Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 17
ISLENDINGAR ENGIR REALISTAR Régis Boyer Morgunblaðið/Árni Sæberg Régis Boyer er franskur mióaldafræóingur sem hefur verió einn ötulasti sendiherrg íslenskrar menningar ó erlendri grund. I dag veróur haldin ráóstefna í Há- skóla Islands honum til heióurs. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi vió hann um íslenskar bók- menntir að fornu og nýju. AÐ má með sanni segja að Régis Boyer sé einn mikil- vægasti menningarsendi- herra íslands á erlendri grund enda hefur hann helg- að líf sitt íslenskri menningu. Hann er ekki aðeins virtur fræðimaður á sviði íslenskra fornbókmennta heldur hefur hann þýtt ógrynni af íslenskum bókmenntum, bæði fornum og nýjum. Fimmtán íslendingasögur í þýðingu hans komu út fyrir tíu árum í glæsilegu Pléiade ritröðinni hjá Gallimard forlaginu en jafnframt hefur hann þýtt fjöl- margar konungasögur og fornaldarsögur. Hann hefur þýtt alls á fjórða tug forn- sagna, auk eddukvæðanna. Af íslenskum nútímabókmenntum sem út hafa komið í þýðingu hans í Frakklandi á undanförnum áratugum má nefna verk eftir Halldór Lax- ness, Jón Óskar, Thor Vilhjalmsson, Stein Steinarr, Sigurð Pálsson, Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur. Hann hefur nú nýlokið við þýðingu á skáld- sögu Péturs Gunnarssonar, Punktur punktur komma strik. Að auki hefur Boyer verið óþreytandi við að koma fram í btöðum, út- varpi og sjónvarpi sem málsvari íslenskra bókmennta og menningar. íslensk og evrópsk mióaldamenning Régis Boyer er prófessor við Université Paris IV-Sorbonne þar sem hann hefur um árabil rannsakað og kennt norrænar bók- menntir, en lagt sérstaka alúð við íslenskar bókmenntir. Helsta rannsóknarsvið hans hef- ur verið trúarhugmyndir norrænna manna á miðöldum, heiðnar sem kristnar, en doktors- ritgerð hans, La vie religieuse en Islande 1116-1264: d’aprés la Sturlunga saga et les sagas des évques, frá 1972 fjallar einmitt um trúarlíf á Sturlungaöld. Um þetta efni á að fjalla á málþingi sem haldið verður í Háskóla íslands í dag til heiðurs Boyer en þar mun hann sjálfur flytja meginfyrirlestur- inn. Málþingið fer fram í stofu 101 í Odda. Boyer segist fyrst hafa komið hingað til lands fyrir 36 árum. „Ég kom hingað fýrst til þess að kynna mér íslenskar bókmenntir, einkum hinar fomu. Ég hafði uppgötvað íslendinga sögurnar þegar ég las Eiríks sögu rauða í þýskri þýðingu við nám mitt í Frakklandi. Þessar sögur voru mér alger opinberun en þar sem ekkert var hægt að lesa um þær í Frakklandi ákvað ég að leggja leið mína hingað. Hér komst ég ekki aðeins í kynni við þessa stórkostlegu menningu heldur eignaðist líka dóttur sem er kannski eini Frakkinn sem fæddur er hér á landi.“ Boyer segist enn hugfanginn af íslenskum fornsögum og það sem heilli hann sérstak- lega sé hin einstaka lífssýn sem þær birta. „Þegar ég las þessar sögur fýrst komst ég að því að þessi lífs- og heimssýn líktist mjög því hvernig ég sjálfur sá heiminn, líf- ið, tímann. Og sá stíll sem sögumar lýstu þessum heimi með var einnig minn eiginn.“ Eftir stutta veru hér á landi í byijun sjö- unda áratugarins segist Boyer hafa verið ákveðinn í því að skrifa doktorsritgerð um íslenskar fornbókmenntir. Hann segist hafa gefið sig á tal við Einar Ólaf Sveinsson og Sigurð Nordal og beðið þá að vísa sér veg- inn að einhveiju álitlegu verkefni. Þeir ráð- lögðu mér að skoða Sturlunga sögu, Bisk- upa sögur og aðrar samtíðarsögur því að þar gæti ég flundið grundvöll germanskrar menningar. Ég fór því næst út í búð og keypti þessar sögur. Þegar ég hafði lesið þær var ég staðráðinn í að skrifa doktorsrit- gerð um kjarna íslenskrar menningar, spurningin sem ég ætlaði að svara var um það hver væri kjarni hins gamla íslenska samfélags. Ég hafði menntað mig í evrópskum mið- aldafræðum heima og eftir því sem ég las meira af íslenskum fornbókmenntum komst ég alltaf betur og betur að því að rætur þeirra væri að hluta til að finna í evrópskri miðaldamenningu. í evrópskum og íslensk- um bókmenntum frá þessum tíma var bæði að finna tengsl á milli umfjöllunarefnis og stíls. Og það sem meira var, það voru sterk tengsl á milli íslenskra fornbókmennta og flatneskrar sagnaritunar á miðöldum og helgisagnaritunar í Evrópu á þeim tíma. Ég komst að því að kirkjan var þarna áhrifavald- ur, hún hafði haft áhrif á það hvemig íslend- ingar skrifuðu og hvað þeir skrifuðu. Fræði- * menn höfðu fram að þessu talið að íslensku fomsögumar væm af germönskum meiði sprottnar. Það var því nokkuð byltingarkennd hugmynd að snilli hinna fomíslensku sagna- ritara væri fólgin í því að bræða saman ólíka strauma, bæði hina fomgermönsku