Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 12
GRUNDVÖLLUR kristinnar trúar er persóna, sem lifði á sviði sögunnar og lifir enn sem Drott- inn, Jesús Kristur. Líf hans, dauði og upprisa er sá atburður sem kristnir menn álita úrslitaat- burð allrar sögu. Myndin: Kristur á píslargöngu sinni. Málverk eftir Jan Sanders van Hemes- sen, 1560. í riti Einars Sigurbjömssonar: Kirkjan játar. Rv. 1991., segir „Hversu langt sem leitað er aftur í sögu kirkjunnar, kemur í ljós, að hið eiginlega við kristna trú er ekki nein almenn hugmynd, sem falli saman við trúarlegar hugmyndir manna yfirleitt, held- ur tiltekinn sögulegur atburður, sem er líf, p dauði og upprisa Jesú Krists. Kristin trú er umfram allt persónuleg afstaða til Jesú og nærist af vitnisburðinum um hann... Kristnir menn lúta Jesú sem Drottni. Grundvöllur kristinnar trúar er með öðr- um orðum persóna, sem lifði á sviði sögunnar og lifir enn sem Drottinn, Jesús Kristur. Líf hans, dauði og upprisa er sá atburður sem kristnir menn álíta úrslitaatburð allrar sögu. Sá atburður birti mönnum, að grunnur allra tilveru, Guð, skapari himins og jarðar, sé kærleikur... Hann gaf af lífi sínu, soninn eða „Orðið“ til þess að mannkynið glatist ekki, heldur megi treysta þvi, að uppruni alls j sé kærleikur og sá uppruni sé og tilgangur alls mannkyns" - bls. 34. í Helgakveri 88. grein segir: „Þá er Jesús gekk út í pínuna tókst hann á hendur æðsta- prests-embætti sitt, sem er í því fólgið, að hann færði algilda fórn fyrir syndir allra manna. Með því að þola kvalir og dauða hef- ur hann fómað sjálfum sér, saklaus þolað hegningu fyrir oss seka, og friðþægt oss við guð. Fómardauði Krists birtir oss heilagleik guðs eigi síður en kærleik hans, en verður oss eigi til sáluhjálpar, nema vjer iðmmst og trúum.“ 178. grein segir: „Jesús kenndi um allt ráð guðs og vilja mönnunum til sáluhjálpar; en aðalefni allra kenninga hans var sjálfur hann eða boðskapurinn um það, að hann væri guðs í sonur af himnum kominn, til að frelsa synd- ugt mannkyn og stofna guðs ríki á jörðu“. f 89. grein og 90. grein segir um niður- stigningu Jesú Krists til helvítis og upprisu Krists frá dauðum á þriðja degi. „Og hefur með því sýnt oss og sannað eigi aðeins guð- dóm sinn, heldur og það, að hann er sigur- vegari syndarinnar, dauðans og djöfulsins, og að vjer eigum upp að rísa“. Fjörutíu dögum eftir upprisuna „steig Jesús upp til himna í augsýn lærisveina sinna“ - 91. grein. í 89. grein er talað um að Jesús Kristur hafi „birst í heimkynni fyrirdæmdra, til að auglýsa þar krapt endurlausnar sinnar“. „Árið 1247 kom sendiboði páfa til Noregs til þess að krýna Hákon konung Hákonarson og talið er líklegt að sendiboðinn hafi samið játningu eða útlistun á trúaratriðum fyrir konung og norska klerkastétt.....í þessum leiðbeiningum er fjallað um niðurstigningu Jesús Krists til helvítis „til að auglýsa krapt endurlausnar sinnar" og einnig til þess að leysa þær sálir réttlátra, sem dáið höfðu óskírðar og því verið búinn staður í ríki dauðra, með því að leysa þær og hughreysta, tók hann þær með sér í himnaför sína. - E.A.: Játningarrit og Kaþólsk fræði. Rv. 1922 -. Hellagur andi Kirkjuþingin í Nikeu 325 og í Konstant- ínópel 381 staðfestu og formuðu kenninguna um Heilagan Anda, Drottin og lífgjafa, sem útgengur frá föðumum