Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 2
Á leió i lausamennsku tónleikanna, sem eru bæði „dæmigerð tenóra- lög“ og „önnur hugljúfari lög“, eru upprunn- in þar um slóðir. Gunnar segir alltaf spennandi að syngja á ljóðatónleikum enda „er viss kúnst að syngja Ijóðið". „Því miður fá söngvarar sem eru að hasla sér völl í heimi óperunnar hins vegar allt of fá tækifæri til að syngja ljóðatónlist — menn hafa hreinlega hvorki tíma né efni á því fyrr en þeir eru orðnir háttskrifaðir." Gunnar talar hins vegar um ljóðið sem eitt af sínum helstu hugðarefnum og vonast því til að geta einbeitt sér meira að því sviði söngsins í framtíðinni. Og jákvæð teikn eru á lofti. „í seinni tíð hef ég haft meira svig- rúm til að sinna hugðarefnum mínum utan óperunnar," segir söngvarinn sem er um þessar mundir fastráðinn við óperuna í Lyon í Frakklandi, „en þegar ég var á samningi í Wiesbaden í Þýskalandi vann ég svo mikið að ég hafði mjög sjaldan tíma til að gera eitthvað annað en syngja í óperusýningum." Morgunblaóið/Árni Sæberg JÓNAS Ingimundarson og Gunnar Guðbjörnsson bjóða upp á efni úr ýmsum áttum í Gerðubergi á morgun. Gunnar Guóbjörnsson á Ljóóatónleikum Geróubergs VISS KÚNST AÐ SYNGJA LJÓÐIÐ „ÞAÐ ÆTTU allir að fínna eitthvað við sitt hæfi á þessum tónleikum sem samanstanda af sígildri ljóðatónlist 19. og 20. aldar og hefðbundnum ítölskum tenóralögum," segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari sem verður í sviðsljósinu ásamt Jónasi Ingimund- arsyni píanóleikara á Ljóðatóneikum Gerðu- bergs á morgun, sunnudag, kl. 17.00. Tónleikamir hefjast á nokkrum ljóðum eftir Beethoven, „svona til að taka úr okkur skrekkinn", svo sem Gunnar orðar það, en því næst tekur við ljóðaflokkurinn Dichter- liebe, eða Ástir skáldsins, eftir Schumann, sem söngvarinn kallar eitt af hans bestu verkum — eins konar „tregablandna ijóða- samsuðu". Að loknu hléi kemur röðin að fjórum lögum eftir franska 20. aldar tónskáldið Lili Bou- langer úr fiokknum Clairieres dans le ciel. Boulanger þessi lést langt um aldur fram en skildi þó eftir sig nokkuð af tónsmíðum, þar á meðal fyrrnefndan ljóðaflokk sem Gunnar segir að svipi nokkuð til Ásta skáldsins, þó um nútímalegri tónsmíð sé að ræða. Annars segir söngvarinn að margir minnist tón- skáldsins einkum sem yngri systur Nadiu Boulanger sem náði háum aldri og var læri- móðir margra af þekktustu tónskáldum heims. Ferð Gunnars og Jónasar um evrópsk- ar sönglendur lýkur síðan á Ítalíu en lokalög Samningur Gunnars við óperuna í Lyon rennur út í sumar og verður hann ekki end- urnýjaður. „Það eru miklar sviptingar í franska óperuheiminum um þessar mundir og sem sakir stendur hef eg ekki áhuga á að fara á fastan samning. Ég er með næg verk- efni fram á næsta leikár, meðal annars í Par- ís og Lille, auk þess sem ýmislegt er í farvatn- inu. Ég kvíði því ekki lausamennskunni.“ Gunnar hefur þó í mörg horn að líta áður en hann segir skilið við Lyon, mun meðal annars hljóta eldskírn sína í hlutverki Rodol- fos í La Boheme Puccinis í maí, þar sem hin nafnkunna söngkona Barbara Hendricks verður jafnframt í áhöfn. „Þetta er tvímæla- laust stærsta óperuhlutverk sem ég hef tek- ist á hendur til þessa, þannig að þetta verð- ur mikil eldraun. Það er líka umtalsverður heiður að fá að syngja með söngkonu á borð við Barböru Hendricks enda fær maður ekki slíkt tækifæri nema maður sé talinn geta staðið undir því.