hefð og svo hina kirkjulegu kaþólsku hefð. Það væri sambræðsla þessara þátta sem gerði íslend- inga sögumar að meistaraverkum. Til að færa sönnur á þessar hugmyndir mínar lagðist ég í rannsóknir á trúarlífi ís- lendinga á tólftu, þrettándu og fjórtándu öld. Það sem háði mér hins vegar við boðun þessara hugmynda var að ég skrifaði á frönsku og það voru mjög fáir fræðimenn á sviði íslenskra fornsagna sem lásu frönsku á þessum tíma. Seinna varð ég aftur á. móti þeirrar gæfu aðnjótandi að kenna nokkrum íslenskum nemendum í þessum fræðum. Og í gegnum þá hef ég getað kom- ið kenningum mínum á framfæri. Þessir nemendur mínir hafa þróað kenningar mín- ar áfram og það er stórkostlegt að sjá. Síð- an hafa auðvitað aðrir fræðimenn á þessu sviði einnig þróað kenningar í sömu átt.“ Engir realislar Régis Boyer hefur fylgst náið með íslensk- um nútímabókmenntum. Þegar hann er spurður um það hvort hann sjái einhvern- þráð liggja á milli þeirra og fombókmennt- anna nefnir hann stíl fyrst sem hafi ekki tekið stórkostlegum breytingum frá því á miðöldum. „En við verðum líka að líta til þess tíma sem leið þarna á milli, á tímann sem leið frá lokum fjórtándu aldar til loka þeirrar nítjándu. Þetta voru erfiðir tímar í sögu ís- lenskrar þjóðar, hún hefði allt eins getað þurrkast út á þessu skeiði. Þessar raunir hafa hert ykkur, þær hafa gert sýn ykkar á lífið og tilveruna hörkulegri, en um leið þá hafið þið komist af. Og það hafið þið gert af tveimur ástæðum að mínu mati. í fýrsta lagi vegna þess að þið hafið verið trú menningararfi ykkar og í öðru lagi vegna þess að þið sjáið hlutina á ykkar eigin hátt, þið hafið ykkar eigin sýn á hlutina. Þessi' sýn einkennist af ákveðinni tvöfeldni; það er alltaf eitthvað annað á bak við hlutina, á bak við veruleikann. Þið getið ekki losað ykkur við þá hugmynd að það sé eitthvað á bak við það sem þið sjáið. íslendingar eru því ekki realistar, ég þekki engan rithöfund hér sem er ekta realisti. Og það er kannski eins konar kjarni í íslenskri þjóðarsál.“ SJONVARPIÐ FANGELSAR ÍMYNDUNARAFLIÐ S AGN AÞULURINN David Campbell seg- ist aldrei hafa haft metnað til ákveðinna starfa heldur láti hann lífið leiða sig áfram. Hann hefur nú verið leiddur til íslands og ætlar að ferðast um landið næstu vikurnar og skemmta íslendingum með þjóðsögum, ævintýrum og söngvum frá heimalandi sínu, Skotlandi. í kvöld kl. 21 flytur hann dagskrá sína í Kaffi- leikhúsinu. Auk hans koma fram þær Rósa Kristín Baldursdóttir, söngkona, og skoski fiðluleikarinn Wilma Young. David er einn fárra manna sem fæst eingöngu við iðkun sagnalistar. Hann vann til verðlauna á Edinborgarhátíð- inni fyrir tveimur árum og hefur komið fram víða um heim. Hann segir að þjóð- sögur séu bestu sendiherrar hverrar þjóðar, því þær gefi lifandi mynd af landi og þjóð. AUt frá barnæsku hefur David haft mikla ánægju af því að segja sögur. Hann er fyrrum bókmenntakennari og fékk nemendur sína til að lifa sig inn í Shakespeare með leikrænum uppákom- um í tímum. „Ég átti það til að stökkva út úr skápum og skúmaskotum til að leggja áherslu á orð mín,“ segir David. Hann stýrði skoskri dagskrá sem naut mikilla vinsælda hjá BBC. „Ég fékk starfið vegna þess að mér tókst að hrista upp í dauðleiðri áheyrnarnefnd útvarps- stöðvarinnar með lygilegri sögu af sjálf- um mér,“ segir David. Frásagnargleðin einkennir allan feril þessa glaðlynda Skota og eftir 16 ár hjá BBC sneri hann Morgunblaðið/Kristinn SKOSKI sagnaþulurinn David Camp- bell. „Góður sagnaþulur er sá sem hefur góða áheyrendur.“ sér alfarið að sagnahefðinni og ljóða- gerð. David leggur ríka áherslu á að flytja börnum og unglingum sögur sínar í von um að það veki hjá þeim áhuga á þess- ari fornu arfleifð. Hann segir mikilvægt að virkja ímyndunarafl barna því mikið sjónvarpsáhorf hindri eðlilegan þroska þeirra. „Börn eru hætt að gefa umhverf- inu gaum, þau eru hætt að leika sér og \ þau eru meira að segja hætt að hreyfa sig, segir David. „Heilbrigðisyfirvöld ættu að birta varnaðarorð til uppalenda með barnaefni í sjónvarpi." Síðustu ár hefur áhugi fólks á gamalli sagnahefð verið að glæðast og David rekur það til þess að fólk sé að reyna nálgast hvert annað aftur og uppruna sinn. „Sjónvarp, myndband, tölvan og alnetið hafði hneppt fólk í tæknilega einangrun,“ seg- ir David. „En sögurnar öðlast ekki líf nema með þátttöku áheyrenda og hveiju svo sem þær kunna að lýsa þá fjalla þær allar um ferðir mannshjartans. Þær , boða okkur kærleik, frið og sátt. Næstu daga ætlar David að ferðast til Hafnar í Hornafirði, Egilsstaða og um Eyjafjarðarsvæðið. vorukvnntir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.