og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðumum og Syninum. Guð er einn í þremur persónum. Agústínus og Thomas frá Aqvíno skýrðu og skerptu kenninguna um þrenninguna, en jafnframt töldu þeir að Guð „er sá sem er að öllu leyti öðruvísi" og algjörlega óskiljanleg- ur og óskýranlegur" og að það væri algjör ofætlun að skepnan gæti á nokkum hátt útli- stað skapara sinn. Carl Gustav Jung hefur skrifað mjög at- hyglisverða ritgerð um þrenningarkenning- una sem trúaratriði og sálræna þörf frá sjón- armiði sálfræðings og geðlæknis: „Versuch v zu einer psychologischen Deutung des Trini- tatsdogmas" Symbolik des Geistes. Ziirich 1948. - „Mér er ljós sú ofdirfð að ætla að rannsaka og skilgreina helgustu kenningar kristinnar kirkju og kristni frá sálfræðileg- um grunnforsendum, sem ég geri til þess að skilja dogmuna sem tákn, sprottið úr þeim heimum sem em utan meðvitundar manns- ins ... „ Heilagur andi er verkandi vilji og hluti Guðs föður og Sonar, hluti einnar heildar, óaðskiljanlegrar og þrennrar í senn. Þrenn- ingarkenningar koma fram í trúarbrögðum Babylóníu - Anu-Bel og Ea. í egypskum . trúarbrögðum em guð, sonur og tengiliður þeirra Ka. Jung vitnar í Timaeus Platóns og hellenska dulhyggju. „Þrenningarkenningin hefur löngum verið álitin algjörlega óskiljanleg, sem hún er og stangast á við alla eðlilega skynsemi að mati frjálslyndra skynsemishyggjumanna. Trúar- legar staðhæfingar em aldrei skynsamlegar í venjulegri merkingu hugtaksins „skyn- semi“, þvi að þær taka mið af öðmm heimi, heimi arktýpunnar, sem skynsemin er vit- undarlaus um. Arktýpan er eðlisbundin fmmgerð djúpvitundarinnar, sem er utan allrar meðvitundar, sem mótar við vissar að- stæður þróun mennskrar vitundar. Þrenn- ingin í kristinni kenningu vitnar tvímæla- laust um vissuna um mótandi vald utan og handan allrar mennskrar meðvitundar. Stað- hæfingar um dogmur uppmnnar fyrir til- verknað Heilags anda, vísa til þess að þær em ekki afsprengi meðvitaðrar hugsunar, en eiga sér upprana utan meðvitundar manns- ins e.t.v. utan mannsins, mannheima. Staðhæfingar í þessa vem vísa til reynslu af verkunum arktýpunnar og em alltaf af toga þess „numinosa“, einkennast af óskilj- anlegri helgi, sem er í senn yfirþyrmandi og fullkomlega óskiljanleg allri skynsemi, helgi sem er mörkuð krafti, sem er algjörlega ann- arlegur mennskri reynslu. „Heilagleiki" þýðir að hugmynd eða hlutur er svo fullkominn að verkar þannig á mann- inn, að hann verður máttvana. Heilagleikinn yfirþyrmir hann, hann missir eigin vemnd, hann er algjör fangi afla eða afls, sem hann má einskis gegn og getur ekki skilið en skynjar án eigin tilverknaðar". Samkvæmt kenningum Jungs verkar arktýpan á mann- inn sem aíl utan mannheima, óskiljanlegt allri mennskri skynsemi. Dulvitundin er alltaf algjörlega ómeðvituð, bmnnur og aflgjafi sem markar öll trúarbrögð, listir og vísindi. í kristinni trú em kenningar Jungs um dulvitund og arktýpur hliðstæður við guðlegar opinberanir. „Þrátt fyrir margra alda starf skólastíkera, samþykktir kirkjuþinga og til- raunir guðfræðinga til þess að skilgreina og „skilja“ heilagan anda, þá hefur allt þetta starf á þeim forsendum mistekist. Niður- staðan varð og er „credo quia absurdum" ... „Framstæður maður hugsar ekki, hugsan- imar koma tii hans“ sbr. Hómer: Odysseifur og Aþena - „Okkur finnst sjálfum