Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 13
Höfundur þessarar greinar hefur starfað sem blaða- maður í sex ár og á þeim tima tekið ófá viðtöl við unga námsmenn, bæði heima og erlendis. Fjalla þau flestöll um stórborg- arlíf og drauma, námslán og námserfiðleika. Enginn nennir að lesa enda- laust um námsmannakerfið og hvað þá að skrifa um það. Þessi grein fjallar því um dálít- ið sem höfundur hefur aldrei skrifað um áður; upplifunina og tilfinninguna sem fylgir því að stúdera í Kaupmannahöfn, fyrr og nú, og tíma- leysið sem því fyglir. Það snjóar! Já, það er vor í Kaupmannahöfn en það snjóar. Snjóar og snjóar. Eg sit við gluggann í litla þakherberginu mínu í Carl Johans götu og horfi yfír borgina. Horfi á hvítar snjóflygsurnar falla liðlega til jarðar og breytast í vatnsdropa á gráum gangstéttunum. Kaupmannhöfn er grá í dag. Gangstéttimar eru gráar, húsþökin eru grá, himinninn er grár, fólkið er grátt. Fyrir mörgum árum í öðru þakherbergi, ekki langt frá þeim stað sem ég bý nú, sátu tveir ungir menn við gamalt borð og skrifuðu verk sem átti síðar eftir að verða hluti af ís- lensku þjóðarsálinni, Fjalla Eyvind. Jóhann Siguijónsson (með hjálp frá Gunnari Gunnars- syni) þurfti ekki grænar grundir og svarta mela til þess að setja sig í spor útilegumanns- ins ódauðlega. Honum nægði gráar gangstétt- ir og grá húsþök á köldum vordegi í Kaup- mannahöfn. Þar sem ég sit og horfí út í snjó- inn á ég líka auðvelt með að ímynda mér græn- ar grundir og svarta mela, leirhver og fjallst- inda, jafnvel þó að ég viti að heima eru engar grænar grundir. Þar er allt hvít. Þar snjóar. Ég veit ekki hver munurinn á því að vera íslenskur námsmaður í Kaupmannhöfn árið 1996 og 1896 er. Samt sit ég heilu og hálfu dagana inni á Konungiegu bókhlöðu þeirra Dana og leita svara við þessari spurningu. Gleymi mér í gömlum bréfum sem Finnur Jóns- son skrifaði móður sinni og sögum og frásögn- um Steingríms Johnsens af lífínu heima og heiman. Hvers virði eru hundrað ár? Hvað hefur breyst á þessum hundrað árum? Ekkert. Þegar aldamótin nálgast og menn liggja andvaka um nætur, örvæntingafullir yfír því hvað tækniöld- in muni bera í skauti sínu, og fræðimenn rita bækur um fyrsta tímabilið í sögu mannkynsins þar sem breytingar og framfarir eru svo tíðar að þær verða ekki festar á blað áður en þær verða úreldar, fínnst mér ekkert hafa breyst. Ég kaupi stundum dönsk tímarit í blaðsöl- unni úti á horni, stundum bresk, bandarísk eða frönsk, sem færa mér þau tíðindin að siðferðis- kennd mannkynsins sé ekki viðbjargandi. Að konur breytist í karla og karlar í konur. Að heimurinn sé á hverfanda hveli og við lifum á miklum umbrotatímum. Ég les þessar greinar og hef gaman af en ég kippi mér ekki upp við þetta. Þetta eru engar nýjar fréttir. Þegar ungur íslendingur flutti inn í þakher- bergi á Carl Johans götu fyrir hundruð árum, sama herbergið og ég flutti inn í fyrir nokkrum vikum, hafði hann með sér glænýja skáldsögu eftir breska rithöfundinn Grant Allen sem fjall- aði um konu sem lék hlutverk karlmannsins í lífinu. The Woman Who Did hét bókin og ís- lenska stúdentinum fannst hún bæði kaldhæð- in og ógnvekjandi. Þetta var á þeim tíma sem það var sýfilis en ekki alnæmi sem átti að útrýma mannkyninu og mannkynið átti það skilið. Siðferðið hafði verið með versta móti. Kaupmannahöfn hafði upp á margt að bjóða um aldamótin síðustu og freistingamar voru margar. Sagnfræðingar hafa margir hveijir gert sér mat úr því að íslenskir Hafnarstúdent- ar hafi verið drykkfelldir með eindæmum. Sögur af drukknum íslendingum hafa varð- veist í dönskum og íslenskum heimildum og hafa haft tilhneigingu til að skyggja á þær heimildir sem flytja okkur sögur af kvöldsetum yfír skólabókum og göngutúrum meðfram Löngulínu. Drykkjusiðir íslenskra stúdenta árið 1890 og vínmenning þeirra fínnst mér ekki vitund áhugaverðari en drykkjumenning