Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 6
BYLIá Nýja-Islandi. „Við vorum svo ís- lensk að okkur var ekki við bjargandi“ GRÁMÁLUÐUM veggjunum hjá okkur héngu engar myndir. Og það voru engir vasar með gróðumálum og fagurlitum laufblöðum, né kransar úr vaxblómum undir hvolfþaki úr kristal í óreiðunni á borðinu hjá okkur, heldur í tilefni endurminninga íslensku landnemadótturinnar Lauru Goodman Salverson, sem gefa góða hugmynd um líf vesturfaranna í lok 19. aldar. Eftir ÁGÚSTÍNU JÓNSDÓTTUR stóðu þar þijár pottaplöntur sem blómstruðu allt árið. Óg engar glerstyttur, hjartaskeljar eða styttur af litlum ástargyðjum. í skáp mömmu voru bollar og undirskálar, diskar og pottar og beijadiskur með látlausri grænni rönd. Þetta var miður uppörvandi. Hvert sem litið var stakk útlendingsbragur- inn í augun. Við vorum svo íslensk að okk- ur var ekki við bjargandi. Við vorum dæmd til þess hlutverks um alla framtíð“. Við lestur endurminninga íslensku land- nemadótturinnar Lauru Goodman Salverson (1890-1970, hér nefnd Lára) vaknar strax mynd af íslensku landnemunum í Kanada sem fluttust þangað í lok 19. aldar. Maður sér fyrir sér lif íslenskra kvenna á erlendri grund; konur við matargerð, brauðbakstur, að hnoða flatkökudeig og baka pönnukök- ur. Á haustin að sjóða sápur, steypa kerti til þess að lýsa upp vetrarmyrkrið, hand- sauma hvers kyns fatnað og fást við útsaum með gull- og silfurþræði á hátíðabúninga. Einnig sér maður aðframkomna vesturfara; fársjúkar mæður um borð í skipum, liggj- andi í fletum sínum í hjálparleysi að horfa á ung börn sín deyja án þess að geta gert nokkuð þeim til bjargar. „Hetjur hversdags- lífsins" að beijast af stolti og þolinmæði gegn kúgunaröflum samtíðarinnar. Þetta eru ófagrar lýsingar en svona var veruleik- inn oft; miklar þrengingar, sjúkdómar, kröpp kjör og örvæntingarfullar mæður að reyna að halda lífinu í bömum sínum á fiski- soði og baunastöppu. Slíka upplifun frá barnæsku íslensk- kanadíska rithöfundarins Láru Goodman Salverson er að finna í bókinni Játningar landnemadóttur, sem út kom í fyrra hjá Ormstungu í íslenskri þýðingu Margrétar Björgvinsdóttur. Lára telst til brautryðjenda í ritun innflytjendasagna í kanadískum bók- menntum og sögurnar hennar teljast því marka nokkur tímamót. Lesandinn fer eina öld aftur í tímann. Stílbrögð höfundar eru stundum mjög kímin þótt söguefnið sé fremur átakanlegt. Lára skiptir hinu sjálfsævisögulega skáldverki sínu í þijá höfuðþætti. En nútímalesanda finnst bókin að skaðlausu mega vera styttri. Fyrst greinir Lára frá ættmennum, einkum foreldrum sínum Lárusi Guðmundssyni (1853- 1940) bónda í Feijukoti og Ingi- björgu Guðmundsdóttir (1862-1931) frá Kollsá í Hrútafirði. Víða lánast höfundinum að lýsa fólki á lifandi hátt hvort sem það er í „hofmóðugri yfírstétt" eða „skörinni hærra en skepnurnar". Lýsingar Láru á yfirstétt- arfrúnum eru ritaðar af ísmeygilegri hæðni: „Jafnvel fínustu frúr gátu verið svolitlir sérvitringar. Þær hölluðust að því sérstæða fremur en því almenna, og lögðu stolt sitt í að bregðast fínlega og menningarlega við hlutunum. Oftast beindist siðfræðin gegn djöflinum og holdlegum hvötum. Ein dyggð- um prýdd kona gekk til að mynda í níu millipilsum. Önnur stærði sig af því, auðvit- að af stakri háttvísi, að aldrei í lífinu i öllu sínu hjónabandi hefði hún háttað sig nema í myrkri. Þetta var einmitt svo merkilegt því að konan var heldur snotur á að líta. Ónnur sómakona bjargaði heiðri fólksins í hverfinu með því að hengja undirfötin sín til þerris úti í skúr, þar sem enginn gat séð þau. Þessar frábæru konur voru að eigin áliti persónugervingar fínleikans. Þær voru dyggðugar eins og blessuð drottningin, sem sat enn á hásæti sínu í Englandi. Eiginlega leið yfir þær ef ýjað var að grófu umræðu- efni og fyrir kom að þurfti að hjálpa þeim út úr safnaðarheimilinu ef presturinn valdi of krassandi texta. En þetta netta yfirlið hafði sérstaka merkingu ef myndarlegur maður var á næsta leiti. Á sama hátt og yfirliðin þóttu góður eiginleiki hjá ógiftum konum var ekki minna um vert að hafa gott vald á ljóðalestri". Þetta þóttu Láru greinilega ekki vera „staðfastar konur“. Þær voru þó til: Ein þeirra var eldri kona — bindindisfrömuður — sem átti ódælan eiginmann og sýndi hún honum festu á sérkennilegan hátt, þ.e.a.s. „Ef skynsamleg rök dugðu ekki á sökudólg- inn saumaði hún hann inn í rúmföt, beitti duglegri flengingu og hét