Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 4
ÖS á Bifreiðastöð Akureyrar þar sem var endastöð áætlunarbila Kristjáns á leiðinni Reykjavík-Akureyri. Tilefnið: Morgunblaðið er komið í fyrsta sinn samdægurs til Akureyrar með rútunni. Myndin er tekin í júní 1939. EINN AF OSS að MÁ MAÐUR, sem ósekju var eitt sinn sagður hafa ekið rútu í milli Akureyrar og Mý- vatnssveitar, minnast Kristjáns Kristjánsson- ar frá Bimingsstöðum, bílakóngs á Akureyri á hundrað ára afmæli hans. Ég varð svo frægur á tuttugasta aldursári mínu að blandast í öku- þórasveit Kristjáns sumarið 1946 og aka ein- um leigubíla hans sumarlangt og kynnast um leið einum besta húsbónda, sem ég hef unnið fyrir um dagana. Þá og síðan fór mér eins og öðrum æskumönnum, að mig varðaði lítið um sögu Bifreiðarstöðvar Akureyrar eða þau miklu umsvif, sem þeim rekstri fylgdu með fjöld áætlunarbila, enn fleiri fólksbfla, bfla- verkstæði - það stærsta utan Reykjavíkur - og yfírbyggingarverskstæði, þar sem smíðað var yfir rútur og er þó ekki allt talið. Slíkur var glæsibragurinn yfir fjölþættum rekstri Kristjáns, að hann varpaði ljóma á um- hverfi sitt og þetta litla bæjarfélag, sem Akur- eyri var á árunum fyrir stríð og í stríðinu. Kri- stján var einn af þeim mönnum sem stækkuðu ímynd bæjarins og var hin mikla driffjöður áætlunarferða til fjarlægra staða, eins og Reykjavíkur og Austfjarða. Þótt vegir væru í fyrstu slæmir og sums staðar nær engir var fólksbflum, síðan Studebaker rútum og síðast Ford rútum þrusað vítt og breitt um landið með fólk og farangur eins og um malbikaðar slóðir væri að ræða. Þjóðin var að vakna til nýs lífs upp úr 1920 og það var eins og Krist- ján Kristjánsson skildi hvaða þróun væri í vændum. Fólk vildi ferðast og hann lagði til farkostina. Rútubflstjórar Kristjáns Krist- jánssonar voru þjóðhetjur á þessum tíma, eins og aðrir rútubflstjórar og ég man að við strák- amir á Oddeyrinni, sem af Brekkubúum voru kaliaðir eyraipúkamir, vomm stundum að gorta okkur af því að vera skyldir þessum eða ALDARMINNING KRISTJANS KRISTJÁNSSONAR BÍLAKÓNGS EFTIR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON Akureyrar oq var hin mikla driffjöður áætlunarferða til fjarlæqra staða, eins oq Reyl kjavíkur oq Austfjarða. Stórhuqurinn oq áræðið var s líkt að fólki sem ekur nú um tvíbreiðar brýr oq á malbikuðum vequm á erfitt með að skil ia aömlu brautryðendurna, sem ýftu og hálfbáru faratæki sín ) í'fir verstu torfærurnar. hinum bflstjóramum, sem auðvitað voru bara mannalæti. En dálætið á þessum mönnum var mikið. Enda leystu þeir starf sitt þannig af hendi, að betur varð ekki gert. Yfír þeim vakti svo Kristján Kristjánsson, gamansamur og hress í bragði, en gat látið hvessa, þótt það stæði aldrei nema andartak. Kristján Kristjánsson fæddist á Kambsstöð- um 19. júní 1899. Foreldrar hans voru Krist- ján Kristjánsson og Amdís Níelsdóttir. Þau vom í húsmennsku á Kambsstöðum og síðar Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði til ársins 1904 er þau fluttu til Akureyrar, þar sem Kri- stján stundaði verkstjóm langa hríð, mest hjá símanum. Þau Kristján og Arndís eignuðust fjóra syni. Kristján var elstur þeirra. Hinir hétu eftir aldursröð: Níels Hartmann, Jóhann Georg, og Jón. Þessir bræður Kristjáns náðu ekki háum aldri. Níels varð tuttugu og tveggja ára, Jóhann tvítugur og Jón átján ára. Allir þrír dóu þeir úr berklum og hefur verið mikil eftirsjá að þeim þremur svo ungum fyrir for- eldrana og þann bróðurinn sem eftir lifði. Hann fékk einnig berkla og var eitt ár á Vífils- staðahæli, en náði heilsu og hóf skömmu eftir að hann kom af hælinu hina umfangsmiklu bflaútgerð sína og skyldan atvinnurekstur. Bræður Kristjáns áttu ekki afkomendur. Arn- dís móðir þeirra lést 1943, sjötíu og sex ára að aldri, en Kristján, maður hennar náði háum aldri. Hann var tveimur ámm eldri en kona hans og man ég eftir honum sem eldri manni, grönnum og kvikum á fæti. Var svipur með þeim feðgum, nema Kristján yngri var feitlag- inn og stærri maður að vallarsýn. Gamli mað- urinn var að snúast í ýmsu í kringum bflastöð- ina sumarið sem ég vann þar og man ég að ég átti stundum við hann órðaskipti. Var hann þægilegur í viðmóti og brá fyrir sig gaman- semi, eins og sonurinn. Kristján kvæntist haustið 1926 skagfirskri stúlku, Málfríði Friðriksdóttur frá Sauðár- króki. Föðurfaðir hennar var Árni „vert“, sem fyrstur byggði á Sauðárkróki. Kristján og Málfríður eignuðust fjögur böm, stúlku sem lést við fæðingu 1928, Kristján, fæddur 1929 og er nýlátinn. Næstur er Friðrik, fæddur 1930 og yngst er Kolbrún, fædd 1934. Öll fæddust bömin á Akureyri og ólust upp í fal- legu húsi, sem Kristján byggði í funkisstfl neð- arlega við Brekkugötu, en á þeim árum var helsta útkeyrsluleið úr bænum um þá götu. Ég fluttist þrettán ára til Akureyrar og lítt vanur mikilli viðhöfn á hátíðisdögum. Þegar leið að áramótum fóru félagar mínir að tala um, að ekki mættum við missa af skotinu hjá Krist- jáni Birning, en svo var Kristján Kristjánsson almennt kallaður norður þar. Á gamlárskvöld slóst ég svo í hóp nokkura unglinga, sem hélt upp í Brekkugötu og stillti sér upp ásamt fleir- um við hús Kristjáns. Eftir nokkra bið kom bílakóngurinn út á skyrtunni, enda var sæmi- legt veður, með stóran cigar í munni. Hann renndi stórri rakettu í stativ, sem komið hafði verið fyrir í garðinum miðjum og bar cigarinn að kveikiþræðinum. Síðan hörfaði Kristján frá, en rakettan rann á loft við mikinn gný og fögnuð og sprautaði ljósadýrð um himinhvolf- ið. Þessum sið hélt Kristján til fjölda ára. Kristján þurfti ekki langt að fara til vinnu, en B.S.A. var rétt vinstra megin við hornið þegar gengið var niður Brekkugötuna og inn í Strandgötuna. Annars minnir mig að Kristján færi ofast út um kjallaradyr, sem sneru í aust- ur, þegar hann gekk til vinnu. Hann var mjög árrisull maður og var kominn til vinnu á undan starfsmönnum sínum. Suðurrútan fór af stað 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.