Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 12
MINNISSTÆÐ STUND MEÐ DÓTTURSYNI RITSTJÓRANS Jón Guðmundsson ritstjóri, Krabbefjölskyldan. 3. og síðasti hluti. EFTIR EINAR LAXNESS Jón Krabbe minntist æskuheimilisins og foreldra sinna, þar sem móðirin talaði við hann íslenzku og faðirinn dönsku. 11. SVO sérkennileg sem staða Jóns Krabbe var sem starfsmanns í sendiráði íslands annars vegar, og jöfnum höndum trúnaðarmanns í danska ut- anríkisráðuneytinu hins veg- ar, varð það auðvitað tilefni til ýmiss konar hugleiðinga um manninn og eðli starfa hans. En af því sem hér hefur á undan verið frá sagt, virð- ist aldrei neinnar tortryggni hafa gætt hjá yfirboðurum hans mér vitanlega, nema siður væri, enda hefði það sjálfsagt ekki verið honum að skapi að gegna báðum þessum störfum deginum lengur, ef svo hefði verið. Hitt er önnur saga, að menn gátu haft að gamanmálum og kímt í laumi yfir slíkri embættaskipan. Frá því segir Pétur Bene- diktsson í fyrrnefndri grein sinni: „Starfsbræður mínir sumir meðal Dan- anna brostu stundum góðlátlega að því, þegar Jón Krabbe væri að skrifa bréf frá sendiráði íslands til danska utanríkisráðu- neytisins, stingi því síðan í jakkavasann hægra megin, labbaði með það upp í ráðu- neytið, tæki upp bréfíð, svaraði því sjálfur í nafni dönsku ríkisstjórnarinnar, skrifaði undir það, léti það í umslag og stingi því síðan í jakkavasann vinstra megin, svo að ekki yrði ruglingur í skjalasafninu."! Pétur Benediktsson bætti jafnframt við, að afgreiðsla mála hafi nú ekki verið alveg svona einföld! En sagan er góð fyrir því. Pétur bendir og á, að „þrætugjarn maður“ í þessari stöðu í ráðuneytinu, hefði „getað komið mörgum illindum af stað milli Dana og íslendinga". í annarri frásögn, sem birtist á sínum tíma í minningarorðum um Jón Krabbe í dönsku blaði, greinir höfundur, lögmaðurinn Niels Andersen, frá eftirfarandi sem dæmi um hagsýni og heiðarleik hans gagnvart þeim, sem trúðu honum fyrir málum sínum. Jón Krabbe átti að taka sér ferð til Stokkhólms og sitja ráðstefnu um fiskveiðimál fyrir hönd íslands. Eins og öðrum þáttakendum voru honum afhentir farmiðar fyrir svefnplássi á fyrsta farrými. Hann sendi þá aftur til föður- húsanna og bað um, að hann fengi í staðinn pláss í almennum svefnvagni með þeim ummælum, að hann færi ekki í lúxusferðir á kostnað fátækra, íslenzkra sjómanna. Varð niðurstaðan sú, að allir ferðafélagar Jóns Krabbe urðu að láta sér lynda að ferðast á sama hátt og hann! Litla gamansögu sagði Jón Helgason, pró- fessor, mér einhveiju sinni um sig og Jón Krabbe, sem sýnir, að sá síðamefndi var ekki öllum stundum bara alvörugefinn og ábyrgðarfullur embættismaður, heldur átti til lúmskan húmor, ef svo bar undir. Það var um árabil venja Jóns Krabbe að bjóða nafna sínum, prófessornum, til málsverðar einu sinni á ári í veitingahúsi, sem staðsett var í einu horni Kongens Have eða Rósen- borgargarðinum svonefnda. Hann lagði ríkt á við þjóninn að ekkert skyldi til sparað með veitingar við svo ágætan gest sinn, og þegar kom að kaffinu og koníakinu, sagði Jón Krabbe við þjóninn, að nú yrði hann að bjóða gesti sínum upp á það allra bezta vín, sem völ væri á, og því meiri ástæða væri til að vanda val sitt, „eftersom denne herre er en fin vinkender". - Hann væri sem sagt mik- ill smekkmaður á vín! Við þau orð sagðist Jón Helgason