Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Page 10
KJÖLUR OG KJALVEGUR EFTIR TÓMAS EINARSSON Leiðin milli land$f|órðungg yfir Kjöl hefur verið kunn síðan á landnámsöld. Milli byggða eru um 150 km og fyrir bíla varð leiðin fær á fjórða ára- tugnum þegar Hvítá var brúuð og slóðin rudd til Hveravalla. Eftir að Seyðisá var brúuð hefur umferð hverskonar bíla m|ög aukizt að sumarlagi og má gera því skóna að fjöldi landsmanna og erlendra ferðamanna verði á ferðinni á Kili. K'JÖLUR nefnist skarðið sem liggur milli Lang- og Hofsjök- uls. Það er í 600-700 m hæð y.s. og 25-30 km á breidd. Auk jöklanna setja tvö fjöll mestan svip á landslagið: Kjalfell, sem er nær miðju Kjalar og rís 400 m yfír umhverfíð og Hrútfell (Hrútafell), eitt svipmesta stapafjall landsins 1396 m y.s., vestan við Fúlukvísl. Á kolli þess er allvænn jökulkúfur. Norðlendingar nefndu fjallið Regnbúða- eða Regnbogajökul. Að austan, sunnan Hofsjökuls eru Kerlingarfjöll. Tvær stórár fá hluta vatnsforða síns af Kjalarsvæðinu. Hvítá að sunnan og Blanda að norðan. Víðáttumikið, dyngjulaga helluhraun þekur meginhluta svæðisins. Er talið að það hafí runnið skömmu eftir lok ísaldar. Gígurinn er þar sem hraunið ber hæst. Á börmum hans eru sérkennilega lagaðir klettar sem kallast Strýtur og setja sterkan svip á umhverfið. Hraunið er víða sandorpið og greiðfært yfir- ferðar. I því eru hellar. Þekktastur er Grettis- hellir suður af Rjúpnafelli, skammt frá Kjal- vegi hinum foma. Ymsir hafa velt Kjalamafninu fyrir sér. Er það sótt til Noregs eða er það dregið af lögun landsins? Um það hafa verið skiptar skoðanir. Þama em vatnaskil og tilsýndar má greina form í landslagi sem líkjast báti á hvolfí. Kjalvegur fundinn Landnámabók greinir ítarlega frá hvemig landnemar íslands helguðu sér land. Fyrst nærri sjó, en þaðan færðist byggðin inn til » landsins. En í fjarska sáust fjöllin blá. For- vitnin vaknaði. Hvað skyldi vera handan þeirra? I suður frá dölum Skagafjarðar blasa við fannabreiður Hofs- og Langjökuls. Þær vöktu forvitni hinna skagfirsku landnema og þeir ákváðu að kanna það land nánar. Sagnimar af þeim ferðum geymdust í minni manna uns þær vom skráðar í Landnámabók. Hrosskell landnámsmaður að Ýrarfelli sendi Roðrek þræl sinn „upp eftir Mælifells- dal í landaleitan suður á fjöll. Hann kom til gils þess, er verður suður frá Mælifelli og nú heitir Roðreksgil. Þar setti hann niður staf nýbirktan, er þeir kölluðu Landkönnuð, og eftir það snýr hann aftur“. Vékell hinn hamrammi bóndi á Mælifelli vildi vita meira. „Þá fór hann litlu síðar suður •« á fjöll í landaleitan. Hann kom til hauga þeirra, er nú heita Vékelshaugar. Hann skaut milli hauganna og hvarf þaðan aftur“. Eiríkur Hróaldsson landnámsmaður að Hofi í Goðdölum var ekki sáttur við þessi málalok. Því sendi hann Rönguð þræl sinn „suður á fjöll ... Hann kom suður til Blöndu- kvísla og fór þá upp með á þeirri er fellur fyr- ir vestan Hvinverjadal og vestur á hraunið milli ReykjavaUa og Kjalar og kom þar á manns spor og skildi, að þau lágu sunnan að. Hann hlóð þar vörðu þá, er nú heitir Rangað- arvarða. Þaðan fór hann aftur og gaf Eiríkur honum frelsi fyrir ferð