Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 17
ÍBÚÐAHVERFI í St. John’s. Ljósmyndir: Greinarhöf. ERU ÞETTA hinir dæmigerðu íslensku ferðamenn? Tveir úr hópnum, klyfjaðir plastpok- um, utan við stærsta „mollið“, verzlunarmiðstöð í St. John’s. DAGBOK FRA NÝFUNDNALANDI EFTIR UNNI GUÐJÓNSDÓTTUR „Hér er ég ásamt 314 landsmönnum, sem allir hafa borgaó 19 þúsund krónur, aó fylgjci hetjum lands vors og þjóóar - 20 sjómönnum - út á regin- haf, baráttuvöll Flæmska hattsins. LANDSLAG á Nýfundnalandi. Fyrirsögn á eins dálks frétt í Morgunblaðinu, fimmtudaginn 7. nóvember, vakti forvitni mína: Ódýrar ferðir seldar al- menningi. Breiðþota Atlanta flugfélagsins, Tristar Lxjckhe- ed, hefur verið leigð undir áhafnaskipti á togurum, sem veiða á Flæmska hattinum. Flogið verður þann 11. nóvember til St. John’s á Ný- fundnalandi, þar sem áhafnaskipti fara fram- Flogið verður til baka þremur dögum síðar. Til að mæta kostnaði við leigu á slíkri flugvél, sem tekur 360 farþega, eru farmið- ar seldir almenningi á 19.000 kr. með flug- vallarskatti og gistingu í tvær nætur, að sögn Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvík og leigutaka breiðþotunnar. Fréttin var aðeins lengri, en meira þurfti ég ekki að lesa, ég var ákveðin í að fara. Vissulega hafði mér aldrei dottið í hug að ferðast til Nýfundnalands, en því ekki? Fyrir 19 þúsund fer maður hvert á land sem er, hugsaði ég með mér. Mánudagur 11. návember Vélin fór í loftið kl. 15 nánast fullsetin. Ég halla stólbakinu aftur, lygni augunum aftur og finn fyrir vissri ábyrgð og mikil- vægi. Hér er ég, ásamt 314 landsmönnum, sem allir hafa borgað 19 þúsund krónur, að fylgja hetjum lands vors og þjóðar - 20 sjómönnum - út á reginhaf, baráttuvöll Flæmska hattsins, þar sem þeir munu, hvernig sem viðrar, afla okkur fanga, sjá til að við fáum mat í magann og gjaldeyri til að kaupa sykur og mjöl, svo við getum með góðu móti talist tií menningarþjóða. Heill sé þeim, þessum góðu drengjum ... Ég ætla reyndar til Nýfundnalands, til þess eins að sjá hvernig umhorfs er þar. Mér skilst að hinir farþegarnir séu bara að fara í verslunarferð, enda var það fólk í ferðinni, sem lýsti undrun sinni yfír því að ég skyldi fara þetta, úr því ég ætlaði ekki 1 að versla neitt! Eftir 3ja og hálfs tíma flug var lent, og ég steig á kanadíska jörð, í fyrsta sinn á ævinni. Það gekk að vísu ekki áreynslu- laust, því skv. skipun frá flughöfninni feng- um við farþegarnir ekki að fara úr vélinni eins og venja er, heldur var okkur hleypt út í hópum, 60 manns í einu. Það Ieið svo dágóður tími, þangað til næsta hópi var hleypt út. Það tók á annan klukkutíma að MINNISMERKI um fallnar hetjur úr fyrri og síðari heimstyrjöldunum. koma mannskapnum úr vélinni og gegnum vegabréfaskoðunina. Ástæðan fyrir þessu hvimleiða fyrirkomulagi var mannekla og lítið rými í aðkomusal flugstöðvarinnar. Hótelið var fínt: Holiday Inn. Ég var sett í tveggja manna herbergi ásamt konu, sem ég þekkti ekki. í herberginu var eitt stórt rúm, svo ég fór strax á stjá og fékk annað herbergi handa okkur, með tveim rúmum. Þriójudagur 12. nóvember Ég fór eldsnemma á fætur, er ólm í að komast sem fyrst út og sjá mig um. Ég útvega mér kort af borginni, og fæ þær upplýsingar hjá starfsmanni hótelsins, að ég geti tekið strætó niður í bæ. Hann sé númer níu og stoppi hinum megin við veg- inn. Ég fer út, hinum megin við veginn? Ég sé þrjá vegi, en enga stoppistöð. Ég vel þann veg, sem mér sýnist liggja næst átt- inni að miðbænum, skv. kortinu, og legg af stað, gangandi. Fyrr eða síðar hlýt ég að koma að stoppistöð. Það er stöðuvatn þarna við veginn, þar synda endur, grasendur, skyldmenni (skyld- endur) andanna á tjöminni í Reykjavík. Þessar sjá fyrir sér sjálfar, hér eru engin börn, sem troða í þær gömlu brauði. Það er hlýtt i veðri, hitinn átti eftir að fara upp í 13° þennan dag, það sá ég í sjónvarpinu, um kvöldið. Ég geng eftir veg- arkantinum, hér er engin gangstétt, mér finnst ég vera uppi í sveit, þó þetta sé 100 þús. manna borg. Hinum megin við stöðu- vatnið