Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 24
ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS T O Y 19 32 4 1 1/ 20 02 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn? YAMAHA er komið í Arctic Trucks MEIRI HRAÐI hraðskreiðari en SRX Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS KOMDU OG SJÁÐU RX-1 VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003 ERLENT 24 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær einróma mjög harðorða ályktun um Írak en í henni eru Saddam Hussein Íraksforseta gerðir tveir kostir, að afvopnast eða taka afleiðingunum ella. Enginn efast um, að með því sé átt við hern- aðaraðgerðir. Er litið á samþykkt ályktunarinnar sem sigur fyrir Bandaríkin og athygli vakti, að Sýr- lendingar greiddu henni atkvæði en margir bjuggust við, að þeir myndu sitja hjá. Samkvæmt tillögunni fær Íraks- stjórn vikufrest til að fallast á álykt- unina og skilmála hennar og innan 30 daga á hún að vera búin að upplýsa allt varðandi áætlanir sínar um efna-, lífefna- og kjarnorkuvopn. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits- nefndar SÞ, sagði í gær, að nokkrir eftirlitsmenn yrðu sendir til Íraks innan 10 daga en þeir og aðrir eft- irlitsmenn hafa 45 daga til að búa sig undir eftirlitsstörfin. Tveimur mán- uðum eða 60 dögum síðar eiga þeir að gefa öryggisráðinu skýrslu um þau og samvinnu Íraksstjórnar. Samkvæmt ályktuninni eiga eftir- litsmennirnir að fá „skilyrðis- og tak- markalausan“ aðgang að öllum stöð- um, þar á meðal að höllum Saddams en Írakar bönnuðu hann við fyrra eftirlit. Átta vikna samningaþóf Samningaviðræður um ályktunina hafa staðið í átta vikur en saman gekk í gær þegar Bandaríkjamenn komu til móts við þær áhyggjur Frakka, að ályktunin gæti falið í sér sjálfkrafa heimild til hernaðarað- gerða. Frakkar hafa krafist tveggja ályktana, einnar um eftirlitið og ann- arrar um refsiaðgerðir ef þörf kref- ur. Auk þess sem Saddam Hussein er gefið „síðasta tækifæri“ til að starfa með vopnaeftirlitsmönnunum, er opnað fyrir afnám refsiaðgerða gegn Íraksstjórn, það er að segja fari hún eftir ályktuninni í einu og öllu. Í ályktuninni, sem samþykkt var í gær, er ekkert minnst á aðra ályktun um refsiaðgerðir, sem er sigur fyrir Bandaríkjamenn, en Frakkar fá þó dálítið fyrir sinn snúð. Öryggisráðið mun aðeins ræða hugsanleg brot Íraka á skilmálum ályktunarinnar á grundvelli skýrslu frá eftirlitsmönn- unum sjálfum. Í fyrri ályktanadrög- um var öllum heimilt að krefjast slíkrar umræðu hvenær sem væri og var litið á það sem opna leið fyrir Bandaríkjamenn til að hefja hernað- araðgerðir í kjölfarið. Athygli vakti, að fulltrúi Sýrlands, eina arabaríkisins í öryggisráðinu, greiddi ályktuninni atkvæði en hann hafði farið fram á, að atkvæða- greiðslunni yrði frestað fram yfir fund utanríkisráðherra arabaríkj- anna í Kairó um helgina. Þá var líka búist við, að hann myndi sitja hjá. Sýrlenska fréttastofan SANA sagði hins vegar í gær, að Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði sent Faruq al-Shara, sýr- lenskum kollega sínum, orð og beðið hann að styðja þessa tilraun til að gefa Íraksstjórn færi á að ljúka mál- inu með friðsamlegum hætti. Öryggisráð SÞ samþykkti einróma nýja ályktun um Írak Saddam fær „síðasta tækifæri“ til að afvopnast Athygli vakti stuðningur Sýrlandsstjórnar við ályktunina AP Frá atkvæðagreiðslunni í öryggisráðinu. Yst til vinstri er Fayssal Mekdad, sendiherra Sýrlands hjá SÞ, þá breski fulltrúinn, Jeremy Greenstock, og síðan John Negroponte, fulltrúi Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. EINN fjögurra manna sem ákærðir voru í vik- unni í Bandaríkjunum fyrir að hafa lagt á ráðin um að útvega hægrisinnuðum skæru- liðahóp í Kólumbíu vopn fyrir andvirði 2,2 milljarða íslenzkra króna, er fyrrverandi þingmaður á danska þinginu, eftir því sem upplýst var í dönskum fjölmiðlum í gær. Uwe Jensen, 66 ára gamall Dani sem nú hefur bandarískan ríkisborgararétt, var í hópi fjögurra manna sem bandarískir alríkislög- reglumenn handtóku í Texas fyrr í vikunni, eftir 13 mánaða langa rannsókn. Hinir hand- teknu eru sakaðir um að hafa ætlað að koma fimm flutningagámum fullum af vopnum í hendur AUC-skæruliða í Kólumbíu. Jensen sat um tíma á danska Þjóðþinginu fyrir Framfaraflokk Mogens Glistrups. Vopnasmygl í Bandaríkjunum Fyrrverandi danskur þingmaður ákærður Kaupmannahöfn. AFP. RONALD K. Noble, yfirmaður alþjóðalögreglunnar Interpol, telur að hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden sé enn á lífi. Þá bendi upplýsingar til þess að hryðjuverkasamtök hans, al- Qaeda, séu að undirbúa um- fangsmikla hryðjuverkaárás. Noble sagði í viðtali við franska blaðið Le Figaro sem birtist í gær að þrátt fyrir víð- tæka leit væri ekki vitað hvar bin Laden væri niðurkominn en ekkert benti til þess að hann væri látinn. „Osama bin Laden er á lífi,“ sagði Noble. Noble sagði einnig að Inter- pol, sem hefur höfuðstöðvar í Lyon í Frakklandi, hefði rann- sakað fjárhag bin Ladens og komist að þeirri niðurstöðu að hann ætti enn um 280–300 milljónir dala í reiðufé á banka- reikningum víðs vegar um heiminn. Sú upphæð svarar til 25 til 28 milljarða króna. Noble fjallaði um hryðju- verkin á Balí, í Jemen og Moskvu í viðtalinu og sagði að hryðjuverkahópar væru greini- lega að senda vestrænum ríkj- um þau skilaboð að baráttunni gegn hryðjuverkum væri langt í frá lokið. Hann sagði að leyniþjónust- ur væru sammála um að al- Qaeda væri að undirbúa nýja hryðjuverkaárás sem beindist ekki aðeins að Bandaríkjunum heldur nokkrum öðrum löndum samtímis. „Osama bin Lad- en er á lífi“ Yfirmaður Int- erpol segir al- Qaeda undir- búa frekari hryðjuverk París. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.