sína, og þaðan af tók- ust ferðir um fjallið milli Sunnlendingafjórð- imgs og Norðlendinga“. Engar frásagnir em til um hvaða Sunn- lendingur það var sem átti fótsporin er Röng- uður fann. Þórir dúfunef nam land í Skagafirði og bjó á Flugumýri. Þessa skemmtilegu frásögn er líka að finna í Landnámabók: „í þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé, en þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt, en Þórir dúfunef keypti vonina og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast og var kölluð Fluga. Öm hét maður. Hann fór landshorna í mill- um og var fjölkunnugur. Hann sat fyrir Þóri í Hvinverjadal er hann skyldi fara suður um Kjöl og veðjaði við Þóri, hvors þeirra hross mundi skjótara, því að hann hafði allgóðan hest, og lagði hvorr þeirra við hundrað silfurs. Þeir riðu báðir suður um Kjöl, þar til er þeir komu á skeið það, er síðan er kallað Dúfunefs- skeið. En eigi varð minni skjótleikamunur hrossa er Þórir kom í móti Emi á miðju skeiði. Öm undi svo illa við félát sitt, að hann vildi eigi lifa og fór upp undir fjallið, er nú heitir Árnarfell, og týndi sér þar sjálfur, en Fluga stóð eftir, því að hún var mjög móð“. En Fluga átti eftir að koma meira við sögu. Hún ól hestinn Eiðfaxa, sem var fluttur til Noregs. Þar varð hann svo illur viðureignar að hann drap 7 manns á einum degi. Það kost- aði hann lífið. En Fluga sjálf „týndist í feni á Flugumýri". Eftir að Skagfirðingar höfðu fengið vissu um greiða leið um Kjöl hófust ferðir um hann milli landshluta og hefur hún óefað verið mjög fjölfarin löngum, en með hléum af ýmsum or- sökum. Kjalvegur hinn forni Reiðvegurinn frá Hólum í Biskupstungum (sem nú em í eyði) að Mælifelli í Skagafírði er talinn um 150 km. Fara þurfti yfír tvö stór- vötn, Hvítá og Blöndu, sem í vatnavöxtum voru miklir farartálmar. Að sunnan var Hvítá fylgt uns komið var að vöðunum yfir hana skammt norðan við Jökul- kvísl. Þau voru tvö, Skagfírðingavað rétt íyrir neðan brúna, mikið farið en varð ófært á fyrri hluta þessarar aldar og neðar, nær Jökul- kvíshnni, Hólmavað sem mun vera fært enn í dag. Á síðari tímum var bátur við ána, sem gat flutt bæði fénað og ferðamenn. Er komið var yfir ána gátu menn valið um tvær leiðir yfír Kjöl: þá eystri eða vestari. Eystri leiðin liggur upp með Svartá, í Gránunes, sunnanvert við Kjalfell og yfir hraunið með stefnu á Rjúpnafell. Þaðan vest- anvert við Dúfunefsfell og að Seyðisá. Þegar vestari leiðin er farin er stefnan fyrst tekin á Hrefnubúðir og síðan meðfram Fúlukvísl norður fyrir Hrútfell. Þar er beygt frá ánni og haldið austanvert við Þjófafell um Sóleyjar- dali og Tjamardali að Seyðisá, en þar komu leiðimar aftur saman. Við ána var fjárrétt og fyrmm hittust þar gangnamenn að sunnan og norðan og drógu fé sitt í sundur allt til 1937, en þá var gerð vamargirðing þvert yfir Kjöl milli jökla og hefur svo verið síðan. Báðar þessar leiðir liggja framhjá Hveravöllum og ef menn hugðust koma þar við var það auka- krókur. Frá Seyðisá liggur leiðin að Blönduvaði og þaðan norður Eyvindarstaðaheiði um Mæli- fellsdal að Mælifelli í Skagafirði. Til er skráð heimild sem bendir til þess, að fram undir 1800 