Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 5
Ljósm. Bengt A. Lundberg STEINNINN var settur saman og stendur nú í flugstöð 2 á Arlandaflugvelli. Rúmlega helmingur Yngvarssteinanna er merktur krossi eða bæn og kemur það vel heim við þá staðreynd að um 60% af ölium sænskum rúnasteinum eru reist af kristnu fólki. KORTIÐ úr bókinni Ett ödesdigert vikingatág sýnir þá leið sem Mats G. Larsson telur Yngvar og lið hans hafa farið til Serklands. Krossarnir merkja staði þar sem hann álítur að Yngvar hafi tekið þátt í bardögum. skipa, ok snýr Yngvarr stöfnum í austr... Síðan sigldu þeir marga daga eftir ánni ok um mörg heruð ok þar til þeir sáu annan sið ok lit á dýrum, ok af því skildu þeir, at þeir fjarlægðust sín heruð eða lönd. Eftir langt ferðalag nálgast þeir borg, sem var ger af hvítum marmarasteinum. Þar ríkir Silkisif drottning, fögur kona og virðuieg. Hjá henni hafa Yngvar og menn hans vetursetu og báru borgarmenn skip þeirra með öllum reiða upp undir borgina. Um vorið halda þeir áfram eftir ánni þar til at hann kemur at fossi miklum ok þröngum gljúfrum. Þá váru hávir hamrar, svá at þeir drógu upp í festum skip sín. Síðan drógu þeir þau aptr í ána. .. En er leið á sumarit, sáu þeir fjölda skipa róa í mót sér. Þau váru öll kringlótt ok umkverfis árar fyrir borðum .. . svá fóru skip þeira sem fugl flygi. Áðr en þeir fundust reis einn maðr upp ór þessu liði. Sá var klæddur konungs skrúða ok mælti á margar tungur... Þá mælti hann nokkur orð á girsku. Yngvarr skildi, at hann hét Jólfr ok var ór borginni Helfópólim. Konungur býðr þeim vetursetu með sér og sátu hann og Yngvar löngum á tali. Jólfr get- ur líka frætt Yngvar á hvaðan áin félli. Hann segir at hún fell ór uppsprettu þeiri er vér köllum Lindibelti. Þaðan fellr ok önnur til Rauðahafs, ok er þar mikill svelgr, sá er Gapi er kallaðr. Á milli sjóvar ok árinnar er nes þat er Siggeum heitir. Áin fellr skammt, áðr hún fellr af bjargi í Rauðahaf, ok köllum vér þat enda heims. Konungr biður síðan Yngvar að veita sér lið at beijast við bróður sinn, sem var honum sterkari ok veitti mikinn ójafnað bróður sínum. Yngvar hét liðveizlu, er hann færi aptr. Heldur nú Yngvar áfram ferðinni og lentu þeir í ýmsum ævintýrum, m.a. baráttu við risa. Einnig réðust á þá menn sem ferðuðust á bátum dulbúnum sem smáeyjar og skutu á þá eldi úr eirtrumbu og brann eitt af skipunum á skammri stund. Þegar Yngvar var kominn að Lindibeltinu og Rauðahafs svelg, sem hann gaf nafn og kallaði Belgsóta, sneri hann sem skjótast við . . . Ok er þeir sigla at borginn í annat sinn Helípólim, þá lagði Jólfr konungr í mót þeim fjölda skipa ok bað Yngvar þá læga segl- in, - ,því at nú skaltu veita mér lið á móti Bjólfi bróðr mínum ... því at hann sjálfr ok synir hans átta vilja ræna mik ríkinu." Yngvar og Jólfr undirbúa nú bardagann, m.a. lét Yngvar reisa stór hjól ok öll sett utan með hvössum tindum ok broddum; þar með lét hann slá herspora. Yngvar drap alla sonu Bjólfs konungs en hann sjálfr flýði undan. Jólfr konungr sótti eptir fast ok rak flóttann, en Yngvarr bað sína menn eptir dveljast ok fara eigi svá frá skipum sínum, - at óvinir vorir megi þeim ná. Þegar kvöldaði og Yngvar og lið hans bjóst til svefns kom kvenfólk í herbúðir til þeira og sú tignasta skipaði sér til