eru nú greyptar í öskuna með þeim hætti að hver einasta vala á sína eigin holu. Holurnar eru staðsettar á afslappaðan hátt svo steinvölurnar rekast ekki saman. Þetta er ákaflega snyrtilegt landslag, þar sem allt er á sínum stað. Þegar maður tekur stein- völu upp er rofið gat í það. Hnúðar eða hnúskar eru engir, heldur bara slétt yf- irborð þar sem þessum völum og holum er raðað hirðusamlega svo þær mynda hæð- ir og dali, á hátt sem minnir á hellulögn. Hér er um veðrun að ræða sem stendur fyllilega jafnfæ jafnvægi og ma Eða gefið svæ ari gaum, þar leitt hulinn gróð ur og líflegur, þ og ósamfelldur gróðurbrúskur gljúpri öskunni eyja sem hefst innan um þes koma auga á lit í jafnvægi eins o Grünewald. Maður ferðas Í Eldgjá er hún vindurinn hefu plöntum, mosi sjávar. Hann e Íslandi glatað – til va Eftir Roni Horn VANDI RAUFARHAFNAR Sá vandi sem Raufarhöfn á viðað stríða er einkennandi fyrirvanda margra annarra minni sveitarfélaga á landsbyggðinni. Raufarhöfn á það sameiginlegt með ýmsum öðrum sveitarfélögum að heyja lífróður vegna fólksfækkunar og skorts á atvinnu þar sem dregið hefur úr sjávarafla, hvort sem er vegna minni kvóta eða þess að kvóti hefur færst úr plássinu. Íbúar hafa horft á lífsbjörgina hverfa eða þá að yfirráðin yfir henni eru ekki lengur í höndum heimamanna heldur stærri fyrirtækja, sem hafa ekki jafnsterk- ar tilfinningar til byggðarinnar og þeir sem þar búa. Tvö sjávarútvegs- fyrirtæki eru nú starfandi á Rauf- arhöfn, frystihúsið Jökull sem er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa og verksmiðja SR-mjöls, sem Samherji ræður. Fyrir fjórum árum voru íbúar Raufarhafnar 407 en nú búa þar 296 manns. Fjórðungur íbúanna hefur flutt úr bænum á þessum árum og af samtölum við íbúa í Morgunblaðinu í gær má ráða að íbúum eigi enn eftir að fækka á næstunni. „Það er eig- inlega enga vinnu að hafa í bænum nema í Jökli og það er auðvitað mjög slæmt fyrir bæinn ef fólk getur ekki séð fyrir fjölskyldum sínum. Þá er ekki annað að gera en að fara. Og ég fer í maí,“ segir Aron Þorbergsson, sextán ára gamall, sem er á förum ásamt foreldrum sínum og systkin- um. Gestur Þorsteinsson, sem búið hefur á Raufarhöfn alla sína ævi, er einnig á leið í burtu, þar sem hann er einn þeirra er nýlega misstu vinnu sína hjá Jökli. Hann bendir á að fast- eignir fólks eru að mestu leyti verð- lausar. „Já, hér hefur orðið fólks- fækkun og hún á eftir að verða meiri. Það getur enginn ætlast til að maður sitji atvinnulaus heima við símann og bíði eftir því að það sé kallað í mann. Það lifir enginn á því. Enda er ég að fara!“ En þótt ástandið sé erfitt á Rauf- arhöfn má ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sú er raunin. Sveiflur hafa ætíð verið miklar í þeim plássum er byggja allt sitt á sjávarútvegi, sum hafa lifað af sveiflurnar en á öðrum stöðum hefur byggð smám saman lagst af. Rauf- arhöfn hefur hingað til ætíð náð að rétta úr kútnum þótt stundum hafi ástandið verið slæmt. „Við lítum björtum augum á framtíðina og trú- um því að þetta bjargist,“ segir Erla Guðmundsdóttir og Berglind Frið- bergsdóttir tekur í sama streng: „Það þýðir ekkert að leggjast í þung- lyndi. Hér er ekkert allsherjar at- vinnuleysi en að vísu bara dagvinna í frystihúsinu og bara dagvinna í verksmiðjunni fyrir nokkra menn.