Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLINDRAFÉLAGINU gengur sí- fellt verr að afla fjár til rekstrarins og framlög ríkisins, sem þó eru lítill hluti af heildartekjum félagsins, hafa stað- ið í stað og jafnvel minnkað. Vegna hallarekstrar á síðustu árum hefur fé- lagið dregið talsvert úr starfsemi sinni og enn herðir að. Nú stendur til að draga úr útgáfu á hljóðsnældum með helstu fréttum og greinum í dag- blöðunum en snældurnar hafa verið sendar til félagsmanna vikulega. Þetta segir Gísli Helgason, formað- ur Blindrafélagsins, en um 400 manns sem eru ýmist blindir eða mjög sjón- skertir eru aðalfélagar í Blindrafélag- inu. Um 1.200–1.400 manns á landinu öllu teljast sjónskertir. Að sögn Gísla er meirihlutinn af tekjum Blindrafélagsins fenginn með sölu happdrættismiða, jólakorta og merkjasölu auk þess sem velunnarar láta fé af hendi rakna til félagsins. Um leið og þrengt hafi að í efnahagslífinu hafi þessar sjálfaflatekjur dregist saman, sala happdrættismiða hafi minnkað ár frá ári og fyrirtæki sendi jólakort í auknum mæli á Netinu. Um 15% af tekjum félagsins koma frá ríki og sveitarfélögum. „Við höfum fengið 5,8 milljónir á ári síðastliðin sjö ár en á síðasta ári lækkuðu fjárveitingar niður í um 5,2 milljónir en það kostar sennilega um 70 milljónir að reka alla þá starfsemi sem félagið sinnir,“ segir Gísli. „Fjárþörf okkar er innan við 10% af því sem það kostaði að reisa nýjan skála við Alþingishúsið, svo maður taki nú eitthvert dæmi. Við höfum farið fram á við fjárveitinga- valdið að fá 14 milljónir á næsta ári en það er innan við 2% af kostnaði við skálann. Það fer ótrúleg orka í að reyna að afla fjár og hafa samband við ráðamenn og manni finnst einhvern veginn að þessum tíma gæti verið miklu betur varið.“ Rekstur í járnum Rekstur Blindrafélagsins og fyrir- tækja í eigu félagsins hefur verið í járnum um alllangt skeið. Í fyrra nam tap á rekstri félagins um 10 milljón- um, 12 milljóna króna tap varð á Blindravinnustofunni og um 4 millj- óna tap á hljóðbókagerð Blindra- félagsins. „Við höfum sagt upp nokkr- um sjáandi starfsmönnum á Blindravinnustofunni og að öllu óbreyttu neyðumst við því miður til að huga að róttækum sparnaðarað- gerðum hjá Blindrafélaginu. Að auki höfum við hætt útgáfu á hljóðbókum á frjálsum markaði. En við verðum að spyrna við fótum svo við getum haldið áfram þeirri starfsemi sem við verð- um nauðsynlega að sinna,“ segir Gísli. Verulegur árangur hafi náðst í rekstrinum en þó stefni í rekstrar- halla á þessu ári. Um 14 manns starfa á skrifstofu félagsins í 12 stöðugildum og segir Gísli að skrifstofan sé síst yf- irmönnuð enda sé þar unnið ötullega að ýmiskonar hagsmunamálum blindra og sjónskertra. Þar sé t.d. fræðslufulltrúi sem miðli efni til fé- lagsmanna, foreldradeild sem sinni málefnum foreldra blindra og sjón- skertra barna auk þess sem mötu- neyti þjóni íbúum í fjölbýlishúsi blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 og svo mætti lengi telja. Gísli segir að miklu fjármagni hafi verið varið til endurbóta á sex af íbúð- um Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Auk þess sé stefnt að því að setja upp fullkomið sérútbúið tölvuver fyrir blinda og sjónskerta. „Hér er líka æskulýðsstarf í fullum gangi