Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 13
meðal menningarþjóðanna, að þeim hefur lengst af heimilast fijálsara kynlíf en öðr- um. Þótt illa færi fyrir Óskari Wilde var það fyrir hroka hans og dramb fremur en afbrigðilegt kynlíf. Samfélagið kann að viðurkenna samkyn- hneigð en aldrei án tvískinnungs. Við venju- legar þjóðlífsaðstæður, jafnvel nútímafrjáls- lyndi eins og okkar íslendinga, verða sam- kynhneigðir að lifa tvöföldu lífí þótt þeir séu ekki í felum. Siðir samfélags okkar eru óhjákvæmilega í einu og öllu sniðnir að þörfum gagnkynhneigðs fólks, barnaupp- eldi, hefðbundnu ijölskyldu- og ástalífi. Venjulegra fólk gerir alltaf ráð fyrir mögu- leikanum á getnaði í kynlífi sínu. Auk þess fylgir kynlífi gagnkynhneigðra að bæði kynin verða að semja sig að manneskju af gagnstæðu kynferði; gangast við þeim fé- lagsmynstrum sem því fylgir. Samkyn- hneigðir hafa á hinn bóginn betri skilyrði til að ástunda og útfæra tilfinningar sínar til sjálfra sín. Samfélagið lætur þá í besta falli afskiptalausa; virkjar ekki sérþarfir þeirra eða leiðsegir eins og það gerir á margan máta þegar að gagnkynhneigðum kemur. Homminn ástundar í menningark- ima kynlíf sem ber sterkan keim af sjálfs- rækt, - enda sýnir það sig að hommar búa oft yfir ofurnæmleika og miklum tilfinn- ingaþroska þegar að mannlegum viðbrögð- um kemur. Þessi sérstöku þroskaskilyrði hommans hafa ekkert viðurkennt félagslegt mikilvægi núorðið en kunna að hafa haft það fyrr á tímum meðan hlutverk manna ákvörðuðust helst af því hvernig þeir reyndust störfum sínum vaxnir. Upplýsingin, meira að segja allur tími þróaðs ritmáls, er aðeins brot af iangri sögu sem að mestum hluta hefur byggst á líffræðilegum sérkennum manna, ekki yfirveguðum ásetningi. Það kann því að hafa verið snjallræði náttúruvalsins að þróa mannlífsafbrigði, óháð lífhring getnað- ar og uppeldis, sem í staðinn fyrir að sinna honum leggur sérstaka rækt við tilfinninga- þroska. Homminn hefur trúlega betri skilyrði fyrir frumlega víðsýni en hinir sem ofurseld- ir eru afkomuþörf sjálfs sín einkum fyrir kynþarfir sínar, og þá jafnt hins gagnstæða kyns og afkvæma. Margt í heimildum um frumþjóðir vísar til þess skilnings manna að kynlífsafbrigði og þroskaleit fari saman. Fyrst var töframönnum, því næst listamönn- um ætlað að greiða úr félags-sálfræðilegum flækjum af innsæi sem venjulegra fólki væri ekki gefið. Þeim sem tilheyrðu hlut- verkunum leyfðist að ögra borgaralegum samskiptareglum kynjanna. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú var seið- skrattinn argur, og ergi gat fylgt leit á dularvegum að hinum sanna vísdómi, hvað þá kynngi galdurs og rúna. Kristnin boðaði mönnum skírlífl til að bijótast út úr líf- hringnum og til sjálfra sín og því næst guðdómsins, leið sem er náskyld sjálfsupp- hafningu hommans sem af nauðsyn rýfur líffræðileg tengsl sín með hommaskapnum. Meinlætamaður hafnar því að deila sjálf- um sér með öðrum. Hann gerist því jafnvel fráhverfur að gegna öðru en viðhaldshlut- verki gagnvart líkama sínum. í staðinn legg- ur hann allt upp úr sjálfveru sinni, í þeirri trú þá að slíkt líferni færi hann nær guði. Hvað sem rétt reynist í því efni er hitt víst að meinlætalífernið færir hann fjær mönn- um og þar með fylgir aukin yfirsýn á mann- leg málefni ef hann vill svo við hafa. Auk þess hlýtur meinlætamaður að vekja með háttalagi sínu andlega hæfileika sem blunda lengst af með saddari og sælli mönnum. Allt er nefnilega komið undir sjálfsbjargar- hvötinni. Sé því hafnað að sinna kalli henn- ar beinlínis bregst líkaminn við þeim mein- lætum eins og hveiju öðru hættuástandi; athyglin skerpist. Ef mikil brögð eru að getur eftirvæntingin jafnvel orðið hin sama og fjallgöngumanns við efstu brúnir. Samfélagið ber með sér þörfina fyrir fjöl- breytni, fyrir nýstárleg sjónarhorn, enda hefur margsýnt sig að einhæfir hæfileikar verða til þess að lífveran heltist úr þróunar- lestinni. Á