Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 8
SJÁLFSMYNDIN með hringjunum frægu, sem hafa orðið tilefni mikilla vangaveltna. ÉG UM MIG I kjölfar Monet, Pollock og Kandinski er Rembrandt mættur til leiks í London. FREYSTEINN JOHANNSSON segir frá sýningu á sjálfsmyndum hans, sem nú stendur í National Gallery. VIVALDI, MACMILLAN OG HERRA OG FRÚ WALLFISCH TðlVLIST Sígildir diskur JAMES MACMILLAN James MacMilian: Triduum (The World’s Ransoming: Konsert fyrir englahorn og hljóm- sveit, Konsert fyrir selló og hljómsveit, Sinfónía „Vigril"). Einleikarar: Christine Pendrill (engla- horn), Raphael Wallfisch (seiió). Hljómsveit: BBC Scottish Symphony Orchestra að viðbætt- um blásarahópnum Fine Arts Brass Ensemble. Hljómsveitarsljóri: Osmo Vanska. Útgáfa: BIS CD 989-990 (2 diskar - fáanlegir sitt í hvoru lagi) Lengd: 1’51’H. Verð: 2.998 (Japis). JAMES MaeMillan fæddist árið 1959. Auk þess að vera eitt eftirtektarverðasta tónskáld samtímans er hann kennari í tónsmíðum við Skosku tónlistar- og leiklistarakademíuna í Glasgow. Hann er nú gestatónskáld hljóm- sveitarinnar Philharmonia í London og sam- vinna hans við Skosku kammersveitina hefur fætt af sér fjölda tónverka sem hafa vakið mikla athygli. Arið 1990 var tónverk hans The Confession of Isobel Gowdie frumflutt á Promenade-tónleikum í London og fékk fá- heyrðar viðtökur áheyrenda sem þar eru jafn- an í yngri kantinum. Slagverkskonsertinn Veni, Veni Emmanuel var svo frumfluttur 1992 og sló rækilega í gegn. MacMillan er kaþ- ólskur og bera margar tónsmíðar hans þess merki. Arið 1993 lauk hann við kórverkið Seven Last Words from the Cross sem strax var hljóðritað og vakti mikla athygli. Síðasta verk MacMillans á þessum meiði viðamikilla trúarlegra tónsmíða er hið tröllaukna Tridu- um (= þrír dagar) samið 1996-1997. Triduum var pantað af Sinfóníuhljómsveit Lundúna og samanstendur af þremur tón- verkum þar sem tónskáldið íhugar aðdrag- anda páskahátíðarinnar: Englahornskonsert- inn The World’s Ransoming (skírdagur - end- urlausn heimsins), Sellókonsert (föstudagur- inn langi) og Vigil (aðfaranótt páskadags - páskavaka). Frá því er skemmst að segja að þetta er geysilega mögnuð og tilfinningaþrungin tón- list. Pað þarf ekki að koma þeim sem kynnst hafa MacMillan á óvart að hann virðist hafa einstakt lag á því að ná taki á hlustandanum og halda honum í greipum sínum. Smáatriðin í tónlistinni koma sífellt á óvart: hvað eftir ann- að gerist það að maður hugsar með sér: mikið er þetta flott/ fallegt/ dramatískt/ hugvitssam- lega gert o.s.frv. og maður vill hlusta aftur og aftur og aftur og... Dæmi um þetta er kyrrlátt niðurlag hins villta miðkafla Vigil-sinfóníunnar þar sem blásarasveitin og slagverkið trufla hljóðláta selestuna. Einmanalegt og íhugult svif englahomsins um ýmist þéttriðinn eða gisinn tónvefinn í The Worid’s Ransoming er sérlega fallegt og geysivel spilað af Christine Pendrill og nær hámarki sínu í áhrifaríku nið- urlagi verksins (nr. 1, frá 15:00). Það sama má segja um