Islendinga nú til dags og hún þykir mér væg- ast sagt óaðlaðandi og óáhugaverð. Samt get ég vel skilið allar þessar frásagnir sem varð- veist hafa af drukknum íslendingum. Ég minn- ist þess ekki að hafa séð ódrukkin Grænlend- ing síðan ég kom hingað til Danmerkur en það er líklegast bara vegna þess að ég hef ekki tekið eftir honum. Hann hefur fallið í fjöld- ann, ólíkt landa hans sem stóð kófdrukkinn á Frúartorgi um hábjartan dag og öskraði ókvæðisorð á eftir vegfarendum. Það undrar mig ekki að tekið hafí verið eftir drukknum stúdentum á öldum áður sem stóðu í hópum og sungu hver með sínum tón „ísland farsælda frón.“ Ég man ekki hvort ég heyrði fyrst Gunnars- hólma eða söguna af því þegar Jónas endaði ævina í stigaganginum í húsinu númer 22 við Pétursstræti eftir einhvern gleðskapinn. En ég man þó að þegar ég hrasaði í tröppunum um daginn þá skaut þeirri hugsun að mér mér AÐ STUDERA í KAUP- MANNAHÖFN EFTIR SIGRÚNU SIGURÐARDÓTTUR Vió deilum einhverju sem enginn fær alveg skil- ió nema aó upplifg þaó sjáifur. Þaó er skemmtilegt aó vera ísienskur námsmaóur í Kaupmannahöfn. Finnur Jónsson vissi þaó jafnvei og ég þótt hann hefói mikils aó sakna. Þegar ég er döpur finn ég huggun í þessum gömlu bréfum. Þaó er þá einhver sem skilur hvernig mér líóur. GREINARHÖFUNDURINN fyrir framan Konunglegu bókhlöðuna í Kaupmannahöfn. „MENN sitja úti í garðinum hjá lindinni frægu, sem nú er 100 ára, með sínar löngu pípur...liggjandi og sitjandi á bekkjum í sólskininu og lesa blöðin og kjafta". Sigurður Jónsson í bréfi til Ólafs Magnússonar 1885. að ef til vill færi nú fyrir mér eins og fór fyr- ir Jónasi hér á árum áður. Gunnarshólmi hefur ekki enn rifjast upp fyrir mér. Það væri orðum aukið að segja að ég lab- baði um stræti Kaupmannahafnar með bjána- legt glott á vörum og hugsaði; „Já, hér gengu þeir Tómas og Konráð, hér sat Laxness og skrifaði þegar hann var úngur, hér bjó Jón Sig. sómi íslands, sverð og skjöldur," en samt sem áður finnst mér gaman að láta hugan reika til liðinna tíma og setjast inn á lestrarsal- inn á Gamla Garði og kíkja þar í blöðin. Þegar ég kom fyrst hingað til Danmerkur hafði mér verið úthlutað herbergi á stúdenta- garði sem liggur úti á akri rétt fyrir utan Hróarskeldu. Staðurinn heitir því hallærislega nafni „Þijár krónur". Þar var vont að vera og ég var flutt út eftir þijár vikur. Búin að fá mig fullsadda af verksmiðjureykháfum og sí- fullum iðjuleysingjum. Ég flutti í lítið herbergi á Austurbrú sem ekkjufrú Andersen leigir mér nú fyrir 19.000 krónur á mánuði. Þar er gott að vera. Staðsetninginn er miðsvæðis, húsið gamalt, hverfið aðlaðandi og sagan alls stað- ar. Þetta er rétti staðurinn fyrir sagnfræðinema að búa á. Ég yeit ekki hvort þetta er bara ég eða hvort Islendingar eru allir svona en ég fann það að danskir kunningjar mínir finna ekki fyrir sögunni á sama hátt og ég geri. Þeim er nákvæmlega sama hver bjó hvar. Þeir hafa ekki áhuga á að komast í snertingu við löngu liðna tíma með þessum hætti. Björn Th. Bjöms- son lýsir þessu vel í bókinni „Á íslendingaslóð- um í Kaupmannahöfn". Þar segir m.a.: „Herbergi eins og þetta undir súðinni er íverustaður hverfulleikans. Einn flytur út, ann- ar inn; saga þess sem á undan var, varðar ekki þann næsta. Hverfulleikinn þurrkar eftir sig öll spor. En eins og það eru hugarins verk sem ein hafa sigrazt á honum, þannig má ! snúa aftur á brautum ímyndunarinnar. Og sem ég stend hér, verður þetta slitna gólf, þessi máða gluggasylla, mér á einhvern hátt nákom- in...“ Eins og taiað út úr mínum huga. Eins og talað út úr mínum huga hugsa ég oft þar sem ég sit á Konunglegu Bókhlöðunni og les bréf Ólafs Johnsens. Þann 6. júlí 1870 skrifaði hann föður sínum bréf um gestgjafa sína á eriendri grundu: „...