Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Side 8
4 KETILSFJÖRÐUR Á GRÆNLANDI / Asíðustu árum hefur áhugi íslendinga á sögu norrænn- ar byggðar á Grænlandi verið mikill og fjöldi manna heimsótt landið til að skoða söguslóðir. Þessar skoðun- arferðir hafa nær eingöngu takmarkast við Eystri- byggð og þá aðeins lítinn hluta þess svæðis sem byggðin náði yfir. Þannig láta flestir nægja a.ð skoða þekktustu rústimar við Brattahlíð, Garða, Hvalseyjarfjarðarkirkju og Dýmes. Fáir leggja hins vegar leið sína sunn- ar, þar sem hluti byggðarinnar lá í vægast sagt stórbrotinni náttúm. Hér er litast um við Ket- ilsfjörð og svæðið sunnan hans, skammt frá suðurodda Grænlands, þar sem byggð var í blóma í tíð norrænna manna. Þegar komið er nokkuð suður íyrir Einars- og Eiríksfjörð, helstu söguslóðir norrænnar byggðar í Eystribyggð, tekur landslag að breytast. I stað ávalla jökulheflaðra fjallgarða, af takmarkaðri hæð, taka við feiknarhá og snarbrött fjöll sem mynda landslag sem svipar til þess sem þekkist í Ölpunum. Hér í þessum fjallasal syðst á Grænlandi liggja þröngir firðir og dalir milli hrikalegra fjalla sem höfðu að geyma byggð sem fáar sögur fara af. Syðsti hluti Grænlands er samsettur af fjöl- mörgum eyjum og er Hvarf á þeirri syðstu sem nefnist Itivdleq. Milli eyjanna er mikið net af þröngum, hlykkjóttum og samtengdum fjörð- um. Samanlögð lengd fjarðanna er um 460 km. Fjöllin eru snarbrött niður í sjó og undirlendi er Mtið sem ekkert. Þetta fjarðakerfi við suðurodda Grænlands afmarkast að vestanverðu af Melrakkanesi, syðsta odda meginlandsins. Nokkur norræn örnefni frá svæðinu austan Melrakkaness hafa varðveist en staðsetning flestra þeirra er óljós: Hvalsund, Hvalshylur, Drangey, Sölvadalur, Tófafjörður, Hvítserkur, Skagafjörður, Beru- fjörður, Finnsbúðir og Krossey. Tófafjörður er væntanlega sundið austan við Melrakkanes en á grænlensku er það nefnt Torsukattak. Hrika- legir klettaveggir afmarka sundið og siglingu þar í gegn gleymir enginn. í þessu fjarðakerfi í útjaðri Eystribyggðar bjuggu norrænir menn á fáeinum stöðum. Rústir hafa fundist á 16 stöðum og talið er að fóst búseta hafi verið á 10 þeirra. Erfitt er að fá skilið hvernig hægt var að stunda búskap á þessum afskekktu slóðum. Eftir að norræn byggð lagðist af settust Inu- ítar að í fjörðunum. Víða má finna rústir sem vitna um þessa búsetu. Nú er aðeins búið á ein- um stað í fjörðunum, í þorpinu Aappilattoq, en þar búa um 200 manns. Þetta er þó ekki syðsta byggð á Grænlandi því að á Melrakkanesi vest- anverðu er lítið þorp sem nefnist Narsarmijit. Herjólfsnes er næsta nes fyrir vestan Mel- rakkanes. Þar var einn af höfuðstöðum Eystri- byggðar. Herjólfur Bárðarson fluttist til Græn- lands með Eiríki rauða árið 985 og settist hér að. Bjarni sonur Herjólfs er talinn vera fyrsti norræni maðurinn til að sjá meginland Norður- Ameríku er hann lenti í hafvillum á leið sinni til Grænlands. Við Herjólfsnes eru miklar rústh' sem vitna um blómlega byggð en auk þess hafa fundist þar margir merkilegir gripir. Innan við Herjólfsnes og allt inn að suður- odda Grænlandsjökuls er eitt af stórfengleg- ustu fjallasvæðum Grænlands þar sem er að finna brött og hrikaleg fjöll sem teygja sig í yf- ir 2.000 m hæð. Innan um þessi fjöll eru blóm- legir og jafnvel skógi vaxnir dalir. Meðfram fjöllunum að norðan- og vestanverðu liggur langur og þröngur fjörður inn að Grænlands- jökli. Þetta er Ketilsfjörður sem á grænlensku nefnist Tasermiut. Fjörðurinn er um 70 km langur og víðast hvar ekki nema um 2,5 km breiður. Mynni fjarðarins er