Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 9
innar. Hann taldi að fögur myndlist ætti að vera aðgengileg öllum þar sem slíkt göfgaði lífið enda var „fagurfræði-heimilanna" eitt af kjörorðum Art Nouveau-stefnunnar. Mucha hellti sér út í skreytingar alls kyns hluta, enda eftirsóttur til slíks, og brátt gátu Parísarbúar keypt veggfóður, vefhaðarvörur, búshluti, skartgripi, húsgögn, postulín, tímarit, póst- kort, dagatöl, matseðla, bækur og veggspjöld sem Mucha hafði hannað og var prentað og framleitt með leyfi hans. Mucha tók einnig að sér hönnun auglýsinga og umbúða fyrir ýmsa aðila þ.ám. framleiðendur kex, reiðhjóla og tóbaks. Mynsturbók Mucha Documents decoratifs varð geysilega vinsæl sem kennslu- bók í teikningu og frágangi á fyrirmyndum úr náttúrunni og í kjölfarið fylgdi önnur Figures decoratives sem sýndi grundvallaratriði í teikningu mannslíkamans og notkun hans við skreytingar ýmis konar. Saga slavanna Stfll Mucha var afgerandi. Veggspjald hans fyrir sýninguna á Gismondu hefur verið sagt hafa haft nánast byltingarkennd áhrif á hönn- un veggspjalda á þeim tíma; formið var ólíkt, í stað ferhymdra spjalda voru veggspjöld Mucha löng og mjó, og litanotkun hans var nýstárleg, mjúkir pastellitir í stað sterkra grunnlita, gylltir rammar umhverfis mjúkar bogadregnar línur kvenlíkamans og flæðandi hárið með eins konar geislabaug um höfuðið. Þá var Mucha gjam á að hlaða myndir sínar táknrænum vísunum sérstaklega eftir þvf sem þjóðemishyggja hans varð sterkari. Þrátt fyrir að hann væri fjarri ættjörð sinni hélt hann ætíð tryggð við upprunann. Á heimssýningunni í Pan's árið 1900 hannaði hann sýningarsvæði fyrir Bosníu og þá er sagt að hugmyndin hafi iyrst kviknað hjá hon- um að Sögu slavanna, hinu stóra verki sem átti hug hans allan síðustu 20 ár ævinnar. Á ferðum sínum um Bandaríkin kynntist Mucha milljónamæringnum Charles Crane, sem hafði efnast á framleiðslu pípulagningaefnis og lyftum. Crane var persónulegur vinur for- setanna Tafts og Wilsons og hafði óslökkvandi áhuga á öllu sem tengdist ríkjum Mið-Evrópu og Rússlandi. Um tíma hafði hann verið sendiherra Bandaríkjanna í Rúss- landi. Dóttir Cranes varð síðar eiginkona Jan Masaryks, sonar Tom- asar Masaryk, forseta fyrsta lýðveldisins Tékkóslóvakíu. Crane hafði fyllst brennandi áhuga á hugsjón Mucha um slavnesku söguna og hreifst af fórnfysi en Mucha hafði ákveðið að framkvæma þetta end- urgjaldslaust sem gjöf til tékknesku þjóðarinn- ar. Ekki vora allir sam- landar Mucha jafn hrifn- ir og hann mætti tals- verðri andstöðu við áform sín enda töldu sumir að gjöf hans væri bjarnargreiði við þjóð- ina þar sem henni fylgdi það skilyrði að reist yrði hús yfir málverkin þar sem þau mættu njóta sín til fulls. Ekki var þetta þó hið eina sem Mucha fékkst við eftir að hann settist að í Prag því honum var falið að teikna íyrstu peninga- seðla og frímerki fyrsta lýðveldisins. Yar þetta hinu nýja lýðveldi mjög hagstætt því Mucha hafði svarið þess eið að þiggja aldrei greiðslu fyrir neitt sem unnið væri fyrir tékknesku þjóðina. Fyrstu ellefu verkin í Sögu slavanna vora sýnd í Prag árið eftir við miklar vinsældir almennings þó að menningarelítan teldi verkin of raunsæisleg og fela í sér skilaboð um þröngsýna þjóðernis- hyggju. Var haft á orði að hugmyndafræðin að baki verkunum hefði betur átt heima árið 1848 þegar þjóðemisbylgjan reið yfir álfuna. Þessi sjónarmið komu enn skýrar fram árið 1928 þegar Mucha afhenti borgaryfirvöldum í Prag málverkin formlega til eignar. Sigurganga Sögu slavanna var enn frekar undirstrikuð í Bandaríkjunum 1920-21 er verkin voru sýnd í Chicago og síðan í Brook- lyn Museum í New York. Almenningur flykktist á sýninguna, þyrstur í verk sem hægt væri „að skilja“ eins og einn gagnrýn- andi komst að orði. Alls sáu sex hundruð þús- und manns sýninguna í New York og helsta eftirsjá safnstjórans var að hafa hlýtt boði Mucha um að aðgangur skyldi vera ókeypis. SARAH Bernhardt auglýsir LU-kex, en höfundur auglýsingarinnar var Mucha. ALPHONSE Mucha. RAUÐA sláin. Olía á striga 1902.. MUCHA frammi fyrir þrekvirki sínu Saga slavanna sem kom fyrst fyrir almenningssjónir í Prag árið 1919. VEGGSPJALD fyrir sýningu á Medeu. Hug- mynd Mucha að armbandinu hreif Söruh Bernhardt svo mjög að Mucha útfærði hug- myndina betur og gullsmiðurinn Fouquet tók að sér smíðina. i*,v . ARMBAND Medeu sem Fouquet smíðaði eftir C, hönnun Mucha. .. Engin skyldi þurfa að borga fyrir að sjá Sögu slavanna var kjörorð Mucha. Kwpka og Mwcha Síðustu ár ævi sinnar bjó Mucha í Prag og hafði sig lítt í frammi. Hann sinnti skreyting- um á hinu fagra húsi Obecni Dum í Prag og einnig var hann eftirsóttur portrettmálari en kunnáttu hans á því sviði var við brugðið. Hafa margir listfræðingar seinni tíma bent á að frægð Mucha frá Parísarárunum og tengsl hans við Art Nouveau-stílinn hafi skyggt á vf- irburðafærni hans í meðferð olíu á striga. Ár- ið 1936 var haldin sýning í París sem bar yfir- skriftina Vináttusýning tveggja landa. Fyrir valinu urðu fomvinirnir Álfons Mucha og Kupka og var tæpast hægt að stilla saman verkum tveggja ólíkari málara. Eftir að kommúnistastjórnin komst á í Tékkóslóvakíu 1948 var nafni Mucha lítt haldið á lofti en frá því lýðveldið Tékkland var stofnað hafa verk hans nánast gengið í endurnýjun lífdaga og fer þar saman sjálfsögð virðing þjóðarinnar við einn sinna bestu listamanna og almenn fortíðarþrá sem beinist ekki hvað síst að ára- tugnum fyrir aldamótin síðustu og Art Nou- veau-stflnum sem Mucha átt svo mikinn þátt í að móta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.