Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. ágúst 1986 3 Hagkaup hagkvæmust — af níu verslunum í miðbæ Reykjavíkur í 11. verðkönnun NRON, ASI og BSRB. Könnunin var gerð 13. ágúst og náði til níu verslana í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin Hagkaup á Laugavegi var í flestum tilfellum með lægsta verð, eða í 13 tilfellum af 19. í könnuninni kemur fram mjög mikill verðmunur milli verslana á grænmeti. Mesti verðmunur var á nýju ís- lensku hvítkáli. Það var hægt að fá ódýrast á 59r kr. kg., en dýrast á 114r kr. kg. Þarna munar 55r kr. á hverju kg. eða 93,2%. í versluninni Þingholti var hægt að fá innflutt hvítkál á 35r kr. kg. og hjá Hagkaupum var til innflutt blómkál á 69r kr. kg. Lægsta verð er merkt með stjörnu. VERÐCÆSA VERÐCÆSA •H/L VERÐCÆSA Vörutegundir Nafn á búö: Gunnlaugsbúð Freviua. 15 Nafn á búö: Hagkaup Lauaav. 59 Nafn á búö: Hverfiskjötb. Hverfisa. 50 Nafn á búð: Kjötb.Peturs Lauaav. 2 Naín á búö: Kjötbær Lauaav. 34 Nafn á búö: Siggubúó Beras.str.48 Nafn á búö: SS Hafnarst. 5 Nafn á búö: Vióir Austurstnl7 Nafn á búö: Þingholt Grundarst. 2 Mism. haasta Kr: ve og lægsta XÖS %: Coco Puffs 340 e 149,00 127,10 * 152,50 152,50 150,00 132,60 137,90 149,50 25,40 20,0 Cheerios hnnrir 198 e 69,00 60,70 -¥- 72,90 72,90 73,00 63,40 65,90 73,40 12,70 - 20,9 Honiespaehetti 250 e 44,90 35,90 * 41,40 55740 37,50 41,60 9,00 25,1 Bueles 175 e 99,50 87,70 * 101,00 97,40 99,50 99,00 90,50 95,00 98,60 13,30 15,2 Marvland cookics kex 34,90 30,60 35,50 34,80 32,00 4,90 16,0 Maarudflöeur 100 e 56,50 56,50 66,90 55,00 56,60 53,30 * 63,00 55,00 13,60 25,5 Smiörvi 300 e 82,00 74,70 81,60 79,50 87,40 82,00 74,80 78,20 85,00 12,70 17,0 Ora maískom '/5 dós 70,50 56,30 70,60 69,00 70,60 71,00 61,50 61,40 48,00 * 23,00 47,9 KJ maískom dós 52,30 * 65,60 57,10 13,3 25,4 Sólblómi 400 e 69,50 67,90 -¥- 78,00 71,50 51750 75755 7l,5ö 75755 73.65 15.10 22.5 Kakómjólk Vi 1 17,70 16,50 * 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 1,20 7,3 Ríó kaffi 99,60 94,90 99,60 94,60 * 114,50 99,00 95,00 95,45 98,00 19,90 21,0 Gevalía rauöur pakki 250 e 98,00 94,60 95770 93,7Ó * 113,50 98,50 93,80 97,00 19,80 21,1 Melroses te 20 grisjur 51,80 43,90 * 50,40 50,70 50,05 52,00 45,90 47,60 8,10 18,5 Blómkál ísl. 1. fl. 1 ke 120,00 105.00 120,00 98,00 120,00 104,00 78,00 * 94,00 42,00 5373 Tómatar 1. fl. 1 ke 115,00 98,00 * 110,00 126,00 150,00 123,30 108,00 98,00 * 119,00 52,00 53,1 Aeúrkur 1. fl. 1 ke 150,00 119,00 150,00 126,00 140,00 134,00 96,00 -¥- 129,00 138,00 54,00 56,3 Gulrófur l.fl. lke 105,00 85,00* 99,00 55755 105,00 93,80 98,00 98,00 20,00 23,5 Hvitkál ísl. 1. fl. 1 ke’ 75,00 59,00 * 114,00 98,00 114,00 101,90 99,00 107,00 55,00 93,2 ÓHEIMILT er að birta samanlagt verð á ofangreindum vörutegundum í einstökum verslunum. 