hafi skriðjöklar Langjökuls ekki náð niður að Hvítárvatni og þá verið HVÍTÁRNES. Syðri skriðjökullinn og innsti hluti Jarlhettnanna í baksýn. Á myndinni sést einnig sæluhús Ferðafélags íslands. BRÚ Á Fúlukvísl við Þverbrekknamúla. KARLSDRÁTTUR við Hvítárvatn. Skriðufell í baksýn. unnt að komast meðfram því að vestan. Það styðja vörðubrot, götuslóðar og merki um vegabætur, sem hafa fundist vestan undir Leggjabrjóti. Ef þetta er rétt hefur leiðin inn á Kjöl verið miklu auðveldari yfirferðar fyrr- um, því þá losnuðu menn við hið stóra vatns- fall Hvítá. Talið er að Kjalvegur hafi verið varðaður áður íyrr, en vörðunum misjafnlega haldið við í gegn um tíðina. Um síðustu aldamót ferðað- ist danski höfuðsmaðurinn Daniel Bruun um ísland. Kynnti hann sér hagi lands og þjóðar. Hvatti hann stjómvöld til að endurreisa hrundar vörður og merkja fornar hálendis- leiðir. Á fyrstu áratugum aldarinnar voru vörðumar á Kjalvegi lagaðar til. Margar þeirra standa enn óhaggaðar og gegna nú nýju hlutverki, þ.e. vísa leið frístundafólki á skemmtiferðum um landið. Eftir að Hvítá var brúuð árið 1935 hófust bílferðir inn á Kjöl og tveimur ámm síðar (1937) var orðið akfært að Hveravöllum. Bílaslóðin var mdd austar þ.e. um Hvítársanda, framhjá Fremri- og Innri- Skútum og að Blöndu austan við Rjúpnafell. Þaðan vestur fyrir Dúfunefsfell og síðan norð- ur Auðkúluheiði í Blöndudal. Þessi leið mun vera 160-170 km milli byggða. Nærri vatnaskilum á hárri melöldu, er minnisvarði við veginn, sem Ferðafélag ís- lands lét reisa 1959 í minningu um Geir G. Zoéga vegamálastjóra, en hann var forseti fé- lagsins 1937-1959. Aldan heitir síðan Geirs- alda. Hvítárnes - Hvítárvatn Hvítárvatn er eitt af stærri stöðuvötnum landsins 29,6 ferkm að stærð, meðaldýpi um 28 m og mesta dýpi hefur mælst 84 m. Vestan við vatnið rís Skriðufellið 1235 m y.s. Fjórar ár falla í vatnið. Fúlakvísl, jökulá, sem kemur upp undan austurrönd Langjökuls, Tjarná, mynduð af uppsprettuvatni undan Tjamheiði, Fróðá, allvatnsmikil á, sem kemur undan Leggjabrjóti og Svartá er kemur undan Kjal- hrauni austur af Kjalfelli. Þrjár síðastnefndu eru bergvatnsár. Hvítá, eitt af stærstu vatns- föllum landsins fellur úr vatninu. Meðalsum- arrennsli hennar er 50-75 rúmm. á sek. Á fyrri hluta aldarinnar gengu tveir skriðjöklar frá Langjökli ofan til Hvítárvatns beggja vegna Skriðufells. Syðri jökullinn hefur hopað mikið og nær nú ekki að vatninu, en sá nyðri gengur ofan í vatn og leggur hann til þá ís- jaka, sem þar fljóta. Karlsdráttur heitir smá vogur, sem gengur norður úr vatninu skammt austan við skrið- jökulinn. I skjóli jökulsins í brekkunum móti sól í 420-440 m hæð y.s. hafa fundist 84 teg- undir háplantna. Dágóð silungsveiði er í vatn- inu og munu byggðarmenn hafa stundað hana stíft áður fyrr. Munnmæli herma að fyrrum hafi karl einn stundað netaveiði í Hvítárvatni. Hann var einsamall við þá iðju, en hafði fol- aldsmeri með í för. Batt hann folaldið öðrum megin við voginn, fór svo með hryssuna út fyrir voginn hinum megin, festi netið í tagl 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. JÚU1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.