hafa brosað í kampinn, enda væri hann lítill kunnáttumaður í þessum efnum, og það hefði Jón Krabbe einmitt vel vitað, þegar hann læddi þessu út úr sér, háalvarlegur á svipinn! Jón prófessor Helgason sagði í afmælis- grein í „Fróni“ um Jón Krabbe sjötugan, árið 1944: „Ég veit fáa menn sem ég treysti JÓN Haraldsen Krabbe, sonur Kristínar og dr. Krabbe, sem starfað á skrifstofu íslandsmála og síðar sendiráði ísiands í Kaupmannahöfn í meira en hálfa öld. Hann var heitin eftir þeim nöfnum Jóni ritstjóra, afa sínum, og Jóni forseta. KRISTÍN Jónsdóttir, dóttir Jóns Guð- mundssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdótt- ur, 18 ára. Teikning Sigurðar Guðmunds- sonar málara. betur en Jóni Krabbe til að semja veiga- mikla minningabók." Þetta voru orð að sönnu, því að bók hans „Frá Hafnarstjórn til lýðveldis: Minningar frá löngum embættis- ferli“, sem kom út árið 1959 í íslenzkri þýð- ingu Péturs Benediktssonar (gefin út á dönsku sama ár), er einmitt óvenju vandað heimildarrit og stórfróðlegt um þann þátt í sögu íslands, sem Jón Krabbe kunni öðrum betur skil á. 12. Veturinn 1958-59 vann sá, sem þetta ritar, að því að setja saman ritgerð til kandi- datsprófs í sagnfræði við Háskóla íslands. Efni hennar var „Jón Guðmundsson ritstjóri og afskipti hans af stjómmálum til 1869“ (þ.e. þegar þingmennsku hans lauk). Að loknu prófi óskaði kennari minn, Þorkell Jóhannesson, prófessor, sem þá var forseti HELGA Krabbe, dóttir Thorvalds Krabbe. Það var hún sem sendi íslendingum pen- ingagjöf vega Skeiðarárhlaupsins í nóvem- ber 1996. Hún andaðist í Viborg á Jótlandi 2. júní sl. 92 ára að aldri. THORVALD Haraldsen Krabbe, sonur Kristínar og dr. Krabbe, var landsverk- fræðingur og vitamálastjóri á Islandi í þrjá áratugi. Sögufélags, að ég ynni ritgerðina til útgáfu á vegum félagsins. Hann óskaði jafnframt eftir því, að ég yki við hana, svo að hún næði yfir síðustu æviár Jóns Guðmundssonar eða til ársins 1875, auk þess sem nokkur grein yrði gerð fyrir ýmsum öðrum störfum hans en beinum stjórnmálaafskiptum. í des- ember 1960 kom ritið út, 438 bls., útgefið í samvinnu af Sögufélagi og ísafoldarprent- smiðju. Líf og starf Jóns Guðmundssonar hafði verið dregið fram í dagsljósið í fyrsta sinn um langan tíma og minnt rækilega á, að þar hefði farið náinn samheiji Jóns Sig- urðssonar forseta í þjóðfrelsisbaráttunni um og upp úr miðri 19. öld. Vakin var athygli á, að minningu hans hefði lítill sómi verið sýndur um langt skeið, þ.á m. hvorki af því ríki, sem hann af ósérplægni hafði helgað baráttu sína né því bæjarfélagi, sem hann hafði lifað og starfað í lengstum ævinnar og reynt að gera að menningarlegum stað. Rit mitt fyllti því upp í ákveðið tómarúm og var allvel tekið. Að loknu þessu verki fór ég til Kaup- mannahafnar í ársbyijun 1961 til framhalds- náms í sagnfræði við háskólann þar. Áður en ég fór hafði ég fengið hvatningu frá Sig- urði Nordal, prófessor, sem frá fyrstu kynn- um okkar var mér afar vinsamlegur, um að ég skyldi ná sambandi við Jón Krabbe og færa honum rit mitt um afa hans, Jón Guð- mundsson. Það mundi gleðja hann, og ég mætti treysta því, að mér yrði vel tekið af hinni öldnu kempu, sem sat á friðarstóli ell- innar, góður til heilsu og ern eftir aldri, langt kominn að níræðu. Ekki var ég heldur lattur þess að ná tali af Jóni Krabbe, þegar ég nefndi