og hérna vinnur virkur hópur félagsmanna öt- ullega í sínum málum,“ segir Gísli. Stefnt sé að því að efla félagsmiðstöð Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 og vilji félagið m.a. að Blindrabókasafnið verði fært þangað, en það er nú til húsa í Kópavogi. Sinni verkefnum stjórnvalda Gísli telur að Blindrafélagið hafi að mörgu leyti sinnt sjálfsögðum skyld- um stjórnvalda, ekki síst í útgáfu- starfsemi. „Það er spurning um jafn- rétti að blindir og sjónskertir fái jafnan aðgang á við sjáandi að lesefni og öðru sem nauðsynlegt er til að fólk geti verið virkir þátttakendur í sam- félaginu,“ segir hann. Fleiri dæmi séu til um að Blindra- félagið hafi sparað ríkinu verulegar fjárhæðir. Fyrir nokkrum árum var komið á svokölluðu trúnaðarmanna- kerfi sem felst í því að blindir eða sjónskertir trúnaðarmenn heimsækja þá sem missa sjónina eða hafa nýlega misst hana, og veita þeim alls kyns upplýsingar og stappa í þá stálinu. „Þetta kerfi hefur sparað ríkinu millj- ónir í heilbrigðiskostnað því ef fólk leggst í depurð og drunga út af ein- hverjum áföllum verður það oft læknamatur og hleður utan um sig sérfræðingum með tilheyrandi kostn- aði. Við höfum lagt ofurkapp á að koma þessu kerfi á fjárlög en það hef- ur ekki gengið þrátt fyrir fyrirheit um slíkt. Hingað til hefur verið greitt fyr- ir kerfið af ráðstöfunarfé ráðherra en það gengur ekki til lengdar. Við sjáum fram á að ef fjárframlög verða óbreytt þáverður að leggja kerfið nið- ur,“ segir Gísli. Þá hafi verið lögð áhersla á að ráðinn verði atvinnu- málafulltrúi fyrir blinda og sjón- skerta til að aðstoða þá við atvinnuleit og fylgja þeim eftir út á vinnumark- aðinn. Þetta hafi verið gert fyrir heyrnarlausa og gefið góða raun. Blindrafélagið dregur úr þjónustu vegna fjárskorts Framlag ríkisins til félagsins hefur minnkað á síðustu árum BARNAVERND Reykjavíkur hefur lagt fram kæru á hendur 31 árs gömlum karlmanni vegna gruns um að hann hafi framið kynferðisbrot gegn 13 ára göml- um dreng. Lögreglan á Blöndu- ósi hafði afskipti af manninum og drengnum á þriðjudagskvöld þegar þeir voru að reyna að út- vega sér bílfar til Reykjavíkur og fundust þá 13 grömm af hassi í söluumbúðum á drengnum. Guðrún Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri Barnavernd- ar Reykjavíkur, segir að kæran hafi verið lögð fram í kjölfar fréttar í Ríkissjónvarpinu um að ungur piltur á Norðurlandi hefði greint frá því að maðurinn hefði boðið honum fíkniefni gegn kyn- ferðislegu samneyti. Því hefðu vaknað grunsemdir barna- verndaryfirvalda um að dreng- urinn hefði orðið fyrir kynferð- isbroti af hálfu mannsins. Aðspurð segir Guðrún að gert sé ráð fyrir að drengurinn verði áfram í forsjá barnaverndaryf- irvalda, a.m.k. fyrst um sinn. Kærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn 13 ára dreng FYRIRTÆKINU ORF Líftækni hf. hefur tekist að erfðabæta bygg og er það í fyrsta skipti, sem erfðabætt planta til hagnýt- ingar er búin til hér á landi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hér um mikilvægan áfanga að ræða sem gefi möguleika á nýrri og umfangsmikilli starfsemi í landbúnaði og iðnaði í framtíð- inni. Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að ef vel tekst til gæti hafist framleiðsla á mjög verðmætum efnum innan fárra ára. ,,Við teljum að þróunarferlið muni taka um eitt ár til viðbótar, en svo kemur að því að við gerum væntanlega samninga við bændur um ræktunina. Setja þarf upp hreinsiverksmiðjur og sennilega fer stærsti hluti rekstrarins fram þar. Ef vel tekst til getur þarna orðið um að ræða rekstur sem skilar milljörðum. Það tekur reyndar talsverðan tíma að ná því marki, en gera má ráð fyrir að nokkur hundruð manns fengi vinnu við þetta innan tíu til fimm- tán ára,“ segir Júlíus. Nýtast m.a. í lyfjagerð og landbúnaði ORF Líftækni hefur um nokk- urt skeið unnið að þróun aðferða til að erfðabæta bygg en áður var unnið að þessu verkefni á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA) í samstarfi við Iðn- tæknistofnun. Að sögn Júlíusar er ákveðinni tækni beitt, þar sem erfðabætt bygg er notað sem hýs- ill til að framleiða verðmæt efni, en fyrst um sinn verða aðallega framleidd prótein. Slík fín- hreinsuð prótein sem framleidd eru með erfðatækni nýtast til margra hluta, s.s. í lyfjagerð, fyr- ir iðnað eða í landbúnaði. Fyrirtækið kynnti starfsemi sína í gær í tengslum við aðalfund Landssambands kornbænda og við það tækifæri var fyrsta erfða- bætta byggið afhent Þorsteini Tómassyni, stjórnarformanni ORF Líftækni og forstjóra RALA. Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmönnum ORF Líftækni hf. hefur tekist að erfðabæta plöntur, sem framleiða sérvirk prótein, og þeir voru ánægðir með afraksturinn þegar þeir kynntu starfsemi fyrirtækisins fyrir fjölmiðlum í gær. ORF Líftækni býr til erfðabættar plöntur til hagnýtingar Telja framleiðslu geta skilað milljörðum MÁLVERK í eigu Búnaðarbanka Íslands hafa verið færð til eignar á upphaflegu kaupverði í bókum bankans, segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans. Heildareignir Búnaðarbankans séu um 245 milljarðar þannig að mál- verkin séu aðeins brotabrot af eignum bankans, líkast til sé eign- færsla á málverkunum í kringum 100 milljónir króna. Það sé engan veginn auðvelt að áætla markaðs- virði þeirra. Árni vill taka fram að mjög vel sé hugsað um málverk í eigu bankans og ástand þeirra, skráning sé öll til fyrirmyndar og öryggisgæsla og eldvarnareftirlit í Búnaðarbankanum væntanlega betra en í flestum söfnum lands- ins. Þá hafi bankinn reynt eftir föngum að gera þau aðgengileg al- menningi, bæði í bankanum sjálf- um og eins með sýningum. Landsbankinn veitir ekki upplýsingar um verðmæti Haukur Þór Haraldsson, yfir- maður rekstrarsviðs Landsbank- ans, segir að málverk í eigu bank- ans séu færð til eignar í bókum hans en sú upphæð endurspegli væntanlega ekki raunvirði þeirra, hvert svo sem það er. „Við veitum almennt ekki upp- lýsingar um einstaka eignarliði Landsbankans, annað en það sem kemur fram í okkar reikningum sem eru aðgengilegir mönnum. Upplýsingar eru veittar á hlut- hafafundum og ef bankinn telur sig þurfa að koma öðrum upplýs- ingum á framfæri er það gert í gegnum Kauphöllina. Þrátt fyrir mjög svo fjöruga umræðu um listaverk höfum við ekki séð ástæðu til þess að greina sérstak- lega frá því hvernig þau séu færð til eignar í bókum bankans,“ sagði Haukur. Listaverkasafn Búnaðarbanka Íslands Bókfært verðmæti um 100 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.