rekkju hjá Yngvari. Hann bað menn sína að varast konurnar ok tók sjálfur tygilkníf ok lagði til hennar í kven- sköpin. En það var um seinan, um morguninn lágu átján menn dauðir. Yngvar hraðaði heim- ferðinni, sem mest hann mátti en sóttin óx í liðinu og dó allt it bezta fólk þeira, ok meiri hluti var fallinn en lifði. Loks tekur Yngvar sóttina líka; hann andast og er jarðaður hjá Silkisif drottingu í borginni af hvítum marma- rasteinum, Citópolis. En þá er Yngvarr andað- ist, var liðit frá burð Jesú Kristí MXL ok einn vetur. Þá var hann hálfþrítugur, er hann dó. Þat var ellefu vetrum eftir fall Ólafs konungs hins helga Haraldssonar. Þeir Ketill... sneru nú áleiðis ok höfðu tólf skip. Ok er þeir höfðu farit um hríð, skildi þá á um veginn, ok skildust þeir, með því at engi vildi eptir öðrum fara. En Ketill hafði rétta stefnu ok kom í Garða, en Valdimarr kom einskipa út í Miklagarð. Þá vitum vér eigi víst at segja hvar önnur skip hafa niðr komit, því at menn hyggja flest farizt hafa .. .Ketill. . .var um vetrinn í Garðaríki ok fór eptir um sumarit í Svíþjóð ok sagði þau tíðendi, sem gerzt höfðu í þeira ferð ... í sögulokin gerir höfundur grein fyrir heim- ildum sínum: En þessa sögu höfum vér heyrt ok ritat eptir forsögn þeirar bækr, at Oddr munkr inn fróði hafði gera látit at forsögn fróðra nianna, þeira er hann segir sjálfr í bréfi sínu, því er hann sendi Jóni Loptssyni ok Giz- uri Hallsyni. En þeir, er vita þykkjast innvirðul- igar, auki við, þar sem nú þykkir á skorta. Þessa sögu segist Oddr munkr heyrt hafa segja þann prest, er Isleifr hét, ok annan Glúm Þorgeirsson, ok inn þriðji hefir Þórir heitit. Af þeira frásögn hafði hann þat, er honum þótti merkiligast. En ísleifr sagðist heyrt hafa Yngvars sögu af einum kaupmanni, en sá kveðst hafa numit hana í hirð Svíakonungs. Glúmr hafði numit af Klökku Sámssyni, en Klakka hafði heyrt segja ina fyrri frændr sína. Þessi heimildaskrá hefur verið dregin í efa. í útgáfu sinni af sögunni 1912 taldi Svíinn Emil Olsson hana hreinan uppspuna, saminn til að gefa sögunni sannsögulegan blæ. í greinnni Die Yngvars saga víðförla und Oddr munkr Snorrason (Speculum Norronum, Norse Studies in memory of Gabriel Turville Petre, Odense 1981) mælir Dietrich Hoffmann á móti þessu og færir rök fyrir því að heimild- aklausan fari rétt með og að Oddur hafi upp- haflega ritað söguna á latínu í Þingeyrak- laustri á ofanverðri 12. öld, skömmu síðar en sögu Ólafs konungs Tryggvasonar. Hoffman ber sögurnar saman og finnur ýmislegt líkt með þeim í málfari og stíl. Hann álítur að Yngvars saga hafi snemma verið þýdd á ís- lensku, eða fyrir aldamótin 1200 og að latínu- textinn hafi síðan glatast eins og frumtexti Ólafs sögu Tryggvasonar. En hin upphaflega íslenska þýðing hefur aftur á móti varðveist lítið breytt í handritunum af sögunni. Hoffman sýnir með dæmum úr sögunni að latínutexti Odds munks skín í gegn í þýðingunni hér og þar og stundum sjást líka merki um eldra málfar í textanum, sem hann telur leifar af upphaflegu íslensku þýðingunni. Hann bendir líka á að nafnið Klakka kemur ekki annarsstaðar fyrir og varla trúlegt að höfundi hefði dottið slíkt nafn í hug ef hann hefði falsað klausuna. Hann hefði þá líklega einnig getað fundið upp föðurnafn á þann Þóri, sem hann nefnir