að sér- stæðar eða framlegar hugmyndir, sem kvikna með okkur komi sem „hugljómun" eða „innsæi". Jung skrifar þessa ritgerð eins og áður segir sem sálfræðingur og út frá kenningum sínum um arktýpu og dulvitund, sameigin- lega dulvitund allra manna, en ekki sem trú- aður einstaklingur sem trúir guðlegum opin- bemnum og samþykkir kristnar dogmur, sem „óeðlilegan sannleik" yfírskilvitlegan, sem er mönnum hinn æðsti leyndardómur. Kenningar Jungs um dulvitundina sem upp- sprettu allrar visku em veraldlegar, verkan- ir arktýpanna snerta öll svið mennskrar við- leitni, en verkanir heilags anda eru tjáning ætlunarverks guðs með sköpun mannsins, sem hann skapaði í eigin mynd. Gmnnhugmynd kristinnar kenningar um þríeinan Guð, kærleik hans og tilgang með sköpuninni er túlkuð skírast í Divina Commedia eftir Dante: „Og líkt og mæta allir punkti einum við öxul geislar hjóls á vegi fömum, svo lukti um mig sú ást, er höndum hreinum heldur á sól og jörð og öllum stjömum“ - Þýðing Guðmundar Böðvarssonar - í riti Rudolfs Ottos: Das Heilige og síðar í: Das Gefiihl des Úberweltlichen hefur hann mörgum fremur skilgreint muninn á skyn- samlegri trúarafstöðu og trúarafstöðu þeirra sem skynja yfirþyrmandi helgi - Hann mót- aði hugtakið „numinous" eftir latneska orð- inu vnumen“ guð, guðleg vera. „Eg mun fjalla um það sérstæða gildis- hugtak, það „Numinousa" og hið „num- inousa" hugarástand sem markast af því gildismati. Þetta hugarástand er algjörlega „sui generis“ séreðlis og á sér engar hlið- stæður, þar af leiðandi algjörlega einstakt og grandvallar raunleiki. Ef reynt er að skil- greina það skortir skiljanlegt mál til útlist- unar. Það er aðeins ein leið til þess að skilja hugtakið, sem er að íhuga sjálfur og nálgast með því það ástand, sem kveikir og opnar skynjun þess „Numinousa" sem með eigin skynjun nær því að verða meðvitað. Þetta er Xið, sem ekki verður skilið, það er aðeins gjörlegt að vekja kenndina fyrir því... Við komumst að raun um að við nálgumst það sem dulspekingar nefna „mysterium tremendum“. Stundum minnir þetta á flóð sem fyllir hugann í innilegri dýrkun. Þetta er innlifun í heima utan hins venjubundna heims, upphafið ástand, hljómandi bergmál uppheima, það er einnig önnur hlið á þessu ástandi, það getur tekið á sig mynd tryllings- legs hryllings. Maðurinn er altekinn af öflum sem svipta honum til æðstu hæða fegurðar og dýrðar og niður í svartnætti - milli himna og heljar... „ „Mysterium tremendum" er lýsing á reynslu mannsins altekins af vanmati og andstætt magnþmngnum krafti guðdómsins, þar sem maðurinn verður aðeins duft og aska, ekki neitt. Hin trúarlega auðmýkt er ástand þess sem verður svar manna við þeim yfirskilvitlega krafti eða afli sem yfirskyggir manninn. Rudolf Otto var þýskur guðfræðingur og varði fjölda ára til rannsókna trúarlegrar reynslu og yfírskilvitlegra kenninga innan trúarheima manna í ýmsum löndum. Rudolf Otto taldi sig finna samsvarandi einkenni í hinum ýmsu trúarflokkum, sem væri gmnd- völlur trúarvissu hjá hverjum fyrir sig. Þessi kennd birtist í mismunandi formi en sameig- inlegt gmnneinkenni kallaði hann „num- inous“ - og bók hans, sem kom út 1917 í fyrstu útgáfu nefnist eins og áður segir „Das Heilige“. Efhið er ákaflega vandmeðfarið, en honum tekst að glöggva sig og þar með les- endur á inntakinu og