Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 12
~z FÉLAGIÐ ÍSLENSK GRAFÍK OPNAR NÝJAN SÝNINGARSAL OG VERKSTÆÐI í HAFNARHÚSINU STOR AFANGI FYRIR FÉLAGIÐ Félagið Islensk grafík opnar í kvöld nýtt verkstæði og sýningarsal í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. MARGRET SVEINBJÖRNSDOTTIR heyrði hljóðið í formanni félags- ins, Höskuldi Harra Gylfasyni, og fyrsta sýnandanum í nýjg salnum, Bragg Asgeirssyni. NÝJA grafíkverkstæðið og sýningar- salurinn verða opin gestum í kvöld frá kl. 20 og verður þeim skemmt með flautuleik, söng og ljóðalestri, auk þess sem boðnar verða veitingar. Á verk- stæðinu, sem er á rúmlega 300 fermetra fleti á jarðhæð Hafnarhússins, hafnarmegin, er ágæt aðstaða til vinnu með hinum ýmsu að- ferðum grafíklista, svo sem ætingu, stein- þrykki og silkiþi-ykki, auk þess sem þar er myrkraherbergi. Félagið íslensk grafík hefur síðan á árinu 1995 rekið verkstæði og gestavinnustofu í Tryggvagötu 15, næsta húsi við Hafnarhúsið, en í febrúar síðastliðnum var verkstæðið flutt í Hafnarhúsið. Starfsemi þar er þegar hafin en verkstæðið verður nú loks formlega opn- að. Formaður félagsins Islensk grafík er Höskuldur Harri Gylfason. Hann segir opn- un verkstæðisins og sýningarsalarins stóran áfanga fyrir félagið og vonast til þess að með því eflist enn áhugi almennings og myndlist- armanna á grafíkinni. Myndlistarmenn geta nú leigt vinnuaðstöðu á verkstæðinu til lengri eða skemmri tíma. Á næstunni eru þar einnig fyrirhuguð ýmis námskeið og kynningar, bæði íyrir almenning og myndlistarmenn. Morgunblaölö/Kristinn Myndlistarmenn geta nú leigt aðstöðu á verkstæði íslenskrar grafíkur til lengri eða skemmri tíma. Hór sést Sigurbjörn Ingvarsson að störfum. Félagið fagnar á þessu ári 30 ára afmæli og er skemmst að minnast mikillar grafíksýn- ingar í Gerðarsafni í Kópavogi á liðnu vori af því tilefni. Um þessar mundir er unnið að út- gáfu margmiðlunardisks um félagið. „Þar eru upplýsingar um nýju aðstöðuna, sögu félags- ins, félagsmenn og sýnishom af verkum þeirra,“ segir Höskuldur Harri. Auk verkstæðisins er í hinu nýja húsnæði sýningarsalur þar sem fyrirhugað er að sýna verk félagsmanna og annarra þeirra sem vinna á pappír, m.a. ljósmyndir og teikning- ar. Á fyrstu sýningunni, sem opnuð verður í kvöld, verða verk eftir Braga Ásgeirsson og á haustdögum er þar fyrirhuguð samsýning á ljósmyndum. // ALEIT ÞETTA AÐEINS ÞREIFINGAR OG UPPHAF /✓ FYRSTUR til að sýna í hinum nýja sal í Hafnarhúsinu er einn af frumkvöðlum grafíklistar hér á landi, Bragi Ásgeirs- son, en hann er heiðursfélagi í félaginu íslenskri grafík. Á sýningunni, sem ber yfír- skriftina Frumsköp, eru grafíkverk og teikn- ingar Braga frá árunum 1948-1960 og hafa sumar myndanna aldrei verið sýndar áður. Bragi segir það hafa komið heldur flatt upp á sig þegar honum var boðið að sýna tré- ristur í nýja salnum. Hugmyndin var sú að vera þar með sýnishom af vinnu hans í þeim miðli, bæði plötur og þrykk. „Sá var þó hængurinn að ég eyðilagði plötumar svo til jafnóðum og á einungis tvær eftir ásamt örfá- um þrykkjum. Það gerðist, sem mér kom aldrei til hugar við tilorðningu myndanna, að þær seldust all- ar, og þar sem ég hafði yfirleitt þrykkt fá eintök af hverri, jafn- vel allt niður í þrjú, var þetta fljótt að fara á sölumarkaði og ég hafði ekki þá forsjálni að varðveita eitt eintak af hverri mynd, sem er þó