“ Af öðrum verkefnum sem Gunnar á í vændum má nefna hlutverk í Töfraflautu Mozarts í Toulouse í lok þessa mánaðar, þar sem „valinn maður verður í hveiju rúmi“, tvö lítil hlutverk í Don Carlos eftir Verdi í Lyon og lítið en „krefjandi" hlutverk í Electru eft- ir Strauss sem sýnd verður í fornum róm- verskum rústum í hlíðunum fyrir ofan Lyon á sumri komanda. En hvenær verður söngvarinn næst á heimaslóð? „Ég kem að líkindum heim í sum- arfrí í ágúst og reikna með að syngja eitt- hvað þá. Síðan hef ég hug á að syngja Vetr- arferðina eftir Schubert hér heima næsta vetur og vonandi getur það orðið fyrir ára- mót, þar sem tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins á þessu ári.“ Snorri Sigfús Birgisson frumflytur píanókonsert sinn VITAMINSPRAUTA AÐ VERA BEÐINN UM AÐ SEMJA SVONA VERK SNORRI Sigfús Birgisson tónskáld og píanóleikari verður í stóru hlutverki á nýárs- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands í Glerárkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17.00 en hann mun þá frumflytja glænýj- an píanókonsert sem hann samdi að beiðni hljómsveitarinnar. Er verkið tileinkað aðal- stjórnanda hennar, Guðmundi Óla Gunnars- syni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kostar kapps um að panta tónverk eftir íslenskt tónskáld einu sinni á ári. Hafa Haukur Tóm- asson, Atli Ingólfsson og Hróðmar Sigur- björnsson fengið að spreyta sig til þessa en nú er röðin sem sé komin að Snorra. „Á þessum örfáu árum sem Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands hefur starfað hefur hún verið hvati að samningu fjögurra tón- verka sem er ómetanlegt framlag til ís- lensks tónlistarlífs," segir Snorri og bætir við að hann eigi vart orð til að lýsa hrifn- ingu sinni af framtakinu sem sýni mikinn skilning á menningarlífinu. „Það er alls ekki sjálfgefið að svona mikill metnaður, velvilji og bjartsýni sé til staðar í ekki stærra byggðarlagi en Akureyri." „Það er algjör vítamínsprauta að vera beðinn um að semja svona stórt tónverk og ég var því í góðu skapi allt síðasta ár,“ heidur Snorri áfram en hann hripaði fyrstu nóturnar á blað í byijun ársins og lauk raddskriftum endanlega á öðrum degi jóla. „Það er alltaf gaman að fást við gefandi verkefni ekki síst þegar maður er að vinna fyrir aðiia sem lítur listina jafn jákvæðum augum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það hlýtur að vera ómetanlegt fyrir Norð- lendinga að eiga slíka hljómsveit. Þá kann ég Eimskipafélagi íslands jafnframt bestu þakkir en það styrkti verkefnið að hluta.“ Á tónleikunum skipa hljómsveitina um fimmtíu hljóðfæraleikarar undir stjórn Guð- mundar Ola Gunnarssonar en flestir eru þeir nemendur, kennarar og fyrrverandi nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri. Píanókonsertinn mun Snorri leika á nýjan Steinway-konsertflygil „af stærstu og bestu gerð“, svo sem hann kemst að orði, en hann var nýverið keyptur í bæinn. „Það er mikill heiður að fá að spila á þennan flygil, sem mér skilst að Akureyringar hafi allir Iagst á eitt til að kaupa, en hann mun gjör- breyta allri aðstöðu til tónleikahalds í bæn- um.“ Formleg vígsla hljóðfærisins fer fram síðar. Þess má að auki geta að skammt er stórra högga á milli hjá Snorra því hann mun flytja konsertinn á nýjan leik þann 30. þessa Morgunbloðió/Kristinn „ÞAÐ er alls ekki sjálfgefið að svona mikill metnaður, velvilji og bjartsýni sé tii staðar í ekki stærra byggðarlagi en Akureyri," segir Snorri Sigfús Birgisson. mánaðar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Á tónleikunum í Glerárkirkju á morgun verða jafnframt flutt Áttunda sinfónía Ludwigs van Beethovens og tvær svítur eftir Igor Stravinskí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.