meginkveikju trúar- legrar tilfinningar, þeirrar sem virðist kvikna fyrir algjörlega utanaðkomandi áhrif. Höf- undurinn hafnar öllum vísindalegum rann- sóknaraðferðum eða skynsemisútleggingum rationalista um inntak trúarbragða og þar með kristninnar. í upphafi þriðja kapítula ritsins biður höfundur þá sem skypja ekki aðra afstöðu til kristinnar trúar,' en þá sem telur sig byggja á skynsamlegum rökum, að leggja bókina hið snarasta til hliðar og lesa ekki lengra. Skirnin „í skírninni tekur Kristur þann, sem skírður er, inn í sitt náðarríki og gefur hon- um kost á að öðlast alla þá náð og blessun, sem þar er boðin og veitt“. Helgakver 132. grein. Vitnað er í Gal. 3:17. Svo margir af yð- ur, sem erað skírðir til Krists, þér hafið íklæðst - „ Kristi og Kor. 5:17. Hver, sem er í Kristi, hann er orðinn ný skepna; hið gamla er af máð; sjá, allt er orðið nýtt. „Skímin er gmndvallarsakramenti kirkj- unnar. Hún gerir oss að limum á líkama Krists, sem er kirkjan, og veitir okkur að- gang að hinum sakramentunum. Hún er raunvemlegt merki um að Guð hafi frelsað okkur frá syndinni fyrir athöfn Krists og veitir okkur helgandi náð“. - Broomé -. Skírnin er hreinsun af erfðasyndinni og með henni var hinum synduga Adam drekkt (með niðurdýfingunni) og fæðumst inn í lífs- samfélag við Krist. Tákn skímarinnar var og er vatnið sem rann út úr síðu Krists á dauðastundinni - í Jn. I 5:8 er talað um andann, vatnið og blóð- ið, blóðið táknar þá altarisfórnina. Vatnið táknar einnig hreinsun og líf. I helgisiðabók- unum segir að hinn skírði sé endurfæddur fyrir heilagan anda. Börn era skírð á ómálga aldri, þótt þau hafi ekki drýgt synd, en sam- kvæmt Augsborgarjátningunni þá þarfnast bamið hreinsunar af erfðasyndinni, þau em fædd án guðsótta, án guðstrausts og með girndum, og eru því fædd með þessa upp- hafsgalla, þ.e. „cum peccato" með synd. End- urfæðing skímarinnar er því forsenda sálu- hjálpar komabarnsins engu síður en óskírðra fullorðinna eða heiðingja. f Jn. 3:3 og 3:5 segir „Enginn getur séð guðsríki, nema hann endurfæðist" og „ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komið inn í guðsríkið“. Þessi orð eru höfð yf- ir við skím heiðingja og fullorðinna. Ef barn deyr óskírt þá segir Helgakver í 135. grein: „Þeir sem fyrirlíta skírnina, hafna með því Kristi; en þeir sem óviljandi fara á mis við hana, eru eigi fyrir það útilokaðir frá guðs náð“. Sama myndi gilda um „unglinga, sem andast, áður en þeir fá borið skyn á trúarefni (óskírðir í barnæsku), fábjána, vitfiminga og menn, er aldrei hefur veist kostur á þekk- ingu í kristindómi". - E.A. Játningarrit... Þessi afstaða birtist í ákvæðunum um trúna samkvæmt játningum sendum Noregskon- ungi 1247, um að „Kristur hafi stigið niður til helvítis og leyst þaðan alla sína vini“ - sbr. hér að framan. Fyrri kenning um hina al- gjöra nauðsyn skímarinnar byggðist á Jn. 3:5 hér að ofan. Síðari tíma barnalærdómskver era ekki eins afdráttarlaus um sáluhjálp þeima sem deyja óskírðir og Helgakver. í þeim kveram er talað um „að guð geti veitt mönnum heilagan anda sinn, þótt þeir hafi ekki verið skírðir". í Helgakveri er talað um að óvilj- andi fari á mis við skírnina, eru eigi fyrir það útilokaðir frá guðs náð“. Niðurlag í næstu Lesbók Höfundur er rithöfundur. 12 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.