að endurtaka betrunaraðgerðirnar í hvert sinn sem löstur- inn fengi yfírhöndina og eiginmaðurinn legðist ósjálfbjarga til svefns". Um Foreldrana Lýsingar Láru á uppruna og eiginleikum föður síns og móður sinnar eru mjög ítarleg- ar. Veita þær lesandum mörg svör við því hvað mótaði viðhorf hennar. Upprifjanir frá bernskunni lýsa því að hamingjuríkustu mánuðirnir voru þegar háaldraður frændi hennar sagði henni íslenskar huldufólkssög- ur, en af þeim heillaðist Lára svo gjörsam- lega að stundum datt henni í hug að hún væri sjálf umskiptingur. Faðir hennar hafði valið sér söðlasmíði að starfsvettvangi og var fádæma góður handverksmaður, að sögn Láru. Hann sagði henni einnig sögur og kenndi henni að lesa ljóð af íhygli. Hann taldi að æðsta takmark lífsins væri að semja bækur. Ævintýraþrá átti sterk tök í honum alla tíð og varð þess m.a. valdandi að hann, þá ungur maður á íslandi, fór í langan og hættulegan leiðang- ur til að bjarga mönnum úr sjávarháska. Hann var hygginn draumamaður, segir Lára, en hann taldi sig vita að „tár sársauk- ans bera vott um sívakandi sálarlíf1. Hann las og skrifaði talsvert og fylltist ákefð og áhuga við hveija nýja uppgötvun sem hann heyrði um. Hann bjó þrátt fýrir lítil efni við andlegt frelsi og takmarkalausan áhuga á lífí samferðamanna sinna, sem leituðu til hans i raunum sínum. Foreldrar Láru voru ólíkir og áttu ekki skap saman. Þau voru jafnan ósammála um flesta hluti. Ef til vill hefði sambúð þeirra orðið auðveldari ef móðirin hefði getað skilið „að sá sem hlotið hefur skaplyndi skáldsins í vöggugjöf verður að íklæða veruleikann rómantík til þess að lifa hversdagsleikann af“, segir Lára. Hinni miklu sómatilfinningu móður sinnar lýsir Lára þannig: „Mamma, sem var ráð- vendnin uppmáluð, lét sig ekki dreyma um að þvo nærfötin sín í lokaðri laug eins og guðhræddu matrónurnar í gömlu Boston. Ekki hún. Þau blöktu fyrir allra augum í sólinni og mér bauð í grun að þótt sjálfur forsetinn ætti leið framhjá kæmi það ekk- ert við mömmu. Þvert á móti hefði hún búist við því að hin hávelbornu augu gledd- ust við að sjá svo fínan sólþurrkaðan þvott.“ Þegar móðirin, í mestu neyð sinni, hafði gefið eitt barna sinna frá sér til ættleiðing- ar sagði hún við sjálfa sig „sorgin er munað- ur“ og reyndi í angistinni að sannfæra sjálfa sig um að tilfinriingar hennar hefðu þar ekkert að segja heldur væri það velferð barnsins sem öllu máli skipti. HVER VAR SJÁLFSMYND LÁRU? Víða í texta bókarinnar kemur fram sjálfslýsing Láru og hugmyndir hennar um eigið útlit og persónu og hún kemur gjarnan með hugmyndaríkar athugasemdir um sig: „Ég var feit lítil stelpa sem tröll vildu eflaust ólm fá í pottinn sinn og vonlaust að konungs- sonur á skínandi fögrum hesti hætti lífi sínu til að bjarga mér.“ Þegar hún fór eitt sinn, ásamt móður sinni, í heimsókn til ættmenna lýsir hún sér svona „Ég hékk bara utan í stól mömmu og vonaði að enginn tæki eftir því hvað ég var vitlaus" og heldur svo áfram: „Mér hafði auðvitað sjálfri oft fundist ég vera skrýtin, því stundum skemmti ég mér við að lifa mig inn í atburði sem ég las út úr myndum. En þetta kom yfir mig fyrirvara- laust, án þess að ímyndunaraflinu væri beitt í upphafi, og þess vegna varð það svo óbæri- legt.“ Þegar Lára var tæplega tíu ára gömul talaði hún enn einungis íslensku og skildi bara nokkur orð og fáeinar setningar í ensku, sem bróðir hennar hafði kennt henni, en þá loks fór hún í skóla. Viðmót bekkjar- systkina hennar var í fyrstu ekki uppbyggj- andi en þau hlógu að henni og hrópuðu á eftir henni íslendingur - Eskimói - selspik! Lára dregur upp af sjálfri sér — þessum útlendingsbjálfa, fremur óaðlaðandi mynd. Henni fannst að eftir fermingu hafi hún verið eins og flestir íslendingar “ófor- betranlegur bókaormur", og það sem verra var í augum félaga hennar, hún hafði mest gaman af því sem þeim þótti leiðin- legt. Þeir gátu ekki skilið áhuga hennar á bókum og bókasöfnum, enda uppteknir af fötum og tísku og almenningsbókasafnið, sem lánaði ekki út föt heldur bækur, hreif Láru en ekki félaga hennar. Það var ein- mitt á bókasafni, í smábænum Duluth í Minnesóta, á bernskuárum Láru sem henni fannst að hjarta sitt fylltist brennandi áhuga á að skrifa bók en um upplifun sína á bókasafninu skrifar hún í einum skemmti- legasta kafla bókarinnar: „Ég skildi ekki hið skrifaða orð en myndirnar voru af bar- 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.