það þegar brot úr kóral J.S. Bachs, Ach wie nichtig, gægist fram (nr. 1, 12:39-14:23) undir dansandi hljóðfalli í anda Messiaens. Reyndar notaði MacMillan sömu aðferð í Veni, Veni Emmanuel (flutt hér á landi af Evelyn Glennie og Sinfórúuhljómsveit íslands í mars 1997) þegar sálmurinn Kom þú, kom, vor Immanúel birtist á svipaðan hátt. Tilfinningalega séð eru heildarhrifin yfir- þyrmandi: og á það ekki síst við um Selló- konsertinn sem hér er meistaralega leikinn af Raphael Wallfisch og e.t.v. aðgengilegasti hluti Triduum. Miðkafli konsertsins er saminn á sama tíma og fréttist um þaulskipulögð morð á sextán fimm ára gömlum skólabömum í Dunblane í Skotlandi. Þessi ótrúlega fallega en harmþrungna tónlist er lítt dulbúinn sorg- aróður til minningar um þann hörmulega at- burð auk þess að hafa almenna skírskotun til krossfestingarinnar sem reyndar er lýst á afar áþreifanlegan hátt í ógnvekjandi niðurlagi lokakaflans. Lokataktar konsertsins eru svo makalausir að yfir þá ná engin orð. Passið ykkur bara á því að hafa ekki of lágt stillt! Tónskáldið James MacMillan er „umhverf- isvænt" tónskáld (vonandi er mér fyrirgefin þessi lýsing). Tónlist hans virkar alltaf ný og fersk þótt hjá honum finnist laglínur, taktur og auðskiljanleg framvinda í tónlistinni. Málmblásarar gegna hjá honum mikilvægu hlutverki og eins er mikið slagverksbatterí áberandi en þó án þess að það virki eins klisju- kennt og hjá sumum áberandi nútímatón- skáldum. Osmo Vanska og skoska hljómsveitin hans skila sínu óaðfínnanlega og hljóðritun BIS er frábær að vanda. Lýsingin á verkunum í bæk- lingnum er afar nákvæm og fræðandi en betra hefði verið að lýsingin væri studd tímasetning- um á efnisatriðum verkanna. Þessir diskar eiga erindi til allra sem unna góðri tónlist. VIVALDI Antonio Vivaldi: Concerti con molti istromenti (konsertar fyrir mörg einleikshljdðfæri): RV 574 fyrir fiðlu, tvö óbó, fagott, tvö hom og strengi. RV 579 fyrir óbó, chalumeau, fiðlu, þijár viole all’inglese og strengi. RV 562 fyrir fiðlu, tvö óbó, tvö horn og strengi. RV 97 fyrir viola d’amore, tvö hom, tvö óbó og fagott. RV 781 fyrir tvo trompetta og strengi. RV 555 fyrir tvær blokkflautur, óbó, chalumeau, fiðlu, tvær viole all'inglese, tvær fiðlur „in tromba mar- ina“, tvo sembala og strengi. RV 566 fyrir tvær blokkflautur, tvö óbó, fagott, tvær fiðlur og strengi. IHjómsveit: The King’s Consort. Ein- leikur: Félagar úr The King’s Consort. Stjórn- andi: Robert King. Útgáfa: Hyperion CDA 67073. Lengd: 68’44. Verð: 1.699 (Japis) STÖKKIÐ frá MacMillan til Vivaldis er ekki eingöngu risavaxið stökk í tíma (hátt í 300 ár) heldur er einnig um geysimikla breytingu á stíl og andblæ að ræða. Konsertar Vivaldis eru einstaklega fjölbreyttir, tónlistin þrótt- mikil og full af lífi og gamla klisjan um að Vi- valdi hafi samið sama konsertinn 500 sinnum er hreinlega tóm vitleysa. Að hlusta á Vivaldi- konsert er líkt og að bera smyrsl á sár, það græðir og bætir. Svo er um þennan disk. Það er ekki þar með sagt að