Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 5
ÍflllÉl sv>vr> .* ■'wtsksí ^Sév-'.'X'* *-»; ••r.V.'I BROT ÚR SAMTÖLUM VIÐ BORGES Eftirfarandi samtöl við Jorge Luis Borges birtust í Samtölum II eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN, sem Almenna bókafélagið gaf út 1978. Valið hefur verið úr samtölunum með það í huga að þau gæfu mynd gf hugmyndum og reynslu Borgesar gf Islandi og íslenskum efnum sérstaklega. /■ ., NYUTKOMNU sjálfsævisöguriti segir Jor- ge Luis Borges á einum stað: „Enn einn dagdraumur minn er að fara pflagrímsför til Islands ...“ Nú hefur sá draumur rætzt. Hann rifjar upp það sem Moms sagði eitt sinn: „Þú ert að fara til Islands,“ var sagt við hann. „Nei,“ svaraði hann. „Eg er að fara pflagrímsför til Islands,“ sagði hánn. Það sama segi ég.“ Borges sagði, að Borg í nafni hans væri sama orðið og borg í íslenzku. Hann bætti við, að Auden héldi því fram, að nafn hans væri af íslenzkum uppruna: Auð- unn. En ekki mun Borges gera kröfu tfl að vera talinn húnvetnskur eins og Auden. Þó tók hann rækilega fram, að fóðuramma hans hefði verið ensk - og vonandi af norrænum uppruna, sagði hann. Hann sagði mér nánar frá fyrstu kynnum sínum af íslenzkum fornbókmenntum. „Faðir minn,“ sagði hann, „átti ágætt bókasafn. Eg fékk leyfi til að skoða það. Þar komst ég yfir þýðingar Williams Morris og Eiríks Magnússonar á Völsungasögu. Ég varð mjög hrifinn af að lesa hana. Þegar ég löngu síðar stundaði nám í Genf, las ég Germaníu Tacitusar á latínu, en kynni mín af verkum Carlyles efldu áhuga minn á þýzku. Ég kynnt- ist endursögn á Noregskonunga sögum á þessum námsárum í Evrópu.“ egar hér var komið samtalinu, minntist ég á smásögu Borges, Sú óboðna. Hún fjallar um tvo bræður, sem verða ást- fangnir af sömu konunni, eftirminnileg smá- saga í forníslenzkum stfl og anda. „Bezta sag- an mín,“ segir Borges. „Þegar ég skrifaði hana, reyndi ég að ganga eins hreint tfl verks og höfundar íslendinga sagna. Ég hafði þær að fyrirmynd. Vinátta er mjög mikilvæg með þjóð minni. Mér fannst ekki viðeigandi að láta bræðuma berast á banaspjót út af kvenmann- inum. Fómaði því stúlkunni. Engin lausn önn- ur var á sögunni." Borges fannst allt gott á Islandi. Þegar kalt var í veðri, sagði hann: „Það er mun- ur eða mollan heima og í heitu löndun- um.“ Þegar snjóaði var íslenzka krapið betra en rigning í öðmm löndum. Hann bjó á Hótel Holti og það var auðvitað bezta hótelið sem hann hafði kynnzt um dagana. Ogleymanlegt var að horfa á hann, þegar hann fékk Heimskringlu í hendur í Bókaverzlun Láms- ar Blöndals. Hann strauk hana eins og helgan dóm, sá hana með höndunum. Ég bauðst til að bera hana fyrir hann. „Nei, ég ætla að halda á henni sjálfur," sagði hann. Þegar við fómm til Þingvalla, en með okkur í þeirri ferð vom m. a. di Giovanni og Björn Bjarnason, bentum við honum á, hvar Egill hefði búið í Mosfells- dal. Þá sagði Borges: „Ég á gott. Ég sé móta fyrir fjöllunum. Það kemur sér vel fyrir mig að vera blindur. Ég sé ekki bæina. Ég sé ekki sveitina. En ég sé fjöllin eins og Egill sá þau, þegar hann var orðinn blindur. Þannig stend ég í spomm Egils en ekki þið. Það em forrétt- indi að vera blindur á þessum stað.