þetta við vinafólk mitt, hjónin á Kjærstrupvegi 33, Þórunni og Jón Helgason, prófessor, sem bæði þekktu vel til gamla mannsins. Því var ekki að leyna, að mér fannst stór- lega freistandi að líta augum þennan ná- komnasta ættingja söguhétju minnar, Jóns Guðmundssonar, sem þá var á lífi, son Krist- ínar, dóttur hans. Hér var líka um þann mann að ræða, sem var heldur betur frægur af sjálfum sér, hafði verið í nánari tengslum við íslenzka sjálfstæðisbaráttu á sínum tíma en flestir aðrir menn, og lagði lið kröfum íslendinga í óvenjulegri stöðu sem „trúnaðar- rnaður" bæði íslendinga og Dana, og naut fullkomins trausts allra, sem þekktu hann. Sem sagt, undir vorið sendi ég Jóni Krabbe bókina um afa hans með kveðju minni. Ekki leið á löngu, þar til ég fékk kort frá honum, skrifað að hans fyrirsögn, en undirritað af honum, greinilega með óstyrkri hendi. Hann tjáði þakklæti fyrir sendinguna og bauð mér að koma til fundar við sig í síðdegiskaffi á heimili hans. Hann bjó í hjarta Kaupmanna- hafnar, á Austurbrú, í gömlu og virðulegu húsi, sem stendur við Arendalsgötu nr. 1, og þangað stefndi ég í maí 1961. Gróskumik- il trén við húsið breiddu úr sér, laufið bærð- ist hóglega í andvaranum, og fuglarnir tístu látlaust í síðdegissólinni. Hið indæla, danska vor var komið í allri sinni dýrð í borginni við Sundið. Öldungurinn tók mér vel, reis úr sæti sínu, hávaxinn og fyrirmannlegur og heilsaði all- glaður í bragði, þakkaði enn fyrir bókasend- ingu, lýsti gleði sinni yfir því, að afí hans hefði hlotið þessa umfjöllun nútímans á ís- landi. í spjalli okkar sagði hann, að ritið vekti mikinn áhuga hans, og hann væri mjög ánægður með þá kafla, sem hann hefði þeg- ar lesið. Það gengi að vísu hægara en hann vildi með samfelldan lestur, m.a. vegna þess, að sjónin væri að gefa sig. Hann sagði, að hann ætti ekki í sjálfu sér í erfíðleikum með íslenzkuna, enda var hann henni vanur frá æskuárum og störfum sínum í sendiráðinu, en hinsvegar var auðvitað ljóst, að danska var málið, sem hann vildi tala. Jón Krabbe var em miðað við þennan háa aldur, þó að heyrnardeyfa virtist baga hann, auk nokkurrar sjóndepru. Hann bar með sér virðulegt og göfugmannlegt yfirbragð, og mér fannst svipur hans tjá vel sannleiksgildi þeirra lofsyrða, sem á hann höfðu verið bor- in. Það stafaði hlýju frá nærveru hans, og mér fannst skemmtileg lífsreynsla að sjá og heyra þennan mann í eigin persónu. Ég hafði í bók minni getið þess, að dóttursonur Jóns Guðmundssonar lifði í hárri elli í Kaup- mannhöfn og bæri það vott um nálægð hins liðna tíma, þrátt fyrir allt! Nú á þessari stundu hafði mér tekizt að komast það næst sögupersónu minni, sem ég hafði verið að reyna að lýsa, að ég sat sjálfur við fótskör nánasta afkomanda hans, augliti til auglitis við son Kristínar, dóttur Jóns Guðmundsson- ar, litlu stúlkunnar, sem Jón Sigurðsson, forseti, kallaði einlægt „sinn góða vin“. Hér var dóttursonurinn, sem sjálfur afinn hafði séð með eigin augum og verið skírnarvottur að, ásamt vini sínum, Jóni forseta, einn góð- an veðurdag í febrúar 1874, fyrir rúmlega 87 árum. Nær Jóni Guðmundssyni og Jóni forseta fannst mér tæpast hægt að komast. Nú kann ég ekki lengur að segja nákvæm- lega frá því, hvernig samræðurnar féllu, þær hafa sjálfsagt farið á víð og dreif, eins og 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.