11. VERÐKÖNNUN © i NRON Táknmynd kvennabaráttunnar í Pakistan. Kvennahreyfing 4 dreif't upplýsingum um stöðu kvenna í öðrum löndum og útgáfu- starfsemin takmarkast við þýðingar á erlendu efni. Erfitt er að koma fræðslu og upplýsingum á fram- færi, því að lestrarkunnátta kvenna er bágborin. í staðinn fyrir ritað mál eru notaðar kasettur, götuleik- hús, leiksmiðjur og sýningar. Þær eru smátt og smátt að færa út kvíarnar og hafa t.d. dreift fjöl- ritum með frásögnum frá gamalli Reykjavíkurborg: Öldruðum boðið á tœknisýningu 1 tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar verður haldin viðamik- il tæknisýning í Borgarleikhúsinu. Þetta er fyrsta sýning sem sett er upp í þessu nýja leikhúsi. Þar verða ýmis undur tækni og hönnunar, s.s. líkan af Suðuriandi, talandi vél- menni og stærsti foss á íslandi inn- anhúss. Aðgangseyrir er kr. 200 fyr- ir fullorðna og 100 fyrir börn. Reykjavíkurborg býður ellilífeyr- isþegum á Stórreykjavíkursvæðinu aðstoð við að komast á sýninguna og býður upp á kaffi og meðlæti á eftir. Farið verður frá Alþingishús- inu miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.00 og frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.00 mánudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Seinni rútan mun einnig taka fólk við Fannborg 2 í Kópavogi Þeim sem þiggja vilja þessa að- stoð er bent á að tilkynna þátttöku í síma 36715. Greinargerð frá Útvegsbankanum: Bankinn hefur ekki beðið um fé úr ríkissjóði tíð, um spunakonur sem komu saman við vinnu sína og mynduðu vísi að félagsskap, án þátttöku karl- manna. í landi eins og Pakistan þarf að byrja smátt og vekja konur til vitundar um það hver er raun- verulegur tilgangur kvennabaráttu. Andstaða Kvenréttindakonur í þessum heimshluta eru ekki öfundsverðar af starfi sínu. Þeim er gert erfitt fyr- ir með öllu móti. Þær eru ásakaðar um að vera undir vestrænum áhrif- um, heimsvaldasinnar og þaðan af verra. Þær hafa unnið við erfiðustu skilyrði sem hugsast getur, en þær telja að starf þeirra sé farið að skila árangri. Til marks um það er opin- ská andstaða stjórnvalda í Indlandi og Pakistan, sem sýnir að starf þeirra hefur vakið athygli. Það er fyrsta táknið um sigur í baráttunni. Útvegsbanki íslands hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð: í ársskýrslu Útvegsbanka íslands fyrir árið 1985 koma eftirfarandi meginatriði fram: A árinu 1985 varð hagnaður af reglulegri starfsemi Útvegsbanka íslands, sem nam 28.7 m.kr., en á síðari hluta ársins varð einn stærsti viðskiptaaðili bankans, Hafskip hf., gjaldþrota. Talið var nauðsyn- legt að afskrifa 422 m.kr. af útlán- um og ábyrgðum bankans vegna fé- lagsins. Þá ákváðu bankaráð og bankastjórn að afskrifa að auki önnur útlán um 48 m.kr. Heildar- tap bankans á árinu nam því 422.6 m.kr. Eigið fé bankans minnkaði, af framangreindum orsökum, veru- lega á árinu og nam í árslok um 90 m.kr. Eiginfjárhlutfall bankans skv. ákv. laga nr. 86/1985 um við- skiptabanka var því 0.97%, en sam- bærilegt hlutfall í ársbyrjun var Nýr rannsóknarlögreglustjóri: Bogi Nílsson fékk stöðuna Það varð á endanum Bogi Níls- son, núverandi sýslumaður og