Vivaldi sé upp á sitt allra besta í öllum þessum verkum en hér heyrist margt forvitni- legt sem er þess virði að kynnast og vel það. Þetta á m.a. við um viðamesta konsertinn, RV 562, sem er mikið verk og um margt óvenju- legt. Hægi kaflinn vekur sérstaka athygli þar sem einleiksfiðlan „glissar" og töfrar fram sér- kennilega „bláa“ tóna og í lokakaflanum er sérlega glæsileg fiðlukadensa. Einleikarinn Elizabeth Wallfísch leikur einleikshlutverldð með óvenjumiklum glæsibrag. Hún er reyndar eiginkona sellóleikarans Raphaels Wallfisch sem leikur einleik í fyrmefndum sellókonsert MacMillans. Og svona í framhjáhlaupi: meist- aralegan sellóleik Raphaels Wallfisch á sér- sviði eiginkonunnar má líka heyra í frábærri en hræódýrri heildarútgáfu á sellókonsertum Vivaldis á vegum Naxos-útgáfunnar (fjórir diskar: Naxos 8.550907 - 10). En snúum okkur aftur að Concerti con molti istromenti. Upphafskaflinn í RV 579, sem hef- ur viðumefnið Concerto funebre, er einnig mjög sláandi í mikilli dramatík sinni og sér- kennilegu tónmáli sem vísar til miklu yngri tónlistar en raun ber vitni (nr. 4, 1:20-1:35). Konsertinn RV 97 er sérstakur sem konsert að því leyti að strengjasveitina vantar en er annars ekki mjög áhugaverður. Það sama má segja um konsertinn fyrir tvo trompetta RV 781 (ekki sá þekkti). Hins vegar er konsertinn RV 555, sem hefur alls 11 (!) einleikara, í meira lagi skrautlegt stykki. í upphafskaflan- um koma einleikshljóðfærin inn hvert á fætur öðm líkt og í biðröð og Vivaldi hamast við að gefa þeim öllum sitt tækifæri, en tíminn er naumur (3’17) og einleikshljóðfærin mörg og ekki má sleppa hefðbundnum inngangi hljóm- sveitarinnar! Skemmtilegt verk og frábærlega vel spilað. Hljómsveitin The King’s Consort er greini- lega skipuð úrvals hljóðfæraleikuram því flutningurinn er með slíkum ágætum að vart verður á betra kosið. Hljóðritunin er líka skýr og nostursamlega unnin og jafnvægið gott milli einleikshópanna og hljómsveitarinnar. Ég hef áður nefnt það í pistlum þessum að það er ekki nauðsynlegt að spila heilan disk í einu og sjaldnast til bóta ef verkin era mörg. Þessi Vivaldi-diskur inniheldur sjö konserta og það er óþarflega mikið af því góða í einum bita ef stykkin eiga að njóta sín. Upplagður sólskinsdiskur í sumarfríið! Valdemar Pálsson FINNIST mönnum þeir þekkja Rembrandt betur en samtíma- menn hans má eflaust rekja það til allra sjálfsmyndanna, sem hann gerði, og spanna listamannsferil hans; frá unga aldri, þegar velmeg- un og vinsældir voru hlutskipti hans, til efri ára, þegar persónu- legar raunir og gjaldþrot settu á manninn mark. Sjálfsmyndir Rembrandts, málverk, ætingar og teikningar, era taldar um áttatíu. Sú elzta er af honum 22 ára og sú yngsta sýn- ir hann 63ja ára og var máluð 1669, sama ár og hann lézt. Auk sjálfsmyndanna flýgur svip- ur hans fyrir í nokkrum málverka hans og einnig máluðu nemendur hans myndir af meistaranum. Malarasonurinn listfengi Malarasonurinn Rembrandt Harmensz van Rijn fæddist í háskólabænum Leiden 