Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 4
 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Arni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján I alþýöu- Áskriftarsíminn 1 blaóid Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf„ Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Síðumúla 12 er 681866 Þriðjudagur 19. ágúst 1986 Á alþjóðlegu bókaþingi kvenna, sem haldið var í Osló í vor, var m.a. rætt um stöðu kvenna og kvenna- hreyfinguna á Indlandi og Pakist- an. Kvennahreyfing hefur verið starfandi í Indiandi síðustu 10 árin og þar sem annars staðar hefur hún haft stuðning af útgáfustarfsemi ýmiss konar, útgáfu bóka, tímarita, upplýsingabæklinga o.s.frv. Fyrir tveimur árum stofnuðu tvær indverskar konur fyrstu bóka- útgáfuna þar í landi sem eingöngu gefur út bækur fyrir konur og um konur og annast auk þess ýmsar kvennarannsóknir í samvinnu við kvennahreyfinguna, eftir því sem tök eru á. Konurnar eru Urvashi Butalia og Ritu Menon og hafa báðar langa reynslu af útgáfustörfum í heima- landi sínu. Tilgangurinn með útgáf- unni er að bæta úr brýnni þörf fyrir fjölbreyttara efni en áður hefur ver- ið á boðstólum og ennfremur að sinna vönduðum rannsóknum, sem kvennahreyfingin hefur ekki haft tíma til fram að þessu. Gefið er út ýmislegt fræðsluefni um hagnýt málefni, t.d. heinlæti, heilsuvernd, lagaleg réttindi og þessháttar en einnig fagurbókmenntir; sögur þar sem lesandinn getur fræðst um kjör kvenna almennt og borið saman við sína eigin lífsreynslu. Vopnasmiðjan Bókaútgáfan, „Kali for Women“, er með öðrum orðum e.k. vopna- smiðja fyrir kvennabaráttuna, þótt ekki séu það eigin orð þeirra kvenn- anna. Það kemur t.d. fram í því að skipuleggja námskeið og umræðu- fundi um umhverfismál, sem hafa fengið aukna athygli í Indlandi eftir Bhopal-slysið, sérstaklega meðal kvenna. Það kemur einnig fram í útgáfu bóka á borð við handbók um laga- leg réttindi kvenna, sem er tímabær lesning vegna nýrra laga sem draga mjög úr öryggi kvenna. Þau gefa múslímum rétt til að yfirgefa konur sínar, án nokkurra fjárhagslegra skuldbindinga. Óvelkomnar Stúlkubörn eru óvelkomin í heiminn þegar þau fæðast og meira að segja áður en þau fæðast. Það virðist vera aukin tilhneiging til þess, einkum meðal millistéttar- manna, að krefjast þess að konur þeirra fari í fósturgreiningu til að Urvashi Butalia og ritu Menon voru fulltrúar Indlands á bókaþingi kvenna í Oslá Nœsta þing veröur haldið á Indlandi eftir tvö ár. hægt sé að fá fóstureyöingu, ef barnið er kvenkyns. Þetta er eitt af því sem kvennahreyfingin hefur vakið athygli á og barist gegn og einnig annars konar undirokun sem konur verða að sæta þegar þær ganga í hjónaband. Það er heimanmundurinn, sem sífellt eru gerðar meiri kröfur til á Indlandi, ekki síst vegna sjónvarps- auglýsinga viðskiptalífsins, sem set- ur mark sitt á þjóðlífið í síauknum mæli. Þeir árekstrar sem þessi siður skapar er sagður leiða til bæði morða og sjálfsmorða, þótt ekki sé það opinberlega staðfest. Þegar stúlkur giftast og flytja til fjölskyldu eiginmannsins, oft ekki nema 12—13 ára, eru þær alla jafna algerlega ómenntaðar og oft van- nærðar og veikbyggðar. Þær eiga að gegna því hlutverki að flytja með sér björg í bú og ala manni sínum syni. Ef maðurinn er ekki ánægður er auðvelt að setja á svið „slys“ og maðurinn fer aftur á biðilsbuxurn- ar og fær nýjan heimanmund.