Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 16
LIF OG VETVANGUR TRÚÐANNA EFTIR ELFAR LOGA HANNESSON List trúðsins nær yfir breytt svið. Helst þarf hann að vera nokkuð vel að sér á mörqum sviðum til að ná eiginleikum listarinnar. Nægir að nefna nokku7 atriði svo sem líkamlega getu, að kunna helst á eitthvert hljóðfæri og síðast en ekki síst að vera góður leikari. ARLECCHINO frá Bergamo var fulltrúi almúgans í ítalska spunaforminu Commedia dell’Arte. TRIJÐAR hafa skemmt og glatt fólk í margar aldir og hefur nafnið haft þá þýðingu að skemmta og vera með fíflagang. Orðið trúður kemur mjög snemma fyrir hér á landi m.a. í Njálu. Konungar höfðu um tíma eigin skemmtikraft sem var kallaður Jester. Á tímum Shakesepeares hétu þeir Fools og komu m.a. fram í tveim- ur leikritum hans Lér konungi og Þrett- - ánda kvöldi. Nokkru fyrir tíma Shakespe- ares, um 1540, byrjaði ítalska spunaformið Commedia dell’Arte. Þar voru -skapaðar margar skondnar persónur og voru þær teknar beint úr samfélaginu á Italíu, svo sem Pantalone kaupmaður í Feneyjum full- trúi þeirra ríku og Arlecchino frá Bergamo fulltrúi allmúgans, þeirra fátæku. Pedrol- ino, hvíti trúðurinn, var hins vegar leikinn af yngsta leikara leikhópsins sem oft var sonur eins af aðalleikurunum. I dag er helsti vettvangur trúðsins í sirkusunum þó hann sjáist nú víðar. En við skulum fara inní sirkushringinn. Billie Button Erfitt væri að ímynda sér sirkus án þátt- töku trúða enda hafa þeir verið hluti af , sirkusnum allt frá upphafi. Orðið sirkus, ' sem þýðir hringur, er fyrst notað árið 1782 af Royal Circus í Englandi sem Charles Hughes var upphafsmaður af. En nokkrum árum áður eða árið 1768 hafði maður að nafni Philip Astley staðið fyrir sýningum rétt fyrir utan London með trúðum, fim- leikafólki, dýrum og línudönsurum. Fyrr nefndur Charles Hughes var einn af skemmtikröftunum og hefur líklega fengið hugmyndina þaðan. Þar kom líka fram Bille Button en hans atriði var byggt uppá klaufa- skap og mistökum og má því segja að hann sé fyrsti sirkustrúðurinn. Það leið ekki á löngu áður en fleiri fylgdu í kjölfar þeirra og settir voru upp litlir ferðasirkusar víðs veg- ar og ávallt var trúðurinn miðdepill sýning- anna. I Bandaríkjunum hófst sirkusinn á ^svipuðum tíma og í Evrópu og var brátt orð- inn stór hluti af skemmtanalífinu þar. Vin- sælasti sirkusinn, Bamum and Bailey’s Gr- eatest Show on Earth, hóf göngu sína árið 1881. Þar voru fjölmennir hópar trúða, fíla og ýmissa annarra dýra eins og þekkt er í henni Ameríku. Þarna má segja að vinsældir sirkussins hafi hafist fyrir alvöru og fljót- lega nægði þeim ekki einn hringur heldur þrír og tjöldin rúmuðu þúsundir manna. Leikhúslrúðar - Englendingurinn Joseph Grimaldi (f. 1779 - d. 1837) er einn af þekktustu leikhústrúð- ■■ unum þ.e.a.s. trúðum sem skemmta mest í leikhúsum. Á öðru aldursári skemmti hann fyrst með fjölskyldu sinni sem kom fram í Dury Lane-leikhúsinu í London. Trúðanafn hans var Joey, en það varð síðar mjög vin- sælt trúðanafn. Hann skemmti í hinum CHARLES Chaplin er án efa þekktasti karaktertrúðurinn. ýmsu leikhúsum í London allt þar til hann lét af störfum árið 1828. Annar þekktur leikhústrúður í Evrópu er Adrien Wellach (f. 1880 - d. 1959) eða Grock. Líkt og Grimaldi byrjaði hann snemma að skemmta, að vísu byrjaði hann í sirkus og þar var einnig hans síðasta uppá- koma í Hamborgar sirkusnum 30. október 1954. Þegar hann skemmti með trúðnum Brick árið 1903 breytti hann nafni sínu í Grock. Frá 1911 fór hann að skemmta m.a. í Palace- og Coliseum-leikhúsunum þó oftar í því síðar nefnda. Sýningar hans voru allar án tals en tónlist kom mikið við sögu enda gat hann leikið á yfir tuttugu hljóðfæri. Mest notaði hann þó fiðlu og flygil og var þema sýninganna að misheppnast með hljóðfæraleikinn sem heppnaðist þó að lok- um. Þegar hann ætlaði t.d. að spila á flygil- inn þá var stóllinn of langt frá og fór hann því að ýta flyglinum að stólnum. Til gamans má svo geta þess að Grock náði hámarki á ferli sínum þegar hann var kominn vel yfir fertugt. Það hefur