“ Það gerir stöðuna erfiðari að Raufarhafnarhreppur, sem fyrir nokkrum árum var nokkuð vel sett- ur, á nú í miklum fjárhagserfiðleik- um. Lausafjárstaða hreppsins er slæm og hefur hann átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Þessa erfiðu stöðu má að hluta til rekja til fjár- festinga er sveitarfélagið réðst í. Fyrirtækið lagði fram hlutafé í tvö tölvu- og fjarvinnslufyrirtæki á Raufarhöfn en jafnframt var ráðist í mikil hlutafjárkaup í öðrum fé- lögum. Gengi þeirra hlutabréfa hef- ur fallið verulega og nemur tap hreppsins tugum milljóna. Í ljósi reynslunnar má segja að hreppurinn hefði mátt fara varlegar í fjárfestingar sínar. Hins vegar má ekki gleyma því andrúmslofti er ríkti á þeim tíma, jafnt á Íslandi sem annars staðar. Raufarhöfn er ekki eini aðilinn í heiminum sem situr eft- ir með sárt ennið eftir hrun hluta- bréfaverðs í tæknifyrirtækjum. Menn verða að læra af reynslunni. Dæmi Raufarhafnar sýnir mikilvægi þess að sveitarfélög og aðrir sjóðir sem fara með fé annarra ávaxti það á góðan en jafnframt varfærnislegan hátt og láti ekki stjórnast af tísku- sveiflum. LOKAFRESTUR SADDAMS Að loknum margra vikna samn-ingaviðræðum í New York hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt nýja ályktun um vopnaeft- irlit í Írak. Ályktunin er skýr. Írökum er gefinn viku frestur til að gefa til kynna hvort þeir fallist á skilmála SÞ eða ekki. Ef þeir gera það verða þeir að leggja fram tæmandi lista yfir ger- eyðingarvopn sín fyrir áttunda des- ember. Vopnaeftirlitsmenn Samein- uðu þjóðanna munu halda til Bagdad og skila öryggisráðinu skýrslu fyrir 7. janúar. Þessari niðurstöðu ber að fagna. Saddam Hussein Íraksforseti hefur dregið Sameinuðu þjóðirnar á asna- eyrunum allt frá því að Persaflóa- stríðinu lauk. Þrátt fyrir að hafa sam- þykkt á sínum tíma að láta gereyðingarvopn sín af hendi hefur hann leynt og ljóst haldið áfram að koma sér upp vopnabúri efna- og sýklavopna og unnið að því að komast yfir kjarnorkuvopn. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að Bandaríkjastjórn hyggst ekki taka þátt í þessum leik lengur og hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekað lýst því yfir að stjórnarskipti í Bagdad séu forgangsverkefni stjórnar hans og að hann sé reiðubú- inn að beita hervaldi til að ná því markmiði. Helstu bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu hafa verið sammála því markmiði að afvopna Íraka en haft efasemdir um skynsemi þess að beita hernaði. Bandaríkjaforseti ákvað að lokum að freista þess að ná samstöðu um málið á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna þrátt fyrir að margir áhrifa- menn innan Bandaríkjanna teldu slíkt ekki líklegt til árangurs. Það reyndist skynsamleg ákvörðun. Ör- yggisráðið hefur nú samþykkt sam- hljóða ályktun sem samræmir þau sjónarmið sem uppi hafa verið. Sadd- am er gefinn kostur á að afvopnast. Ef hann kýs að hunsa Sameinuðu þjóðirnar eða hefja blekkingarleikinn að nýju má gera ráð fyrir að hann verði afvopnaður engu að síður. Valið er Saddams.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.