Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 20
SAMSÝNING SJÖ FRANSKRA OG SEX ÍSLENSKRA LISTAAAANNA í GERÐARSAFNI DANÍEL Magnússon og Hrafnkell Sigurðsson með verk Hallgríms Helgasonar á milli sín. Morgunblaðið/Kristinn EINN frönsku listamannanna, Paul Pouvreau, og sýningarstjórinn Noelle Tissier. „ÞAÐ SEM Á SÉR STAÐ GERIR STAÐ AÐ STAÐ" Samsýning sjö franskra og sex íslenskra listamanna * sem opnuð verður í Gerð- arsafni í Kópavogi í dag ber yfirskriftina „Ut úr kortinu77. í spjalli við sýn- ingarstjórang, Noelle Tissi- er og Guðbjörgu Kristjáns- dóttur, komst AAARGRET SVEINBJÖRNSDÓTTIR að .*■ 3ví að þetta er einungis fyrsti hluti þríþættrar sýn- ingar, sem verður fram haldið í Séte í Suður- Frakklandi í haust og síðar einnig á Netinu. SÝNINGIN er sett upp í sam- virrnu Listasafns Kópavogs og Listamiðstöðvar Languedoc Roussillon í Séte. Heiti sýningar- innar, Ut úr kortinu / En dehors des eartes, sem komið er frá ein- um listamannanna, Hallgrími Helgasyni, vísar til legu þessara tveggja staða á útjöðrum Evrópu, Séte á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands og Kópavogs á íslandi lengst norður í ballarhafi. Fyrsti hluti sýningarinnar verður opnaður í Gerðarsafni í dag kl. 16 og stendur fram til 8. ágúst nk. í október hefst annar hluti sýningarinnar svo í Séte og stendur fram í desember - og í nóvem- ber verður þriðji hlutinn opnaður á Netinu. En þó að hér sé um að ræða þríþætta sýningu með sömu listamönnunum er ekki þar með sagt að sömu listaverkin verði sýnd á öllum þremur stöðunum. Sýningin verður að sögn sýningarstjóranna y í sífelldri þróun, flest verkanna á hverri sýn- ingu verða unnin á hveijum stað fyrir sig rétt áður en sýning hefst, en sú stefna hefur verið tekin að flytja sem minnst af verkum milli landa. „Hér og nú er t.d. verið að búa til körfuboltastaura, það er verið að gera skammarkrók, mála á glugga að utan, brjóta saman módel af frönskum byggingum og Morgunblaðiö/Jim Smart LISTAMENNIRNIR sem taka þátt í sýningunni í Gerðarsafni eru þau Jacques Julien, Marion Lachaise, Didier Marcel, Nicolas Moulin, Paul Pouvreau, Philippe Ramette, Hugues Reip, Daníel Magnússon, Hallgrímur Helgason, Hrafnkell Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Árni Sigurðsson og Birgir Andrésson, en sá síðastnefndi var fjarverandi þegar myndin var tekin. minnismerkjum, nota tölvutæknina til þess að prenta út myndir og svo eru meira að segja notaðir íslenskir tómatar í eitt frönsku verk- anna,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, for- stöðumaður Listasafns Kópavogs og annar sýningarstjóranna. Munstrið bretið upp íslensku listamennimir sem taka þátt í sýn- ingunni eru þau Birgir Andrésson, Daníel Magnússon, Hallgrímur Helgason, Hrafnkell Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir og Sigurður Ami Sigurðsson og þeir frönsku Jacques Julien, Marion Lachaise, Didier Marcel, Nicolas Moulin, Paul Pouvreau, Philippe Ra- mette og Hugues Reip. Guðbjörg lýsir aðdraganda sýningarinnar þannig: „Haustið 1997 bauð franska sendiráðið á íslandi mér að fara í kynnisferð til Frakk- lands - og til að gera langa sögu stutta, þá kynntist ég í þeirri ferð Noelle Tissier, sem er forstöðumaður Listamiðstöðvar Languedoc Roussillon í Séte. Það fór strax vel á með okk- ur og ég kom fram með þá hugmynd að það væri gaman að reyna að gera fransk-íslenska sýningu í staðinn fyrir að koma með franska listamenn hingað til lands og svo íslenska lista- menn til Frakklands. Það gæti verið sniðugt að bijóta upp þetta munstur og blanda frekar saman frá upphafi. Noélle leist strax mjög vel á þetta. Hún þekkti aðeins til íslendinga og þá sérstaklega Sigurðar Arna Sigurðssonar, sem raunar var tengiliður milli mín og hennar í fyrstu. Noélle kom tvisvar hingað til lands, fyrst í mars 1998 og svo aftur í nóvember sama ár til þess að kynnast íslensku listalífi og ís- lenskum listamönnum og velja þátttakendur á sýninguna. Hún kom líka með mikið af sýning- arskrám að sýna mér og smám saman þróaðist þetta í þá átt sem nú er niðurstaðan," segir Guðbjörg. Landslag mannlegra samskipta En hvernig ætli listamennimir og verkin hafi verið valin saman? Fyrir svörum verður Noélle Tissier: „Þegar ég kom til íslands og fór smám saman að kynnast íslenskum lista- mönnum þá rann það upp fyrir mér hversu ná- in tengsl eru milli listamannanna og heima- slóða þeirra, umhverfísins sem þeir em sprottnir upp úr.“ Guðbjörg heldur áfram: „Hún fór líka að sýna mér meira og meira af frönskum listamönnum sem vora kannski ekki alveg eins en voru samt á svipaðri línu og að fást við svipuð viðfangsefni, vegna þess að þeir vora líka að hugsa um staðinn sem þeir vora á í verkum sínum. Staðurinn sem þeir unnu út frá setti mikið mark á allt sem þeir vora að gera - og þá kom fram þessi setning, sem er kannski að sumu leyti lykillinn að þessu öllu saman: „Það sem á sér stað gerir stað að stað.“„ Noélle segir málið snúast um mannleg sam- skipti og einnig samskipti sem maðurinn á við staðinn sem slíkan. „Við getum kallað það „landslag mannlegra samskipta“,“ segir Guð- björg. „Það er í raun og vera verið að kanna hugmyndir listamannanna um landslag og svæði en þetta era líka hugmyndir um mann- leg samskipti og samfélagið sem sífellt er á hraðleið," segir Noélle. Gagnrýni f frönskwm blöðwm og bók um sýninguna órið 2000 Þrír franskir gagnrýnendur koma hingað til lands í tengslum við sýninguna til þess að gera henni skil í frönskum blöðum. Og list- fræðingurinn Bemard Marcadé skrifar bók um sýninguna, sem koma mun út árið 2000. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.