- Að fá skilnað og sjá fyrir sér sjálf, er mjög erfitt, jafnvel fyrir konur með starfsmenntun, en hér um bil óhugsandi fyrir hinar. Þá er litið á þær sem vændiskonur. Verkefnin er næg og útgefend- urnir eru ánægðir með þær við- tökur sem bækur þeirra hafa feng- ið. Það hjálpar til að konum hefur fjölgað í blaðamannastétt og þær hafa beitt sér fyrir umfæðum um Kvennahreyfing í Indlandi og Pakistan málefni kvenna í fjölmiðlum. Önn- ur útgáfufélög eru einnig farin að gefa út bækur um málefni kvenna, því að áhuginn hefur verið vakinn og slíkar bækur seljast vel um þess- ar mundir. Kvennablað Kannski var það þess vegna sem „The Times of India Group“, stór dagblaðasamsteypa réðst í að gefa út kvennablað „Vama“ (kona) á máli hindúa. — Við fengum tvö ár til að láta á það reyna hvort hægt væri að gefa út blað sem höfðaði til kvenna, án þess að uppistaðan væri það hefð- bundna efni, tískumyndir og reyf- arar — segir ritstjórinn, Mrinal Pande. Sjálf er hún rithöfundur, sem ólst upp við að sjá móður sína sitja við skrifborð og skrifa — og hélt lengi vel að það gerðu allar mömmur. Hjá kollegum sínum fékk hún vandaðar sögur til birtingar, en að öðru leyti birtast í blaðinu ráð og upplýsingar um hin ýmsu mál sem snerta konur. Þetta var vandaverk, því að jafnframt þurfti að tryggja söluna og oftast eru það karlmenn- irnir sem halda um pyngjuna. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda úti blaði, sem er vandað og auk þess líklegt til að vera skoðana- mótandi og vekja spurningar, en það er einmitt tilgangurinn með út- gáfu þess. Aðspurð, hvort hún ætti einhver hollráð til að gefa konum, sagðist hún telja það þýðingarmest að þær héldu reisn sinn, hvernig sem kjör þeirra annars væru. Þótt þær séu alls staðar óvelkomnar og lítilsvirt- ar, heima fyrir og út á við, verða þær að reyna að halda sjálfsvirð- ingu sinni, það er þeirra eina von, sagði Mrinal Pande. Pakistan Einhver áhrifamesta aðferðin við að halda konum niðri, er að halda þeim í einangrun. Þess vegna eru samtök og upplýsingamiðstöðvar svo nauðsynlegar, segir Ferida Sher frá Pakistan. Hún hefur, ásamt fjórum öðrum konum stofnað upp- lýsinga- og útgáfumiðstöð í Pakist- an. Þær starfa við enn erfiðari að- stæður en indversku konurnar. Það hefur meira að segja komið til tals að banna kvennahreyfinguna í Pak- istan, svo að þær hafa mestmegnis Framh. á bls. 3 Molar Ræðismenn þinga í Reykjavík Fundur ræðismanna íslands verð- ur haldinn í Reykjavík dagana 31. ágúst til 4. september nk. Slíkir fundir hafa verið haldnir tvívegis áður, árin 1971 og 1977. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að til lands- ins komi á þriðja hundrað manns, ræðismenn og fjölskyldur þeirra. ísland hefur ræðismenn í 162 borgum í rúmlega 50 löndum víðsvegar um heim. Þeir eru nær undantekningalaust ólaunaðir kjörræðismenn. Brynjólfur um Þjóðviljann í þeim deilum, sem verkalýðsarm- ur Alþýðubandalagsins hefur átt við ritstjórn Þjóðviljans, hefur' lítið verið minnst á ummæli Brynjólfs Bjarnasonar, sem hann viðhafði í erindi um daginn og veginn, sem hann flutti í Ríkisút- varpinu 2. desember sl. Þá sagði þessi merki sósíalisti (kommúnisti); „Þrátt fyrir allt, sem á milli ber, leggjast öll dag- blöðin á eitt til þess að móta lífs- viðhorf okkar, þótt mörgum virð- ist annað í fljótu bragði. Munur- inn á Morgunblaðinu, DV, Al- þýðublaðinu og NT er harla lítill. Lengst af hefur Þjóðviljinn skorið sig úr. En satt að segja hefur dreg- ið mjög saman með honum og öðrum blöðum nú um langt skeið, t.d. í alþjóðamálum. Þegar Morg- unblaðið sakar Þjóðviljann um kommúnisma og sovétvináttu, þá held ég að það sé óverðskuldað- asta ásökun, sem nokkrum and- stæðingi hefur verið borin á brýn í allri stjórnmálasögunni. Þjóð- viljamenn eru að vonum sárgram- ir yfir svona fjarstæðum og ósvífnum áburði og fátt er auð- veldara en að hrekja hann með til- vitnunum til fjölmargra greina blaðsins sem skrifaðar hafa verið af heitu hjarta um árabil. En ekk- ert dugar. Það er aðeins til eitt ráð til þess að þvo af sér þennan blett. Að hætta að vera málsvari fyrir hagsmuni verkalýðsins, minnast aldrei á umbreytingu þjóðfélags- ins í sósíalískt horf og hætta öllu andófi gegn amerískum herstöðv- um“ Hér kann að vera komin skýr- ingin á óánægju verkalýðsfor- ingja Alþýðubandalagsins með skrif Þjóðviljans. Ólöglegir knattspyrnumenn virðast vera nánast á hverju strái nú til dags, ef marka má allan þann fjölda af kærum sem knatt- spyrnudómstólar landsins fá til umfjöllunar í seinni tíð. Nú síðast er það spurningin um lögmæti Péturs Pétursson hjá Skagamönnum sem sumir vilja setja spurningamerki við. Hafn- firðingar kærðu þátttöku hans í leik þessara liða fyrir nokkru, þar sem Pétur kom heim frá útlönd- um á miðju keppnistímabili. í Skagablaðinu í síðustu viku er hins vegar haft eftir Þóri Jónssyni hjá FH að kæran hafi fyrst og fremst verið lögð fram til að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort þetta sé leyfilegt og vafa- laust myndu mörg félög nýta sér það á næsta keppnistímabili. Það virðist sem sagt ekki mikl- ar líkur til að Pétur verði dæmdur ólöglegur, ef Hafnfirðingarnir sjálfir reikna alls ekki með að kæra þeirra verði tekin til greina. Annars er það náttúrlega ekki svo að skilja að ef Hafnfirðingun- um yrði öllum óvænt dæmdur sig- ur í leiknum við Skagamenn, þá kæmi sér það ágætlega í fallbar- áttunni. Friðrik mikli Það eru meiri reiðinnar ósköp af afmælum í ár. Ein afmælisfréttin enn datt inn á skrifstofur okkar með póstinum nú á dögunum. Það kemur sem sé á daginn að Friðrik mikli, kóngur af Prúss- landi, hrökk upp af daginn áður en kollegi hans í nágrannaríkinu Danmörku, undirritaði tilskipun- ina frægu sem afnam einokunar- verslun á Islandi og bjó til kaup- stað úr þeirri þyrpingu moldar- kofa sem þá stóð hérna niðri við tjörn. Á sunnudaginn, hinn 17. þessa mánaðar voru sem sagt Iiðin 200 ár frá andláti þessa „menntaða einvalds", sem enn í dag heillar marga sagnfræðinga, ef marka má fréttatilkynningu sem okkur barst frá heimahögum hans. Að sjálfsögðu notum við tæki- færið og birtum hér mynd af kappanum eins og hann mun hafa litið út í lifanda lífi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.