eru falleg smáhús, máluð í björtum litum. Ég geng og geng, en engan sé ég strætisvagninn. Ég kem að lítilli á. „Skyldi vera fiskur í henni,“ hugsa ég með mér, það eru þá fleiri höfuðborgir sem hafa veið- iár innan sinna marka en höfuðborgir ís- lands og Svíþjóðar. Ég hef nú verið á göngu í tæpan klukku- tíma og allt í einu sé ég „níuna“ þar sem hún bíður við rautt umferðarljós. Ég skýst á milli bílanna á götunni og banka á fram- dyr strætisvagnsins. Bílstjórinn opnar fyrir mér, ég borga Vh dollara og sest í hliðar- sætið, hinum megin við bílstjórann. Ég átti eftir að ferðast oft með strætisvögnum þessa tvo daga, sem ég var í St. John’s, og alltaf settist ég í hliðarsætið, svo ég væri í talfæri við bílstjórann, enda urðu bílstjórarnir mínir tengiliðir við land og þjóð. Þeir voru ræðnir og hinir liprustu við að fræða mig um eitt og annað. Þessi sagði mér t.d. að húsahverfíð sem við ókum í gegnum rétt i þessu, væri byggt fyrir 30-40 árum, öll húsin væru timburhús enda nógur skógur hér í landi. Eg fór úr strætisvagninum á endastöð- inni, sem var fyrir framan aðaldyr „Kringlu“ þeirra St. John’s búa: The Avalon Mall. Þetta er geysistór verslunarmiðstöð, með öllum hugsanlegum búðum, og á mörgum hæðum. Eg sé, eftir skamman tíma, nokkra ferðafélaga mína, ganga þarna um búðirn- ar. Jólaskreytingar eru komnar upp, skemmtilega útfærðar. Næst tek ég strætó númer þijú, niður að höfn. Ég ætla að taka myndir af ís- lensku skipunum, en bílstjórinn segir mér að íslensku fískiskipin liggi ekki í þessari höfn. Ég geng um höfnina og virði fyrir mér skipin, sem þar eru, en þau eru flest japönsk. Um stund fylgist ég með kafara, sem hoppar í sjóinn við eitt skipið. í „Hafn- arstrætinu" kaupi ég mér nokkra minja- gripi, sem reyndar eru allir af sama toga, þ.e.a.s. eintómir Iundar. Smá gipslundar (Made in China) og reglulega fínn lundi, gerður úr gleri, mósaik, til þess að hengja upp í glugga. Afgreiðslustúlkan fullvissaði mig um að hann væri ekki búinn til í Kína, heldur hér á Nýfundnalandi. Ég er dálítið veik fyrir lundum, kannski af því að mamma var frá Vestmannaeyjum. Eftir hádegismat tek ég „tíuna“, en hún á að stoppa nálægt hótelinu mínu, ég var eini farþeginn, þessa stundina. Bílstjóri „tíunnar“ var ógiftur, 45 ára, með yfírvara- skegg, illt í hægri fæti og áhugaveiðimað- ur. Hann veiddi þó ekki fisk, heldur fugla og ferfætlinga. í brattri brekku, við stöðvar- skilti, slökkti sá fótaveiki á vélinni, stóð upp, fór í jakkann sinn og sagðist vera að fara af vakt. „Það kemur annar bílstjóri bráðum," sagði hann. „Have a nice day,“ bætti hann við, opnaði dyrnar, fór út - og læsti á eftir sér! Það liðu svona 10 mínút- ur, þangað til næsti bílstjóri birtist. „Welcome to the bus,“ segi ég, og hann svarar: „Thank you, dear.“ Ég hafði hugsað mér að fara aftur í bæinn, eftir smá hvíld á hótelinu, en úr því varð ekki, því ég límdist við sjónvarpið, það sem eftir var dagsins, glápandi á hverja heimildamyndina á eftir annarri, en þær eru mitt uppáhaldssjónvarpsefni. Mióvikudagur 13. nóvember Ég hélt áfram rápi mínu um borgina, allan daginn, sólin skein, himinninn var heiður og blár. Um kvöldmatarleytið er örtröð í hótelm- óttökunni. Landsmenn mínir á ferð og flugi, sumir eru að fara út í síðustu innkaupaferð- ina, aðrir að koma úr henni, drekkhlaðnir. Ég heyri á fólki að það er ánægt með ferð- ina, það hafí gert góð kaup. Eg heyri þó eina konu segja, að næst fari hún til Lond- on, það sé nú samt sem áður betra að versla þar. Brottför frá St.John’s er klukkan 11 um kvöldið. Sjálf er ég hin ánægðasta með förina og get vel hugsað mér að koma hing- að aftur. Andrúmsloft borgarinnar hefur fallið mér í geð, allir Nýfundnalandsbúar, sem ég hef haft samband við, hafa verið vingjarnlegir - og margir hveijir bráð- fyndnir. Má vera að St. John’s verði ekki næsti uppáhaldsverslunarstaður íslendinga, en borgin er vel þess virði að heimsækja hana. Höfundurinn býr i Stokkhólmi og Reykjavík og starfraekir Kínaklúbb Unnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.