hinn bóginn hefur jafnan fylgt öfgafullri miðstýringu, hvort sem er stjórn- mála eða trúflokka, viðleitni til að einangra og jafnvel útrýma mannlífsafbrigðum, sam- kynhneigðum sem öðrum. Einhver fjöldi einstaklinga í hveiju samfélagi býr þó yfir arfbundinni nauðsyn á að lifa lífinu í veru- legum mæli öðru vísi en þorrinn. Meðan hinir venjulegri lifa við ósveigjanleika sjálfs- ins og skýrleika hugsunarinnar þrífast af- brigðin við hamskipti og hóglegt rugl. Og af sprettur nýstárleiki. Læknavísindin telja núorðið, að miklu meira verði að gera úr arfbundnum þáttum í upplagi manna þegar skýra á félagslega hegðun en gert var á framgangstíð sálfræð- innar. Ástæðan fyrir þessari áherslubreyt- ingu er að nokkru afleiðing tískubundins áhuga á sameindalíffræði, en gefur þó frem- ur en um langt skeið tilefni til að ætla að samkynhneigð gegni tilgangi manna í með- al en hitt að um marklausa tilviljun sé að ræða. Náttúra og samfélag í senn leggja á venjulegan mann að geta af sér afkvæmi og koma þeim á legg, að veija blóma ævi sinnar í þjónustu við kynþarfir sínar og afkvæmi - sem þurfa á annan áratug til að ná sama árangri og folald á einu ári. Vegna þessa aðhalds alls reynist að sama skapi erfitt að komast hjá að því að fara þespa leið. Á hinn bóginn er það hlutverk hinna samkynhneigðu að vera öðru vísi en gerist um venjulegt fólk, að viðhalda frumleika og yfirsýn. Ruglió Ég held að allir menn séu fæddir til meinlæta - í hófi. Við vitum fyrir víst að hófleg áreynsla er hamingjuauki, en letilíf ekki. Að sá sem lætur bragðlaukana stjórna lífi sínu étur sig í hel. Oftrú á mannlega skynsemi hefur kennt okkur að hlýða rödd hennar í hvívetna sem leitt hefur til þess að líkaminn nær ekki að þroska það vit sem hann býr yfir. Til dæmis teljast verksmiðju- smíðuð næringarefni hæfari þeim náttúru- legu sem líkaminn þó þekkir og bregst við með afgerandi hætti; hinum úthugsuðu næringarefnum skynseminnar kann líkam- inn hinsvegar ekki fullnægjandi svör við þótt þau kunni að vera rétt samsett fyrir ákveðnar næringarþarfir samkvæmt út- reikningi; afleiðingin er áhættuviðbrögð lík- amans og þegar til lengdar lætur menning- arsjúkdómar. Skynsamlegt líf á fræðilega vísu leiðir til fjarstæðna í þessu dæmi sem mörgum öðrum. Mál líkamans er á hinn bóginn mál ijarstæðna; hófleg óregla reyn- ist haldbest heilsunni og því æskilegust, hófleg óhollusta ekki síður en hófleg áreynsla þótt menn kunni að eiga annarra kosta völ. Jafnvel hófleg veikindi. Eðlilegastur karlmannsháttur þykir að kannast ekki við annað en yfirborðsmerk- ingar og eigin ásetning en hitt er talið hom- malegra að dylgja um hlutina, klæmast á þeim, fara sniðhallt í hvert verk; hin fláa mynd, hið lævísa augnaráð, að gera alltaf ráð fyrir undirmálum og vera ragur þegar á hólminn er komið. Full ástæða er þó til að ætla að þessi upptalning eigi fremur við persónuleika sem alltaf hafa átt undir högg að sækja með þarfir sínar og fíknir, og ein- kennin séu hreint ekki sprottin af þörfunum sjálfum. Of mörg dæmi eru til um að homm- ar hafi verið framúrskarandi baráttumenn til að ætla að ragmennska og slíkt upplag sé óhjákvæmilega tengt hvað öðru. Hommar geta alveg eins verið ýkt mynd síns eigin kynferðis. Þeim afdráttarlausu hættir til að þróa með sér andstemmd sam- viskuöfl sem jafnvel taka ráðin af þeim þegar þeir mega síst við því. Hinir japönsku Samurajar, sem lögðu mikið upp úr hvers- konar karlmennskuöfgum, höfðu jafnan fylgisvein með í för til að sinna afbrigðum sjálfra sín sem öfgunum fylgdu. Þeim í skápnum er óhætt að trúa því að samviskan er ekki tilbúningur heldur upp- runalegur hluti af sálarlífi manns. Samvisk- an lætur ekki að stjórn sjálfsins, hún verð- ur ekki samræmd því, ekki frekar en t.d. þau öfl sem búa til drauma okkar og við lútum öll. Því hlýtur maður að hlýða rödd samvisku sinnar eða eiga ella í hugarstríði. Samviskan talar til hommans með fram- andlegum hætti, talar