Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 30
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KARLAKÓRINN Stefnir efnir í kvöld til hagyrðingamóts og skemmtikvölds í Hlégarði í Mos- fellsbæ. Mótið er með nýstárlegu sniði því hagyrðingarnir sem mæta til leiks syngja allir í kórum á höf- uðborgarsvæðinu og nágrenni. Að sögn Höskuldar Þráinssonar í karlakórinum Stefni, sem heldur utan um dagskrána, var upp- haflega hugmyndin að vera með atvinnuhagyrðingamót eða fá stjórnmálamenn til að taka þátt í því. Jón Kristinn Cortes, sem stjórnar karlakórnum Þröstum, kom þá með hugmynd um að leiða saman hagyrðinga úr hinum ýmsu kórum og þannig fæddist hug- myndin. Þeir sem þátt taka koma úr Þröstum og Stefni en einnig úr Skagfirsku söngsveitinni, Karla- kór Kjalarness og Söngbræðrum í Borgarfirði. Einn hagyrð- ingur kemur frá hverjum kór en tveir frá Stefni þar sem hann er á heimavelli. Höskuldur segir að kórarnir búi yfir ágætum hagyrðingum og nefnir í þessu sambandi að sömu menn fáist oft á tíðum við þýðingar á textum og textasmíði fyrir sína kóra. Þátttakendur hafa fengið í hendur yrkisefni og ein- hverja fyrriparta úr vísum þannig að þeir ættu að hafa óljósan grun um hvað bíður þeirra í kvöld. Viðurkenningar fyrir bestu botna úr sal Þá fær salurinn einnig að spreyta sig og veittar verða við- urkenningar fyrir bestu botna úr sal við eftirfarandi fyrriparta: Haustið Nú er kominn nóvember. Napurt leggst þá yfir húmið. Við veislulok Sólin skín í austurátt, eðalvínið þrotið. Höskuldur segir að þótt kepp- endur mæti æfðir til leiks verði alltaf til botnar á staðnum. Dagskráin hefst á því að karla- kórinn Stefnir syngur nokkur lög en að því búnu stíga hagyrðingar á svið og láta fjúka í kviðlingum. Þá verður stiginn dans við undirleik Stórsveitar Stefnis sem skipuð er tíu kórfélögum, þar á meðal Hösk- uldi, sem er titlaður aðalritari sveitarinnar og söngvari. Þá er einnig fyrirhugað að kynna Braga, nýtt óðfræðiforrit, sem er ætlað að leiðbeina byrj- endum og lengra komnum við vísnagerð. Hagyrðingamót karlakóra haldið í Hlégarði í kvöld Sólin skín í austurátt, eðalvínið þrotið … Mosfellsbær Höskuldur Þráinsson TILBOÐ hafa verið opnuð í jarð- vinnu við nýja 60 rýma hjúkrunar- álmu við Hrafnistu í Reykjavík en lægsta tilboð átti Arnarverk ehf. Ráðgert er að hefja framkvæmdir í þessum mánuði og er stefnt að því að taka húsið í notkun um mitt ár 2004. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að heilsugæslustöð fyrir Voga- og Heimahverfi fái að- stöðu í nýja húsinu. Kostnaðaráætlun vegna jarð- vinnu við hjúkrunarálmuna hljóðaði upp á 16,5 milljónir kr. og var til- boð Arnarverks tæpar 11 milljónir eða 65% af kostnaðaráætlun. Byggingin verður þrjár hæðir með kjallara og samtals um 5.700 fermetrar að flatarmáli. Það er teiknistofa Halldórs Guðmundsson- ar sem sá um hönnun bygging- arinnar. Ráðgert er að taka fyrstu skóflustunguna að byggingu húss- ins um miðjan mánuðinn. Framkvæmdir við hjúkrunar- álmu Hrafn- istu að hefjast Reykjavík ELDRI borgarar í Garðabæ og nemendur í 6. bekk í Flataskóla skemmtu sér saman í skólanum í gær og spiluðu félagsvist. Gestunum var boðið upp á kaffi og meðlæti sem nemendur höfðu sjálfir bakað í heim- ilisfræði. Þá hlýddu eldri borgarar á sam- söng yngri barna. Að sögn aðstand- enda skólans er von til þess að hér verði framvegis um árlegan viðburð að ræða. Gamlir og ungir spiluðu saman félagsvist Garðabær Morgunblaðið/Jim Smart NÝTT orkureikninga- og innheimtu- kerfi var tekið í notkun hjá Hitaveitu Seltjarnarness í haust. Kerfið nefn- ist ORKA og er þjónustað af hug- búnaðarfyrirtækinu Vigor, dóttur- fyrirtæki TölvuMynda, og er sérhannað fyrir hitaveitur. Kerfið heldur utan um viðskipta- og notk- unarsögu heitavatnsnotenda, m.a. hvenær lesið var af mælum, hver notkunin er, meðaltalsnotkun, mæla- skipti, flutningar, hverjir eru greið- endur (viðskiptamenn) reikninganna og greiðslufyrirkomulag. Það er fyr- irtækið Skyggnir hf. sem hýsir kerf- ið. Í kjölfar forritaskiptanna hafa verið teknir upp annars konar A- gíróseðlar/orkureikningar sem eiga að vera mun skýrari og skilmerki- legri en áður. Fyrsta reikningstíma- bil með nýju seðlunum er fyrir sept- ember – október 2002, með eindaga 11. nóvember nk. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ er einnig á það minnt að út er kom- inn bæklingur sem gefur góð ráð með ofnastillingar o.fl. Nýtt inn- heimtukerfi tekið í notkun Seltjarnarnes HREFNA Haraldsdóttir, foreldra- ráðgjafi hjá landssamtökunum Þroskahjálp, segir atferlismótun á borð við þá sem notast hefur verið við í Lækjarskóla í Hafnarfirði til þess fallna að börn með frávik af ýmsu tagi fái í sumum tilfellum óbeit á námi og ýti undir kvíða hjá þeim. Hún segir að aðferðir eins og að refsa börnum með gulum og rauðum spjöldum og láta þau sitja inni í frí- mínútum geti jafnvel leitt til þess að þau verði hrædd við að mæta í skól- ann. Hrefna hefur unnið mikið með for- eldrum fatlaðra barna og einnig barna með ýmiss konar frávik sem stunda nám í almennum grunnskól- um. „Mér finnst allt of algengt að hinn almenni skóli hrökkvi í baklás ef barn er með einhver frávik,“ segir hún. Hrefna segist hafa heyrt víða, bæði frá kennurum og sérfræðing- um og foreldrum, að í gangi sé alda í grunnskólum hvað snertir atferlis- mótun. „Ég hrökk illilega við þau tíð- indi enda er atferlismótun mjög vandmeðfarin aðferð og nauðsynlegt að þeir sem henni beiti búi yfir mik- illi þekkingi og viðhafi vönduð vinnu- brögð.“ Hún segir mjög auðvelt að mis- túlka atferlismótun og taka ákveðna hluti hennar úr samhengi þannig að hún verður samhengislaus. Hún seg- ir það alveg ljóst að þeir sem líði fyr- ir ranga atferlismótun séu börn með frávik, bæði misþroska börn, börn með athyglisbrest og ofvirk börn. Verulegt áhyggjuefni sé ef kenn- arar séu farnir að beita þessum að- ferðum þegar næg þekking á henni er jafnvel ekki fyrir hendi. Kennarar óöruggir við að taka á börnum með frávik Hrefna segir að skoða verði ofan í kjölinn hvernig kennaranáminu sé háttað og hversu mikill tími fari í það hjá kennaranemum að læra að fást við börn með frávik. „Ég skynja oft óöryggi hjá kenn- Foreldraráðgjafi hjá landssamtökunum Þroskahjálp hefur efasemdir um spjaldanotkun í Lækjarskóla Getur leitt til þess að börn fái óbeit á námi Hafnarfjörður urum og hvernig þeir eigi að mæta þessum börnum,“ segir Hrefna. Hún segir að því miður sé það svo að börn með frávik af ýmsu tagi verði oft kvíðin þegar þau finna að þau ráða illa við það sem verið sé að bjóða þeim. „Þau ráða líka oft mjög illa við frí- mínútur til að mynda og fá lítinn stuðning í frímínútum. Það er hörð veröld úti á skólalóðinni.“ Hrefna segir nauðsynlegt að skoð- að verði nánar hvernig skólayfirvöld geti komið til móts við börn með mis- munandi þarfir og komið þeim til þroska. Í lögum sé skýrt á um það kveðið, að öll börn eigi að njóta sömu réttinda. Hún nefnir meðal annars í þessu sambandi að bekkir í grunnskólum séu of stórir og nær útilokað að einn kennari ráði við að kenna bekk þar sem nokkur börn séu með frávik. Hún undirstrikar að lokum nauðsyn þess að náin samvinna sé á milli heimila og skóla og að æskilegt sé að fjölga fagstéttum innan skólans til að taka á ólíkum sérþörfum barna. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: • Kl. 13:30 Þingsetning - Markús Örn Antonsson, stjórnarformaður ÞFÍ. • Kl. 13:35 Hátíðarávarp „Framtíðarsýn um samstarf þjóðræknisfélaganna“ - Sigrid Johnson, forseti Icelandic National League of North America. • Kl. 14:00 Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur við undirleik Guðríðar St. Sigurðardóttur, píanóleikara. Þær munu einnig segja frá tónleikaferð sinni vestur um haf. • Kl. 14:25 Ávarp - Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. • Kl. 14:30 Heimildarmynd um líf afkomenda íslenskra innflytjenda vestra um 1940. • Kl. 14:50 „Heim í átthagana 2004” - Davíð Gíslason, Árborg, Manitoba, segir frá væntanlegri heimsókn Vestur-Íslendinga til Íslands 2004. • Kl. 15:10 Fyrirlestur Viðars Hreinssonar, bókmenntafræðings, um Stephan G. Stephansson í tilefni af útkomu ritverks um skáldið. • Kl. 15:30 Kynning Vesturfarasetursins á Hofsósi á margmiðlunarverkefninu „An Interactive Heritage Journey” - Wincie Jóhannsdóttir, menningar- og fræðslustjóri Vesturfarasetursins. • Kl. 16:00 Ferðasaga og myndasýning sr. Björns Jónssonar frá ferð til Vesturheims sumarið 2002. • Kl. 16:30 Myndræn kynning á ungmennaskiptum Snorraverkefnisins. Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri, og Tricia Signý McKay. Almar Grímsson, formaður Snorrasjóðsins, kynnir. • Kl. 17:00 Þingslit og léttar veitingar. ÞJÓÐRÆKNISÞING 2002 Stjórnin Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir þjóðræknisþingi í Borgartúni 6 í dag laugardaginn 9. nóvember og hefst þingið kl. 13:30. Þingið er öllum opið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.