um 25 km norð- vestan við Herjólfsnes en þar á milli er Hellis- ey og Helliseyjarfjörður. Ysti hluti Ketilsfjarðar hlykkjast milli fjalla sem eru um 1.000 m há. Þetta gerir það að verkum að innri hluti fjarðarins og sá undra- heimur sem þar er að finna er girtur af. Fjörð- urinn er rómaður fyrir náttúrufegurð en vegna staðsetningar eru heimsóknir ferðamanna fremur fáar. Búast má við að á þvi verði breyt- EFTIR JÓN VIÐAR SIGURÐSSON Syðst á Grænlandi er mikið net af samtengdum, hlykkjóttum fjörðum með bröttum hlíðum. Þar má víða fi nna rústir sem vitna um forna búsetu norrænna manna. Einn af þessum fjörðum er 70 km langur og teygir sig inn að Grænlandsjökli og innri hluti hans er hreinn undraheimur. GENGIÐ í Vatnsdal. Skógardalurinn í baksýn. HORFT yfir innsta hluta Ketilsfjarðar. Skriðjökullinn Sermitsiaq í bak- sýn. Teikning Andreas Kornerup 1876. ing áður en langt um líður því sífellt fleiri sækjast eftir útivist á afskekktum slóðum þar sem fram- kvæmdagleði mann- fólksins hefur ekki sett sitt mark. Fjörð- urinn liggur milli stórbrotinna fjall- garða þar sem jöklar hafa nagað bergið og skilið eftir sig hlykkj- ótta dali og hrikalega tinda. Þrátt fyrir hæð fjallana er lítið um stóra jökla fyrir utan sjálfan Grænlands- jökul. Fjöllin eru það brött að ís á erfitt með að festa rætur. Engu að síður hanga litlir og oftast snar- brattir daljöklar víða í hlíðum fjalla. Fjöllin austan fjarðarins eru mörg hver undurfógur. Lóðréttir klettaveggir þeirra eru allt að 1.200 m háir. Svæðið er orðið þekkt meðal fjalla- manna og árlega sækja nokkrir hópar fjörðinn heim í þeim erindum að kljást við þessa miklu veggi. I Sturlubók Landnámu segir frá því að Ket- ill hafi numið Ketilsfjörð. Ketill var einn þeirra höfðingja sem fylgdu Eiríki rauða Þorvalds- syni til að nema land á Grænlandi um 985. Hvorki er vitað meira um þennan Ketil né hvar hann settist að í firðinum. Það er ekki aðeins fjörðurinn sem varðveitir nafn Ketils heldur er einn hrikalegasti tindurinn austan fjarðarins nefndur eftir honum. Þessi 2.003 m hái tindur rís nær lóðréttur eins og bautasteinn yfir Klausturdal innarlega í firðinum. Tindurinn er aðeins í um 2 km fjarlægð frá dalbotninum og er tilfinningin sérstök þegar horft er upp þessa 2.000 hæðarmetra. Klausturdalur dregur nafn sitt af því að í dalnum var klaustur í tíð norrænna manna, annað af tveimur í Eystribyggð. Hér bjuggu munkar af reglu heilags Ágústsínusar og stunduðu trú sína. Ekki er hægt að ímynda sér annað en að hið hrikalega umhverfi klausturs- ins hafi gefið munkunum mikinn innblástur til trúariðkunar. Klaustrið hefur staðið skammt frá strönd fjarðarins og þar má sjá rústir af kirkju og tíu byggingum öðrum. Sexhymdur garður liggur umhverfis kirkju og grafreit. Mikil kyrrð er yfír þessum stað í dag og svo hefur væntanlega ætíð verið því óliklegt er að búseta munkanna hafi valdið mikilli truflun. Helstu heimild um norræna byggð í Ketils- firði er að finna í Grænlandslýsingu Ivars Bárðarsonar sem var ráðsmaður í Görðum á Grænlandi á miðri 14. öld. Þar segir: Fyrir vestan Herjólfsnes er Ketilsfjörður; þar er albyggt, og á hægri hönd, þegar siglt er inn fjörðinn, er ós mikill sem stór á fellur í. Hjá þeim ósi stendur kirkja sem heitir Áróskirkja; hún er vígð helgum krossi; hún á land allt út til Herjólfsness; eyjar, hólma og reka og allt inn til Pétursvíkur. Við Pétursvík Iiggur byggð mikil sem heitir Vatnsdalur. Við þessa byggð er vatn mikið, KORT af Ketilsfirði i o ■ 10 km ?0OD ° m, iiss , J í W&Mh- .lösö 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.