1606, ní- unda barn Harmen Gerritsz van Rijn og Neeltgen (Comelia) Willemsdr (van) Zuyt- brouck, sem var úr auðugri fjölskyldu. Hann innritaðist í háskólann 1620, en listagyðjan tók hug hans allan og 1622 hóf hann listnám hjá málaranum Jacob Isaacsz van Swaneburgh, sem stóð í þrjú ár. Elzta mál- verkið, sem til er með nafni hans, er frá 1625. Það sýnir, þegar heilagur Stefán, fyrsti písl- arvottur kristninnar, var grýttur og þar strax var Rembrandt með sjálfan sig í takinu og lét andliti sínu bregða fyrir í málverkinu í áhorf- endalíki. Að loknu námi hjá Jacob Isaacsz van Swaneburgh hélt Rembrandt til Amsterdam og nam hjá málaranum Pieter Lastman, en 1626 kom hann sér upp eigin vinnustofu í Leiden, þar sem hann sinnti málverki og graf- ík jöfnum höndum. Hann varð strax vinsæll í heimabæ sínum, einkum fyrir andlitsmynd- irnar, og listamannasorðstír hans fór vaxandi. Lögfræðingur einn, Amold van Buchel frá Utrecht, kom til Leiden 1628 og gat þess í dagbók sinni að malarasonur vekti þar milda athygli fyrir list sína, sem lögfræðingnum fannst nú helzt til snemmt með aldur málar- ans í huga. En listagyðjan spurði ekkert um aldur þessa uppáhalds síns, heldur gaf honum byr undir báða vængi. Fyrsta nemandann fékk hann 1628 og árið eftir lauk hann við fyrstu sjálfsmyndina, sem til er merkt honum. Nú vora listaverk hans, sérstaklega portrettin, í hávegum höfð, ekki aðeins heima fyrir, heldur og erlendis, og að því kom að Leiden var of lítill fyrir Rembrandt. Síðla árs 1631 flutti hann til Amsterdam. Þar beið hans meiri vel- gengni og ríkt kvonfang; 1634 kvæntist hann Saskia van Uylenburgh. En þótt listamannslánið léki við hann, átti hann ekki bamaláni að fagna. Framburðurinn Rumbartus lifði aðeins í tvo mánuði, og dóttir- in Comelia enn skemur; í þrjár vikur. Líf ann- arrar Cornelíu varð líka í vikum talið, en 1641 fæddist þeim sonurinn Titus, eina bamið sem náði fullorðinsaldri. Árið eftir dó Saskia, en á banabeðnum hafði hún sett þann fyrirvara í erfðaskrá sína, að Rembrandt skyldi njóta eigna hennar svo lengi sem hann kvæntist ekki aftur. Eftir lát húsmóðurinnar kemur Geertje Dircx til sögunnar sem fóstra Titus. Samband komst á með henni og Rembrandt, en næstu árin var sköpunargleðin honum horf- in. Hann stóð hins vegar í umsvifamiklum við- skiptum, meðal annars kaupum á listaverkum. 1647 gerðist Hendrickje Stoffels ráðskona Rembrandts. Hún bar vitni tveimur áram síð- ar í máli, sem Dircx höfðaði gegn Rembrandt fyúr tryggðarof, tók stöðu hennar á heimilinu og vann hjarta listamannsins. Rembrandt var dæmdur til þess að greiða Dircx árlegan líf- eyri, en 1650 tókst honum/Stoffels að koma henni til fimm ára betranarhússvistar í Gouda. Kaupsýsluumsvif Rembrandts vora þeim mun meiri þessi ár sem hann málaði minna. 1654 er Hendrickje stefnt fyrir hórdóm með málaranum Rembrandt. Hún gekkst við ástar- sambandi þeirra og ól honum dóttur, sem var skírð Cornelía. Rembrandt var ákveðinn í að 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.