regla. Bar svo litla virðingu fyrir þessu, áleit þetta aðeins þreifíngar og upphaf,“ seg- ir Bragi. Hann segir að þar sem hugmyndin hafi verið að kynna svartlist hans á sjötta áratugnum væri allt eins hægt að sýna sitt- hvað sem hann gerði í teikningu og grafík fram til ársins 1960, á mestu afkastaárum hans á því sviði. Ekki voru tök á því með skömmum fyrirvara að safna saman mynd- um í einkaeign, svo hann tók einungis það sem hendi var næst í sinni eigu. Bragi var fyrstur íslendinga til að kenna grafík og kenndi um árabil við Myndlista- og handíðaskólann, þar sem hann byggði upp frá grunni grafíkverkstæði, við frumstæðar aðstæður framan af, að eigin sögn. Þau ár sem hann kenndi var minni tími aflögu til eigin listsköpunar en eftir að hann hætti kennslu árið 1996 gafst honum aftur meiri tími. Þegar hann fékk Bjartsýnisverðlaun Brostes 1982 ákvað hann að verja verðlauna- fénu til að vinna í grafík í Kaupmannahöfn og hefur unnið af og til í grafík síðan, m.a. á Morgunblaöið/Kristinn „Þessa mynd teiknaði ég á Þjóðlistasafninu í Napólí 1954. Ég var þar á ferð með Guðmundi, sem seinna varð Erró. Við vorum alltaf með blýantinn á lofti og skisseruðum mikið. Við vorum mjög áhugasamir, skoðuðum allt og æstum hvorn annan upp. Við hétum því að binda okkur ekki kvenfólki fyrr en við yrðum þrítugir, við ætluðum að læra þangað til. Það tókst svona hér um bil,“ segir Bragi. „Hún er gerð f Róm 1954, þessi teikning. Ég var í síðdegistímum á Listakademíunni og ég hef aldrei á ævinni teiknað faliegri módel. Ég hefði helst viljað taka þau með mér heim á kvöldin - til að halda áfram að teikna," segir listamaðurinn. grafíkverkstæðum erlendis. Á næsta ári stefnir hann að þriggja mánaða vinnudvöl á grafíkverkstæði í París. Samfelldasta timabil ferils míns Bragi fagnar mjög tilkomu verkstæðisins í Hafnarhúsinu og segir hana stórt stökk fram á við fyrir íslenska grafík. Hins vegar segir hann að starfsemi slíks verkstæðis gangi ekki nema félagsmenn marki sér mjög strangar reglur við rekstur þess. „íslending- ar hafa lítinn aga,“ segir hann og virðist eilít- ið áhyggjufullur. Spurður um ástæðu þess að alvöru grafíkverkstæði sé fyrst að koma til nú segir hann að það hafí vissulega verið í bí- gerð lengi en íslenskir listamenn vinni illa saman og því hafi það gengið seint. Hann bendir einnig á að það séu fáir hér á landi sem skilji grafík, fræðslu í sjónmenntum sé lítið sinnt hér og hér séu engir safnarar sem aðallega safni grafík, nema í mjög smáum stíl. „Eiginlega eru ekki heldur neinir mál- verkasafnarar á íslandi nema í mjög smáum stíl. Áður höfðum við Ragnar í Smára en það hefur enginn komið í hans stað og enginn virðist heldur vera í sigti,“ segir Bragi. Á sýningunni verða nokkrar sjálfsmyndir í bleki og blýrissi, en Bragi kveðst hafa hafið feril sinn með því að gera sjálfsmynd í tré- ristu. „Elstu teikningamar eru frá 1948, en sjálfsmyndina gerði ég í Ósló haustið 1952. Þarnæst koma módelteikningar frá Róm 1954 og steinþrykk frá Kaupmannahöfn 1955-56. Loks málmætingar og steinþrykk frá dvöl minni í Munchen 1958-60. Þetta telst samfelldasta tímabil ferils míns er ég gat alfarið helgað mig myndlistinni," segir Bragi. Sýningin hefst í kvöld kl. 20 og verður op- in fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Henni lýkur 12. september. . B >rf 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.