“ r Eg spurði Borges, hvað hann hefði einkum lært af íslenzkum fornbókmenntum. „Sparsemi," sagði hann. „Allir, sem skrifa á spænsku, hafa tilhneigingu tfl að teygja úr stflnum. Cervantes er sagður hafa verið raun- sæishöfundur. En sögupersónur hans tala: aldrei saman. Þær halda alltaf ræðu. Snorri Sturluson er stórkostlegasta leiki-itaskáld sem uppi hefur verið. Leikritaskáld án leik- húss. Shakespeare er alltof langorður. Stfll hans er of teygður. Snorri hefði lagt Hamlet betri lokasetningar í munn en Shakespeare. Sögurnar kenndu mér að nota eins fá orð og unnt er. Cervantes hefði aldrei í lýsingu á Einari þambarskelfi og Ólafi konungi notað setningu eins og: að skjóta Noreg úr hendi sér. Þegar ég las þetta fyrst, grét ég af gleði." Hann brosti: „Mér þykir vænt um, að þér skuluð segja að smásögurnar mínar minni yður á ljóðlist. Þannig lít ég einmitt á þær sjálfur. Sem þær eins og Ijóð. Ég er sagnaljóðskáld, vona ég. Og mér er mikill heiður að því, að yður skuli finnast smá- sögur mínar minna á hetju- eða sagnaljóðin gömlu. Þannig eru þær líka hugsaðar." Hvemig eigum við að þakka ykkur fyrir að hafa varðveitt þessar bókmenntir, þessa sögu og þessa tungu? Ég gerði mér fljótlega ljóst að blómi germanskrar menningar er varðveittur hér. Norræn menn- ing er kóróna hennar. Annars staðar, t. d. í Hollandi, Belgíu, Þýzkalandi og Bretlandi, eyðilagðist þessi foma menning í róti krist- innar ásóknar í trúarbragðaátökum. En á Is- landi varðveittist forngermanskur arfur. Það er meira af germönskum viðhorfum í engil- saxneskum arfi en þýzkum. Þýzkar bók- menntir hafa verið svo rómantískar.11 En þú lítur ekki á Islendinga sögur eins og skáldsögur?“ „Nei, það geri ég ekki. Ég held þær séu betri en nokkur skáldsaga. Ég lít á þær sem langar frásagnir. Skáldsaga er ekki löng frásögn, skáldsaga er eitthvað allt annað. Munurinn á skáldsögu og frásögn er fólginn í öðru en lengdinni. I skáldsögu er höfuðpersóna. Hún skiptir öllu máli. I Don Quijote stendur skáldsagnapersónan upp úr. En í frásögn era margar persónur, sem segja söguna. Þær segja frá staðreyndum, því sem gerist í tímanum." Þá vék hann talinu að íslenzkum fornbók- menntum og sagði, að ég ætti að skír- skota í ljóðum mínum til þessarar miklu íslenzku menningararfleifðar, því að á þann hátt gæti ég meðvitað sýnt, að hún er enn partur af lífi þjóðarinnar; gegni enn hlutverki í íslenzku þjóðlífi. Án þessara tengsla skorti ræturnár næringu. „Þú átt að sýna,“ sagði hann, „að þessi mikla list fornra íslenzkra bókmennta lifir enn í blóði ykkar. Það gerir ekkert til, þó að lesendur skilji ekki allar skii*- skotanirnar. Þær segja það sem þarf að segja, án þess að segja það.“ Þannig væri flest í fomum skáldskap íslenzkum, svo og beztu setningamar í hans eigin sögum. Heldurðu, að íslendinga sögur séu fyrstu frásagnirnar með personae dramatis?“ „Já, og þær einkennast af sterkum díalóg og samtölum, menn segja sannleikann um sjálfa sig í stuttum setningum. Söguhetja segir eitthvað og jiá þekkirðu hana. Þetta er alltaf að gerast í Islendinga sögum og auðvit- að einnig í konungasögum Snorra." Eg imynda mér, að lestur bóka geti orðið eins og hver önnur reynsla í lífinu, hvað eigum við að segja: að verða ástfanginn; upplifa dauða einhvers? Bók er raunveralegur viðburður í lífi okkar. Hún er ekki blekking. Enginn veit, hvað lífið er. Kannski er það draumur. En mér er nær að halda, að góð bók sé eins mikilvægur þáttur í draumi okkar og hvað annað.“ (1971, 1976,1978.) vUöWíS, BORGES hvílir í Genf, „fallegustu borg ver- aldar“, eins og hann nefndi hana. A graf- steini hans eru eftirfar- andi orð úr Völsunga sögu: „Hann tekr sverthit Gram ok leggr i methal theira bert.“ mj Vb/CA A Morgunblaöiö/Jón Björgvinsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.