nefnilega viljað loða við trúðinn að hann er lengi í fæðingu en á því eru þó undantekningar þó ekki séu þær margar í þessari listgrein. Chaplin og Keaton Frægasti karaktertrúðurinn er án efa Charles Spencer Chaplin (f. 1889 - d. 1977). Hann kom fyrst fram fimm ára gamall þar sem hann fyllti skarð móður sinnar sem var skemmtikraftur í leikhúsi. Frá þeirri stundu var framtíð hans ráðin. Hann skapaði flæk- inginn ógleymanlega sem gat fengið alla til að hlæja og gráta sem er drauma markmið allra trúða. I mynd hans The Circus (1927) verður flækingurinn ástfanginn af stúlku sem er dóttir sirkusstjóra. Til að ná betur til GROCK var mjög fær hljóðfæraleikari og nýtti sér þá kunnáttu í trúða- atriðum sínumm. hennar ræður flækingurinn sig í sirkusinn sem trúð en ýmislegt fer þó á annan veg en hann ætlaði. Myndin Limlight eða Sviðsljós er um trúð sem er sannfærður um að hann geti ekki skemmt fólki lengur. í þessari mynd leika Chaplin og Buster Keaton sam- an í fyrsta og eina skiptið en það markaði endurkomu þess síðar nefna á hvíta tjaldinu. Er þetta atriði þeirra sagt vera eitt af þeim fyndnustu í kvikmyndasögunni. Fyrrnefndur Joseph Francis Keaton (f. 1895 - d. 1966), sem einnig var karakter- trúður, er betur þekktur sem Buster Keaton, en það nafn fékk hann frá Harry Houdini. Það atvikaðist þannig að Keaton hrapaði niður langan stiga án þess þó að brjóta nokkur bein og nefndi Houdini hann þá Buster. Hann er kallaður maðurinn með steinandlitið vegna þess að hann brosti aldrei í myndum sínum. Buster var líkt og áður nefndir trúðar alinn upp við leikhúsið. Keaton-fjölskyldan var með eigin leikflokk sem hét The three Keatons og eitt af atrið- um þeirra byggðist á því hvemig pabbi hans tuskaði hann til m.a. með því að henda hon- um út til áhorfenda og fleiri líkar kúnstir. Hann skemmti með fjölskyldunni til átján ára aldurs og eftir það var hann með eigin atriði í sýningunni The Passing Show. Seinna kynntist hann Roscoe „Fatty“ Ar- buckle, sem var einn af stóru stjörnum þöglu kvikmyndanna, og uppúr því byrjaði hann að koma fram í kvikmyndum. Myndir hans byggjast mikið uppá ýmsum líkamleg- um kúnstum sem hann virðist hafa fengið í vöggugjöf. Marcel Marceau Eitt aðalverkfæri trúðsins í dag er „mime“ eða látbragðsleikm-. Einn af fremstu og þekktustu látbragðsleikurum sögunnar er án efa franski Islandsvinurinn Marcel Marceau (f. 1923). Hann uppgvötaði möguleika þessa forms er hann starfaði sem barnakennari. Fljótlega fór hann svo að semja leikatriði án orða og upp úr þeirri vinnu fæddist trúðurinn hans, Bip. Eftir nokkrar uppákomur Bips voru undirtektir það góðar að hann stofnaði eigin látbragðs- leikhóp. Þessi hópur setti upp margar sýn- ingar, sú vinsælasta var The Overcoat árið 1951 en hún var byggð á verki Gogols. Marceau hélt einnig áfram að búa til einleiki fyrir Bip og fór víða með þær sýningar m.a. í fangelsi. Að skemmla Eins og sjá má á fyrrtöldu spannar list trúðsins yfir brevtt svið. Helst þarf trúður- inn, þ.e.a.s. leikaf^n, að vera nokkuð vel að sér á mörgum ’^m til að ná eiginleikum listarinnar. Nægir að nefna nokkur atriði svo sem líkamlega getu, að kunna helst á eitthvert hljóðfæri og síðast en ekki síst að vera góður leikari. Þó spilar sjálfsagt inní líka eigin reynsla leikarans á lífinu því oft sjáum við okkur sjálf í trúðnum. Trúðurinn endurspeglar hið daglega líf en samt alltaf á þann máta að við getum haft gaman af því. Það hlýtur því að vera hægt að segja að megin þema trúðsins sé ,Að skemmta“ eða bara „Make us laugh“. • Heimildir: Grock. 1968. Grock, en klovns erindringer. Þýðing Vi- beke Cerri. Hartnoll, Phyllis. 1991. The concise Oxford companion to the theatre. Rudlin, John. 1994. Commedia dell’Arte, an actor’s handbook. Russell Taylor, John. 1993. Dictionary of the theatre. 3. útg. Ýmsir höfundar. 1988. Creative ciowning. Teikningar gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir. Höfundur er leikari, menntaður frá The Commedia School sem sérhæfir sig í suður-evrópsku leikhúsi. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.