þeir ætla eins og hreint að gleypa mann og gera út af með vinahótum í fýrstunni en eptir nokkum tima kæra þeir sig svo ekki um mann lengur; mjer sámaði það opt á fyrri árum mínum í Höfn og hjelt, það væri mjer einum að kenna, en nú er jeg farinn að sjá annað og sjá ráð við því...“ Þau ráð vildi ég fegin þiggja af landa mínum Ólafí. Þótt ég vilji á engan hátt setja alla Dani undir sama hatt og hafí kynnst þeim mörgum góðum þá get ég heilshugar fullyrt að Danir séu yfirborðskenndir og léttúðugir upp til hópa. Ef þeir legðu það í vana sinn að standa við það sem þeir segja þá hefði ég farið í mörg matar- boðin og á margar leiksýningarnar. Danir em alltaf að fá góðar hugmyndir en framkvæmda- leysið einkennir þá ekki síður. Þeim finnst fátt notalegra en að sitja fyrir framan arineldin eða sjónvarpið með ullarteppi um sig miðja, drekka rauðvín og gæða sér á ostabrauði. Það get ég vel skilið en allt getur nú leiðst út í óhóf. Hygge, hygge, hygge ... Má ég vera með? Danski leikarinn Paul Reumert sagði eitt sinn : stoltur um eignkonu sína, íslensku leikkonuna Önnu Borg: „Þó getur sá sem á, eins og Anna Borg, ekki aðens hreinleik hjartans heldur einnig vold- ugan skapstyrk, komizt í náin tengsl við fram- andi þjóð - þrátt fyrir ættarbönd og djúpa ást á þjóð sinni og tungu - og ekki aðeins numið talmál hennar og orðfæri, heldur giftusamlega leitt líf sitt allt inn í tilfínninga- og hugmynda- heim hennar." Já, Önnu Borg tókst að vera bæði Dani og íslendingur, hvort tveggja í senn. Ömmu minni tókst það líka en ég held að mér muni aldrei takast það - þrátt fyrir ættarbönd - og fínnst 1 það reyndar ekki vera takmark í sjálfu sér. Ég held að ég hafí aldrei verið eins mikill íslending- ur í mér, nema ef vera skyldi þessa mánuði sem ég bjó í Þýskalandi, síðan ég flutti hingað. Eins og Jóhann Siguijónsson sé ég fjöllin blá og hvíta jöklana fyrir mér í hillingum og passa mig um leið að gleyma ekki hversu frábært það er að reika um stræti og garða Kaupmannahafn- ar í góðu veðri. Kaupa sér skonsu á þijár krón- ur og sitja undir bleiku kirsubeijatré með bók við hönd. í dag er kaldur vordagur og kirsubeijatrén eru ekki enn sprungin út. Snjókomin halda áfram að falla og breytast í regndropa á gang- stéttunum í þessari gráu borg sem einhvem tíma verður græn. Þar sem ég hjóla niður Stóru Kóngsins götu, veifandi og patandi út öllum öngum svo að sannur danskur hjólreiðamaður . væri stoltur af, hlakka ég til að koma á bóka- safnið og lesa bréf og minningar sem vinir mínir skrifuðu fyrir hundrað ámm. Við deilum einhveiju sem enginn fær alveg skilið nema að upplifa það sjálfur. Það er skemmtilegt að vera íslenskur námsmaður í Kaupmannahöfn. Finnur Jónsson vissi það jafnvel og ég þótt hann hefði mikils að sakna. Þegar ég er döpur finn ég huggun í þessum gömlu bréfum. Það er þá ein- hver sem skilur hvernig mér líður! Við þessar kringumstæður fínnst mér um- gjörð hlutanna ekki skipta máli. Þá skiptir það mig engu máli hvort húsið er gult eða rautt, hvort knæpan heitir Hviids Vinstue eða Park Café, hvort félagi minn heitir Jón Sigurðsson eða Kristjana Sigurbjörnsdóttir. Ef ungur ís- lenskur námsmaður í Kaupmannahöfn á eftir að lesa þessi minningarbrot mín eftir hundrað ár og skilja tilfínningar mínar, rétt eins og hann skilur sínar eigin, þá er ég ánægð. Svo lengi sem manneskjan er í sambandi við sínar eigin tilfínningar tortímir hún ekki sjálfri sér. Þegar allt kemur til alls eru það tilfinningam- ar sem öllu máli skipta, eða engu máli í sagn- fræðilegu tilliti, og því hef ég aldrei skilið fólk sem metur bókmenntaverk eftir því hvort þau standast tímans tönn. Öll leikverk sem fjalla um tilfinningar, gleði, sorg, ást og söknuð, á sannfærandi hátt standast tímans tönn. Kaup- mannahöfn er dásamlegt leiksvið utan um allar þessar tilfinningar og hér mundi ég glöð una í ótal ár ef ég hefði minn heittelskaða hjá mér. Rétt eins og Jónas Hallgrímsson hefði' gert... Höfundur er nemi í sagnfræði við Hóskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.