sem þriðja heimildar- mann sinn. Þá telur Hoffmann ósennilegt að heimildafalsari hefði búið til nafn eins og Hjálmvígi, sem ekki heldur kemur annarstaðar fyrir. Líka má nefna að sagan ber Yngvar saman við Ólaf konung Tryggvason og gerir hann mjög trúaðan og frábitinn kvenfólki. Mats G. Larsson setur fram þá tilgátu að Yngvar hafi ætlað að finna nýa leið til Kasp- íahafs og Serklands, þ.e.a.s. landsvæði músl- ima kringum og sunnan við Kaspíahaf, sem á þessum tíma lutu stjórn kalífans í Bagdad, en á þær slóðir sóttu Svíar ógrynni fjár á 9. öld og til loka 10. aldar, en þá lokaðist leiðin um Volgu til Kaspíahafs vegna herskárra þjóð- flokka sem settust að á svæðinu norðan hafsins. Hann álítur að Yngvar hafi ferðast til Serk- lands gegnum Georgíu og önnur ríki í Kákas- us eftir ánni Rioni og þverám hennar yfir i ána Kúra, sem rennur í Kaspíahaf nokkra tugi kílómetra sunnan við Baku. ESSI leið var vel þekkt í Garða- ríki. Árið 943 réðust væringjar þaðan á borgina Berda’a við Kúrafljót austarlega í Kákas- us. Leiðin var grein af hinni gömlu Silkileið til Samarkand og Austur-Asíu og var þekkt og farin 1000 árum fyrir daga Yngvars. Rionifljót, sem Grikkir nefndu Phas- is, er þekkt úr sögunni um Jason og gullna reyfið. Skipunum var róið upp Rioni og þverá hennar Kvirila, síðan varð að draga þau upp minni þverár og síðan landleiðina yfir Suram- skarðið í um 1000 metra hæð. Vegalengdin sem skipin voru dregin frá þverám Rionis til Kúra er u.þ.b. 45 km. Ein þveránna, Tscherimela, rennur einmitt í djúpu gljúfri, sem getur kom- ið heim við lýsinguna í sögunni þegar þeir urðu að draga skipin upp á festum. Hann hefur einnig komist á snoðir um að í georgískum annálum frá 11. öld eru heimild- ir um að væringjahópur hafi tekið þátt í orr- ustu við Tiblisi einmitt árið 1041. Á þeim tíma ríkti í Georgíu Bagrat konungur IV. Hann var af abkasiskum ættum. Afi hans Bagrat III. hafði gegnum erfðir náð völdum í þremur stór- um héruðum í Kákasus, Abkasíu, Kartli og Basiani. Höfuðborg í ríkinu var Kutaisi við Rioni. Sonur hans Giorgi tapaði hluta af þessu ríki í hendur austur-rómverska keisarans Bas- ils II. í herferð hans til Kákasus 1021-1022. Bagrat IV. var bara níu vetra þegar Giorgi faðir hans lést 1027 og hann tók við ríkinu. Nokkrum árum seinna gerði hálfbróðir hans Dimitri uppreisn og reyndi að ná völdum í landinu með aðstoð keisarans. Bardaginn 1041 stóð milli Bagrats konungs og lénsmans hans Liparit að nafni sem með aðstoð Grikkja vildi koma Dimitri á konungsstólinn. Samkvæmt fyrrnefndum annálum tóku 700 væringjar þátt í orustunni, sem stóð nálægt borginni Sasirethi við Kúra, u.þ.b. 40 km norðvestan við Tíblisi. Tíblisi hafði verið hluti af Kalífatinu frá því á 7. öld þegar héruðin vestan Kaspíahafs féllu í hendur múslima. Bagrat IV. barðist við Jaf- ar emír í Tiblisi á þriðja áratug 11. aldar og tók emírinn til fanga. Þegar Jafar lést 1040 tók Bagrat völdin í borginni og hefur senni- lega verið nýkominn þangað þegar Yngvar og menn hans bar að garði. Borgin var þannig í raun og veru ennþá hluti af Serklandi á þess- um tíma. Tilgáta Mats G. Larsson að sú borg sem í sögunni er kölluð Helíópólis sé Tíblisi og að bardaginn hafi staðið skammt frá henni kem- ur þannig vel heim við grúsiska annála og þá rúnasteina sem