fjarstæðumál líkam- ans gegn skynsemi og fyrirhyggju, uns hann á umburðarlyndum tímum eins og okkar kemur út úr skápnum eins og það er kallað. Eftir það nýtur hann sín kannski í fyrsta sinn sem heill maður þótt ráðgátan kunni enn að vera óleyst hversvegna í ósköp- unum hann er eins og hann er. Höfundurinn er rithöfundur. Ólíkt klcebskiptingum eru samkynhneigdir oftar en ekkifullvissir um kynferdi sitt þó kynþarfirþeirra hein- ist aó eigin kyni. Þeir hafa engan áhuga á aö skipta um kynferöi hvorki í hráö né lengd. SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON FRIÐUR Hátt, hátt yfir sundruðum borgum og brenndum skóg, situr Friðurinn á skýjum. Aðgerðarlaus horfir hann á morð, rán og gripdeildir. Hann sér vegið úr launsátri, skipulagða hryðjuverkastarfsemi, ógnarverk unnin fyrir opnum tjöldum. Réttlætið hefur vikið fyrir valdinu. Siðgæðið fallið í skugga græðginnar. Skynsemin hörfað fyrir blóðugum vopnum vitfirringarinnar. Hann horfir djúpt inn í augu æskunnar, full af þjáningu og sorg. Andlit ellinnar er tómt. Beinaberar hendur teygja sig upp, eins og til að grípa í skykkju hans. Hljóðlausar varir bærast, en skelfingarópin berast ekki til hans. „í augnablikinu getur verið slökkt á sambandinu, viðkomandi utan þjónustusvæðis, eða allar rásir uppteknar. “ Friðurinn hagræðir sér á skýinu og dæsir. Hans er ekki lengur þörf. Tilvist hans ekki nauðsyn. í hans stað hefur komið annað mat. Verðmætamat. Á markaðssvæði frjálshuga samtíðar er friður stöðnun. Stöðnun uppgjöf. Uppgjöf skerðing á víðfeðmu frelsi athafna. Friður fellur ekki að framboði og eftirspurn. Frelsi til athafna. Það gera vopnin. Vopn lúta lögmálum hins nýja mats. Hvers virði er ein og ein mannfórn í sífelldri baráttu sjálfskipaðra verndarhópa frjálsrar samkeppni, í sálarlausri vitfirrtri veröld valdsins? „Veljið talnaboð.“ Höfundur er kaupsýslumaður í Reykjavík. Mergiir málsins 21 BERA EINHVERJUM EITTHVAÐ Á BRÝN EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON Fleirtalan af nafnorðinu brún var í fornu máli brýn og sér þeirr- ar beygingar enn stað í ýmsum samböndum, t.d. bera e-m e-ð á brýn, láta brýnnar síga, setja í brýnnar og hnykla brýnn- ar. Líkingin að baki orðatiltækinu bera e-m e-ð á brýn vísar til þess er eitthvað er sagt (beint) framan í einhvern og á hún sér hliðstæður í merkingarskyldum samböndum, t.d. segja e-ð í augu e-m, sem kunnugt er úr fornu máli, og segja e—ð upp í opið geðið á e—m úr síðari alda máli, sbr. einnig skella e—u framan í e-n. Auk fleirtölunnar brýn eru til tvær aðrar myndir, annars vegar brúnir og hins vegar brýr, t.d. mála á sér augabrúnirnar/(-brýrnar). Fleirtölu- myndina brýr má rekja til fleirtölunnar af brú, brúar, brýr. Ef ákveðnum greini er skeytt við fleirtölumyndina brýr kemur fram myndin brýrnar og fellur hún í framburði að nokkru leyti saman við fleirtölumyndina (með ákveðnum greini) brýnnar (af brún). Ástæðan er sú að -nn- er borið fram sem -dn- við ákveðin skilyrði og -rn- er oftast borið fram sem -rdn- eða -dn-. Þannig falla saman myndirnar brýrnar og brýnnar, hvor tveggja er borin fram sem [brídnar], og þá opnast sú leið að brún fái fleirtöluna brýr. Sú breyting er kunn frá 17. öld. Eins og áður sagði er hin forna fleirtala brýn einhöfð í föstum sambönd- um en annars virðist nokkuð á reiki hvort menn kjósa fremur fleirtöluna brúnir eða brýr og pnn fremur hvort menn segja augabrúnir/-brýr eða augnabrúnir/-brýr. í fyrra tilvikinu er um að ræða svokallaða stofnsamsetn- ingu (auga-) en í því síðara eignarfallssamsetningu (augna-). Hér ræður vafalaust málvenja og málsmekkur hvor myndin kosin er enda er hvor tveggja myndin tilgreind í orðabók Menningarsjóðs. 1 Blöndalsbók er tilgreind upp- flettimyndin augabrún en afbrigðið augnabrún er að finna í sömu bók undir brún. Til gamans má geta þess að elsta mynd sem ég þekki er frá 16. öld og er hún augabrýn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.