bæj- arfógeti á Eskifirði, sem hlaut skip- un í embætti Rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins frá og með 1. októ- ber. Fréttatilkynning um þetta var gefin út síðdegis í gær. Nokkur umræða hefur verið um það manna á meðal að undan- förnu, hverjum myndi hlotnast þetta embætti og mun almennt hafa verið talið að erfitt yrði að ganga fram hjá Þóri Oddssyni, núverandi vararannsóknarlögreglustjóra, en hann var einn þeirra sem sóttu um stöðuna. Auk þeirra Boga og Þóris sóttu Ásgeir Bergur Friðjónsson, saka- dómari í ávana- og fíkniefnamálum og Arngrímur ísberg, fulltrúi, um þessa stöðu. Þórir Oddsson hefur að undan- förnu gengt stöðunni til bráða- birgða, en hún losnaði þegar Hall- varður Einvarðsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglustjóri var skip- aður ríkissaksóknari. 5.7%. Seðlabanki íslands hefur f.h. ríkissjóðs ábyrgst allar skuldbind- ingar bankans. Þessu til staðfest- ingar var eftirfarandi yfirlýsing gef- in út hinn 20. maí sl.: „Að höfðu samráði við við- skiptaráðherra og með hliðsjón af ákvæðum laga um ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Útvegsbanka ís- lands, lýsti Seðlabanki íslands yfir því hinn 6. desember 1985, að Seðlabankinn muni sjá til þess, að Útvegsbankinn geti staðið viö allar skuldbindingar sínar innanlands og utan, á meðan verið er að leita var- anlegra lausna á fjárhagsvanda- málum bankans“. Bankastjórn og bankaráð Út- vegsbankans hafa ekki farið þess á leit að fé verði lagt fram úr ríkis- sjóði til lausnar vanda bankans, en á hinn bóginn óskað þess að hluti af skuld sem þegar er orðin við Seðla- bankann, að fjárhæð 300 m.kr. verði breytt til þess að létta vaxta- byrði hans. Aukning innlána var mikil fram eftir árinu en úr henni dró síðustu mánuðina. Heildarinnlán jukust um 45.1% og námu í árslok 3.748 m.kr. Útlán jukust mun minna eða um 13.54% og voru 4.225 m.kr. að frátöldum erlendum endurlánum, sem námu 3.790 m.kr. Samtals voru því útlán bankans 8.015 m.kr. Þar sem hlutur erlendra endurlána er svo mikill sem raun ber vitni í rekstri Útvegsbankans eru heildar- útlán hans önnur mestu í banka- kerfinu eða 15.6%. Lausafjárstaða bankans batnaði á árinu, einkum fyrri hluta þess og varð 351 m.kr. betri en í ársbyrjun. GOTT BIL MILU BÍLA— m ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti Okkur vantar starfsfólk! * Hjúkrunarfræöinga vantar á eftirtaldar deildir: — Lyflæknisdeild l-A og ll-A. — Hafnarbúðir. — Handlæknisdeildir l-B og ll-B. Hærri laun á næturvöktum. * Sjúkraliða á allar deildir. * Ritara í fullt starf. * Fóstrur á leikstofu barnadeildar. * Starfsfólk til ræstinga. Við bjóðum nú betri starfsaðstöðu á ný- uppgerðum deildum, góðan starfsandaog aðlögunartíma eftir þörfum hvers og eins: Sveigjanlegur vinnutími kemurtil greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600—300 kl. 11:00—12:00 og 13:00—14:00 alla virka daga. Reykjavík 13/8 1986 Hjúkrunarstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.