nefna Serkland. Borgin sem Silkisif drottning ríkti yfir gæti hafa verið þáverandi höfuðborg Georgíu, Kuta- isi við Rioni, borgin stóð á hæð fyrir ofan ána og var umkringd borgarmúrum, enda segir sagan að skipin hafa verið borin uppundir borg- ina. Silkisif drottning gæti hafa verið Miriam, móðir Bagrats konungs. Án efa hefur hún ver- ið klædd silki, sem framleitt var bæði í Georg- íu og nágrannalöndum. Nafnið Serkland hefur líka stundum verið þýtt „Silkilandið", þó að flestir fræðimenn hallist nú að þeirri skoðun að það þýði „land Saracena", þ.e. araba. Larsson bendir á fleiri atriði í sögunni sem virðast byggja á vitneskju um landfræði Kasp- íahafs og lífið á þessum slóðum. Lýsing Jólfs konungs á Rauðahafi og svelgnum Gapa gæti átt við Kara Búgaz víkina við austurströnd hafsins. Nafnið er turkmenska og þýðir „svarta gapið“. Víkin liggur þijá metra undir yfir- borði Kaspíahafs og streymir vatnið úr því gegnum þröngt op og fellur af bjargi niður í víkina. Milli hafsins og víkurinnar er langt og mjótt nes, sem að vísu heitir ekki Siggeum, sem er nes við Miðjarðarhafsströnd Litlu Asíu. Austan við Kara Búgaz eru eyðimerkur með saltkeldum og salthæðum. Vegna seltunnur sést víkin eins og rautt endurskin við sjóndeild- arhringinn, og hefur sú sýn löngum hrætt sjó- menn á hafinu. Kringlóttu bátarnir sem Jólfur og hirð hans notuðu minnir á þá kringlóttu báta, gerða af tágum og klædda skinnum sem ennþá eru notaðir á Eufrat og Tigris og gætu vel hafa verið notaðir á ánni Kura, sem kem- ur upp í Armeníu eins og Eufrat og Tigris. Eldurinn sem skotið var á þá úr eirtrumbu kemur vel heim við gríska eldinn sem her Býsanskeisara notaði á þessum tíma. Ef til vill hefur hinn gríski her sem sóttist eftir völd- um á Georgíu reynt að gera Yngvari skrá- veifu og koma í veg fyrir að hann næði að veita Jólfi konungi hjálp sína. Frásögnin af bardagunum er óljós en höf- undur segir raunar ekki berum orðum að kon- ungur og iið hans hafi sigrað, samkvæmt georgískum heimildum sigraði Líparit og hinn gríski her Bagrat konung, hálfbróðir hans Dimitri var þá látinn. En þó að lið Yngvars hafi getað varist árás- um og grískum eldi voru þeir varnarlausir gegn hættulegustu óvinunum á þessum slóð- um, bakteríum og veirum. Hvaða sjúkdómur það var sem varð liðinu að aldurtila er ekki gott að segja, en það gæti hafa verið blóð- kreppusótt eða mýrakalda, en báðar sóttirnar voru algengar á þessum slóðum. Væringjarnir sem réðust á Berda’a 100 árum áður urðu líka sjukdómum að bráð. Samkvæmt arabískum heimildum átu þeir svo freklega af suðrænum ávöxtum borgarinnar að þeir veiktust og dóu unnvörpum. Þannig telur Mats G. Larsson sig hafa fund- ið sannsögulegan kjarna í sögunni þó að rnargt hafi brenglast og misfarist á löngum ferli hennar í munnlegri geymd. Eins og áður er sagt tímasetur sagan dauða Yngvars til ársins 1041 og segir hann hafa verið 25 vetra er hann lést. Ef þetta er rétt hefur hann verið fæddur um 1015, en þá fær það á hinn bóginn ekki staðist að Yngvar hafi frá níu ára aldri alist upp við hirð Olafs konungs, sem talinn er hafa látist árið 1022, en þá var Yngvar aðeins fimm eða sex vetra. B-handrit sögunnar segir aftur á móti að Yngvar hafi verið þijátíu vetra þegar hann ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.